Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 51
✝ Valur Sigurðs-son fæddist í
Reykjavík 14. júlí
1925. Hann lést á
heimili sínu 3. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Sig-
urður Árnason
vélstjóri í Reykjavík,
f. 29. nóvember 1877,
d. 18. apríl 1952, og
Þuríður Pétursdóttir
húsmóðir, f. 22. júní
1886, d. 15. desember
1949. Systkini Vals
voru 14. Þau eru:
Ingveldur, f. 1905, látin; Ingi-
björg, f. 1907, látin; Helga, f. 1909,
látin; Bryndís, f. 1911, látin; El-
ísabet, f. 1912, látin; Árni, f. 1915,
látin; Þuríður, f. 1917, látin;
Emelía, f. 1917, látin; Pétur, f.
1918, látinn; Erlendur, f. 1919;
Sigurður, f. 1921, látinn; Haraldur
Örn, f. 1924; María, f. 1928; Berg-
ljót, f. 1931. Öll ólust þau upp á
Bergi v/ Suðurlandsbraut.
Hinn 25. febrúar 1950 kvæntist
Valur Þóru Sigurðardóttur, f. 14.
febrúar 1927. Dætur
þeirra eru: Margrét,
f. 31. ágúst 1949, og
Erla, f. 20. febrúar
1951. Valur kvæntist
26. desember 1962
Ingu Dóru Konráðs-
dóttur, f. 26. maí
1943. Þau skildu.
Börn þeirra eru:
Bryndís, f. 23. janúar
1964; Ásta, f. 23. febr-
úar 1965; og Konráð
Gísli, f. 19. júlí 1966.
Valur lauk stúd-
entsprófi frá Versl-
unarskóla Íslands 17. júní 1947 og
fór svo í nám við Háskóla Íslands á
viðskiptabraut. Hann starfaði
lengst af við verslunar- og skrif-
stofustörf, meðal annars hjá
Sendibílastöðinni, SVR, Páli Þor-
geirssyni, Ásbirni Ólafssyni, Lúð-
vík Storr, söluturnunum við Aust-
urvöll og Bræðraborgarstíg,
NLFÍ og síðast Nóni.
Útför Vals fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Á þessari stundu er þakklæti í garð
Vals mér efst í huga. Hann var greið-
vikinn maður og veitti okkur Ástu
dóttur sinni mikilvæga aðstoð á erf-
iðum tímum.
Það var gott að vera samvistum við
Val, hann var glaðvær, greindur,
hjartahlýr og bjartsýnn. Aldrei varð
maður heldur var við nokkurn barlóm
þó lífið léki ekki alltaf við hann.
Hann hafði mikið dálæti á kveð-
skap og eftirfarandi vísa var honum
mjög hugleikin:
Ég veit – er ég dey – svo að verði ég
grátinn
þar verðurðu eflaust til taks.
en ætlirðu blómsveig að leggj́á mig látinn
– þá láttu mig fá hann strax.
Og mig, eins og aðra sem afbragðsmenn
deyja
í annála skrásetur þú;
og hrós um mig ætlarðu sjálfsagt að segja
en – segðu það heldur nú.
Og vilji menn þökk mínum verðleikum
sýna
þá verður það eflaust þú
sem sjóð lætur stofna í minningu mína
en – mér kæmi hann betur nú.
Og mannúðarduluna þekki ég þína
sem þenurðu dánum í hag
en ætlirð́að breiða yfir brestina mína
þá breidd́yfir þá í dag.
(Ók. höf.)
Stórt skarð er höggvið í hjarta
barna hans og ættingja. Guð styrki
ykkur í þessari miklu sorg.
Gottskálk Vilhelmsson.
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.
(Og allt með glöðu geði
er gjarna sett að veði).
Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.
Oft fór Valur með þessa vísu eftir
Stein Steinar og mun heimspeki
Steins hafa höfðað mikið til Vals.
Hann var bóhem og lifði fyrir líðandi
stundu.
Kynni okkar hófust í kringum
1960, er hann og Inga systir mín
gengu í hjónaband. Valur var 18 árum
eldri en Inga, sem þá var um 17 ára
gömul. Hann var þá fráskilinn og átti
tvær dætur af fyrra hjónabandi, þær
Grétu og Erlu.
Valur vann á þessum árum við
skrifstofustörf hjá Ásbirni Ólafssyni.
Hann hafði lokið stúdentsprófi frá
Verslunarskóla Íslands og var byrj-
aður í viðskiptafræði, en lauk því
námi ekki. Fljótlega fæddust börnin
eitt af öðru og urðu þrjú á næstu ár-
um, en þau eru: Bryndís, Ásta og
Konráð. Alltaf var gaman að koma til
Ingu og Vals á þessum árum, hún ein-
staklega gestrisin og hann hrókur alls
fagnaðar, vel að sér hvar sem borið
var niður, ljóð- og söngelskur og sér-
lega aðlaðandi og þægilegur maður,
sem flest lék í höndunum á.
En því miður hafði Bakkus of mikil
völd yfir honum og það er harður hús-
bóndi sem krefst þess að fá sitt. Að
lokum skildu þau Inga og Valur, en
voru ætíð góðir vinir.
Valur var mikið náttúrubarn og
þurfti ótrúlega lítið af veraldlegum
hlutum í kringum sig, var ekki þátt-
takandi í lífsgæðakapphlaupinu, hann
var samt alltaf glaður og ánægður.
Ég kveð þennan góða dreng með
söknuð í hjarta.
Ásta Konráðsdóttir.
Stúdentahópurinn, sem útskrifað-
ist frá Verslunarskóla Íslands vorið
1947 var þriðji árgangurinn, sem lauk
stúdentsprófi frá skólanum.
Við vorum aðeins tíu talsins, níu
piltar og ein stúlka. Fimm luku há-
skólaprófi, fjórir í lögfræði og einn í
læknisfræði, fyrsti stúdentinn frá
skólanum, sem lauk prófi í þeirri
grein og gerði það með sóma.
Maðurinn með ljáinn hefir höggvið
stórt skarð í þennan fámenna hóp,
þar sem sjö eru nú látnir. Nú síðast er
til moldar borinn í dag kær skóla-
bróðir, Valur Sigurðsson.
Með sanni má segja, að okkar
ágæti skólastjóri Vilhjálmur Þ. Gísla-
son hafi verið faðir Lærdómsdeildar-
innar, sem svo var nefnd eftir stofnun
hennar með reglugerð 5. nóvember
árið 1942.
Vilhjálmur Þ. Gíslason var baráttu-
maðurinn og brautryðjandinn, sem
ótrauður sótti á brattann við öflun
réttinda skólans til að útskrifa stúd-
enta og fyrir þetta framtak sitt á hann
skilið ævarandi lof.
Valur lést 3. þ.m. eftir að hafa átt
við veikindi að stríða.
Valur var góðum gáfum gæddur,
duglegur námsmaður og samvisku-
samur. Hann var glaðsinna og
skemmtilegur félagi, sem gott var að
blanda geði við.
Ég minnist sérstaklega, þegar við
að útskrift lokinni, fórum saman tíu í
bíl norður í land. Það var vor í lofti og
ilmur úr grasi, prófstriti lokið og okk-
ur fannst lífið dásamlegt. Þetta voru
skemmtilegir dagar og ekki síst fyrir
það að Valur var hrókur alls fagnaðar
og hélt uppi gleði á góðri stund.
Að þessari ferð lokinni fórum við
Valur ásamt samstúdent okkar, Þóri
Ingvarssyni, til Siglufjarðar og feng-
um störf hjá Síldarverksmiðjum rík-
isins. Þetta sumar veiddist lítið af síld
og heim fórum við um haustið með
létta pyngju. Hinsvegar áttum við fé-
lagar ógleymanlega daga þetta sumar
og samvera okkar efldi og styrkti vin-
áttuböndin.
Því miður höguðu örlögin því svo,
að um langan tíma í önn dagsins og
bundnir við erilsöm störf, urðu sam-
skipti okkar Vals minni en ég hefði
kosið, og stundum leið langur tími
milli vinafunda. En ég mun ávallt
minnast hans frá skólaárunum sem
einstaklega góðs félaga. Hann var
góðviljaður og grandvar og hinn besti
drengur.
Börnum Vals og öðrum ástvinum
sendi ég hugheilar samúðarkveðjur.
Þórhallur Arason.
„Öllu er afmörkuð stund.“
Það var tilviljun sem réð því að við
Valur hittumst fyrst. Ég hafði auglýst
litla íbúð til leigu og var orðin svo
uppgefin á að svara í símann allan
laugardaginn, að ég ákvað að leigja
þeim fyrsta sem hringdi næsta morg-
un, ef hann gæti komið strax og talað
við mig. Það var snemma sunnudags-
morguns að vori fyrir hálfu sjöunda
ári. Þar kom rólegur eldri maður sem
lofaði mér að ekkert ónæði yrði af
honum og hann mundi borga leiguna
á réttum tíma. Mér leist nú varla blik-
una þegar hann flutti inn, hann átti
naumast nokkuð.
Ég sá svo þennan mann ganga út
og inn, virðulegan og reistan í baki.
Við fórum svo að taka tal saman og
hann sýndi garðáhuga mínum mikla
athygli þegar vorverkin hófust. Ég
var afskaplega glöð þegar hann
bauðst til að aðstoða mig og gaf mér
ýmis góð ráð um tréverkið í garðin-
um. Mér fannst þessi maður vera vel
gefinn, ljúfur og tillitssamur, en
fjarska dulur um sig. Nægjusemin
var alveg úr hófi.
Í gegnum árin hefur hann sagt mér
ýmsar sögur frá lífi sínu. Hann var
yngstur bræðranna þeirra 15 systk-
ina frá Bergi við Suðurlandsbraut.
Hann átti góða bernsku og æsku á
þessu fjölmenna menningarheimili og
systurnar dekruðu við litla bróður.
Valur var mjög músikalskur og lærði
að spila á orgel. Hann óx úr grasi og
lauk prófi frá Verslunarskólanum.
Valur var einn af frumbyggjum
Smáíbúðahverfisins, í Heiðargerðinu.
Hann sagði að það færi alltaf hrollur
um sig þegar honum kæmi í hug sú
óhóflega bjartsýni, þegar hann lagði
af stað í strætó, með skóflu og haka,
þegar hann var búinn að fá lóðina. Þar
byrjaði hann að grafa fyrir húsinu,
vatninu og skólpinu, en húsið komst
upp. Sagan endaði á, „ já, fátæktin var
svo mikil á þessum tíma“. Valur vann
við ýmis skrifstofustörf bæði hjá
Heildverslun Ásbjarnar Ólafssonar,
Verslun Náttúrulækningafélagsins
og síðast hjá Nón. Honum varð tíð-
rætt um árin hjá Ásbirni og kunni
margar sögur af ýmsu frá þeim tíma.
Þar var oft glatt á hjalla og Valur au-
fúsugestur, söng vel og spilaði á gítar.
Um tíma var hann sjálfstæður timb-
urinnflytjandi. Hann hafði komið víða
við um ævina og kynnst ýmsu.
Þegar við hittumst var hann orðinn
löggilt gamalmenni, eins og sagt er,
en hann bar sig alltaf vel, rétti vel úr
bakinu og kvartaði aldrei yfir neinu.
Ég held að hann hafi getað horft á
íþróttir allan sólarhringinn, ef það
hefði verið í boði. Hann hafði yndi af
fegurð Ægisíðunnar og var oft á
göngu sér til heilsubótar, þó hann
gleymdi stundum að klæða sig eftir
veðri.
Fyrstu árin las hann talsvert og
var gaman að láta hann fylla inn í ævi-
sögur, sem við höfðum bæði lesið.
Hann hafði eignast gamla ritvél frá
einhverri skrifstofunni sem hann
vann hjá og þar skrifaði hann bréf sín
og húsaleigusamning, eins og snill-
ingur. Eitt sinn er ég stóð í „stórræð-
um“ og átti að halda bókhald, sem
mér er ákaflega lítið um, þá leitaði ég
til Vals. Losaði veskið og skúffuna
sem ég hafði hent öllu í og hann rað-
aði og setti í möppu svo ekki varð bet-
ur gert.
Valur gekk alltaf hljóðlega um, eins
og hann vildi ekki vekja neinn. Allt
sem hann sagði stóð eins og stafur á
bók. Alltaf gat ég treyst því að hann
vökvaði í garðinum fyrir mig, gæfi
fuglunum og væri húsvörður þegar
þess þurfti með. Ég held að hann hafi
bara átt einn náinn vin, sjálfan Bakk-
us konung, þeir tefldu oft og stundum
djarft, en samskipti þeirra voru alltaf
hljóðlát.
Valur var góður maður sem „lét
hug sinn aldrei eldast eða hjartað“.
Kæri vinur, ég sakna þín. Ég vona að
farsæld þín sé betri á nýjum slóðum.
Við Steinar sendum allri stóru fjöl-
skyldunni þinni samúðarkveðjur.
María Árelíusdóttir.
VALUR
SIGURÐSSON
'
(
(
)
)
*
* + ,
#
*+*,$- '" ./
"
(
*
, -
.!
0
1
* "
' *
"*
"*0 #
'
'
(
(
) )
*
* +
#
,
, +
+ !1-21)3+4331 - %"5
,
"
(
#
1
2
(%&' * (
) '0 6(% , %
(% +
*%(%
'
(
#
+ (
)
* )
* + +
!1)7! ,
0" # 0'8
0
) % 9
*% 9
9
,
!!$:+- & "#
;;
+
3 1 ) % !
:0
:<+(
$% ) 0"+%#
%!"#
!" = 6 "' !"#
":0
4 # ,
,
1,!$>1
6$4,4433 +" .
"
"
5 6
0
+
6 &
(
:<&'
&' !"%") '0
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.