Morgunblaðið - 20.12.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 20.12.2001, Síða 1
292. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 20. DESEMBER 2001 ARABÍSKIR fangar á flótta úr fylgsnum sínum í Tora Bora í Austur- Afganistan í gær náðu vopnum af pakistönskum vörðum sínum og felldu að minnsta kosti þrjá þeirra áður en þeir hurfu á brott í bílum sem þeir lögðu hald á. Fjórir fangar féllu í átökunum. Pakistanskar hersveitir og herþyrlur eltu flóttamennina, náðu að minnsta kosti þrettán þeirra og umkringdu hina. Arabarnir voru handteknir á þriðjudaginn eftir að þeir höfðu kom- ist yfir landamærin frá Afganistan, sagði talsmaður Pakistana. Flúðu þeir undan sókn afganskra herflokka og sprengjuárásum bandarískra her- flugvéla á hellana í Tora Bora. Bretar í forystu fjölþjóðaliðsins Bretar tilkynntu í gær, að þeir myndu fara fyrir fjölþjóðlegu herliði sem á að auðvelda Afgönum að koma á friði í landinu. En varnarmálasér- fræðingar vöruðu við því, að sam- komulag um fjölþjóðaliðið hefði náðst með það miklum pólitískum tilslök- unum, að hætta gæti steðjað að lið- inu, og því kynni að reynast erfitt að sinna þeim verkum sem því væru ætluð. Geoff Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði að Bretar myndu senda 1.500 manna lið í fjölþjóða- sveitina, en alls yrðu í henni þrjú til fimm þúsund hermenn. Fyrstu þrjá mánuðina munu Bretar fara fyrir sveitinni, en láta síðan öðru ríki for- ystuna eftir. Þegar er komin til Kabúl 200 manna bresk framvarðasveit, en á laugardaginn tekur við völdum í Afganistan nýskipuð bráðabirgða- stjórn undir forsæti Hamids Karzais. Hoon sagði að meginhluti fjöl- þjóðasveitarinnar kæmi væntanlega til Afganistans upp úr 28. desember. Enn er ekki búið að ákveða endan- lega hvernig sveitin verður saman sett. Fá þarf samþykki Sameinuðu þjóðanna (SÞ) fyrir för sveitarinnar, en stjórnarerindrekar sögðu að það samþykki yrði að líkindum veitt í dag. Einnig á eftir að fá samþykki nýrra yfirvalda í Afganistan, en þau hafa sent misvísandi skilaboð um afstöðu sína til fjölþjóðasveitarinnar. Karzai sagði í gær að friðargæsluliðum væri velkomið að vera í landinu. En er- indrekar SÞ segja að settur utanrík- isráðherra Afganistans hafi í síðustu viku gefið í skyn, að fjölþjóðasveitin yrði því aðeins samþykkt, að hún lyti reglum sem ekki kveða beinlínis á um að hún megi beita hervaldi. „Staðan er afskaplega viðkvæm,“ sagði Christopher Langton, sérfræð- ingur við bandarísku rannsóknar- stofnunina International Institute for Strategic Studies. „Friðargæsla er óhugsandi – það er ekki neins friðar að gæta. Þetta er afar flókin aðgerð, og SÞ flækja hana ennþá meira.“ Efasemdir um för fjölþjóða- hersveitar til Afganistans London, Peshawar. AP. Reuters Landgönguliðar í breskri framvarðasveit sýna fulltrúum fjölmiðla hvernig gæslu er háttað á Bagram-flugvelli norður af Kabúl í gær. Arabískir al-Qaeda-liðar felldir á flótta til Pakistans  Bin Ladens leitað/30 INNAN skamms geta Finnar sameinað tvö helstu áhugamál sín, Netið og gufubaðið. Þar- lent fyrirtæki hyggst í mars á næsta ári opna fyrsta net- tengda gufubaðið, þar sem hægt er að valsa um netheim- ana um leið og svitnað er. „Ófáir viðskiptasamningar hafa verið gerðir í gufubaði,“ sagði Jarkko Lumio, hjá fyrir- tækinu Media Tampere. Gufu- klefinn verður búinn gluggum sem vernda tölvubúnaðinn. Einnig verður komið fyrir myndavélabúnaði til þess að hægt sé að halda fundi með mönnum sem eru við tölvuskjái annars staðar. Lumio tekur fram, að þótt menn kunni að sitja naktir í gufunni á meðan þeir spjalla á Netinu verði myndavélunum snúið þannig að ekki sé hætta á að viðmælend- urnir sjái neitt óviðeigandi. Net- gufubað Helsinki. AP. HÁTTSETTUR meðlimur Hamas- samtaka Palestínumanna tjáði fréttastofu AFP í gærkvöldi að sam- tökin hefðu ákveðið að hætta mann- skæðum sjálfsmorðsárásum á ísra- elsk skotmörk. „Hamas-liðar hafa tekið þá ákvörðun, sín í milli, að láta af píslarvættisaðgerðum, en við mun- um ekki gefa út opinbera yfirlýs- ingu,“ sagði heimildarmaður AFP, sem vildi ekki láta nafns síns getið. Hann vildi þó ekkert segja um það, til hvaða aðferða samtökin myndu grípa í baráttu sinni gegn hersetu Ísraela á palestínsku landi. Fréttastofan AP hafði aftur á móti eftir nafngreindum fulltrúa Hamas, Hassan Youssef, að ekkert væri hæft í frétt þar sem haft væri eftir honum að Hamas hygðust hætta sjálfs- morðsárásum. Rangt hefði verið haft eftir honum. Talsmaður Fatah-samtaka Yass- ers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínumanna, sagði í gær að hald- inn hefði verið fundur ýmissa sam- taka Palestínumanna á Vesturbakk- anum, og hefðu Hamas-menn þá greint frá því að þeir hygðust láta af aðgerðum. Hefðu Hamas-mennirnir sagst gera þetta því að þeir vildu ekki rjúfa einingu Palestínumanna. Sjálfsmorðstilræðismenn á vegum Hamas urðu 26 manns að bana í Jerúsalem og Haifa í Ísrael í byrjun desember, og brugðust Ísraelar við með hörðustu loftárásum sem þeir hafa nokkru sinni gert á stöðvar heimastjórnar Arafats. Forsætisráð- herra Ísraels, Ariel Sharon, lýsti því ennfremur yfir, að öllum samskiptum við Arafat væri lokið. Bandaríkjamenn og Evrópusam- bandið lýstu því yfir að þau myndu áfram ræða við Arafat og þrýstu á Sharon að gera slíkt hið sama. Í gær- kvöldi hófst svo fundur Ísraela og Palestínumanna um öryggismál, en að honum loknum sögðu fulltrúar að enginn árangur hefði náðst. Þrýstingur frá Colin Powell Sinnaskipti Sharons komu í kjölfar áskorunar frá Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sem ræddi við Sharon og Arafat í síma á þriðjudaginn. Sharon gaf yfirmanni ísraelsku innanríkisleyniþjónustunn- ar fyrirmæli um að „starfa með pal- estínskum starfsbræðrum hans“, sagði ísraelskur embættismaður í samtali við AFP. Á sunnudaginn hélt Arafat sjón- varpsávarp þar sem hann hvatti til þess að látið yrði af árásum á ísraelsk skotmörk, og hét því að þeir sem bæru ábyrgð á slíkum árásum yrðu handteknir. Haft var eftir fulltrúum í ísraelska utanríkisráðuneytinu að ávarp Arafats hefði verið „stórt skref“. Í gærkvöldi réðst palestínska lög- reglan til inngöngu í fimm málm- smíðaverkstæði í Gazaborg, þar sem á laun voru smíðaðar sprengjur fyrir Hamas-samtökin, að því er haft var eftir sjónarvottum og palestínskum öryggismálafulltrúum. Var verk- smiðjunum lokað. Fyrr um daginn höfðu palestínskir lögreglumenn lokað sex skrifstofum Hamas, en alls segir palestínska heimastjórnin að hún hafi í þessum mánuði lokað hátt í 40 skrifstofum er tengst hafi Hamas og öðrum palest- ínskum samtökum, Heilögu stríði íslams, og handtekið yfir 180 íslamska öfgamenn. Hamas-samtökin segjast hætt sjálfsmorðsárásum Jerúsalem, Gazaborg. AFP, AP. RÍKISSTJÓRN Argentínu lýsti í gærkvöldi yfir neyðarástandi í land- inu vegna víðtækra óeirða sem geis- uðu þar í gær og fyrradag. Hefur mikill fjöldi manns mótmælt harka- legum aðhaldsaðgerðum ríkis- stjórnar Fernandos de la Ruas for- seta, er miða að því að forða ríkissjóði frá gjaldþroti. Mótmæl- endur grýttu og spörkuðu í bíl for- setans, þegar hann kom af fundi með borgarfulltrúum í Buenos Aires. Maður var myrtur í bænum Villa Fiorito suður af höfuðborginni í gær, þegar hópur manna réðst inn í versl- un og lét þar greipar sópa. Eigandi verslunarinnar stakk manninn með hnífi. Hefur aðgerðum stjórnarinnar verið mótmælt í mörgum borgum landsins og var fjöldi verslana í fátækrahverfum rændur. Tugir manna hafa slasast í óeirðunum, en lögreglan hefur beitt gúmmíkúlum og táragasi. Í borginni Cordoba var eldur lagður að ráðhúsinu. Að mati bandarísku lánshæfis- matsstofnunarinnar S&P eru allar líkur á að erlendar skuldir Argent- ínu lendi í „algerum vanskilum“ á næstu vikum. Naumlega tókst að komast hjá gjaldfellingu skuldanna í síðustu viku, en þær nema alls um 132 milljörðum Bandaríkjadala. Neyðar- ástand í Argentínu Buenos Aires, New York. AFP. Reuters De la Rua ræðir við fréttamenn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.