Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 56
UMRÆÐAN 56 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tryggingastofnun ríkisins (TR) gaf ný- lega út staðtölur Al- mannatrygginga fyrir árið 2000. Þetta er fróðleg lesning, sér- lega vegna þess að embættismenn TR fjargviðrast sí og æ yfir hækkandi lyfja- kostnaði. Á bls. 39 í skýrslunni, sjá heima- síðu TR, er stöplarit sem sýnir að lyfja- kostnaður stofnunar- innar hefur vissulega aukist 1992 –2000. TR hefur þó engan áhuga á að setja þessar tölur í samhengi við neitt annað. Séu tölurnar á bls. 39 bornar saman við tölur TR varðandi sjúkratryggingar og heilbrigðisút- gjöld (bls. 37) og hlutfall lyfja- kostnaðar reiknað af þessum töl- um, koma athygli verðir hlutir í ljós. Lyfjakostnaður Hlutfall lyfjakostnaðar árið 2000 af sjúkratryggingum hefur ekki verið lægra síðan 1996 og af heil- brigðisútgjöldum ekki lægra síðan 1993. Þetta gerist þrátt fyrir að landsmönnum eldri en 67 ára hafi fjölgað hlutfallslega um 1% eða tæplega 4000 manns 1992-2000. Raunar þarf engan að undra þó þessum ágætu embættismönnum hafi tekist að lækka hlutfall lyfja- kostnaðar í velferðarkerfinu. Þeir hafa einfaldlega velt kostnaðinum yfir á lyfjanotendur! Þannig þurfa t.d. notendur „gleðipillanna“, sem þessir embættismenn tala svo smekklega um, nú að sækja lyfin sín mánaðarlega í stað á þriggja mánaða fresti áður – þar með borga þeir þrisvar sinnum hærra fasta- gjald en áður! Yfirvöldum hefur með öðrum orðum tekist að auka hlut sjúklinga í lyfjakostn- aði umtalsvert á síð- ustu árum og þreyta stétt alltof fárra heimilislækna með þrálátri endurnýjun á nauðsynlegum lyfjum undir yfir- skini sparnaðar á „tískulyfjum“. Að beita fordómum TR hefur slegið sér upp und- anfarið með mikilli umræðu um „gleðipillur“ sem er merkilegur kapítuli útaf fyrir sig. Allir vita að þunglyndi er ekkert gamanmál (þunglyndi er sjúkdómur sem ekki ber að blanda saman við að vera daufur í dálkinn dagstund eða svo) enda hafa málsvarsmenn þessara sjúklinga brugðist ókvæða við þessu fádæma skeytingarleysi TR (Sigursteinn Másson MBL. 23/10) enda er TR hér að ala á fordómum hjá almenningi sem þó eru ærnir fyrir. Eitt aðalvandamál við notkun geðlyfja ýmiss konar hefur verið aukaverkanir af ýmsu tagi. Þetta hefur leitt til þess að sjúklingar hætta á lyfjum áður en meðferð telst lokið eða reyna að hætta á meðferð sem þyrfti að vara ævi- langt. Nýjustu geðlyf hafa hins vegar litlar aukaverkanir og með- ferðarheldni við notkun þeirra er því betri. Af þessu leiðir að miklir pen- ingar sparast vegna minnkaðrar „óþarfrar“ endurkomu sjúklinga sem ekki eru ánægðir með lyfja- meðferð sína. Þar að auki lifa þessir sjúklingar betra lífi en áður og geta verið virkir í samfélaginu. Tal TR um að hverfa til baka til eldri og ódýrari lyfja sem séu „jafngóð“ er óábyrgt. Samkvæmt skýrslu Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar (WHO) eru þunglyndisraskanir fjórða helsta ástæðan fyrir glötuðum árum vegna fötlunar. Rannsókn Tinnu Traustadóttur, lyfjafræðings, sem greint var frá í Mbl. 17.09.2000, leiðir í ljós að beinn og óbeinn kostnaður íslenska þjóðfélagsins vegna þunglyndisraskana nemi að lágmarki 6 milljörðum króna á ári. Samkvæmt nýlegri könnun geð- læknanna Tómasar Helgasonar og Halldóru Ólafsdóttur o.fl. gæti þessi kostnaður verið allt að þrisv- ar sinnum hærri (tvisvar sinnum hærri upphæð en allur lyfjakostn- aður á Íslandi). Ef við skoðum kostnað TR Hvernig getur lyfjanotkun sparað þjóðarbúinu útgjöld? Davíð Ingason Lyf Það er heildarkostn- aðurinn, segir Davíð Ingason, sem skiptir skattgreiðendur máli. HVAÐ eiga kristnir menn og gyðingar, hindúar og múslimar, búddistar, ásatrúarmenn og bahá́ar sameiginlegt? Jú, allt þetta fólk á það sameiginlegt að vilja lifa í friði hér á jörðinni. 11. september síðastliðinn var öryggi okkar allra ógnað með árás- inni á New York og Washington. Við Íslendingar höfum fundið fyrir óttanum sem læddist aftan að okk- ur með áþreifanlegum hætti, þrátt fyrir að við búum í annarri heims- álfu. Ennþá, nærri þrem mánuðum síðar lesum við í dagblöðum, heyr- um í útvarpi og sjáum í sjónvarpi ótrúlega margvíslegar afleiðingar hryðjuverkanna. Það eru ekki bara flugfélögin og ferðaskrifstofurnar sem riða til falls, heldur líka leikhúsin og hinir ýmsu menningarviðburðir, fundir og ráðstefnur, fjármálamark- aðurinn og margt fleira. Þetta sýnir okkur hvað öll starfsemi þjóðfélag- anna er keðjuverkandi og hvað við er- um öll mikilvæg hvert fyrir annað, hvar sem við eigum heima og hvaða trúarbrögðum sem við fylgjum. Hvað getum við lært af þessu? Jú, við getum lært mikilvægi þess að standa saman. Vera ein heild. Sam- einuð getum við byggt upp traust og óttalaust samfélag. Sundruð höfum við ekkert fast undir fótum okkar og óttinn, sem er versti óvinur mannsins, nær tökum og lamar okkur. En hvað getum við gert? Ég og þú, lítilmagnarnir? Við verðum að lyfta af okkur drunganum sem lagðist yfir. Við getum ekki beðið eftir því að ein- hver annar geri það fyrir okkur. Þann 15. desember næstkomandi gefst okkur gott tækifæri þegar hald- in verður samkoma í Kaplakrika í Hafnarfirði. Það verður friðarsam- koma þar sem ætlunin er að syngja frið í hjörtu manna. Þar tökum við öll þátt í söngnum, bæði þú og ég. Við verðum ekki þiggjendur eins og venjulegum samkomum, heldur ger- endur. Á friðarsamkomunni koma fram fulltrúar frá átta trúarbrögðum og flytja stutt ávarp og bæn hver frá sínu hjarta eins og hún birtist í þeirra trúarbrögðum. Fólkið í salnum mun svo taka undir með þeim og þannig sameinumst við öll hverrar trúar sem við erum. Okkar trú er hvorki betri né verri en þeirra og það á líka við um þeirra trúarbrögð. Friðarsöngnum stjórnar Esther Helga Guðmundsdóttir, söngkona og kórstjórnandi. Vertu með í þessum landskór sem syngur til friðar á jörðu. Vertu með í því að lyfta drunganum af samfélag- inu okkar og fylla hjörtu okkar mannana af gleði og friði með tónum raddarinnar. Vertu með í að samein- ast fólkinu sem býr í þínu samfélagi. Syngjum frið í hjörtu manna Sigurlaug Guðmundsdóttir Samkoma Á friðarsamkomunni, segja Esther Helga Guðmundsdóttir, Hólmfríður Árnadóttir og Sigurlaug Guð- mundsdóttir, koma fram fulltrúar átta trúarbragða. Esther er söngstjóri, Hólmfríður talmeinafræðingur og Sigurlaug er nuddfræðingur. Hólmfríður Árnadóttir Esther Helga Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.