Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL andstaða kom fram við nýjar tillögur að deili- skipulagi Hrólfsskálamels á Seltjarnarnesi á kynningar- fundi sem haldinn var í Val- húsaskóla á miðvikudags- kvöld. Arkitektafélag Ís- lands hefur óskað eftir skýringum á því hvers vegna bærinn hyggst ekki byggja eftir verðlaunatillögu í samkeppni um svæðið, þvert á fyrri yfirlýsingar þar um. Morgunblaðið greindi frá því í lok október að skipu- lagsnefnd Seltjarnarness hefði ákveðið að mæla með því að gengið yrði til samn- inga við Íslenska aðalverk- taka um uppbyggingu svæð- isins en tillaga þeirra að skipulaginu var unnin af Kanon-arkitektum, sem urðu í þriðja sæti í keppn- inni á móti öðrum. Var haft eftir Ernu Nielsen, for- manni skipulagsnefndar, að ákveðið hefði verið að taka heildstætt á tilboðum með tilliti til verðtilboðs í bygg- ingarréttinn og hönnunar skipulagsins. Mótmælt af sjálfstæðismönnum Á miðvikudag stóð nefnd- in svo fyrir kynningarfundi þar sem breyting á aðal- skipulagi bæjarins varðandi Hrólfsskálamel var kynnt. Að sögn Högna Óskarsson- ar, fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn, var vel mætt á fundinn og segir hann að í ljós hafi komið að talsverður hiti væri í fólki vegna til- lagnanna. „Sumir sögðu að tillagan væri ljót en aðrir bentu á að þarna væri allt of mikið byggingarmagn og að það truflaði þessa miðbæj- arímynd sem við viljum hafa á Seltjarnarnesi. Við viljum ekki að þarna verði settur niður svona stór bygging- armassi sem minnir marga á Breiðholtsskipulagsslysið sem varð fyrir 30–35 árum þegar hin miklu blokkar- hverfi risu upp.“ Hann segir að það hafi verið áberandi á fundinum hversu margir sjálfstæðis- menn voru harðorðir í garð tillagnanna. „Þeirra á meðal var frambjóðandinn sem er í öðru sæti á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar í vor, Ásgerður Hall- dórsdóttir og fleiri. Það eru að verða kynslóðaskipti í Sjálfstæðisflokknum. Gamli bæjarstjórinn og formaður skipulagsnefndar hafa verið ráðandi í öllu og fólk hefur hlýtt þeim fram að þessu. Nú þegar þau eru að fara að hætta og nýtt fólk er að koma inn þora menn allt í einu að tala út um hug sinn. Í gærkvöldi var hreinlega eins og stífla brysti því og þarna stóð upp hver sjálf- stæðismaðurinn á fætur öðr- um og gagnrýndi þetta mjög harkalega.“ Hann segir fátt hafa verið um svör þrátt fyrir afger- andi andstöðu fundarmanna. Ljóst sé að fjárhagslegur ágóði hafi ráðið miklu. Til- laga ÍAV hafi verið valin þar sem fyrirtækið hafi boðið langbesta verðið í bygg- ingarréttinn, eða um 380 milljónir. Á hinn bóginn hafi Ístak, sem starfaði með höf- undum verðlaunatillögunn- ar, Guðrúnu Sigurðardóttur, Nicholas Guichet, Fiona Meierhans og Laurent Bonthonneau, boðið um 220 milljónir. Sú tillaga hafi þó á margan hátt þótt aðgengi- legri meðal bæjarstjórnar- manna. „Hún er mýkri, hún tengir betur Eiðistorgið við þjónustukjarnann þarna hinum megin á svæðinu, hún er ekki eins frek í umhverf- inu – en svo voru það pen- ingarnir,“ segir Högni. Áfram unnið að þróun skipulagsins Erna Nielsen, formaður skipulagsnefndar, tekur undir með Högna að fund- urinn hafi verið líflegur. „Við fengum þarna mörg sjónarmið sem var alveg sjálfsagt að kæmu fram. Þetta var ekki mjög stór hópur miðað við bæjarbúa en engu að síður kom þarna fram fólk sem vildi gagn- rýna þetta.“ Hún segir ekki koma til greina að breyta ákvörðun- inni þar sem samþykkt hafi verið í bæjarstjórn að ganga til samninga við ÍAV á grundvelli tillögu þeirra. Hins vegar yrði áfram unnið með arkitektunum um þró- un skipulagsins þar sem tekið yrði tillit til framkom- inna athugasemda. „Arki- tektarnir voru á fundinum og þeir heyrðu alveg andann þannig að við förum mjög vel í gegnum þetta. Við klárum þetta verkefni þann- ig að fólk verði ánægt en smekkurinn er svo geysilega misjafn um það hvað sé fal- legt og hvað ljótt.“ Hún segir byggingar- magnið ekki aðalatriðið í málinu og fyrir fundinn hafi verið rætt um að rýmka til á reitnum. Verðið, sem ÍAV bauð í byggingarréttinn, hangi þó saman við það hversu mikið verði leyft að byggja og það gefi auga leið að lækki nýtingarhlutfallið muni verðið einnig lækka. Verið að kanna bótaskyldu Að sögn Valdísar Bjarna- dóttur, formanns Arkitekta- félags Íslands, hefur félagið óskað eftir skýringum á því hvers vegna ákveðið hafi verið að nota ekki verð- launatillöguna. Þær skýring- ar hafi ekki borist enn þá. „Það var komin niðurstaða um fyrstu verðlaun og bær- inn var búinn að tilkynna að það yrði byggt eftir verð- launatillögunni. Það er eðli- legt að Arkitektafélagið telji það vera niðurstöðu í málinu og sé óhresst með að því sé breytt. Því viljum við gjarn- an fá skýringar á því.“ Erna segir verið að skoða hvort bærinn sé bótaskyldur gagnvart höfundum verð- launatillögunnar. „Lögfræð- ingar beggja aðila eru að ræða saman þannig að við settum það bara í hendurn- ar á þeim.“ Hrólfsskálamelur til umræðu á kynningarfundi vegna breytinga á aðalskipulagi Megn óánægja með nýtt deiliskipulag Tillaga Kanon-arkitekta að skipulagi á Hrólfsskálamel. Seltjarnarnes NÝ göngubrú yfir Hafn- arfjarðarveg á Hraunsholti verður auglýst í útboð um næstu helgi að sögn Eiríks Bjarnasonar, bæjarverk- fræðings í Garðabæ. Stefnt er að því að framkvæmdum við brúna verði lokið í ágúst á næsta ári eða fyrir næsta skólaár. Nokkur þrýstingur hefur verið frá foreldrum skóla- barna í hverfinu um að brúin yrði að veruleika enda Hafn- arfjarðarvegur umferð- arþungur. Segir Eiríkur að í raun hafi ekki þurft slíkan þrýsting til þar sem brýn nauðsyn hafi verið á að tryggja öryggi gangandi vegfarenda á þessum slóð- um. Framkvæmdin fór í grenndarkynningu en sam- kvæmt skipulagslögum var ekki talin þörf á almennri auglýsingu hennar þar sem ekki er fyrirliggjandi deili- skipulag af svæðinu. Nokkr- ar athugasemdir bárust eftir grenndarkynninguna og að teknu tilliti til þeirra var brúin samþykkt í bygging- arnefnd að sögn Eiríks. Til bráðabirgða í a.m.k. 10 ár Í raun er um bráðabirgða- framkvæmd að ræða þó að Eiríkur telji hana að minnsta kosti til 10 ára. „Aðal- skipulagið gerir ráð fyrir að þarna komi brú nokkurn veginn á sama stað frá Hraunsholtinu og yfir á Eystra-Hraunsholtið. Þetta yrði göngu- hjóla- og akst- ursbrú, að minnsta kosti fyr- ir strætisvagna, og Hafn- arfjarðarveginum yrði þá sökkt þarna niður. En þetta verður í fyrsta lagi eftir tíu ár því maður sér engar fjár- veitingar í þetta á styttri tíma.“ Þrír aðilar komu að hönn- un brúarinnar, Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar, Hornsteinar landslags- arkitektar og verkfræði- stofan VSÓ. Byggingaraðilar eru Vegagerðin og Garða- bær en að sögn Eiríks fellur stærsti hluti kostnaðarins, sem er áætlaður um 60 millj- ónir króna, undir Vegagerð- ina. „Þeir borga brúna sjálfa og hluta að aðkomunni og við borgum hluta af aðkom- unni.“ Teikning/Hornsteinar Hönnuðir brúarinnar eru Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar, Hornsteinar-arkitektar og verkfræðistofan VSÓ-ráðgjöf. Göngubrú fyrir næsta haust Garðabær RAGNAR Gíslason, skólastjóri Foldaskóla í Reykjavík, tekur við starfi skólastjóra Garða- skóla um áramótin af Gunnlaugi Sigurðssyni sem stýrt hefur skólan- um í 36 ár. Sjö umsækjendur voru um stöðuna en á fundi bæjarstjórnar hinn 6. desember sl. var samþykkt að ráða Ragn- ar í stöðuna eftir að skólanefnd mælti ein- róma með honum. Í fréttatilkynningu frá Garðabæ segir að Ragn- ar hafi starfað að skóla- málum í 30 ár og hafi fjölbreytta menntun og reynslu á sviði skólamála og stjórnunar. Hann hef- ur verið skólastjóri Foldaskóla frá árinu 1992 en fram að þeim tíma starfaði hann sem grunnskólakennari í Garðaskóla og í Öldu- túnsskóla þar áður. „Ragnar hefur unnið að ýmsum þróunarverk- efnum í skólastarfi. M.a. vann hann að verkefninu Vímuvarnarstefna Garðaskóla 1990-1992 og hefur, í Foldaskóla, unn- ið að innleiðingu á hug- myndafræði nýsköpunar í grunnskólum. Í Folda- skóla vann hann einnig að verkefni um aðferðir í samskiptum sem stuðla að aukinni sjálfsábyrgð og sjálfsstjórn ung- linga,“ segir í fréttatil- kynningunni. Ragnar Gíslason Nýr skóla- stjóri í Garða- skóla Garðabær MEÐ nokkrum sanni má segja að smiðurinn í bak- grunni myndarinnar hafi verið að reisa „þingpalla“ fyrir utan Alþingishúsið en þar fara fram fram- kvæmdir á nýju þjón- ustuhúsi löggjafarsam- kundunnar. Sé kíkt inn fyrir glugga sést að þing- menn geta, ef þeir vilja, stigið dans í kringum jólatré í Kringlunni svo- nefndu. Unnið á „þing- palli“ Miðborg Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.