Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 33 ÍSLENSKI óperukórinn syngur fyr- ir vegfarendur í miðborginni á morgun, laugardag. Kórinn syngur fyrst utandyra kl. 15.30 á mörkum Bankastrætis, Laugavegar og Skólavörðustígs, en býður síðan gestum að hlýða á kórinn í Aðvent- kirkjunni við Ingólfsstræti um kl. 16. Syngur söngva tengda jólunum Kórinn mun syngja nokkra hátíð- arsöngva tengda jólum, s.s. Ó, helga nótt, Nóttin var sú ágæt ein eftir Kaldalóns, Laudate dominum eftir Mozart, tvö atriði úr Elía, óperukóra svo og jólalögin gam- alkunnu þar sem öllum gestum er boðið að syngja með kórnum. Nót- um og textum verður dreift til við- staddra. Einsöngvarar verða Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Elma Atla- dóttir og Dagrún Hjartardóttir en píanóleikari verður Iwona Ösp Yagla. Garðar Cortes stjórnar kórnum og fær tónleikagesti til að syngja með bæði í jólasálmum og Fanga- kórnum eftir Verdi. Þá bjóða Aðventkirkjan og Ís- lenski óperukórinn uppá heitt súkkulaði, „Ömmubakstur“, pip- arkökur og kleinur. Garðar Cortes stjórnar hér æfingu hjá Íslenska óperukórnum. Íslenski óperukórinn syngur fyrir gesti og gangandi KAMMERSVEIT Reykjavíkur heldur árlega jólatónleika sína í Ás- kirkju á sunnudag kl. 17.00. Jólatón- leikar Kammersveitarinnar eru fyrir löngu orðnir fastur liður í tónleika- haldi á jólaföstu og aðsókn á þá mjög góð. Það ætti ekki að draga úr vinum Kammersveitarinnar í ár, að á tón- leikunum nú verður flutt verk Ant- onios Vivaldis, Árstíðirnar. Einleik- arar eru fjórir ungir fiðluleikarar, sem leika hver sinn árstíðakonsert; Hrafnhildur Atladóttir, Una Svein- bjarnardóttir, Sigurbjörn Bern- harðsson og Sif Tulinius. Árstíðirnar eftir Vivaldi eru eitt ástsælasta verk tónbókmenntanna allra, og fá ef nokkur verk hafa verið hljóðrituð jafn oft. Heyrast ekki oft Rut Ingólfsdóttir, leiðari Kamm- ersveitarinnar, segir að hljómsveitin hafi aðeins einu sinni áður leikið Árs- tíðakonsertana. „Við lékum verkið á tíu ára afmæli Kammersveitarinnar, 1984. Þetta vinsæla verk er ein- hverra hluta vegna ekki oft spilað hér og okkur fannst tími kominn til að spila verkið aftur og gefa um leið fjórum ungum einleikurum tækifæri til að spreyta sig á verkinu; þess vegna fannst okkur þetta alveg upp- lagt.“ Rut segir að enginn vandi hafi ver- ið að velja einleikarana, það hafi leg- ið beint við að fá einmitt þetta fólk til að leika með Kammersveitinni. Antonio Vivaldi var uppi frá 1678– 1741. Hann var eitt afkastamesta tónskáld barrokktímans og samdi meðal fjölmargra annarra verka um 500 einleikskonserta – þar af rúm- lega 230 fyrir fiðlu og hljómsveit – en sjálfur var hann snjall fiðluleikari. Mörg verka hans voru samin fyrir litla hljómsveit á munaðarleysingja- hæli stúlkna, Ospidale della Pieta í Feneyjum, en þangað var hann ráð- inn sem tónlistarkennari. Árstíða- konsertana samdi hann undir lok þriðja áratugar átjándu aldar, en þeir eru hluti af safni tólf einleiks- konserta. Árstíðirnar eru meðal fyrstu verka sem kölluð eru prógramm- verk; þ.e. verka sem samin eru til að lýsa ákveðinni sögu eða kringum- stæðum. Vivaldi samdi fjórar sonn- ettur, eina um hverja árstíð, og kons- ertarnir eru lýsingar í tónum á sonnettum tónskáldsins. En við skul- um leyfa einleikurunum að lýsa hverjum konsert fyrir sig. Hrafn- hildur Atladóttir er Vorið. „Þarna er auðvitað allt fullt af fuglasöng og lækjarnið, en svo dregur fyrir og skellur á með þrumuveðri. Í miðkafl- anum er allt kyrrt og fuglarnir syngja aftur. Þar sefur geitahirðir- inn í grasinu og hundurinn hans gelt- ir við hliðina á honum í sólskininu. Undir lokin heyrum við svo í sekkjarpípum og fjárhirðar og vatnadísir dansa á lækjarbakka.“ Una Sveinbjarnardóttir er Sumar- ið. „Þegar sumarið kemur syngja bæði gaukurinn og fleiri fuglar, en mitt í sumardýrðinni breytist and- varinn í mikinn storm og geitahirðir- inn situr skælandi og hríðskjálfandi í óveðrinu. Við heyrum hvernig haglið lemur kornið á ökrunum, en allt fer þetta nú vel.“ Sigurbjörn Bernharðsson leikur Haustið. „Þar kemur bóndinn til sög- unnar. Hann er hálffullur og er að fagna á uppskeruhátíð. Við heyrum söng og dans bændafólksins sem dvínar þegar haustvindarnir taka völdin. Í dögun heyrum við í veiði- mönnum með veiðihorn sín og byssur og geltið í hundunum þeirra. Þeim tekst að skjóta stórt dýr áður en dagurinn er á enda.“ Sigurbjörn segist mátulega ánægður með þess- ar aðfarir, því sjálfur sé hann dýra- vinur og mótfallinn svona drápi. Það er því gott að hann skuli ekki þurfa að taka þátt í því öðruvísi en með fiðlunni sinni. Sif Tulinius leikur Veturinn. „Það er auðvitað bara frost og snjór, kuldi og hrollur; og bitrir norðanvindarnir bíta fast. Í miðþættinum er fólk að skemmta sér við að renna sér á svelli, en það kemur að því að ísinn brestur og brotnar. En svo taka vindarnir aftur við og blása eins og þeir eigi lífið að leysa.“ Stendur fyrir sínu Fjórmenningarnir eru ánægðir með að fá tækifæri til að spila þetta þekkta verk. Þau segjast ekki viss um að það sé nokkuð verra að spila verk sem allir þekkja heldur en önn- ur. „Kosturinn við þetta er,“ segir Sigurbjörn, „að tónlistin stendur svo vel fyrir sínu. Maður þarf ekkert að kvíða því að fólk kunni ekki að meta hana.“ Þau segjast ekki gera neitt til að samhæfa leik sinn hvað stíl og spila- tækni áhrærir, heldur fái hvert þeirra að leika á sinn hátt. Þau segja líka að þótt konsertarnir séu eftir eitt og sama tónskáldið sé enginn þeirra öðrum líkur og að hvert og eitt þeirra leggi eigin túlkun í sína árstíð. Eftir æfingu í fyrradag var Rut Ingólfsdóttir hæstánægð með árangur einleikaranna. „Þau eru nú sum bara rétt komin heim frá út- löndum og það er ótrúlegt hvað þetta gengur strax vel hjá þeim.“ Árstíðirnar á jólatónleikum Kammersveitar Reykjavíkur sem haldnir verða í Áskirkju Sumar, vetur, vor og haust með fjórum ungum einleikurum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Kammersveit Reykjavíkur og Árstíðaeinleikararnir á tónleikunum á sunnudaginn: Una Sveinbjarnardóttir, Sumar, Hrafnhildur Atladóttir, Vor, Sif Tulinius, Vetur, og Sigurbjörn Bernharðsson, Haust. Í GALLERÍI Sævars Karls hefur að undanförnu staðið yfir samsýning nemenda í Listaháskóla Íslands sem unnin er í tengslum við námskeiðið „Málverkið eftir málverkið“ sem Halldór Björn Runólfsson listfræð- ingur hefur umsjón með. Þar sýna 26 nemendur af námskeiðinu, sem fjallar um þróun málverksins og stöðu þess í samtímanum. Sýningin er lokaverkefni á námskeiðinu þar sem nemendur takast á við spurn- ingar um málverkið í samhengi við eigin listtilraunir, en sýningarstjórn annast Heiðar Þór Rúnarsson, Hlað- gerður Íris Björnsdóttir og Sigríður Dóra Jóhannsdóttir. Ásdís Mercedes Spano og Guð- mundur Thoroddsen eru meðal þátt- takenda á sýningunni, þau segja mjög áhugavert að vinna verk sam- hliða ákveðnu umfjöllunarefni, en benda þó á að hver nemandi hafi far- ið sínar eigin leiðir við úrvinnslu sinna verka. „Málverk er ekki endi- lega eitthvað sem unnið er með litum á striga. Það getur þess vegna falist í fundinni ryðgaðri járnplötu, eða ein- hverju öðru sem hefur með liti og form að gera,“ segir Guðmundur og bendir á verk á sýningunni, á borð við ljósaskilti, ámálaða rúllugardínu og myndverk samsett úr mörgum lögum aflangra planka sem hallast að vegg. Sjálf vinna þau Ásdís og Guð- mundur innan ramma sem talist get- ur nokkuð hefðbundinn fyrir mál- verk – en á mjög ólíkan hátt. Fjórskipt verk Guðmundar vísar í viðfangsefni popplistarinnar, og hef- ur hann þar málað portrett af fjórum tennisstjörnum í pastellitum. „Við- fangsefni myndarinnar er í raun eitt- hvað sem skiptir engu máli og litirnir eru ósannfærandi á listasögulegan mælikvarða.“ Þannig segist Guð- mundur leggja áherslu á að segja eða meina ekki neitt með verkinu, sem sé nokkurs konar „froða“. Í sínu málverki, sem ber titilinn Ferðalag, vinnur Ásdís þvert á móti með dýpt og huglæga skynjun. Landslagið sem áhorfandinn greinir ef til vill í verkinu við fyrstu sýn er fyrst og fremst huglæg úrvinnsla á minningu og skynjun umhverfis á hreyfingu, með tilliti til lita og forma. „Ég hef alltaf verið mjög hrifin af jarðarlit- um, og enda iðulega á að nota þá, þannig að litanotkunin hjá okkur Guðmundi er mjög ólík,“ segir Ásdís. „Í raun eru verkin okkar algjörar andstæður,“ bendir Guðmundur þá á og bætir því við að verkin á sýning- unni sýni í raun misjafna nálgun hvers nemanda fyrir sig. „Það sem kemur mér þó mest á óvart við sýn- inguna er hversu margir eru í raun að vinna með málverkið. Í skólanum er líka mjög mikill áhugi fyrir málverkinu, og mikið að gerast á því sviði, eins og reyndar úti í heimi. Það er svolítið skemmtilegt í ljósi þeirra vangaveltna um hvort málverkið sé dautt form, sem hafa verið á döfinni undanfarna áratugi. Munurinn er kannski sá að nú er málverkið algerlega meðvitað val. Það er kannski ekki lengur einn af fjórum miðlum, ásamt til dæmis skúlptúr, heldur aðeins einn af mörgum miðlum. Og möguleikarnir eru óendanlegir.“ Ásdís og Guðmundur segja nem- endasýningu á borð við þessa gott tækifæri til að kynnast því að und- irbúa og setja upp sýningu. Þau segja fleiri nemendasýningar á döf- inni „Í Húsi Málarans stendur yfir samsýning nemenda úr Listaháskól- anum, með um 60 myndverkum og þá verður á næstunni opnuð í Ný- listasafninu samsýning unnin í tengslum við námskeið um borgar- myndir sem einnig var haldið á haustönn í Listaháskólanum,“ segir Ásdís að lokum. Morgunblaðið/Þorkell Guðmundur Thoroddsen og Ásdís Mercedes Spano við verk sín á nem- endasýningunni „Málverkið eftir málverkið“ í Galleríi Sævars Karls. Tekist á við málverkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.