Morgunblaðið - 20.12.2001, Side 46

Morgunblaðið - 20.12.2001, Side 46
LISTIR 46 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NIKO, söguhetjan í samnefndri bók Önnu G. Ólafsdóttur blaðamanns, er nýorðinn fjórtán ára þegar borg- arastyrjöldin brýst út í Sarajevo, þar sem hann býr. „Aðdragandinn að því að ég skrif- aði bókina var að ég kynntist mann- inum mínum, Davor Purusic, árið 1993. Davor er fæddur og uppalinn í Sarajevo í Bosníu og kom hingað beint úr stríðinu um Sarajevo til að leita sér lækninga á Íslandi,“ segir Anna. „Davor hafði verið lögreglumaður í Sarajevo og orðið fyrir fjórum sprengjuárásum í viðleitni sinni til að vernda íbúana gegn umsátri Serba í fjöllunum í kringum borgina. Eftir að við kynntumst fór ég að fylgjast betur með málefnum flótta- manna á Íslandi og fannst Íslend- ingar bæði fáfróðir og áhugalausir um bakgrunn þessa fólks. Eins og ég hef sagt við krakka sem ég hef lesið fyrir í grunnskólum er markmiðið með sögunni meðal annars að krakkarnir átti sig á því að þótt gaman geti verið að kynnast öðrum löndum í gegnum handbækur og sjónvarp er alltaf langskemmti- legast að kynnast annarri menningu í gegnum annað fólk og líka, eins og segir í eftirmála eftir Natösu Babic, eigum við ekki að vorkenna fólki sem neyðist til að koma hingað frá stríðs- hrjáðum löndum heldur hjálpa því að sjá jákvæðu hliðarnar á Íslandi. Ég vildi leggja mitt af mörkum til að slá á fordóma og efla skilning.“ Finnst þér þú taka málstað ein- hverra? „Ég tek fyrst og fremst málstað fórnarlambanna, þ.e. íbúa Sarajevo. Eins og flestir vita bjuggu þar lengst af þrír hópar í sátt og samlyndi, þ.e. kaþólikkar, rétttrúaðir og múslimar. Þegar Serbar [rétttrúaðir] komu frá Serbíu til að sitja um borgina kom auðvitað upp erfið staða fyrir alla og sérstaklega þá rétttrúuðu. Þeir brugðust við á mismunandi hátt eins og lýst er í bókinni. Hins vegar fer heldur ekki á milli mála að fleiri unnu hroðaverk en Serbar.“ Anna leitaði í smiðju eiginmanns- ins til að hafa allt sem réttast. „Síðan fór ég í bækur og gluggaði meira að segja aðeins í Moggann frá þessum árum. Ég talaði við strák sem var eins og Niko 14 ára í stríðinu í Bosn- íu, krakka frá Kosovo um hvernig var að koma til Íslands og starfs- menn Rauða krossins um líf fólks í flóttamannabúðum.“ Hugsarðu þér bókina e.t.v. sem kennslugagn í skólum hér á landi? „Ég held það geti verið góð hug- mynd að heilu bekkirnir læsu bókina saman með aðstoð kennara. Sérstök ástæða er til þess ef útlendingar eru í bekknum. Þó hafa held ég flestir bara gott og gaman að því að lesa Niko. Hann lendir ekki bara í stríði heldur er hann bæði klár og skemmtilegur strákur. Fyrst og fremst er hann þó manneskja þó svo vilji til að hann sé að taka út ung- lingsárin í bókinni,“ segir Anna. Fólkið í blokkinni „Nei, reyndar ekki,“ svarar Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur spurður hvort hann hafi búið í blokk í Hólunum – sem er sögusvið bókar hans, Fólkið í blokkinni – „en ég bjó með foreldrum mínum í blokk í Stigahlíðinni í gamla daga. Það var reyndar engin tíu hæða blokk en ég þekki þetta ágæta sambýli nokkuð.“ Hann segir þægilegt að koma sögupersónum fyrir í stóru húsi og að mörgu leyti gaman. „Það eru margir íbúar í tíu hæða húsi, sumt kynlegir kvistir.“ Ellefu ára stúlka er sögumaður í bók Ólafs Hauks en hann kveðst ekki hafa sett sig í sérstakar stell- ingar vegna þess. „Ég held að stelp- ur og strákar á þessum aldri, áður en gelgjan hleypur í þau, séu ekki svo ólíkar dýrategundir. Ég man að mér fannst að minnsta kosti ágætt að vera tíu, ellefu ára. En svo þyngdist að vísu róðurinn!“ Það er mikill húmor í bókinni … „Já, það er reynt að skemmta les- andanum um leið og hafður er uppi smáboðskapur. Sjónarhorn hennar er skemmtilegt, tíu, ellefu ára krakkar vita giska margt og hafa skoðanir á mörgu.“ Ýmislegt kemur upp í þeim heimi, sem húsið og íbúarnir í raun eru. „Þetta eru sögur um samskipti fólks í nábýli og komið inn á ýmislegt sem er orðið áberandi í okkar nánasta umhverfi eins og fólk af erlendu bergi brotið með annan húðlit. Þarna er líka ýmislegt sem kemur upp á yf- irborðið, til dæmis þunglyndi, sem ég hef ekki rekist á í barnabókum áður en mér fannst alveg ástæða til þess að drepa á það í leiðinni,“ segir Ólafur Haukur. Hann segist væntanlega halda áfram með þetta sögusvið. „Ég skil það eftir þannig að það stendur til að afgreiða það betur, hvort sem það verður á næsta ári eða þarnæsta. Ég lofa engu um það.“ Var gaman að skrifa svona barna- bók? „Já, ég hafði ansi gaman af að skrifa þessa bók, þetta sjónarhorn fannst mér einhvern veginn gera mig sáttari við umhverfið. Að fara allt í einu að ganga í skóm númer 35 …“ Ólafur Haukur segir einhvern siðaboðskap verða að vera í bókum sem þessari, „en ekki má gleyma því að skemmta lesendum á þessum aldri. Maður man það vel eftir sjálf- um sér að bækur voru metnar mjög á réttum forsendum; voru ann- aðhvort leiðinlegar eða skemmti- legar. Það var ekki látið plata sig, enda erfitt að plata fólk á þessum aldri,“ sagði Ólafur Haukur. Óli í Brattagili Jóhanna Á. Steingrímsdóttir sendir nú frá sér þriðju bókina í flokki fyrir lítil börn, sem hún kallar leik að ljóði og sögu. „Fyrsta bókin er um kisu sem bjó hérna í Reykjavík og önnur er um litla stelpu sem er berfætt úti að leika sér,“ segir höfundurinn. Bókin er byggð þannig upp að á hverri opnu er stór teikning ásamt frásögn af atburði – og síðan fylgir með vísa um sama atburð. „Ég fór út í að skrifa svona bækur vegna þess að krakkar eru yfirleitt mjög fljótir að læra bundið mál og hafa gaman af því. Krakkar eru miklu fljótari að læra vísur en annað og þau þurfa á því að halda þegar þau eru lítil að læra orðin. Maður leitar alltaf orða til ríms ef maður er að gera kvæði og þar af leiðandi verður það stundum fjölbreyttara.“ Jóhanna segir bækurnar skrifaðar fyrir krakka frá því á þriðja aldurs- ári upp í sex til átta ára börn. „Við föllum alltaf í þá gryfju, ömmurnar, að koma með boðskap. Hann Óli í Brattagili er lítill prakkari í mínum huga, sjálfstæður strákur. Kannski einum of sjálf- stæður en hann lærir þá á því.“ Hún segist telja það mjög heppi- lega leið til kennslu að börn læri bundið mál. „Ég held að þessi leið sé mjög vannýtt, því það er örugglega mjög auðveld leið að börnum, að koma ýmsu sem maður vill á fram- færi. Það var ábyggilega mun meira um þetta í gamla daga; amma mín kenndi mér að minnsta kosti lifandis ósköp af kvæðum og þulum og það man maður endalaust. Einhvern tíma sagði við mig tungumálakenn- ari að um að gera væri að læra kvæði á þeirri tungu sem maður væri að læra: eftir það gengi maður með inn- stimplaða orðabók í höfðinu.“ Anna Gunnhildur Ólafsdóttir Ólafur Haukur Símonarson Jóhanna Steingrímsdóttir Niko, blokkin og Brattagil Fjöldi bóka fyrir börn og unglinga kemur út nú fyrir jólin. Skapti Hallgrímsson las þrjár þeirra og ræddi við höfundana. ÞJÓÐHILDUR er einmana og enginn vill vera með henni. Hún kemur ein í skólann þegar öll önnur börn koma í fylgd með for- eldrum sínum eða jafnvel taka köttinn sinn með, en hún er ein því pabbi og mamma hafa of mikið að gera. Hún er í fýlu þegar fyrsta skóla- deginum lýkur og hún fer ekki beint heim heldur fer af stað út í heim. Hún er fljót að átta sig á að hún er villt en sér þá fallega konu sem hún vill leita hjálpar hjá. Þessi fallega kona er hins vegar útstill- ingargína og að mati Þjóðhildar er þetta fallegasta dúkka sem hún hefur séð. Hún ákveður því að fara með hana heim til sín. Sagan geng- ur síðan út á erfiðleika Þjóðhildar við að koma risastórri gínunni upp í strætó og síðan alla leið heim. Hugmyndin með sögunni, leið lítil stúlka á leið út í heim, er vel þekkt í barnabókmenntum, ævintýrin er ýmiskon- ar, en þessi saga fell- ur einhvern veginn al- veg flöt. Ekkert af þeim tækifærum sem sagan býður upp á eru gerð að skemmti- legri frásögn. Jafnvel sendillinn sem hefur tapað gínunni fær ekki neitt pláss í sög- unni. Sögulokin eru líka ákaflega mátt- laus, því þegar Þjóð- hildur ætlar að segja frá ævintýri sínu er gripið fram í fyrir henni. Dúkkan hverfur og Þjóðhildur er ekkert hissa á því. Það glittir í eitthvað sem gæti orðið skemmtilegt því mamma ætlar að gefa sér tíma til að fara út að ganga með Þjóðhildi því pabbi er kominn úr vinnunni og ætlar að passa litla bróður á meðan. Myndskreytingarnar eru góðar og líflegar og mörg smáat- riði sýnd sem gera efni sögunnar raunhæfara en ella og glíma telp- unnar við brúðuna er skemmtilega dregin. BÆKUR Barnabók Moshe Okon og Sigrún Birna Birnisdóttir. Anna Jóa myndskreytti. Mál og menning, 2001. 28 bls. DAGUR MEÐ GÍNU LÍNU JÓSEFÍNU Þjóðhildur og stóra brúðan Sigrún Birna Birnisdóttir Sigrún Klara Hannesdóttir SAMSÍÐA heimar eru vinsælir hjá börnum og unglingum um þessar mundir, ekki síst vegna bókanna um Harry Potter. Þetta nýtir Bergljót sér við skrif fyrstu skáldsögu sinnar. Bergljót er þekkt fyrir að hafa skrifað mjög vinsælar bækur handa yngri börnum til að kenna þeim stafi og tölustafi, eða að fikra sig áfram inn í bókmenntaheiminn á skemmtilegan hátt. Þessa fyrstu skáldsögu sína ætl- ar hún hins vegar eldri lesendum, lík- lega á aldrinum 7–10 ára. Sagan hefst á þrettán ára afmæl- isdegi Viktors. Hann er staddur í Egyptalandi þar sem faðir hans stjórnar fornleifauppgreftri. Móðir hans á að eiga barn hvað úr hverju og er því heima. Viktor fær forláta standklukku frá föður sínum í afmæl- isgjöf, klukku sem hefur fylgt honum um allan heim í starfinu. Viktor er ekki sérlega ánægður með gjöfina, en þegar tíminn skyndilega stendur í stað, liggur leiðin til tímans í gegnum standklukkuna. Ásamt félögum sín- um, Vöku vekjaraklukku og Tölva töl- vuúri sem vakna til lífsins þegar tím- inn stöðvast, þarf Viktor að þræða mörg tímabil sögunnar til að koma heiminum aftur í stand. Það gera þau með því að stökkva inn í svarthol sem finnast víðar en margan skyldi gruna. Viktor og lesendurnir læra margt um sögu heimsins á merkum tím- um, og þessi bók er gott dæmi um hvernig koma má fróðleik til skila á lif- andi og áhugaverðan hátt. Bergljót hefur valið tíma og fyrirbæri mann- kynssögunnar sem eru bæði vel þekkt og hafa yfir sér ákveðinn ævin- týraljóma sem heillað hefur lesendur og rithöf- unda í gegnum tíðina. Sjóræningar, gullgrafarar í villta vestrinu, sólarkonungurinn og ekki síst risaeðlurnar verða á vegi vinanna. Nokkrar brotalamir eru samt á bókinni. Bergljót gefur ýmislegt í skyn í upphafi sem engar skýringar fást á í lokin. Hvers vegna talaði Kúri um páfagaukinn? Hvers vegna var pabbinn svo nátengdur klukkunni á unga aldri? Hafði hann lent í sömu ævintýrum og Viktor síðar gerir? Hvert var í rauninni hlutverk þess undurfagra társ sem þau ferðuðust með frá upphafi til enda? Fleira mætti telja til. Svona lausir endar eru hvimleiðir, en það góða við bókina er að hún heldur vel áfram, færir per- sónur og lesendur fljótt frá einum stað til annars og heldur þeim vel við efnið. Þannig munu kannski bara örfáir rýnar taka eftir gloppunum. Stíllinn hjá Berg- ljótu er líka misjafn- lega einlægur. Henni tekst vel að setja sig í spor Viktors og tala fyrir hans hönd. Lýs- ingar ýmsar eru hins vegar viðkvæmari, eins og myndin sem hún dregur upp af hafgyðj- unni. Henni tekst ekki að ná fram þeirri ljóð- rænu og fegurð sem hún sækist eftir og kaflinn er vægast sagt tilgerðarlegur. Best tekst henni til þegar hressleikinn ræður ríkjum en þó er textinn frekar flatneskjulegur. Ég saknaði fegurðarinnar, ég saknaði galdranna og dulúðarinnar sem um- vefja ævintýri, ég saknaði virkilegrar spennu á ögurstund og áhrifaríkrar dramatíkur í kringum væntanlegan barnsburð móðurinnar. Einnig vantar einhvern heildarstíl sem eignar Bergljótu verkið. Hoppað er úr einu í annað, efniviðurinn sóttur hingað og þangað (sem er sögunni auðvitað nauðsynlegt) svo fremur illa tekst að móta eitthvað heildrænt úr því og því verður bókin býsna sund- urleit. Með meiri ígrundun, yfirlegu og stíltilbrigðum má gera ráð fyrir að Bergljót muni í framtíðinni skrifa mjög fínar bækur. BÆKUR Barnabók Eftir Bergljótu Arnalds. Virago 2001. 151 bls. Í LEIT AÐ TÍMANUM Bergljót Arnalds Hildur Loftsdóttir Lærdómsrík ævintýraför Fyrir vestan og austan er eftir Júl- íus Þórðarson. Júlíus hóf ungur búskap á Skorra- stað í Norðfjarð- arhreppi um mið- bik síðustu aldar. Í bókinni rifjar hann upp liðna tíma og dregur upp svipmyndir af fjölmörgu fólki, atburðum og daglegu lífi á horf- inni öld fyrir vestan og austan. Hér segir frá bernskutíð á Barðaströnd, póstferðum yfir fjöll og firnindi og sigl- ingum um úfinn sæ Breiðafjarðar. Þá greinir Júlíus einnig frá ýmsu eft- irminnilegu frá Austfjörðum, svað- ilförum jafnt sem viðskiptum sínum við kaupfélagið í Neskaupstað. Höfundur gefur sjálfur út og rennur allur ágóði af sölu bókarinnar til end- urbyggingar prestshússins á Brjáns- læk á Barðaströnd. Bókin er 181 bls., prentuð í Hagprent – Ingólfsprent: Verð: 3.800 kr. Bókin er til sölu hjá höfundi. Frásagnir Meðan sól er enn á lofti er sjöunda ljóðabók Önnu S. Björnsdóttur. Bókin skiptist í þrjá kafla, Nema lífið, Millispil og Eins og þú ert. Kápumynd gerði Anna Torfa- dóttir myndlistarmaður. Höfundur gefur út. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Ljóð  Stelpur í stressi er eftir breska verð- launahöfundinn Jaqueline Wilson í þýðingu Þór- eyjar Friðbjörns- dóttir. Áður hefur komið út eftir þennan höfund bókin Stelpur í strákaleit. Jacqueline Wilson hefur hlotið mörg verðlaun og var bókin Stelpur í stressi tilnefnd til Sheffield barna- bókaverðlaunanna og Bresku barnabókaverðlaunanna. Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er 173 bls., prentuð í Danmörku. Unglingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.