Morgunblaðið - 20.12.2001, Síða 23

Morgunblaðið - 20.12.2001, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 23 sem menn áttu að venjast í fyrra. „Kannski fór hún örlítið hægar af stað í byrjun en það hefur alveg jafn- ast út núna,“ segir hann. „Við erum með vörur í milliverð- flokkum og mér finnst sumir velta verðinu fyrir sér. Flestir kaupa þó flíkina ef þeim líst á hana á annað borð en ég merki það ekki sérstak- lega að fólk leiti eftir ódýrari vörum, ekki frekar en í fyrra. Nú vil ég hins vegar fá frost svo salan fari að aukast á ullarfrökkum og peysum.“ Sverrir segist finna það á fólki að eindreginn vilji sé í samfélaginu fyrir því að hafa verslunargötu í miðbæj- arkjarnanum og það vilji ekki fyrir nokkurn mun sjá á bak verslun á Laugaveginum. „Fólk vill að gata eins og Laugavegurinn haldi sér þannig að það sé engu líkt að koma hingað og upplifa jólastemmn- inguna,“ segir hann. Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Þorkell EINAR Örn Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags mið- borgarinnar, segir „ótrúlegan“ fjölda hafa heimsótt miðborgina síðustu daga og telur að „góða veðrið“ eigi sinn þátt í því. „Ég er til dæmis með skrifstofu á Laugavegi 51 og hef þurft að olnboga mig í gegnum fjöldann til að komast áfram,“ segir hann. Mikil örtröð er í búðunum, bætir hann við og bílaum- ferð gengur hægt. „Ég veit ekki ná- kvæmlega hvernig verslunin hefur gengið en ég hef ekki heyrt kaupmenn kvarta,“ segir hann en tekur þó fram að kaupmenn eigi allt eins von á því að salan verði ívið minni í ár en í fyrra. Aðspurður segist hann sjá meira af ungu fólki í bænum en eldra og bætir því við að óformleg könnun síðasta vor staðfesti það að yngra fólk leiti frem- ur í miðbæinn en það eldra. Þá leiti þangað alltaf ákveðinn hópur fólks en „aðrir fara í verslunarmiðstöðv- arnar.“ Spurður hvort einhverjar hefðir séu að skapast í kringum miðbæjarferðir borgarbúa segir Einar Örn að margar hefðir hafi skapast í því sambandi. Ein þeirra sé sú að fara í miðbæinn á Þor- láksmessu. „Ég veit t.d. um fjölskyldu í Hafnarfirði sem tekur strætó niður á Hlemm snemma á Þorláksmessu og er svo í bænum þar til síðasti vagninn fer til Hafnarfjarðar,“ segir Einar Örn. Verslanir í miðborginni verða með opið frá kl. 10 til 22 næstu daga en op- ið verður til 23 á Þorláksmessu og frá 9 til 12 á aðfangadag jóla. Ys og þys í mið- bænum A ð e i n h v e r j u l e y t i v a r u m a ð r æ ð a v e r s l u n a r r e k e n d u r s e m v o r u m e ð r e k s t - u r b æ ð i í K r i n g l - u n n i o g á L a u g a - v e g i n u m e n v i l d u f r e m u r s l e p p a h ú s - n æ ð i n u á L a u g a v e g - i n u m e f þ e i r v o r u t i l þ e s s n e y d d i r.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.