Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG ER þakklátur fyrir að fá þessa gervifætur þóttég hefði náttúrlega viljað halda mínum,“ segir Albin E. Acapulco, 45 ára sjómaður frá Filipps- eyjum, sem missti báða fætur fyrir neðan hné í vinnuslysi um borð í skipinu m/s Madredeus hinn 18. nóvember sl. Þá lá skipið við bryggju við Grundartanga þar sem verið var að losa úr því súrál. Acapulco lét þessi orð falla þegar blaðamaður Morg- unblaðsins heimsótti hann á endurhæfingardeild Land- spítalans – háskólasjúkrahúss í gær en stoðtækjafyr- irtækið Össur hf. hefur smíðað á hann gervifætur honum að kostnaðarlausu. Heildarkostnaður við gervifæturna nemur um 1,3 milljónum kr., skv. upplýsingum frá Öss- uri, og í stað þess að taka við þeirri greiðslu frá trygg- ingafélagi skipafélagsins sem Acapulco vinnur hjá hefur Össur ákveðið að láta greiðsluna renna óskerta til Aca- pulco. Framtíðin óljós „Filippseyingar búa ekki við jafnþróað velferðarkerfi og ýmsar vestrænar þjóðir, en það liggur í augum uppi að gervifæturnir frá Össuri munu auka lífsgæði Alvins til muna, sem og líkur á að hann fái vinnu, ef hún á annað borð býðst,“ segir m.a. í tilkynningu frá Össuri. Þar segir einnig að skv. skilmálum verkalýðssamtaka fyrir verka- menn á millilandaskipum eigi Acapulco rétt á að fá 60 til 70.000 dollara eingreiðslu, sem er afgreidd í gegnum stjórnvöld á Filippseyjum, vegna slyssins. Acapulco er kvæntur og á fjögur börn á aldrinum 11 til 21 árs. Hann er búsettur í Cebu City á Filippseyjum og hefur unnið sem vélstjóri á skipum í 16 ár, þar af 14 ár í löngum ferðum. Acapulco segist ekki vita hvað taki við eftir að hann kemur heim en gert er ráð fyrir því að hann verði á endurhæfingardeildinni við Grensásveg fram yfir miðjan janúar nk. „Ég veit ekki hvað ég mun taka mér fyrir hendur. Kannski mun ég fara út í eigin rekstur. Til dæmis rækta hænsni. En það á allt eftir að koma í ljós. Guð einn veit hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir hann ótrúlega brattur miðað við að hafa misst báða fætur fyrir rúmum tveimur vikum. Hann segir að hann hafi strax eftir slysið áttað sig á því að hann hafi misst að minnsta kosti annan fótinn. „Ég hélt reyndar fyrst að ég myndi deyja,“ segir hann og bæt- ir því við að hann hafi allan tíman verið með meðvitund eftir að slysið átti sér stað. Acapulco segist vera þakk- látur þeirri hjálp sem hann hafi fengið frá Össuri og því viðmóti sem hann hafi almennt mætt hér á landi. Hann segist að sjálfsögðu vera farinn að hlakka til að fara heim en þó sé sú tilhlökkun kvíðablandin vegna óvissunnar um það hvað taki við. „Ég er búinn að vera í SMS-skilaboða- sambandi við fjölskyldu mína síðan slysið varð en ég lét þó verða að því að hringja í eiginkonu mína í vikunni þeg- ar mér tókst í fyrsta sinn að ganga um á nýju fótunum með hjálpargrind,“ segir hann en skv. upplýsingum frá Össuri mun hann koma til með að geta athafnað sig nán- ast hjálparlaust bæði úti og inni í framtíðinni. Sjómaður frá Filippseyjum fær gervifætur frá Össuri Morgunblaðið/RAX Albin E. Acapulco missti báðar fætur í slysi en hefur fengið gervifætur frá Össuri hf. Með honum á mynd eru Sigurborg Arnarsdóttir, kynningarstjóri hjá Öss- uri, og Guðmundur Jakobsson stoðtækjasmiður. Á VEGUM embættis ríkis- lögreglustjóra og embættis lögreglustjórans í Reykja- vík er starfandi formlegt innra eftirlit sem er ætlað að hafa eftirlit með starfsháttum lög- reglunnar. Markmið þess er að tryggja að farið sé að reglum og fyrirmælum stjórnenda lögreglunnar og að bæta starfshætti lögreglunnar. Ef hins vegar vaknar grunur um refsivert brot við framkvæmd starfa lögreglumanna ber ríkissaksóknara að fara með rannsókn slíkra mála. Hann fer þá með lögreglu- vald. Á síðustu dögum hafa fjölmiðlar fjallað talsvert um starfshætti lögregl- unnar, en tilefnið er bréf sem ríkislög- reglustjóri sendi lögreglustjóranum í Reykjavík vegna framkvæmdar húsleit- ar sem gerð var 23. apríl sl., en í henni svipti húsráðandi sig lífi. Lögreglan óskaði eftir húsleitarheim- ild hjá manninum vegna gruns um refsivert athæfi. Lögreglan hefur aldrei gefið neinar upplýsingar um það hvern- ig manninum tókst að svipta sig lífi þrátt fyrir að nokkrir lögreglumenn væru á staðnum, en maðurinn beitti skotvopni við verknaðinn. Ríkissaksóknari rann- sakaði störf lögreglunnar Þremur dögum eftir húsrannsóknina sendi lögreglan í Reykjavík öll gögn málsins til ríkissaksóknara. Þetta var gert vegna þess að með sjálfsvíginu hafði málið tekið nýja stefnu. Meðal þess sem þurfti að rannsaka var hvort lögreglumenn hefðu hugsanlega gert mistök við húsrannsóknina. Þetta var gert með vísan til 35. greinar lögreglulaga þar sem segir: „Kæru á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við fram- kvæmd starfa hans skal beina til rík- issaksóknara og fer hann með rannsókn málsins. Við meðferð slíkra mála getur rík- issaksóknari beitt þeim heimildum sem lögregla hefur endranær.“ Ríkissaksóknari skoðaði rannsóknar- gögn málsins og eftir að hafa fengið viðbótargögn 7. september sl. tilkynnti hann lögreglustjóranum í Reykjavík 11. september um að hann teldi ekki efni til að mæla fyrir um frekari rannsókn á atburðum. Ríkislögreglustjóri ákvað hins vegar láta skoða sérstaklega verk- lag lögreglunnar. Hann sendi síðan lög- reglustjóranum bréf þar sem gerðar eru athugasemdir í sjö liðum við verk- lag lögreglu við húsrannsóknina. Efni þessa bréfs hefur ekki verið birt op- inberlega en Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði í samtali við Morgunblaðið sl. þriðjudag að niður- staða hans hefði verið að ekki hafi verið staðið rétt að undirbúningi og fram- kvæmd á umræddri húsleit í ýmsum veigamiklum atriðum. Ríkislögreglustjóri sinnir innra eftirliti Samkvæmt 5. grein lögreglulaga ber ríkislögreglustjóra að sinna innra eft- irliti með störfum lögreglunnar í land- inu. Í skipuriti fyrir embætti ríkislög- reglustjóra, sem staðfest var í október sl., var gengið frá því að innra eftirlit væri á ábyrgðarsviði Guðmundar Guð- jónssonar yfirlögregluþjónns, en hann hefur séð um innra eftirlit embættisins frá því hann kom til starfa hjá ríkislög- reglustjóra árið 1998. Guðmundur sagði að innra eftirlitið næði bæði til lögregluembætta og eins væri því ætlað að sinna innra eftirliti með starfsemi ríkislögreglustjóraemb- ættisins. Markmiðið væri að styrkja starf lögreglunnar og samræma vinnu- brögð hennar. Hann sagði að marg- víslegur aðdragandi gæti verið að málum sem vísað væri til innra eftirlitsins en oftast nær væru mál tekin upp að frum- kvæði ríkislögreglustjóra sem óskaði eft- ir úttektum á tilteknum málum. Guðmundur sagði að um margvísleg og ólík mál væru um að ræða. Hann sagði að sem dæmi um verkefni innra eftirlitsins mætti nefna að nú stæði yfir úttekt á ýmsum þáttum sem varða rann- sókn mála, þar sem m.a. væri skoðuð samvinna lögregluembættanna. Mark- miðið væri að fá góða yfirsýn yfir úrræði einstakra lögregluembætta og hvernig þau væru í stakk búin til að standa að rannsóknum. Á þessu ári hefði verið skoðað sérstaklega ýmislegt sem tengd- ist bakgrunni rannsókna lögregluemb- ætta á ofbeldisbrotum. Sú skýrsla hefði verið kynnt lögreglustjórum auk þess sem hún væri birt á Netinu. Innra eftirlitið skoðar einnig mál ef grunur leikur á að lögreglan hafi gert mistök eða að verklagi hafi verið ábóta- vant. „Við vinnum þetta í samvinnu við við- komandi aðila því að það eru hagsmunir allra að hlutirnir séu í lagi. Ef úttekt okkar leiðir í ljós að tilefni er til að gera athugasemdir við störf lögreglunnar er viðkomandi aðila og lögreglustjóra við- komandi embættis gerð grein fyrir mál- inu. Síðan fylgjumst við með því hvernig athugasemdum okkar er fylgt eftir.“ Guðmundur sagði að í vissum tilvikum væri dómsmálaráðherra gerð grein fyrir málinu. Ef málin væru þannig vaxin væru þau unnin í samvinnu við ríkissak- sóknara. Guðmundur tók fram að innra eftirlitið sinnti ekki stjórnsýsluúttektum á ein- stökum lögregluembættum. Slíkar út- tektir væru á verksviði dómsmálaráðu- neytisins. Guðmundur sagði að innra eftirlitið gerði nokkrar úttektir á hverju ári og því væri um að ræða nokkuð virkt eft- irlit. „Það er þó ekki þannig að við séum að fylgjast með allri starfsemi lögregl- unnar. Eftir sem áður hvílir sú ábyrgð á lögreglustjórum að fylgjast með eigin rekstri. Okkar innra eftirlit losar þá ekki undan þeim skyldum.“ Lögreglan í Reykjavík er líka með innra eftirlit Á vegum lögreglustjóraembættisins í Reykjavík hefur í tvö ár verið starfandi innra eftirlit. Einn lögreglumaður sinnir því í fullu starfi. Ingimundur Einarsson varalögreglustjóri sagði að innra eftirliti lögreglunnar í Reykjavík hefði verið komið á að erlendri fyrirmynd. M.a. hefði verið horft til fyrirkomulags í bresku lögreglunni. „Hlutverk innra eftirlits er að gæta þess að allir starfsmenn embættisins, hvort sem um er að ræða lögreglumenn, skrifstofumenn eða aðra, fari að þeim reglum og fyrirmælum sem settar eru og bendi yfirstjórn embættisins á ef vafi leiki á um að það sé gert. Innra eftirlitið á líka að fylgjast með því að menn mæti stundvíslega til vinnu og séu klæddir í samræmi við kröfur sem eru gerðar. Það á líka að láta yfirstjórnina vita ef grunur vaknar um að eitthvert misferli sé við lýði t.d. ef skýrslur eða mál hverfa. Starfsmanninum er ætlað að telja og stemma af öll mál sem koma inn við þau sem fara út,“ sagði Ingimundur. Ingimundur sagði að innra eftirlitið heyrði beint undir lögreglustjóra, en ætlast væri til þess að starfsmaðurinn, sem sinnti þessu starfi, sýndi frumkvæði í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum. Ingimundur sagði að innra eftirlit lög- reglunnar í Reykjavík hefði ekkert fjallað um rannsókn á framkvæmd hús- rannsóknar sem áður er getið. „Það mál var umsvifalaust sent til ríkissaksókn- ara, en honum ber samkvæmt lögreglu- lögum að taka á málum þegar grunur vaknar um brot á ákvæðum sérrefsi- laga.“ Lögreglan sinnir innra eftirliti Morgunblaðið/Ásdís Lögreglan í Reykjavík gerði mistök við undirbúning og framkvæmd húsleitar þegar húsráðandi svipti sig lífi. Þetta er niðurstaða innra eftirlits ríkislögreglu- stjóra. Egill Ólafsson spurði lögregluna hvernig innra eftirliti hennar væri hagað. egol@mbl.is Tvö ár eru síðan formlegu innra eftirliti lögreglunnar í Reykjavík var komið á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.