Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BT ætlar að endurgreiða
þér fyrstu þrjá mánuðina
upp í nýtt sjónvarpstæki
ef þú gerir áskriftar-
samning til eins árs að
einhverjum af sjónvarps-
stöðvum Norðurljósa.
Dæmin hér til hliðar sýna
inngöngutilboðsafslátt
miðað við 12 mánaða
áskrift að Stöð 2
Áskriftin er skuldfærð
mánaðarlega af greiðslu-
korti.
Ef þú ert í M12 og bætir við rás
færðu einnig Thomson Videosendi
með 50% afslætti!
F
J
Ö
L
V
A
R
P
• 14" myndlampi
• Scart tengi
• Íslenskt textavarp
• Fjarstýring
19.
49.
14“
28“
F J Ö LVA R P
INNGÖNGU
-
TILBO
Ð
• 28" myndlampi
• 2 scart tengi
• Íslenskt textavarp
• Heyrnatóls tengi að framan
• Nicam stereo
• Fjarstýring
*
**
19.
9.999
Í tilefni þes
s
að verslanir
BT hefja se
nn
sölu á áskri
ftum að Stö
ð 2,
Sýn, Fjölvar
pinu og Bíó
rásinni
býður BT in
ngöngutilbo
ð
...sem kemu
r aldrei aftu
r!
BT
OPNAR
KL. 11
ÞÚVELUR ÞÉRTÆKI
Með áskr
ift
að Stöð2
7.515
Með áskriftað Stöð2
37.515
Gull og silfur 30 ára
Þetta er mjög
gefandi starf
EIN rótgrónastaverslun gamlamiðbæjarins, Gull
og silfur, heldur upp á
þrjátíu ára afmæli sitt um
þessar mundir. Morgun-
blaðið ræddi við Sigurð á
þessum tímamótum fyrir-
tækis hans.
Hvenær var Gull og silf-
ur stofnað og hver voru
tildrögin?
„Ég stofnaði fyrirtækið
sjálfur ásamt fjölskyldu
minni 4. apríl 1971 og til-
urð þess var sú að eftir að
hafa lokið gullsmíðanámi
við Iðnskólann í Reykja-
vík og sex ára námi við
Myndlistaskóla Reykja-
víkur fór ég um tíma til
Svíþjóðar þar sem ég
lagði stund á vinnu við
demantsskartgripi. Þegar heim
kom var ekki pláss fyrir mig á
gullsmíðaverkstæði föður míns
þar sem ég hafði unnið sveins-
árin. Gull og silfur var því stofnað
af því að ég fékk ekki vinnu.“
Hvernig var landslagið í þá
daga... engin Kringla eða Smára-
lind og e.t.v. minni samkeppni?
„Landslagið hefur vissulega
breyst mikið, það er klárt mál. Þá
var aðeins ein miðja en þær eru
tvær eða þrjár núna. Við finnum
samt ekkert fyrir þessu hjá Gulli
og silfri, við höfum sem betur fer
alltaf haft mjög trausta viðskipta-
vini sem hafa haldið tryggð við
okkur. Hvað varðar samkeppn-
ina, þá hefur hún alltaf verið gíf-
urleg og það hefur ekkert breyst
nema síður sé. Íslendingum hefur
fjölgað á þessum þrjátíu árum og
velmegun aukist og einhvern veg-
inn hefur verslunin dreifst á
þessa miðbæjarkjarna.“
Er fíkn landsmanna í skart-
gripi alltaf hin sama?
„Ja, ekki er hún minni að
minnsta kosti. Þetta hefur eitt-
hvað með mannlegt eðli að gera
og sést ekki síður hjá frumstæð-
um þjóðflokkum. Þá á ég við
þessa þörf að skreyta sig og gera
sig mikla í gegnum skartgripi.“
Er þetta starf ekki hálfgerð
geggjun í jólamánuðinum?
„Það eru nú sem betur fer
nokkrir álagstímar á árinu, út-
skriftir, fermingar, giftingar og
svo eru stórafmæli jafnt og þétt
yfir árið. En jú, þessi tími, des-
ember, getur verið hálfgerð
geggjun. Það eru kannski okkar
mistök hjá Gulli og silfri en við
smíðum nánast allt sem við get-
um smíðað. Við smíðum nánast
allt nema festar og erum því í
raun bara handverksmenn sem
hafa ekkert annað en fingurna og
hausinn til að vinna með. Á þess-
um tíma fer vinnuvikan upp í 100
til 120 klukkustundir og vinnu-
svæðið er 25x25 sentimetra upp-
lýstur flötur. Unnið er á hraða
snigilsins á sama tíma og mikið
er keypt í búðinni og pöntunum
rignir inn. Öll fjölskyldan er á
kafi í þessu, eiginkonan er versl-
unarstjóri og eldri
dóttirin í meistara-
námi. Hinar dæturnar
vinna líka hérna þegar
mest er að gera. Þetta
er næstum meira en
bara hálfgerð geggjun. Það er
engu logið um að ég hef sofnað
fram á matarborðið á aðfanga-
dagskvöld. Þar kemur bakslagið,
loksins þegar leyfilegt er að slaka
á. Ein jólin var það þannig, að
fjölskyldan borðaði saman á að-
fangadagskvöldi, svo fóru allir og
settust við arineld inni í stofu til
að skrafa saman smástund áður
en ráðist yrði í að opna jólagjafir.
Það næsta sem gerðist var að ein-
hver vaknaði um miðnætti. Þá
höfðu allir sofnað í stólum sínum.
Þarna var síðan stutt og svefn-
drukkin rekistefna sem endaði
með því að það fóru allir aftur að
sofa og ákveðið var að halda jóla-
haldinu áfram á jóladag. Þá voru
allir betur fyrir kallaðir. En samt,
þó að það sé synd að svona þurfi
þetta að vera þá yrði ég brjálaður
ef ég væri ekki í svona starfi þar
sem hægt er að gefa sköpunar-
gleðinni lausan tauminn. Við er-
um stöðugt að teikna upp sjálf
eða í samvinnu við viðskiptavini
alls kyns skemmtilega gripi og
þetta er ákaflega gefandi starf.“
En þarf þetta að vera svona?
„Já, Íslendingar eru ekkert að
koma til okkar í ágúst eða októ-
ber vegna jólanna. Það koma allir
á síðustu stundu og álagið verður
því mikið. Svo mikið, að sumir
hafa orðið frá að hverfa. Ég hef
lent í því að stórefnamaður kom
og bað um sérsmíðaðan skartgrip
upp á hálfa milljón. Það var eng-
inn fyrirvari, jólin að bresta á og
margar pantanir óafgreiddar. Ég
neitaði manninum því um þetta
og hann brást við með því að
hætta viðskiptum við okkur en
hafði áður verið dyggur við-
skiptavinur. Hvað á maður að
gera? Slá á puttann á tugum við-
skiptavina? Nei, þessi varð bara
að róa og ég var bara stoltur af
því.“
Þú talar um trygga viðskipta-
vini, sérðu sömu andlitin jafnvel
áratugum saman?
„Já, heldur betur, og
það skemmtilega er að
það er að koma ný
kynslóð og gjarnan
leiða gömlu viðskipta-
vinirnir börnin og tengdabörnin
á fund okkar. Maður sér ein-
hvern veginn framtíðina í mjög
traustu ljósi þegar svo ber við.
Þá er það mjög gefandi að sjá oft
og iðulega handverk sín á fingri
eða hálsi kvenna sem maður hitt-
ir eða sér á mannamótum, vit-
andi að þessir gripir eiga eftir að
lifa mann og verða jafnvel að
ættargripum.“
Sigurður Steinþórsson
Sigurður Steinþórsson gull-
smiður er fæddur 25. mars
1947. Eftir að hafa lokið
gullsmíðanámi við Iðnskólann
stundaði hann myndlistarnám í
sex ár við Myndlistaskóla
Reykjavíkur. Hann hélt síðan
til Svíþjóðar þar sem hann nam
vinnu við demantsskartgripi og
kom svo heim og stofnaði Gull
og silfur vorið 1971. Hann er
kvæntur Kristjönu Ólafsdóttur
og eiga þau þrjár dætur, Sól-
borgu, Berglindi og Steinunni
Þóru.
Þá höfðu allir
sofnað í stól-
um sínum
Það eru nú svo hæg heimatökin hjá þér í sparnaðinum, Nonni minn.
Þú getur bara lengt biðlistana.