Morgunblaðið - 20.12.2001, Page 55

Morgunblaðið - 20.12.2001, Page 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 55 lýsingar berast? Er þetta ekki hrip- lekt kerfi? Undirrituð fór með sýnishorn af vöru sinni til þessa eina styrktarsjóðs hugmynda á byrjunarstigi hér á landi, til að reyna af eigin raun hvað stofn- unin gæti gert. Það leið hálft ár, ekk- ert heyrðist frá þeim. Ég fór og vildi fá sýnishornið aftur, en það fannst ekki. Karlarnir göntuðust með að það hefði verið eitrað og einn hneykslaðist á því hvers vegna ég væri að æsa mig yfir einu sýni! En tveimur mánuðum síðar fékk ég leifar af sýnishorninu sendar í pósti. Í hvers höndum hafði það lent? Er þetta stofnun sem hægt er að treysta fyrir nýrri hugmynd? Er þetta framkoma sem hugvitsmenn/ konur eiga að sætta sig við? Á rík- isrekinn styrktarsjóður að meðhöndla hugmyndir á þennan hátt? Er eðlilegt að það sé aðeins ein stofnun á Íslandi sem styrkir hugmyndir á byrjunar- stigi? Hvernig getur þessi styrktarsjóður metið hugmynd upp á 30 milljónir þegar hún er metin á 3 milljarða er- lendis? Er ekki eitthvað að? Hvert getur fólk leitað ef hug- myndinni er slátrað hjá þessari stofn- un? Reynsla Landssambands hugvits- manna er sú að það ríkir algjör einok- un, í skjóli ríkisvalds og miðstýringar, á þjónustu og stuðningi við frum- kvöðla, uppfinninga-, hugvitsmenn/ konur, eða hvað sem á að kalla okkur. Til þess að fá fjölbreytileika í nýsköp- un á Íslandi þarf að aflétta þessari einokun sem verið hefur í meðferð nýrra hugmynda. Tækifæri hins ómenntaða hugmyndasmiðs í þessu kerfi hefur verið nánast ekkert, nema að hugmynd hans verði gæluverkefni einhvers, og þessu verður að breyta. Af því segi ég að á meðan kerfið er eins og það er á sér stað markviss hugmyndaslátrun í okkar íslenska samfélagi, vegna þess að ef hug- myndasmiðurinn fær ekki hljóm- grunn á þessum eina stað, hvert getur hann/hún þá leitað? Höfundur er formaður Lands- sambands hugvitsmanna. axla ekki þessa ábyrgð, hver tekur þá afleiðingunum? Byrjum strax að safna góðum minningum á nýju ári. Kynnumst vin- um barna okkar, opnum heimili okkar fyrir þeim en verum til staðar! Ungmenni Eftirlitslausir ungling- ar, segja Kristbjörg Hjaltadóttir og Berg- þóra Valsdóttir, eiga á hættu að lenda í alls kyns hremmingum. Kristbjörg er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla og Bergþóra fram- kvæmdastjóri SAMFOK.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.