Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 53
Skartgripaverslun - vinnustofa - Smáralind
Íslensk og ítölsk skartgripahönnun og -smíði
Í GREIN undirritaðs
í Morgunblaðinu 7. des.
sl. lýsti ég nokkuð þeim
áhrifum sem óhjá-
kvæmilega eru stað-
reynd í dag. Samkeppn-
isstöðu aðila markað-
arins hefur verið
stórlega raskað þar sem
stórir aðiðlar njóta for-
skots á smáa vegna að-
gerða bankakerfisins og
greiðslumiðlunar á þess
vegum í debet- og kred-
itkortaviðskiptum.
Þrátt fyrir mikinn fórn-
arkostnað stóru fyrir-
tækjanna er hann hlut-
fallslega miklu meiri hjá þeim smáu.
Lögmálinu um framboð og eftir-
spurn er einnig stórlega raskað enda
nánast búið að aftengja allar eðlilegar
forsendur. Við skulum ímynda okkur
að ríkið tæki upp á því að niðurgreiða
allan leigubílaakstur í landinu. Það
yrði frítt að aka með leigubílum. Ríkið
mundi greiða allan kostnaðinn. Hvaða
áhrif myndi slík aðgerð hafa? Í fyrsta
lagi: Það dytti engum í hug að ferðast
með almenningsvögnum. Þegar til
lengri tíma er litið myndu einkabílar
hætta að sjást á götum landsins. Fólk
mundi einfaldlega ferðast með leigu-
bílum. Einstaklingar og fyrirtæki
myndu spara stórfé í ferða- og flutn-
ingskostnaði. Fjárfestingar í bifreið-
um og fylgihlutum yrðu stórkostlega
minni en áður. Það má færa fyrir því
rök að sparnaður yrði stórkostlegur
fyrir þjóðarbúið. Akstur og flutningur
yrðu nánast alfarið í höndum fag-
manna. Fullyrðing sem þessi er samt
fáránleg einfaldlega vegna þess að
reikningurinn fyrir allan leigubíla-
aksturinn lendir á ríkissjóði og síðan á
landsmönnum öllum í formi skatta.
Hagfræðikenningar virka eins og
fínstillt klukkuverk. Ef ein skrúfa eða
ein fjöður er tekin úr verkinu þá virk-
ar klukkan ekki. Þegar þrjár hag-
fræðikenningar eru síðan teknar úr
sambandi þá verður klukkan aldrei
rétt. Grundvallaratriði er að kostnað-
ur sé sýnilegur öllum og að fólk geti
sjálft lagt mat á vilja sinn til að eyða
eða versla út frá réttum forsendum og
miðað við eðlilegt framboð og eðlilega
eftirspurn.
Við erum í peningahagkerfi. Hvaða
merkingu hefur það? Öll lög sem og
hagfræðikenningar snúast í raun um
þessa staðreynd. Grundvallarhugsun
og rauður þráður í peningahagkerf-
inu er að engin afföll né kostnaður er
leyfður, ekki af peningunum, ekki af
tékkum eða ávísunum og ekki af víxl-
um. Greiðslumiðlun með debet og
kredit lýtur ekki þess-
um lögmálum og er því
eðli málsins samkvæmt
hreint og klárt lögbrot.
Ólöglegir
samningar
Bankakerfið heldur
því fram að greiðslu-
miðlunin með debet og
kredit snúist um frjálsa
samninga milli aðila.
Samningar þessir eru
hinsvegar kolólöglegir.
Samningunum er lýst
þannig að þeir séu á
milli fjögurra aðila, þ.e.
korthafa, kaupmanns,
banka korthafa og banka kaupmanns.
Samningar þessir ganga út á það að
kaupmaðurinn tekur að sér að greiða
viðskiptakostnað korthafa við banka-
kerfið. Til þess að standa straum af
þessum kostnaði hækkar kaupmaður-
inn hjá sér vöruverð. Þetta verður
ekki gert með neinu öðru móti. Í
framhaldinu verður til eitthvað sem
kalla mætti kortaverðlag. Brotalöm-
in, þ.e. ein af mörgum, í þessum
samningum er ákvæði sem kallað hef-
ur verið „notandinn borgar ekki“ af
samtökum verslunarinnar í Evrópu
(Euro Commerce). Ákvæði þetta
bannar kaupmönnum að innheimta
kostnaðinn af kortanotkuninni hjá
korthöfum. Fórnarlömb þessarar
svikamyllu eru smáir kaupmenn og
þeir viðskiptamenn kaupmannsins
sem nota peninga eða aðra lögmæta
greiðslumiðla. Börn og gamalmenni
sem almennt hafa ekki kort eru því
látin borga í samræmi við fullt korta-
verðlag. Enginn hinna fjögurra aðila
að þessum svokölluðu frjálsu samn-
ingum hefur til þess umboð að skuld-
binda fimmta aðilann með þessu móti.
Þessum samningum má í raun líkja
við það, lesandi góður: Þú vilt selja bíl
og ég vil kaupa bíl. Við komumst að
samkomulagi um verð og skilmála og
ákveðum að gera samning um kaupin.
Um það bil sem samningagerð er að
ljúka kemur í ljós að ekki er búið að
borga trygginguna af bílnum. Þú vilt
ekki borga trygginguna og ég ekki
heldur. Það virðist sem salan sé kom-
in í hnút þangað til öðrum hvorum
okkar dettur í hug að við þekkjum
báðir hann Nonna úti í bæ. Við erum
sammála um að Nonni skuli borga
trygginguna af bílnum. Í samninginn
fer síðan ákvæði þess efnis að Nonni
eigi að borga trygginguna. Við ljúk-
um samningagerðinni og skrifum síð-
an báðir undir. Dettur þér í hug eitt
andartak, lesandi góður, að slíkt
ákvæði myndi halda gagnvart honum
Nonna? Hann hefur ekki samþykkt
umrætt ákvæði og því síður undirrit-
að samninginn. Nei, kæri lesandi,
samningar sem þessir eru kolólögleg-
ir. Ekkert umboð er fyrir hendi. Við
Nonnar mótmælum allir.
Bankakerfið er í djúpum skít.
Í djúpum …
Sigurður Lárusson
Höfundur er kaupmaður.
Kort
Samningar, segir
Sigurður Lárusson,
eru kolólöglegir.