Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 60
UMRÆÐAN 60 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í KJÖLFAR árása íslamskra hermdar- verkamanna á Banda- ríkin hafa margir farið að velta meira fyrir sér hvers konar trú íslam sé. Það er eðli- leg spurning, bæði vegna umræddra at- burða og svo líka vegna þess að nú fjölgar múslimum mjög í Evrópu. Nýaf- staðnar eru kosningar í Danmörku, þar sem áhrif íslams á danskt þjóðfélag breyttu miklu um úrslitin. Þetta m.a. sýnir okkur að þessi mál eru farin að gerast áleitin hér á Norðurlöndunum. Danskur fé- lagsfræðingur sem starfar fyrir fréttamiðilinn B.T. sagði nýlega að ef núverandi inn- streymi og fjölgun múslima í Danmörku héldi áfram myndi að fjörutíu árum liðnum þriðji hver Dani vera múslimi og eftir 60 ár annar hver. Sagði maðurinn að þá yrðu dönsk gildi í hættu. Þetta finnst Dönum ískyggileg þróun og þeir vilja nú auðsjáan- lega fara að gera eitt- hvað í málinu. Í huga flestra okkar er íslam miður áhuga- vert fyrirbæri. Öll þekkjum við erfiða baráttu Sophiu Hansen við múslimann Halim Al og hið íslamska réttarkerfi í Tyrk- landi. Íslam – múhameðstrúin – virðist þar skipta miklu máli og vera mikill áhrifavaldur hvað varð- ar tregðu föðurins til að leyfa dætr- um sínum umgengni við hina kristnu móður þeirra. Á ferð minni vestanhafs fyrir stuttu keypti ég athyglisverða bók, „Inside Islam“. Er hún skrifuð af fyrrum múslima, Reza Safa. Hann fæddist og ólst upp í Mið-Aust- urlöndum, sonur heittrúaðs músl- ima. Sjálfur varð hann heittrúaður bókstafstrúarmaður. Síðar fluttist hann til Svíþjóðar þar sem hann kynntist kristnu fólki sem hann lað- aðist að vegna kærleika þess og hlýju. Þetta olli straumhvörfum í lífi hans. Hann endurskoðaði af- stöðu sína, sneri baki við íslam og gerðist kristinn. Síðan hefur hann starfað ötullega víða um lönd við það að ná með hinn kristna boð- skap til fyrrverandi trúbræðra sinna og fylgjenda Múhameðs. Í bók sinni „Inside Islam“ dreg- ur hann fram athyglisverða þætti sem koma okkur Vesturlandabúum eflaust á óvart. Mikilvægt er að hafa í huga að þar skrifar maður sem þekkir íslam vel og var virkur trúmaður. Reza Safa leggur mikla áherslu á að Vesturlandamenn þurfi að skilja „andann í íslam“ eins og hann orðar það. Þar á hann við sterk undirliggjandi og neikvæð áhrif sem móta trúna og viðhorf músl- ima. Í því sambandi nefnir hann skilyrðislausa undirgefni, ótta, skort á trúarlegu umburðarlyndi, ofbeldishneigð og vilja til að úthella blóði. Þessi áhrif rekur hann til Kóransins, svo og til viðhorfa og lífshlaups Múhameðs sjálfs. Reza segir „anda íslams“ vera inntakið í trúnni og grundvallarlífsviðhorf múslima. En hver er Allah? Hann er fjarlægur og strangur guð sem heimtar hlýðni undanbragðalaust á öllum sviðum lífins. Íslam þýðir undirgefni. Þetta alræðisvald Allah og krafa um undirgefni birtist síð- Hvers konar trú er íslam? Friðrik Schram Trúmál Alræðisvald Allah og krafa um undirgefni, segir Friðrik Schram, birtist í valdi prestanna og trúarleiðtoganna. „Í ORÐVENDNI býr listin að hemja sig,“ segir sú vísa kona Victoria Moran. Þessi orð hafa oftar en einu sinni flogið mér í hug við hamfarir gagnrýnenda nú í bókatíðinni. Eftir að lesa dæmalausan rit- dóm Katrínar Fjeld- sted um Heilsubók konunnar í Morgun- blaðinu 12. desember get ég ekki orða bund- ist. Kannski er mér málið of skylt til að fjalla um það á skyn- samlegan hátt þar sem ég kem bæði að þýð- ingu og útgáfu bókar- innar, en þegar bæði ósanngirni og dóna- skapur vaða uppi get ég ekki stillt mig um að bera hönd fyrir höf- uð mér. Mér finnst óverj- andi að skrifa ritdóm um 320 síðna bók án þess að fjalla á neinn hátt um hvert innihald bókarinnar er, hvort hún er góð eða slæm þegar á heildina er lit- ið og hverjir eru kostir hennar (þeir hljóta að vera einhverjir miðað við fyrirsögn- ina Gallar og kostir). Sá sem vill kynna sér um hvað er fjallað í sex löngum og ítarlegum köflum bók- arinnar verður einskis vísari eftir lestur ritdómsins, en því meira fær hann að vita um að sértækt orðalag í töflum aftast sé ekki að skapi gagnrýnandans. Ef til vill er skilj- anlegt að orðalag sem heilbrigðis- stéttum hefur ekki tekist að ná sátt um fari í taugarnar á lækninum og sannarlega eru þýðendur þarna á hættusvæði, en að þessi smáatriði geri útslagið um gæði bókarinnar finnst mér fjarri allri sanngirni. Í mínu ungdæmi var slík málsmeð- ferð kölluð orðhengilsháttur. Katrín gerir ráð fyrir að hnökra Gagnrýnendur í vígamóð Hildur Hermóðsdóttir w w w .t e xt il. is Meðgöngufatnaður fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið. Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136 Rúllukragapeysur Vinnufatabúðin Laugavegi 76, sími 551 5425. Spa raðu 30% Turtleneck peysur í 5 litum Laugavegi 46, sími 561 4465. Villtar & Vandlátar Þú kaupir 3 flíkur en borgar fyrir 2 LAUGAVEGI 15 SMÁRALIND Ótrúlegt úraúrval Mikið úrval glæsilegra kvenúra Gott úr er góð gjöf Falleg og vönduð karlmannsúr og vandaðir skartgripir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.