Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ins. „Málið hefur dregist það lengi að þetta er orðið mjög aðkallandi hjá þeim. Þess vegna er verið að skoða breytingar sem geta flýtt fyr- ir því að hægt sé að taka stærra svæði undir kirkju- garð. Ég myndi segja að þetta verði að liggja fyrir í febrúar eða eitthvað svoleið- is.“ Brautin ofan garðsins á aðalskipulagi Jónas bendir á að Vega- gerðin hafi unnið í náinni samvinnu við skipulagsyfir- völd í Hafnarfirði að flutn- ingnum. „En það eru fyrst og fremst starfsmenn Hafnar- fjarðarbæjar sem hafa komið fram gagnvart kirkjugarðin- um.“ Varðandi gagnrýni Jónat- ans um að með flutningnum sé tekinn hluti af því svæði sem áður var ætlað undir kirkjugarðinn segir Jónas: „Það er mjög langt síðan sú ákvörðun var tekin að fara með veginn upp fyrir garðinn. Á núgildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar er vegurinn fyrir ofan og það er orðið JÓNAS Snæbjörnsson, um- dæmisstjóri Vegagerðarinnar á Reykjanesi, segist telja að ákvarðanir um hvernig flutn- ingi Reykjanesbrautar upp fyrir kirkjugarð Hafnarfjarð- ar verði háttað, verði að liggja fyrir í febrúar næstkomandi. Hann segir málið algerlega unnið í samvinnu við skipu- lagsyfirvöld í Hafnarfirði. Í Morgunblaðinu í gær gagnrýndi Jónatan Garðars- son, formaður stjórnar kirkjugarðsins, m.a. Vega- gerðina fyrir þann drátt sem orðið hefur á skipulagsvinnu varðandi flutning brautarinn- ar. Jónas segir rétt að málið hafi dregist. „Málið hefur kannski gengið hægar en við gerðum okkur vonir um og við ætluðum að vera komnir með niðurstöðu en meðal ann- ars er verið að skoða þarna breytingar að ósk kirkjugarð- anna. Það er í sjálfu sér eng- inn ágreiningur um þá ósk heldur er verið að reyna að leysa þetta.“ Hann segir ljóst að það liggi á stækkun kirkjugarðs- fjögurra ára eða svo. Ég þekki ekki hvernig það var áður en held jafnvel að ákvörðunin sé enn þá eldri.“ Hann segir að með flutn- ingnum opnist svæði milli nýju og gömlu Reykjanes- brautarinnar norðan við Kaldárselsveginn en það sé skipulagsyfirvalda að ákveða hvort kirkjugarðurinn verði stækkaður þangað. Dráttur á flutningi Reykjanesbrautar tefur framkvæmdir við kirkjugarð Verið að skoða stækk- un garðsins Morgunblaðið/Kristinn Ákvarðanir varðandi flutning Reykjanesbrautarinnar hafa tafið stækkun kirkjugarðsins í Hafnarfirði. Hafnarfjörður SAMTÖK íbúa í Suðurhlíðum í Reykjavík lýsa óánægju með fyrirhugaða byggingu 50 íbúða fjölbýlishúss í hverfinu og hafa afhent lögfræðingi Borgarskipulags undirskrifta- lista vegna þessa. Telja þau að húsið stingi í stúf við bæði um- hverfið og þá byggð sem fyrir er og bílaumferð samfara því auki slysahættu við skóla og heimili þroskaheftra í hverf- inu. Eigandi lóðarinnar segir að undirskriftalistinn hafi bor- ist of seint og komi ekki til með að hafa úrslitaáhrif á fram- kvæmdir. Vegna bilunar í tölvukerfi Borgarskipulags var frestur til athugasemda vegna til- lagna að deiliskipulagi við lóð- ina Suðurhlíð 38 og breytinga á aðalskipulagi framlengdur í annað sinn. Fresturinn rann út 31. ágúst sl. en var þá fram- lengdur til 7. september. Nú var hann hins vegar fram- lengdur frá miðvikudeginum 12. desember til hádegis mánudagsins 17. desember. „Nokkrir höfðu samband við okkur og sögðust hafa sent inn athugasemd vegna tillagn- anna á heimasíðu Borgar- skipulags, en að þær hefðu ekki skilað sér,“ segir Árni Þór Sigurðsson, formaður skipulagsnefndar. „Því var birt auglýsing þar sem þess var óskað að þeir sem hefðu skilað inn athugasemdum á Netinu létu vita. Það var ekki ætlast til þess að allt auglýs- ingaferlið yrði endurtekið, heldur eingöngu að þeir sem hefðu reynt að koma athuga- semdum á framfæri í gegnum heimasíðuna fengju annað tækifæri til þess.“ Árni segir hefðbundið auglýsingaferli fela í sér að tillagan er auglýst og til sýnis í húsnæði Borgar- skipulags í fjórar vikur. Á þeim tíma geti almenningur komið athugasemdum á fram- færi til skipulagsnefndar. „Það er frekar óvenjuleg leið að bjóða upp á að skila athuga- semdum í gegnum Netið og við vorum að fikra okkur áfram með það. En það klikk- aði eitthvað í tölvukerfinu og athugasemdirnar sem sendar höfðu verið inn fundust ekki í kerfinu.“ Á heimasíðunni er tekið fram að berist viðkomandi ekki tölvupóstur um að send- ingin hafi verið móttekin hafi hún ekki komist til skila. „Ég reikna ekki með því að fólk hafi áttað sig á þessu og það er lítið hægt við því að segja.“ Árni segir að ekki hafi bor- ist kvartanir vegna athuga- semda við aðrar tillögur sem hefðu, og þær sem gerðar voru við Suðurhlíð 38, ekki komist til skila meðan bilun var í tölvukerfinu í september. „At- hugasemdafrestur vegna ann- arra tillagna verður ekki fram- lengdur nema við fáum erindi frá fólki um að það hafi raun- verulega sent inn athuga- semdir.“ Árni segir einnig að í þessu tilviki hafi viðkomandi orðið ljóst að athugasemdir þeirra hafi ekki komist til skila er listi yfir athugasemdabréf var birtur í bókun skipulags- og byggingarnefndar. „Við verðum að láta fólk njóta vaf- ans í þessu efni.“ Á næsta fundi skipulags- og byggingarnefndar, 9. janúar næstkomandi, verður farið yf- ir þær athugasemdir sem bár- ust og sömuleiðis undirskrifta- lista frá íbúum í hverfinu þar sem þess er krafist að hætt verði við fyrirhugaða fram- kvæmd þegar í stað. Byggingin mun stinga í stúf Hildur Einarsdóttir og Ei- ríkur Steingrímsson búa í Suðurhlíðahverfi og segja margþætt rök fyrir því að fyr- irhugaðar framkvæmdir á lóð- inni verði endurskoðaðar. Þau benda á að tillagan hafi verið auglýst á versta tíma í júlí á hásumarleyfistíma. Þá hafi ekki farið fram grenndar- kynning sem hefði verið eðli- legt miðað við stærð og stað- setningu hússins. Síðastliðinn mánudag afhentu íbúarnir lög- fræðingi Borgarskipulags undirskriftalista með rúmlega eitt hundrað undirskriftum þar sem tilvonandi nýbygg- ingu er mótmælt. Að sögn Hildar og Eiríks eru íbúar hverfisins nær ein- huga um að fyrirhugað hús sé alltof mikil viðbót við hverfið. „Umferðarþungi á eftir að aukast um þriðjung. Í þessu litla hverfi er grunnskóli, tveir sérskólar, leikskóli og sambýli þroskaheftra. Hætta er á auk- inni slysatíðni samfara þessari auknu bílaumferð,“ segir Hild- ur. „Þegar Suðurhlíðahverfið var skipulagt var tekið tillit til náttúrulegs umhverfis sem er Öskjuhlíðin. Telja íbúarnir að þessi sjónarmið séu enn í fullu gildi og fjögurra hæða fjölbýli með 50 íbúðum eigi eftir að stinga mjög í stúf við nánasta umhverfi. Einnig teljum við að strandlengjan meðfram Öskjuhlíðinni sé einstök nátt- úruperla en hún er eitt helsta útvistarsvæði okkar Reykvík- inga og eina aðgengi okkar að ströndinni. Fyrirhuguð fram- kvæmd á eftir að hefta aðgang borgarbúa að ströndinni og raska þeirri sveitalegu kyrrð sem ríkir þar nú.“ Eiríkur segir ótímabært að skipuleggja íbúabyggð á þessu svæði þar sem samkvæmt nýju aðalskipulagi sé gert ráð fyrir að bílaumferð frá Breið- holtsbraut verði lögð í stokk undir Fossvogsdalinn og komi upp á móts við fjölbýlishúsið, fari niður um munna þar og haldi síðan áfram eftir fyrir- huguðum göngum meðfram ströndinni. „Ekki hefur enn verið ákveðið hvernig þessum umferðarmannvirkjum verður háttað og því undarleg vinnu- brögð að ráðast í byggingu hússins fyrr en hugmyndirnar eru komnar upp á borðið.“ Mun ekki hafa áhrif á framkvæmdir Jón Valur Smárason, annar eigenda lóðarinnar, segir að áður hafi íbúasamtökum verið gefinn frestur til að halda fundi og kynna tillögurnar fyr- ir íbúum hverfisins. Nú hafi hins vegar bilun í tölvukerfi gert það að verkum að frest- urinn var framlengdur í annað sinn. „Ég tel að undirskriftalist- inn muni ekki hafa nein úr- slitaáhrif á framkvæmdirnar, þarna er verið að koma með mótmæli mörgum mánuðum of seint. Auglýst var eftir því að þeir sem skilað höfðu inn athugasemdum á vefnum sem ekki komust til skila fengju tækifæri til að senda inn aftur. Þá kom þessi undirskrifta- listi.“ Áður hefur verið greint frá því í Morgunblaðinu að miklar tafir hafa orðið á framkvæmd- um á lóðinni vegna skipulags- breytinga Reykjavíkurborgar út af Hlíðarfæti, bílagöngum sem áætluð eru undir Öskju- hlíðina. Jón Valur segir að skipu- lagsyfirvöld muni skera úr um það hvort athugasemdirnar sem bárust nú komi til með að hafa veruleg áhrif á fram- kvæmdirnar. „Við reiknuðum með að við gætum hafið fram- kvæmdir um þessar mundir en einhver smátöf verður á því. Við vonumst til að þær geti hafist fljótlega eftir ára- mótin.“ Íbúar á móti bygg- ingu fjölbýlishúss Morgunblaðið/Sverrir Byggingarfulltrúa barst ábending um að búið væri að koma fyrir byggingakrönum á lóðinni við Suðurhlíð 38 og framkvæmdir væru hafnar þrátt fyrir að ekki lægi fyrir byggingarleyfi. Bjarni Þór Jónsson, skrifstofustjóri bygg- ingarfulltrúa, segir að maður frá þeim hafi verið sendur á staðinn og fengið þau svör að engar framkvæmdir væru hafnar, heldur aðeins verið að geyma kranana á lóðinni. Suðurhlíðar Frestur til athugasemda fram- lengdur vegna tölvubilunar SEX nemendur í verktækni VTB við Iðnskólann í Hafnar- firði og kennari þeirra hafa farið þess á leit við bæjarstjórn að vatnsveitustokkurinn í Kaldárbotnum verði endur- byggður. Segja þeir stokkinn vera einstakt mannvirki sem beri beri vitni um djörfung og framsýni síns tíma. Í bréfinu segir að mannvirk- in hafi verið tekin í notkun árið 1918 og verið notuð fram til ársins 1951. Umrædd vatns- veita sé trúlega eina dæmið í veröldinni þar sem vatn var leitt að hraunjaðri og beðið svo eftir því að það kæmi fram um þremur kílómetrum neðar, í þáverandi vatnsból Hafnfirð- inga í Lækjarbotnum. „Vatns- veitustokkurinn frá Kaldár- botnum og fram á Sléttuhliðarbrún var mikil og áhættusöm framkvæmd sem er vitni um djörfung og fram- sýni,“ segir í bréfinu. Telja bréfritarar að endur- byggður stokkur muni hafa að- dráttarafl fyrir ferðamenn og með endurbyggingu megi við- halda verkkunnáttu, m.a. hleðslukunnáttu. Þá er bent á að stokkurinn tengist sögu Hafnarfjarðar og að um ein- stakt mannvirki sé að ræða. Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var bókað að tekið væri jákvætt í málið og því vísað til stjórnar Vatnsveitu Hafnar- fjarðar. Dagur Jónsson vatns- veitustjóri segir að um gífur- legt fyrirtæki væri að ræða ef endurbyggja ætti stokkinn alla leið. „Ætli þetta séu ekki svona 2000 metrar og það myndi þýða tugmilljónir króna í kostnað að endurbyggja svona stokk. En auðvitað væri það virkilega gaman og við höfum oft horft á þetta.“ Hann segir að vel sé hægt að hugsa sér að setja upp sýnis- horn af stokknum en einnig sé horft til þess að gera upp og vernda restarnar af minjunum í kring um vatnsbólið sjálft sem var í Lækjarbotnum. Hins vegar séu þær ekki í lögsögu Hafnarfjarðar heldur Garða- bæjar. Að sögn Dags sést lítið af hinum eiginlega stokki í Kald- árbotnum, annað en hleðslan sjálf. „Þetta var gert í atvinnu- bótavinnu og var handavinna hjá mönnum sem hafa ábyggi- lega ekki gert háar kaupkröfur en efnið var tekið á staðnum. Svo kom timburstokkur ofan á þetta og ef ætti að endur- byggja hann í dag væri það stórmál ef það ætti að vera alla leið.“ Vilja vernda veitustokk í Kaldárbotnum Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.