Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 45
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 45 Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11-19. Sími 533 1100 - Fax 533 1110 RADISSON SAS, HÓTEL ÍSLANDI Mi›asala í fullum gangi! VER‹ KR. 9.900.- 1. ja núa r 200 2 Matse›ill: Ostrusúpa me› ætilflistlum. Léttreyktar andabringur „Carbachio“ me› kóngasveppa Vinagrette. Pestófyllt kalkúnarúlla, borin fram me› rau›vínsso›num rau›lauk, blómkálsmauki, aspas og röstikartöflum. Makkarónuklemma fyllt me› pistastíumauki. Einsöngvarar eru Ólafur Kjartan Sigur›arson og Elín Ósk Óskarsdóttir. Gestasöngvari: Kolbeinn J. Ketilsson. Broadway og Íslensku óperunnar St af ræ na H ug m yn da sm ið ja n / 1 39 5 Brugðið upp aug- um – Saga augn- lækninga á Ís- landi frá öndverðu til 1987 er skráð af Guðmundi Björnssyni augn- lækni sem lést fyrr á þessu ári. Eftir að starfsævi hans sem augn- læknis lauk árið 1989 hóf hann að rita sögu augnlækninga á Íslandi en hann hafði safnað heimildum til þess um árabil. Hann lauk að mestu við handritið árið 1997 en ritnefnd hefur síðan yfirfarið það og búið til prentunar undir forystu Jóns Ólafs Ís- bergs sagnfræðings. Frásögn bókarinnar spannar vítt svið í tíma. Meðal viðfangsefna má nefna augnsjúkdóma í fornum ritum, alþýðuráð og alþýðulækningar við augnveiki. Helstu brautryðjendum augnlækninga, þeim Birni Ólafssyni augnlækni og Guðmundi Hannessyni prófessor, eru gerð ítarleg skil, auk þess sem vikið er að þeim pólitísku, fræðilegu og viðskiptalegu deilum sem settu svip sinn á sögu augn- lækninga á 20. öldinni. Jafnframt er fjallað um mikilvægustu áfanga hennar, þar á meðal aðdragandann að því hvernig miðstöð augnlækn- inga þróaðist á Landakoti, fyrir mynd- arlegan stuðning Lions-hreyfing- arinnar, sem og þann mikilsverða áfanga þegar Sjónstöð Íslands var stofnuð árið 1987. Þá er í bókinni ít- arleg skrá yfir orð og orðasambönd um sjón og augu en þau eru bæði mörg og mikið notuð í daglegu máli. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bók- in er innbundin, skiptist í 10 kafla, tæpar 300 bls. Hana prýðir fjöldi ljósmynda, taflna og myndrita. Verð: 4.500 kr. Saga Hundrað og ein – Ný vestfirsk þjóð- saga, 4. hefti, er eftir Gísla Hjart- arson. Vestfirðing- urinn Gísli Hjart- arson kemur nú fram á ritvöllinn með fjórðu bók sína með nýjum vestfirskum þjóð- sögum. Í kynningu segir m.a.: „Græskulaus gamansemi, sem allir hafa gott af, er aðalsmerki hinna vestfirsku sagna. Menn skyldu ekki taka þessum sögum sem sagnfræði á nokkurn hátt. Sumar eru sannar, aðrar lognar og fótur fyrir enn öðrum. Flestar hafa gengið manna á meðal á Vestfjörðum í mismunandi langan tíma. Reglan í sögum Gísla er sú að sagt sé frá skemmtilegum atburðum og til- svörum, sagan sé fyndin og nöfn við- komandi persóna séu nefnd og öll sagnfræði látin lönd og leið sem áður segir.“ Útgefandi er Vestfirska forlagið á Hrafnseyri. Bókin er 115 bls. Prent- vinnsla Oddi hf. Verð: 1.700 kr. Frásagnir Austan um land eftir Sigurð Óskar Pálsson. Hann er fæddur í Breiðu- vík, sunnan Borg- arfjarðar eystra, árið 1930. Þar ólst hann upp fyrstu árin og síð- an í Geitavík. Skáldið er tengt þessum stöðum órjúfandi böndum og dregur upp myndir af þeim í mörgum ljóða sinna. Sigurður var kennari og skólastjóri, fyrst í heimabyggð á Borgarfirði og síðar á Eiðum. Mörg síðustu starfs- árin veitti hann forstöðu Héraðs- skjalasafni Austfirðinga á Egils- stöðum. Hann hefur nú látið af störfum.Sigurður yrkir ljóð um frið, um ástina og aðra mannlega eiginleika á sinn lágværa og persónulega hátt, segir í fréttatilkynningu. „En fegurst ómar lofgjörðin til átthaganna og óspilltrar náttúru landsins og tekur oft á sig svipmót tærrar ljóðrænu,“ segir ennfremur. Útgefandi er Félag ljóðunnenda á Austurlandi. Bókin er 71 bls., prentuð í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Ljóð Seiðandi salt- fiskur og þorsk- réttir þjóðanna er uppskriftabók þar sem 44 kokkar, lærðir og leikir, matreiða í veit- inga- og heima- húsum á Íslandi með aðferðum fjölmargra þjóða. Einar Árnason vald- ið efnið og ritstýrði. Í bókinni eru yfir 70 uppskriftir víða að úr heiminum að réttum úr saltfiski og þorski. Í bókinni er einnig vikið að hefðbundinni matreiðslu hér á landi. Matreitt er á mörgum veitinga- húsum og veisluþjónustum á suð- vesturhorninu, m.a. Apótekinu, Carpe Diem, Cesar-veitingum, Einari Ben., Hollum mat, Fjörukránni, La Prima- vera, Lækjarbrekku og Við Tjörnina. Fjölmargar litmyndir eru í bókinni af réttunum, fólki og stemmningu. Útgefandi er Einar Árnason. Ljós- myndarar: Áslaug Snorradóttir og Ein- ar Árnason. Bókin er 160 bls., í stóru broti. Verð: 4.900 kr. Matur AF UNDIRTITLI þessarar bók- ar, Íslenskar konur og erlendur her, dró ég þá ályktun að hún fjallaði að mestu um konur sem hefðu átt náin kynni við hermenn. En verkið er miklu víðtækara en svo. Hér er þjóðfélaginu lýst fyrir hersetu, meðan á henni stóð og á eftir. Það lýsir aðstæðum kvenna fyrri hluta síð- ustu aldar, sem breytt- ust kannski ekki stórum þó að byggð færðist úr sveitum og í kauptún. Megnið af konum voru jafnfátæk- ar, jafnvaldalausar og jafnháðar yfirboðurum sínum eftir sem áður. Verkið greinir frá kvennabaráttunni, lagasetning- um og áhrifum þeirra á daglegt líf fólks. Þegar herinn hélt innreið sína ríkti kreppa á Íslandi. Skyndilega voru hér peningar í umferð og margir unnu beint eða óbeint fyrir hermenn- ina, hvort sem var við byggingar, flutninga eða veitingarekstur með fiski og frönskum! Næga vinnu var að fá og innlendir atvinnurekendur áttu í mikilli samkeppni við herinn um vinnuafl. Þetta varð til þess að verka- fólk fékk frídaga og jafnvel sumarfrí. Tvískinnungur ráðamanna og þeirra sem skópu almenningsálitið var að sömu reglur áttu ekki að gilda um samskipti karla og kvenna við hermenn. Karlar máttu vingast við þá en ekki konur. Konur voru úthróp- aðar eins og þeirra einu samskipti gætu legið á kynlífssviðinu. Kynlíf kvenna var eina vald þeirra og það ætluðu margir íslenskir karlar að hefta í hvívetna. Þeir skópu því hér þær aðstæður að konur sem áttu samskipti við hermenn, hvort sem var að fara með þeim í bíó eða sækja dansleiki, voru úthrópaðar, skrifaðar upp af lögreglu, sendar í læknisrann- sókn og jafnvel hnepptar í betrunar- vist. Og það varð sterkt vopn. Margar konur vildu ekki fá þennan stimpil á sig og forðuðust því eðlileg samskipti við hermenn svo sem að vísa þeim til vegar. Nokkrar konur segja frá lífi sínu fyrir stríð og hvaða breytingar urðu á högum þeirra við hernámið. Aðeins fáar þeirra urðu ástfangnar af her- mönnum og áttu börn með þeim. Aðr- ar áttu íslenska eigin- menn. Ein gekk með barn þeirra hjóna og varð fyrir aðkasti því al- menningsálitið var á þann veg að öll börn væru getin af hermönn- um. Tvöfeldnin var mikil. Ekki þótti nema sjálf- sagt að íslenskir sjó- menn „skemmtu sér“ í erlendum höfnum. Nokkrum árum síðar komu hingað þýskar konur sem flestar unnu til sveita og þá þótti ekkert tiltökumál að karlmenn giftust þeim og ættu með þeim börn. En konur áttu ekki að menga hinn hreina aríska kynstofn með blöndun við hermenn. Hér er blandað saman fræðilegum rannsóknum og persónulegum frá- sögnum sem sýna ólík sjónarhorn. Þetta víkkar verkið til muna og kemst nær því að gefa heildarmynd af tímabilinu heldur en mörg önnur rit um sama efni, ekki síst kennslu- bækur. Sumt í verkinu skýrir hvers vegna við erum ekki komin lengra áleiðis í jafnréttismálum en veldur manni að sama skapi hryggð að ekki hafi meira áunnist. Þá, eins og nú, eru að minnsta kosti tvö hitamál þau sömu en þau eru launamismunur og sið- ferðiskennd, þar sem þeir þykjast lausir allra mála sem greiða tiltekið gjald fyrir samneyti við kvenfólk (bls. 255) og halda því fram að báðir aðilar hagnist. Það þótti líka sumum verra að nokkrar konur „svöluðu eðlishvöt- um“ hermanna frítt! Það var löngu orðið tímabært að sjónarmið kvenna sem upplifðu þessa tíma kæmi fram og leiðir í ljós að ástandið var fyrst og fremst í þanka- gangi ráðamanna. Við þurfum að endurskoða söguna og viðhorf okkar í kjölfarið. Ástand kvenna og karla BÆKUR Fræðibók eftir Herdísi Helgadóttur, Mál og menn- ing, 2001, 330 bls. ÚR FJÖTRUM Kristín Ólafs Herdís Helgadóttir AÐALPERSÓNA þessarar frá- sögu er ung stúlka, raunar gift kona og móðir, sem þjáist af geðrænum sjúkdómi. Hún segir í þessari bók sögu sína allt frá fyrstu bernsku. Móðir hennar hafnaði henni frá því að hún fæddist og ólst hún upp við fáheyrt ofbeldi og niðurlægingu bæði líkamlegt og andlegt. Móðir hennar var bersýnilega geðsjúk, átti vanda fyrir óheyrilegum skap- ofsaköstum og ruddaskap og var augljóslega mikil skapbrestamann- eskja sem sást hvergi fyrir í ofstopa sínum. Einstök heppni varð til þess að hún varð ekki dóttur sinni að bana þegar hún læsti hana niðri í frysti- kistu. Og látið er að því liggja að hún hafi valdið dauða föður hennar þar sem hún misþyrmdi honum fársjúk- um og rúmliggjandi. Faðir stúlkunn- ar var eina persónan, sem sýndi stúlkunni ástúð, en hann mátti sín lítils eða einskis gegn þessari stór- sjúku móður. Að undanskildum fyrsta vetrinum í skóla var telpan ofurseld lát- lausu einelti og ofsókn- um af skólasystkinum sínum. Á unglingsárum sínum og fram eftir aldri leiddist þessi stúlka út mikla skemmtanafíkn og óreglu og þegar fram liðu stundir sótti á hana þunglyndi og geðsveifl- ur sem hún reyndi að deyfa með áfengi og skemmtanalífi. Svo er að sjá sem enginn hafi komið þess- ari stúlku til hjálpar, hvorki heil- brigðisstarfsfólk (móðirin var nokkr- um sinnum vistuð á geðdeild), barnaverndaryfirvöld, kennarar, skólastjórnendur né skyldfólk. Er það hreint með ólíkindum því að varla getur þetta ástand hafa farið svo gjörsamlega fram hjá öllum. Og ekki er svo langt síðan þessir atburð- ir áttu sér stað. Sagan er sögð í fyrstu persónu en frásögnin er greinilega umorðuð af höfundi bókarinnar því að hún er rit- uð á góðu bókmáli af stílfærum höf- undi. Einungis er stuðst við frásögn stúlkunnar, eins og hún sjálf hefur upplifað atburðina eða heyrt frá þeim sagt. Við þetta verður frá- sögnin vitanlega þröng og nokkuð berskjölduð fyrir ásökun um hug- lægni. Er því miður farið því að í svo alvarlegu máli, sem hér um ræðir, býst ég við að lesandinn vilji fá nokkra tryggingu fyrir áreiðanleika. Því er ekki hér til að dreifa. Lesandinn hefur ekki heldur sjálfur neina möguleika til að ganga úr skugga um eitt né neitt þar sem öllum nöfn- um er breytt og allt dulið sem komið gæti lesanda á sporið. Auðvitað er lítill vandi að skilja að þessi háttur á skrifunum var nauð- synleg forsenda birtingar frásagnar- innar á bók. Annars hefði söguper- sónan varla fengist til samvinnu og auk þess er líklegt að þeir sem sökin bitnaði á hefðu risið upp til andmæla. Hvað sem öllu þessu líður getur varla farið hjá því að lesandinn verði fyrir miklum áhrifum af þessari átakanlegu frásögn og gleymi henni ekki fyrst um sinn. Átakanleg frásögn BÆKUR Frásögn Átakanleg uppvaxtarsaga íslenskrar stúlku. Sigursteinn Másson. Almenna bókafélagið, Reykjavík, 2001, 208 bls. UNDIR KÖLDU TUNGLI Sigursteinn Másson Sigurjón Björnsson GRALLARASPÓINN Madditt kom til sögunnar árið 1960 en leit dagsins ljós í myndskreyttri útgáfu þegar Sjáðu, Madditt, það snjóar! var fyrst gefin út árið 1983. Sagan segir af fjölskyldu Maddittar og Betu og lífinu á Sólbakka í jólamánuðinum. Madditt heitir reyndar Margrét fullu nafni en þegar hún var lítil kall- aði hún sig Madditt, sem fest hefur við hana þótt hún sé orðin stór. Litla systir hennar heitir Elísabet, kölluð Beta, og mikil skelfing grípur um sig þegar sú stutta óhlýðnast Öllu vinnu- konu og fer á flakk meðan hún er í búðinni að velja jólagjafir. Beta verður óvart laumufarþegi á eldiviðarsleða Andrésar er hún vill sýna Gústa litla Sveins í tvo heimana, en þorir alls ekki að gera vart við sig þegar sleðinn er farinn af stað. Enda syngur Andrés mest um brennivín og „svolítið annað, enn þá agalegra“. (15) Sleðinn ekur lengra og lengra, langt út fyrir bæinn, í gegnum skóg- inn, og þegar Andrés verður Betu litlu var verður hann bálreiður og skilur hana eftir, aleina. Frásögnin á prýðilega við á þessum árstíma, fyrsti snjórinn fellur og það þarf að baka piparkökur og finna jóla- gjafir handa heimilisfólkinu. Myndirnar ýta enn frekar undir sparilega skammdegisstemmningu, með endalausum snjókornum og gráum og dimmbláum litum. Og birtu sem íbúar norðurhjara kannast vel við. Notalegheitin víkja reyndar fyrir angistinni þegar Beta litla er týnd í skóginum. Og hún stendur þarna í snjónum og grætur og kallar: „Mamma! Mamma, komdu!“ En mamma getur ekki komið. Á þessu augnabliki ætlar hún einmitt að fara að baka piparkökur heima á Sól- bakka. „Ég skil ekkert í hvað þær eru lengi,“ segir hún við Madditt. (15–16) Þótt tvísýnt sé um Betu litlu á tíma- bili er allt gott sem endar vel. Og enn þá betra að kynnast litlum kraftmikl- um stelpum, sem mæta öllum áskor- unum, hvort sem um er að ræða vetur konung eða stælana í Gústa Sveins. Hún er reið, þá er líka auðveldara að brjótast áfram gegnum snjóinn ... „Ég verð að komast heim, áður en ég dey! Andrés asni!“ (19,21) Astrid Lindgren er ekki einn ást- sælasti barnabókahöfundur sögunnar og maður síðustu aldar í Svíþjóð að ástæðulausu. Sögur hennar og sögu- persónur mæla best með sér sjálfar en gott til þess að vita að nýjar og nýj- ar útgáfur haldi börnum við efnið um ókomna tíð. Stelpur láta ekki deigan síga Bækur Börn eftir Astrid Lindgren. Myndir eftir Ilon Wikland. Þuríður Baxter þýddi. 32 síður. Mál og menning 2001. SJÁÐU MADDITT, ÞAÐ SNJÓAR! Helga Kr. Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.