Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
að kaupa brauð og farið að smyrja.“
Inga Jóna segir að þær hafi svo
verið mættar um hálfáttaleytið
strax morguninn eftir í slysavarn-
arhúsið Líkn á Hellissandi. „Við
buðum upp á súpu og smurt brauð
um morguninn en í hádeginu eld-
uðum við mat sem var í boði frá
klukkan hálfeitt til fjögur því að
björgunarmennirnir komu inn á svo
mismunandi tímum. Eftir matinn
héldum við áfram að smyrja brauð
og hella upp á kaffi og þegar við
fórum heim um kvöldið skildum við
eftir nægt brauð og kaffi fyrir nótt-
ina,“ segir Inga Jóna en meirihluti
björgunarsveitarmanna hættir leit
yfirleitt um fimmleytið á daginn
þegar farið er að skyggja.
Slysavarnardeildirnar hafa, að
sögn formannanna, unnið sem ein
þessa daga sem leit hefur staðið yf-
ir; slysavarnardeildin Helga Bárð-
ardóttir sá þó að mestu um að sinna
björgunarsveitarmönnunum í slysa-
varnarhúsinu Líkn um helgina en
slysavarnardeildin Sumargjöf kom
inn í þá vinnu í vikunni. Þá hefur sú
síðarnefnda verið með bækistöð í
húsi sínu Mettubúð í Ólafsvík þar
Þ
AÐ þurfti enginn að taka
með sér nesti eða fara
út í sjoppu sem kom
hingað í leit,“ segir Ingi
Hans Jónsson, fulltrúi í
svæðisstjórn björgunarsveita á
Snæfellsnesi, þegar hann lýsir því
ósérhlífna starfi sem tugir kvenna í
slysavarnardeildinni Helgu Bárð-
ardóttur frá Hellissandi annars veg-
ar og slysavarnardeildinni Sum-
argjöf frá Ólafsvík hins vegar hafa
unnið síðustu daga á meðan leit hef-
ur staðið yfir að skipverjum Svan-
borgar SH-404 sem fórst við Skála-
snaga sunnan við Öndverðarnes á
föstudagskvöld fyrir viku.
„Þær hafa rekið mötuneyti í
björgunarmiðstöðinni Líkn á Hellis-
sandi – þaðan sem leitinni er stjórn-
að – fyrir á annað hundrað manns
og borið á borð heilu hlaðborðin í
örþreytta björgunarmenn. Jólasmá-
kökurnar sem þær voru búnar að
baka heima hjá sér eru meira og
minna komnar í vömbina á okkur
björgunarmönnunum,“ segir Ingi
Hans ennfremur og segir starf þess-
ara kvenna ekki síður merkilegt en
þeirra manna sem gengið hafa
fjörur á Snæfellsnesi síðustu daga.
Staðið vaktina frá
föstudagskvöldi
Slysavarnardeildin Helga Bárð-
ardóttir er skipuð rúmlega fimmtíu
konum og slysavarnardeildin Sum-
argjöf er skipuð rúmlega sextíu
konum. Formenn þessara deilda,
þær Sigrún Ólafsdóttir, sem er for-
maður Sumargjafar, og Inga Jóna
Guðlaugsdóttir, sem er formaður
slysavarnardeildar Helgu Bárð-
ardóttur, segja í samtali við Morg-
unblaðið að konur frá þessum deild-
um hafi staðið vaktina; tvær til
þrjár í einu í þrjá til fjóra tíma í
senn, alla daga frá því að Svanborg
SH-404 fórst við Skálasnaga á föstu-
dagskvöld. Þær hafi séð til þess að
ávallt væri til kaffi, smurt brauð,
kex og kökur í björgunarmiðstöð-
inni Líkn. Einnig hafi þær eldað
heitan mat í hádeginu og séð til þess
að nóg væri af mat fyrir nóttina
þegar þær fara heim á kvöldin.
Um 140 björgunarsveitamenn
víða af landinu tóku þátt í leitinni
þegar mest var um helgina og segja
formennirnir að þær hafi t.d. fengið
inn til sín um 50-60 manns í einu
holli í hádegismat á sunnudag.
„Við byrjuðum vaktina strax á
föstudagskvöldið,“ segir Inga Jóna,
„og komum með mjólk og kaffi til
björgunarsveitarmanna þá um
kvöldið en um leið og ég frétti hvers
eðlis slysið var var rokið út í búð til
sem bæjarbúum er boðið upp á kaffi
og meðlæti.
„Um helgina komu margir til
okkar til þess að fá nánari fregnir
af leitinni,“ útskýrir Sigrún og segir
það í raun einstakt að upplifa þann
samhug sem ríkir í Ólafsvík þessa
dagana. „Það má eiginlega segja að
allir sem vettlingi geta valdið hafi
komið færandi hendi; fyrirtæki hafa
gefið mat og búðir verið opnaðar
fyrir okkur snemma morguns eða
seint á kvöldin. Þá hafa margar
konur komið með skonsur, pönnu-
kökur, smákökur og heimabakað
brauð.“
Og þessar „kræsingar“ hafa allar
„endað í vömbum leitarmannanna“,
eins og Ingi Hans orðaði það. „Og
það er ekkert smáræði að halda öll-
um þessum mannskap í fæði,“ bætir
hann við en í vikunni hafa að jafnaði
um þrjátíu til fjörutíu manns gengið
fjörur á Snæfellsnesi.
Stofnað af sjómannskonum
Slysavarnardeildirnar Helga
Bárðardóttir og Sumargjöf heyra
undir Slysavarnarfélagið Lands-
björgu. Að sögn Sigrúnar Þor-
steinsdóttur, sviðsstjóra á slysa-
varnarsviði Landsbjargar, voru
fyrstu slysavarnardeildirnar sem
stofnaðar voru hér á landi stofnaðar
af eiginkonum sjómanna fyrir um
sjötíu árum. Var upprunalegur til-
gangur þeirra m.a. að bæta aðbún-
að sjómanna og safna fé fyrir
björgunartækjum. Síðan hafa þess-
ar deildir kvenna þróast í þá átt að
efla forvarnir á fleiri sviðum en til
sjós, til dæmis að efla forvarnir
gegn umferðarslysum og slysum
barna ásamt því að styðja við sínar
björgunarsveitir, svo sem með fjár-
söfnum og með því að sjá um mat í
leit og björgun.
„Þetta hefur verið mikil vinna
síðustu daga,“ segir Inga Jóna og
bætir því við að samstarfið og
skipulagningin hafi gengið vel.
„Allir eru jákvæðir og tilbúnir að
leggja sitt af mörkum. Þegar hringt
er í konur og þær beðnar um að
koma og aðstoða segja þær allar já.
Ég hef aldrei unnið að svona starfi
áður og kom það mér á óvart hve
mikill samhugur er meðal fólks,“
segir Inga Jóna en konurnar í slysa-
varnardeildunum munu standa
vaktina um helgina verði leit haldið
áfram.
Tugir kvenna hafa staðið vaktina síðustu daga vegna sjóslyssins við Snæfellsnes
Allir eru tilbúnir að
leggja sitt af mörkum
Morgunblaðið/Alfons
Albína Gunnarsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir færa björgunarsveitar-
mönnum mat. Inga Jóna Guðlaugsdóttir fylgist með.
Það eru ekki bara
björgunarsveitar-
menn á Snæfellsnesi
sem staðið hafa vakt-
ina síðustu viku. Í
grein Örnu Schram
kemur fram að tugir
kvenna í slysavarn-
ardeildum í Ólafsvík
og á Hellissandi hafa
séð um matseldina á
meðan á leit hefur
staðið.
arna@mbl.is
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt
mann til að greiða 11 milljónir króna
sekt í ríkissjóð eða sæta ella fangelsi
í fimm mánuði fyrir að hafa ekki
staðið skil á virðisaukaskatti. Í Hér-
aðsdómi Reykjaness í júní sl. var
ákærði dæmdur til að greiða þrjár
milljónir króna í sekt.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa ekki staðið skil á virðisauka-
skatti á einu uppgjörstímabili á árinu
1995 og tveimur uppgjörstímabilum
á árinu 1996. Ákærði rak fyrirtæki
og í öllum tilvikum hafði hann gefið
út reikninga vegna sölu tækja til
annarra fyrirtækja og bætt við fjár-
hæð þeirra virðisaukaskatti þótt
ekki væri um skattskyld viðskipti að
ræða. Ákærði bar því við að skila-
skylda virðisaukaskatts, sem rang-
lega hefði verið tilgreindur á reikn-
ingi, félli niður ef leiðréttingu yrði
komið við gagnvart kaupanda, en
hann hefði komið við slíkri leiðrétt-
ingu. Væru skil skattsins eftir útgáfu
innleggsreikningsins einkaréttar-
legt mál milli hans og kaupanda.
Í dómi Hæstaréttar segir að virð-
isaukaskatti, sem tilgreindur sé á
reikningi, skuli skilað í ríkissjóð jafn-
vel þótt hann sé of hár eða af við-
skiptum, sem ekki eru skattskyld.
Hafi fé skipt um hendur vegna
greiðslu reiknings verði leiðréttingu
gagnvart greiðanda ekki komið við
eftir lok uppgjörstímabils nema fyrir
milligöngu ríkissjóðs.
Í dómnum segir að maðurinn hafi
ekki staðið skil á virðisaukaskatti að
fjárhæð rúmar 5,3 milljónir króna og
teljist brot hans því meiriháttar.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Markús Sigurbjörnsson og
Árni Kolbeinsson og Arnljótur
Björnsson, fyrrverandi hæstaréttar-
dómari.
Dæmdur í 11 milljóna
sekt fyrir skattsvik
HEILDARSKULDIR Hafnar-
fjarðarbæjar nema tæpum 9 millj-
örðum króna nú í árslok 2001 og
hafa tvöfaldast frá upphafi þessa
kjörtímabils, að því er fram kemur
í fréttatilkynningu minnihluta-
flokks Samfylkingar í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar. Ný fjárhagsáætlun
bæjarins fyrir árið 2002 var tekin
til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar
á þriðjudag og á fundinum lögðu
bæjarfulltrúar Samfylkingar fram
breytingatillögur sem ætlað var að
spara í rekstri bæjarins, auk þess
sem tillögurnar gerðu ráð fyrir
niðurskurði í útgjöldum með það
að markmiði að stöðva frekari
skuldasöfnun bæjarins, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu.
Tillögurnar voru hins vegar
felldar af meirihluta Sjálfstæðis-
og Framsóknarflokks, auk þess
sem meirihlutinn felldi tillögu
minnihlutans um að hafinn yrði
undirbúningur að því að koma á fót
mötuneytum í grunnskólum bæj-
arins og tillögu um 10 milljón
króna framlag til að lækka og síð-
an afnema æfingagjöld barna 10
ára og yngri hjá íþróttafélögum
bæjarins.
Í bókun Samfylkingarinnar við
afgreiðslu fjárhagsáætlunar segir
m.a. að taka þurfi alla áætlanagerð
bæjarins til gagngerðrar endur-
skoðunar. „Þannig var í ramma-
fjárhagsáætlun meirihlutans frá
1999 áætlað að heildarskuldir í
árslok 2001 yrðu um 6,7 milljarðar
framreiknað til verðlags þessa árs
en eru komnar yfir 8,8 milljarða
króna. Meira að segja rammaáætl-
un meirihlutans frá því fyrr á
þessu ári er orðin marklaus en þar
var gert ráð fyrir heildarskuldum í
árslok upp á 8,4 milljarða en þær
stefna nú hátt í 8,9 milljarða
króna. Á nokkrum mánuðum er því
komin skekkja upp í hátt í hálfan
milljarð króna,“ segir í bókuninni.
Fjárhagsáætlun
Hafnarfjarðarbæjar
Samfylk-
ingin vill
stöðva
skulda-
söfnun
ENDURNÝJA á vopna-
geymslur varnarliðsins sem
byggðar voru árið 1953, sem
hýsa m.a. flugskeyti sem flug-
vélar varnarliðsins bera, og
hefur forvalsnefnd utanríkis-
ráðuneytisins auglýst fyrirhug-
að útboð vegna framkvæmd-
anna fyrir hönd verkfræði-
deildar Bandaríkjaflota.
Að sögn Friðþórs Eydal,
upplýsingafulltrúa varnarliðs-
ins, hafa þessar framkvæmdir
staðið til í um tíu ár. Til stend-
ur að leggja niður sprengiefna-
og skotfærageymslur á svo-
kölluðum Patterson-flugvelli á
varnarsvæðinu, sem reistar
voru í upphafi veru varnarliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli og
teknar í notkun árið 1953. Í
staðinn á að reisa nýjar vopna-
geymslur vestan við flugvöll-
inn.
Ekki er um stórar byggingar
að ræða en í þeim eru geymd
vopn og skotfæri af ýmsum
toga, frá handvopnum til flug-
skeyta.
Vopna-
geymslur
varnarliðs-
ins endur-
nýjaðar