Morgunblaðið - 20.12.2001, Síða 33

Morgunblaðið - 20.12.2001, Síða 33
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 33 NORSKI efnafræðiprófessorinn Per Hoff hefur gagnrýnt baráttu um- hverfisráðherra Noregs, Børge Brende, gegn endurvinnslustöðinni fyrir kjarnorkuúrgang í Sellafield á Englandi. Hann lýsir baráttu um- hverfisráðherrans sem „einskæru lýðskrumi“ og segir að norskum sjávarútvegi stafi engin hætta af endurvinnslustöðinni, að því er fram kemur í frétt norska dagblaðsins Aftenposten. Efnafræðiprófessorinn telur ekki að fólki stafi hætta af losun geisla- virkra efna frá endurvinnslustöðinni í Sellafield. „Þetta er eins og að ganga með hundinn sinn í garði ná- grannans – það er dónalegt og ónauðsynlegt en ekki beinlínis hættulegt,“ hefur Aftenposten eftir Hoff. Prófessorinn segir að ákafur stuðningur umhverfisráðherrans við kröfu Íra um að endurvinnslustöð- inni verði lokað ali á ótta meðal al- mennings og að norskum sjávarút- vegi stafi meiri hætta af þessum ótta en geislamengun frá Sellafield. „Humar er viðkvæmastur fyrir teknisíum. En fólk þarf að borða 150 tonn af humri á ári til að ná þeirri eðlilegu geislun sem við verðum öll fyrir,“ segir Hoff. Hann telur að hættan af geislun vegna losunar teknisíums sé afar lítil miðað við þá eðlilegu grunngeislun sem fólk verður fyrir á degi hverjum. Norska geislavarnastofnunin hefði átt að blanda sér í málið og útskýra hvaða þýðingu geislunin hefði. Að sögn Aftenposten er Hoff sammála umhverfisráðherranum um að ekki væri rétt að losa geislavirk efni í haf- ið og það væri aðeins „níska“ breskra stjórnvalda sem kæmi í veg fyrir að úrgangurinn yrði hreinsaður eða losaður með öðrum hætti. Hins vegar hafi umhverfisráðherrann gert of mikið úr hættunni og ætti að snúa sér að öðrum málefnum á sviði umhverfisverndar sem brýnna væri að takast á við. Efnafræðingur segir enga hættu stafa af Sellafield HERINN í Jemen hélt í gær áfram leit að liðsmönnum al- Qaeda, hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens, í Marib- héraði í miðhluta landsins. Ekki bárust þó fregnir um átök, eins og í aðgerðum hers- ins á þriðjudag. „Lögregla og hermenn leita enn að hinum eftirlýstu með aðstoð þyrlna. En það er ekki auðvelt, þar sem um er að ræða svæði á valdi ættbálka- foringja,“ sagði embættismað- ur í jemenska innanríkisráðu- neytinu í samtali við AFP-fréttastofuna í gær. Að minnsta kosti átta her- menn og fjórir meðlimir Abida- ættbálksins féllu í umsátri hersins um þorpið Al-Hosun á þriðjudag, en þar voru nokkrir al-Qaeda-liðar, nýkomnir aftur heim frá Afganistan, taldir haf- ast við. Al-Qaeda-liðarnir fund- ust ekki, en nokkrir menn, sem taldir voru hafa skotið skjóls- húsi yfir þá, voru handteknir. Osama bin Laden nýtur tölu- verðs stuðnings meðal íbúa í Jemen og lengi hefur verið tal- ið að félagar í al-Qaeda hefðu þar bækistöðvar. Aðgerðunum ætlað að koma í veg fyrir árás Leitin að al-Qaeda-liðum í Jemen er umfangsmestu að- gerðir til þessa í arabalandi til að hafa hendur í hári sam- verkamanna Osama bin Lad- ens. Fréttaskýrendum bar saman um að jemensk stjórn- völd hefðu gripið til þessara aðgerða til að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn gerðu árás á landið í viðleitni sinni til að hafa hendur í hári hryðju- verkamanna. „Nú er öllum ljóst að ef Jem- enar beita sér ekki sjálfir gegn hryðjuverkamönnum í eigin landi eiga þeir á hættu að verða fyrir íhlutun [af hálfu er- lendra ríkja], sem gæti reynst skaðleg,“ sagði í gær í forystu- grein dagblaðsins Ath-Thawra, sem gefið er út af stjórnvöld- um. Paul Wolfowitz, aðstoðar- varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, sagði að Bandaríkja- menn hefðu hvatt Jemena til að grípa til aðgerða gegn liðs- mönnum al-Qaeda í landinu, en kvaðst ekki hafa haft vitneskju um aðgerð hersins á þriðjudag. Al-Qaeda- liða enn leitað í Jemen Aden, Sanaa. AFP, AP. ÍSRAELUM gefst brátt kostur á að sjá fréttir, viðræðuþætti og jafnvel sápuóperur frá egypska ríkissjón- varpinu, Nílarsjónvarpinu, og verð- ur efnið sent út á hebresku, opinberu máli Ísraela. Markmiðið með þessu er að „leiðrétta þá mynd sem ísr- aelskur almenningur hefur af aröb- um, og svara fullyrðingum, t.d. þeim sem Ísraelar kunna að segja um deil- urnar milli þeirra og Palestínu- manna,“ sagði sjónvarpsstjórinn, Yussef Sherif Rizkallah. Egypska útvarpið hefur í mörg ár sent út fréttir á hebresku. Ísraelar og Egyptar skrifuðu undir friðar- samkomulag 1979. „Ein af ástæðum þess að deilur Ísraela og araba standa enn, er bilið milli þessara aðila sem stafar af þeim stöðnuðu ímyndum sem dregnar eru upp í ísraelskum fjölmiðlum,“ segir Rizkallah. Egypsk sápa til Ísraels Kaíró. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.