Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 70
70 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKT samfélag hefur lengi státað af því hversu mjög hátt vel- ferðarstig hefur ríkt á á landi. Við höfum hingað til getað sagt með sanni að við höfum öflugt og gott heilbrigðiskerfi. Það er hluti af okkar lífsgæðum og fæst okkar vilja vera án þess. Við erum farin að taka því sem sjálfsögðum hlut og tölum um það sem nauðsynlegan hlut. Fleiri þættir koma inn í þá mynd sem við getum kallað „vel- ferðarþjóðfélag“, þar er einn þáttur sem lýtur að því að við getum verið örugg, eins örugg og hægt er að ætlast til í lífinu. Aldrei verður neitt alveg öruggt, en með virkri löggæslu t.d. eykst öryggi okkar, en þegar dregið er úr henni minnk- ar öryggi borgaranna. Þetta er ekki flóknari hlutur en að dagur rennur upp að lokinni nóttu. Öryggi og vernd borgaranna er þannig hluti af heildarmynd samfélagsins sem við búum í. Þá á ég við vernd gegn glæpum og öðrum hættum. Þar kemur lögreglan til sögunnar. Það er lögreglunnar að grípa inní. Henni er ætlað það hlutverk að koma að atburðum sem ekki eru þess eðlis að hægt sé að horfa fram hjá þeim. Lögreglan er sá aðili sem alltaf vakir yfir öxl okkar ef svo má segja. Hún kemur bæði beðin og óbeðin. Alltaf er hún til staðar, það breytir engu hvort það eru jól eða virkur dagur. Þegar kallið kemur, þá er það lögreglan sem fer á vett- vang. Hennar hlutverk er ekki létt, það er vanþakkað oft en þó ekki alltaf. Lögreglumaðurinn verður að vita nákvæmlega hve langt hann má ganga og líka hvenær hann á að láta kyrrt liggja. Það er ekki auð- velt og krefst mikillar dómgreind- ar, og það iðulega á stundum þegar tíminn er lítill til hugsunar. Stund- um enginn tími. Við ætlumst til mikils af lögregl- unni, kröfurnar til hennar eru óvægnar og oft er hún dæmd að ósekju. Ekki er alltaf hægt að kom- ast hjá því að beita valdi, jafnvel þó að það sé í því fólgið að taka á öðru fólki. Það verður lögreglan að gera og það verður hún að geta. Hún verður að geta komið fram með þá ímynd á bak við sig að ef að allt þrýtur, þá hafi hún getu til þess að framfylgja lögum með fullum þunga. Þannig verndar hún líf okk- ar í mörgum tilfellum. Í dag er hins vegar svo komið fyrir íslensku lögreglunni að hún er fjársvelt og undirmönnuð. Þess sjást líka mörg merki úti í sam- félaginu að svo er. Agaleysi Íslend- inga er frægt af endemum vil ég segja, og aldrei hefur það verið eins og í dag. Við þurfum ekki ann- að en að fara út að keyra, þá blasir það við. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um umferðina, það segir sjálft að yfir 20 manns eru þegar látnir í umferðinni á þessu ári og ætli sú tala verði ekki hærri þegar yfir lýk- ur. Því miður er mikil hætta á að svo geti farið. Hraðinn er miskunn- arlaus og menn komast upp með ruddaskap og ofbeldi í umferðinni án þess að svara fyrir. Það er ekki bara í umferðinni sem lögreglan er vanmáttug, við þurfum ekki annað en að fara ofan í miðbæ að næt- urlagi um helgi til að verða vitni að því þegar þúsundir ofurölvaðra manna fylla miðbæinn en kannski um 20 lögreglumenn eða þar um bil eiga að halda uppi löggæslu. Í mín- um heimabæ, Kópavogi, eru um fjórir menn á vakt á tveim bílum, ef ég fer rétt með, í einu stærsta bæj- arfélagi landsins. Það er ekki hlut- ur sem hægt er að kalla annað en háskaástand sem hingað til hefur sloppið en hve lengi verður það svo? Nútíminn hefur fært okkur eit- urlyf, harðari glæpi, grófara ofbeldi og mannvonsku en áður hefur tíðk- ast. Við borgarar þessa lands eig- um heimtingu frá ráðamönnum okkar að þeir tryggi öryggi okkar gegn glæpum. Við krefjumst auk- innar löggæslu, ekki bara þess að dómsmálaráðherrann taki í taum- ana. Við megum ekki gleyma því að hún ræður ekki yfir peningunum, það gera forystumenn ríkisvaldsins. Þetta er allt spurning um peninga og að stjórnmálamenn allra flokka sýni þá ábyrgð og dómgreind að veita aukið fé til lögreglunnar í landinu. Þetta er hagsmunamál sem varðar okkur öll og framtíð okkar allra og komandi kynslóða. Við krefjumst aukinnar löggæslu og það ekki á morgun, heldur strax. DANÍEL SIGURBJÖRNSSON, Kársnesbraut 13, Kópavogi. Við krefjumst aukinnar löggæslu Frá Daníel Sigurbjörnssyni: Laugavegi 44 HEF OPNAÐ AFTUR Glæsilegar vörur fyrir okkur stóru sætu stelpurnar Opið kl. 12-18                                                            ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.