Morgunblaðið - 20.12.2001, Side 12

Morgunblaðið - 20.12.2001, Side 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GERA verður þá kröfu til sam- keppnisyfirvalda að þau sýni fram á að þau hafi ríka ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn lögum, en ekki að Samkeppnisstofnun geri húsleit til að fiska eftir sönnunum, að mati Árna Vilhjálmssonar hrl. Morgun- blaðið leitaði álits tveggja lögfræð- inga á aðgerðum Samkeppnisstofn- unar gegn olíufélögunum í fyrradag. „Það sem fyrst og fremst er vænt- anlega verið að reyna að sýna fram á er að verðsamráð hafi átt sér stað, þ.e. brot gegn 10. grein samkeppn- islaga sem er alvarlegasta sam- keppnislagabrot sem til er,“ segir Árni. Ef Samkeppnisstofnun finnur gögn um fundi forsvarsmanna olíufé- laganna eða tölvuskeyti þeirra á milli getur það eitt og sér talist brot gegn 10. grein samkeppnislaga þar sem m.a. er fjallað um verðsamráð. Ekki hefur reynt á slíkt fyrir ís- lenskum dómstólum en Árni Vil- hjálmsson hrl. segir dæmi um það að dómar frá Evrópusambandinu hafi m.a. byggst á vitneskju um fundi for- svarsmanna félaga og óeðlilegum at- vikum á markaði í framhaldi af þeim því þá hefur það verið talin nægj- anleg sönnun þess að brot hafi átt sér stað. „Ef gögn finnast um samráð á ein- um tímapunkti og síðan koma fram einhver atvik á markaði í framhaldi af því eins og t.d. samstillt hækkun eða lækkun getur það leitt líkur að því að um ólöglegt samráð hafi verið að ræða,“ segir Árni. 10. greinin er svohljóðandi: „Allir samningar og samþykktir milli fyrirtækja, hvort heldur þær eru bindandi eða leiðbeinandi, og samstilltar aðgerðir sem hafa að markmiði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé tak- mörkuð eða henni raskað eru bann- aðar. Bann þetta tekur m.a. til samn- inga, samþykkta og samstilltra að- gerða sem: a. áhrif hafa á verð, afslætti, álagn- ingu eða önnur viðskiptakjör með beinum eða óbeinum hætti, b. takmarka eða stýra framleiðslu, mörkuðum, tækniþróun eða fjár- festingu, c. skipta mörkuðum eða birgðalind- um, d. mismuna viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og veikja þannig sam- keppnisstöðu þeirra, e. setja sem skilyrði fyrir samninga- gerð að hinir viðsemjendurnir taki á sig viðbótarskuldbindingar sem tengjast ekki efni samninganna, hvorki í eðli sínu né samkvæmt viðskiptavenju.“ Truflaður samkeppnis- markaður Árni segir samkeppnisyfirvöld um allan heim fyrst og fremst leitast við að hafa eftirlit og koma í veg fyrir slík brot, þ.e. að þeir sem ráði til- teknum markaði komi sér ekki sam- an um kaup og kjör. „Lögmál markaðarins, framboð og eftirspurn, eiga að stjórna því hvernig kaupin gerast á eyrinni og hér erum við með markað sem er verulega truflaður við það, eins og margir markaðir. Allir markaðir þar sem eru einhver opinber afskipti af verðmyndun eru mjög erfiðir sem samkeppnismarkaðir.“ Árni bendir á að Samkeppnis- stofnun leiti nú væntanlega að gögn- um sem bendi á einhvers konar sam- ráð á milli olíufélaganna, þ.e. hvort forsvarsmenn þeirra hafi átt saman fundi, hvort þeir hafi skipst á tölvu- skeytum o.s.frv. Það eitt gæti verið brot, að sögn Árna. „Ef einhver gögn finnast um að þeir hafi verið ein- hvers staðar á sama stað á sama tíma gæti það eitt og sér verið brot gagn- vart 10. grein samkeppnislaga.“ Árni vísar í greinargerð með sam- keppnislögum þar sem m.a. segir um upphaf samkeppnisreglna: „Þótt samkeppnisreglur hafi komið tiltölu- lega seint til sögunnar mun hafa ver- ið þörf fyrir þær miklu fyrr. Að minnsta kosti skrifaði Adam Smith 1789 „að fjármagnseigendur gætu undir engum kringumstæðum komið saman, jafnvel þótt tilefnið væri ein- ungis til ánægju og skemmtunar, án þess að félagsskapurinn endaði í ein- hvers konar samsæri gegn almanna- heill eða leynilegu samkomulagi um verðhækkanir“.“ Skilyrði um rökstuddan grun fullnægt Dómsúrskurður heimilaði aðgerð- ir Samkeppnisstofnunar gagnvart olíufélögunum í fyrradag en í kafl- anum um leit og hald á munum í lög- um um meðferð opinberra mála er kveðið á um að dómsúrskurð þurfi til slíkra aðgerða. Eftirlit dómstóla tryggir að lágmarksskilyrðinu um rökstuddan grun um brot sé full- nægt, eins og Ásgeir Á. Ragnarsson hdl. orðar það. Í 40. grein samkeppnislaga segir: „Samkeppnisstofnun getur við rann- sókn máls gert nauðsynlegar athug- anir á starfsstað fyrirtækis og lagt hald á gögn þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn lögum þessum eða ákvörðunum sam- keppnisyfirvalda. Við framkvæmd aðgerða skv. 1. mgr. skal fylgja ákvæðum laga um meðferð opinberra mála um leit og hald á munum.“ Ásgeir segir mikilvægt að hafa í huga að það er dómstóla að meta hvort nægilegar ástæður eru til að grípa til aðgerða eins og Samkeppn- isstofnun beitti gegn olíufélögunum í fyrradag. „Það eru gerðar miklar kröfur um rökstuðning og sönnunar- gögn bæði í samkeppnislögum og lögum um meðferð opinberra mála. Dómstólarnir hafa metið það svo að þetta væri fyrir hendi sem bendir til þess að Samkeppnisstofnun hafi get- að lagt fram nægilega mikið af hald- bærum sönnunargögnum til að dómsúrskurður fengist.“ Ásgeir leggur áherslu á að aðgerð- ir Samkeppnisstofnunar gagnvart olíufélögunum hafi á yfirborðinu ver- ið mjög umfangsmiklar og meiðandi og til slíkra aðgerða eigi einungis að grípa þegar rík ástæða er til og um viðamikil brot gegn samkeppnislög- um að ræða. „Þess ber auðvitað að gæta að þessar aðgerðir lúta eftirliti dómstóla sem á að tryggja að lág- marksskilyrðinu um rökstuddan grun um brot sé fullnægt. Þegar þessa er gætt getur þessi leið verið mjög árangursrík til að upplýsa brot. En það er gríðarlega mikilvægt að þessu ákvæði sé beitt varlega og ein- ungis þegar rökstuddur grunur er fyrir hendi um viðamikið brot og sönnunargögn sem lögð eru fyrir dómstóla réttlæti þessar aðgerðir.“ Sektir að hámarki 10% af veltu Í 52. grein samkeppnislaga er fjallað um viðurlög við brotum á lög- unum. Þar segir að sektir geti numið frá 50 þúsund krónum til 40 milljóna króna eða meira en skuli „þó ekki vera hærri en sem nemur 10% af veltu síðasta almanaksárs hjá hverju því fyrirtæki eða samtökum fyrir- tækja sem aðild eiga að samkeppn- ishömlunum. Við ákvörðun fjárhæð- ar sektar getur samkeppnisráð m.a. haft hliðsjón af samstarfsvilja hins brotlega fyrirtækis“. Velta hvers olíufélaganna þriggja var vel yfir tíu milljörðum í fyrra og ef þau verða fundin sek um brot á samkeppnislögum gætu sektar- greiðslur því numið meira en millj- arði á hvert olíufélag. Lögfræðilegt álit á aðgerðum Samkeppnisstofnunar gagnvart olíufélögunum Krafan um ríka ástæðu mikilvæg Eftirlit dómstóla tryggir að lágmarksskilyrði um rökstuddan grun um brot sé fullnægt SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, átti í gær fund með dómsmálaráðherra Japans, Mayumi Moriyama. Er hún fyrsta konan sem gegnir embætti dóms- málaráðherra landsins og tók við því embætti í apríl sl. Á fundi sínum ræddu þær aðgerðir gegn kynferð- islegri misnotkun barna, baráttu gegn hryðjuverkum og almenn sam- skipti þjóðanna. Dómsmálaráðherra sækir ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um kyn- ferðislegt ofbeldi gegn börnum. Á dagskrá hennar að ljúka fyrir há- degi í dag og er þess vænst að sam- þykkt verði stefnuyfirlýsing um samstillt átak ríkja í baráttu gegn slíku ofbeldi. „Þetta var sérstaklega ánægju- legur fundur með ráðherranum og Moriyama á sér merkilegan feril í stjórnmálum og hefur m.a. beitt sér í jafnréttismálum,“ sagði Sólveig Pétursdóttir í samtali við Morg- unblaðið. „Hún hefur líka skrifað bók um reynslu sína af setu í rík- isstjórnum. Hún leggur mikla áherslu á samstarf við aðrar þjóðir og ýmis samtök, meðal annars Evr- ópuráðið, ekki síst í þeim málum sem við ræddum mikið um, kynferð- islegri misnotkun barna og barátt- unni gegn hryðjuverkum.“ Ráðherrarnir voru sammála um að aukið alþjóðlegt samstarf væri forsenda fyrir því að árangur næðist í þeirri baráttu. Japanir hafa und- anfarin ár breytt refsilöggjöf sinni verulega til að takast á við kynferð- islega misnotkun barna. Nær refsi- lögsagan til slíkra afbrota gegn börnum sem japanskir ríkisborg- arar fremja utan heimalandsins. Þá sagði Sólveig að til umræðu væri nú hjá Japönum að taka upp kviðdóm. Sólveig kynnti aðstöðu til viðtala við börn í barnahúsi og við héraðs- dómstóla og breytingar sem gerðar hafa verið á lögum um meðferð op- inberra mála sem ætlaðar eru til þess að tryggja að málsmeðferð íþyngi börnum ekki meira en nauð- synlegt er. Kom fram á fundi ráð- herranna að sambærilegar breyt- ingar hefðu verið gerðar á japanskri réttarfarslöggjöf og að- staða til skýrslutöku af börnum ver- ið bætt. Japanski dómsmálaráðherrann ræddi einnig um saksóknina sem nú stendur yfir gegn þeim sem stóðu fyrir dreifingu á eitruðu gasi í neð- anjarðarlestarkerfi Tókýó fyrir nokkrum árum. Voru ráðherrarnir sammála um að hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september hefðu víðtæk áhrif og að þjóðir heims þyrftu að sameinast í baráttu gegn hryðjuverkum, m.a. með sam- ræmingu á löggjöf og aðgerðum. Hert landamæraeftirlit eftir 11. september Í frétt frá dómsmálaráðuneytinu kemur fram að Japanir hafi fullgilt samninga SÞ um hryðjuverk og fjár- mögnun þeirra og vinni þeir að því að færa löggjöf sína til samræmis við þær skuldbindingar. Hérlendis er unnið að frumvarpi um sama efni sem leggja á fyrir Alþingi innan tíð- ar. Voru ráðherrarnir sammála um að setja þyrfti sérstaka refsilöggjöf og rannsóknarheimildir sem snúa að fjármögnun hryðjuverka- starfsemi. Kom fram í máli Moriyama að Japanir hafa hert eftirlit við landa- mæri sín eftir atburðina 11. sept- ember. Mayumi Moriyama er lögfræð- ingur að mennt og á að baki langan feril í japönskum stjórnmálum. Var hún fyrst kosin á þing 1980 og hefur gegnt embættum aðstoðarforsæt- isráðherra og menntamálaráðherra. Dómsmálaráðherrar Íslands og Japans ræða aðgerðir gegn misnotkun barna Alþjóð- legt sam- starf for- senda árangurs Dómsmálaráðherrar Íslands og Japans, Sólveig Pétursdóttir og Mayumi Moriyama ræddust við í Japan í gær. Með þeim er Ingimundur Sigfússon, sendiherra Íslands í Japan. MIÐBORG Reykjavíkur er sá staður borgarinnar sem fólk heimsækir oft- ast og hefur jákvæðasta viðhorfið gagnvart. Verslun á höfuðborgar- svæðinu er hins vegar stöðugt að dreifast meira í takt við útþenslu byggðarinnar og hlutur miðborgar og eldri verslunarkjarna að minnka. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem Þróunar- og fjöl- skyldusvið Ráðhúss Reykjavíkur lét Gallup gera þar sem kannað var hvert fólk færi að versla og hvaða viðhorf það hefði til helstu verslunarkjarna, en niðurstöður hennar voru kynntar á fundi borgarráðs á þriðjudag. Samkvæmt könnun Gallup, sem gerð var í október og nóvember 2001, hefur miðborgin afgerandi forystu gangvart Kringlu og Smáralind hvað varðar tíðni heimsókna, fjölbreyti- leika erinda og jákvæðs viðhorfs. Á tímabilinu 17. október til 13. nóvem- ber heimsóttu svarendur Gallup- könnunarinnar miðborgina að meðal- tali vikulega en Kringluna og Smára- lind einu sinni þessar fjórar vikur. Í könnuninni kemur þá fram að 85% svarenda líkaði almennt vel við mið- borgina, 76% við Kringluna og 51% við Smáralind. Í könnuninni kemur fram að fólk fari í miðborgina til að fara á veitinga- hús, skoða sig um, versla og skemmta sér á meðan Kringlan virðist fyrst og fremst hafa fest sig í sessi sem versl- unarmiðstöð. Aðstandendur könnun- arinnar segja hins vegar erfitt að meta stöðu Smáralindar út frá þess- ari einu könnun þar sem svo skammt er liðið frá opnun hennar, en í könn- uninni kom fram að langflestir færu þangað til að skoða sig um og njóta af- þreyingar. Jákvæð við- horf gagn- vart mið- borginni Könnun Gallup á verslunarkjörnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.