Morgunblaðið - 20.12.2001, Page 63

Morgunblaðið - 20.12.2001, Page 63
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 63 Mig setti hljóða þeg- ar hringt var í mig og sagt að hún Jórunn vin- kona mín hefði kvatt þessa jarð- nesku tilveru. Daginn áður vorum við vinkonurnar saman í jólahlaðboði í félagsmiðstöð eldri borgara sem Hallfríður okkar Bjarnadóttir sá um. JÓRUNN RAGN- HEIÐUR FERDIN- ANDSDÓTTIR ✝ Jórunn Ragn-heiður Ferdin- andsdóttir fæddist á Bakka í Reyðarfirði 1. ágúst 1926. Hún andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 11. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Reyðar- fjarðarkirkju 17. desember. Eftir matinn var tekið í spil, var mikil gleði hjá okkur og við áttum ljúfa stund. Daginn eft- ir ertu farin frá okkur, elsku vinkona. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Sendum fjölskyldu Jór- unnar innilegustu samúðarkveðjur. Kveðja frá Simma. Góða ferð, Jór- unn mín. Þín vinkona. Gréta. Elsku besta yndis- lega amma mín, nú er runnin upp kveðju- stundin sem ég hef lengi kviðið fyrir. Ég á eftir að sakna þín svo sárt, þú varst svo stór hluti af lífi mínu, þú varst besta vinkonan mín, þú varst hin mamma mín, þú varst yndisleg. Miklar breytingar eiga sér nú stað í lífi mínu, við nutum nærveru hvor annarrar, helst á hverjum degi. Ef ekki, þá vorum við í símasambandi. Þú áttir mikinn þátt í mótun minni í gegnum lífið, ég lærði mikið af þér. Aldrei rifumst við eða urðum ósáttar, við kvöddumst alltaf með kossi. Hjá þér var gott að vera. Ég gat alltaf leitað til þín. Ef mér leið illa þá sástu það strax. Þú leiðbeindir mér og mér létti og leið betur. Þú varst algjör perla. Í raun fá engin orð því nógu vel lýst hversu stórkostleg kona þú varst. Þú lifðir lífinu með reisn og kvaddir þessa jörð með því- líkri reisn. Ég er þakklát Guði fyrir að hafa fengið að alast upp í nánd við EMMA SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR ✝ Emma SigríðurJóhannsdóttir frá Jaðri á Bíldudal fæddist 24. júní 1917. Hún lést á heimili sínu í Sandgerði 9. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá safnaðarheimilinu í Sandgerði 17. nóv- ember. þig og að hafa verið hjá þér þegar þú kvaddir þessa jörð. Elsku amma, missir þinn er stór í mínu hjarta, en ég á óteljandi minningar sem ylja mér um hjartarætur og ég er þakklát fyrir það. Allar þessar yndislegu stundir sem ég átti með þér þegar þú varst að baka og ég fékk að hjálpa til, eða þegar þú varst að láta mig pirra afa, lést mig hlaupa fyr- ir framan sjónvarpið og spila á litla gítarinn minn. Þegar maður var svangur og fannst ekkert vera til þá tókst þér alltaf að hrista eitthvað gott fram úr erminni. Eða þegar ég var á klósettinu á Mið- túninu og þvoði mér svo vel um hend- urnar með sápu að ég gat ekkiopnað dyrnar sem voru læstar og þú svo hrædd að þú hringdir í lögregluna og þeir komu og hjálpuðu mér að opna. Eða þegar þú varst nýkomin úr hné- aðgerðinni, þú lést það ekki vaxa þér í augum að koma út í snjóinn með mér að gera engla. Þú varst og verð- ur alltaf perlan í mínu hjarta. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Ég kveð þig með orðunum sem við kvödd- umst alltaf með þegar ég fór frá þér að kvöldi til: Góða nótt, elsku amma mín og Guð geymi þig. Þín að eilífu Rebekka. Sæll elsku afi minn, mig langar til að minn- ast þín og segja frá því þegar þú og amma buð- uð okkur barnabörnun- um sem höfðu aldur til að fara í siglingu út í Viðey, með að mig minnir Hafsteini sem stjórnaði bátnum Skúlaskeið, þetta var mikil tilhlökkun þegar afi og amma mín hringdu í okkur systkinin og buðu okkur út í Viðey. Afi var þvílíkur haf- sjór af sögum og öðrum ævintýrum um eyna og ekki skemmdi fyrir að amma var búin að búa til gott nesti, það var pönnukökur með sykri, flat- kökur með hangikjöti og fleira góð- gæti sem pabbi og mamma máttu ekki vita af. Afi mætti fyrir utan á Volgunni sinni með ömmu fram í og það var flautað, ég vissi að mín beið ótrúlegt ævintýri en yngri systkini mín vissu ekki hvað þeirra beið. Enn þann dag í dag þakka ég afa og ömmu fyrir þessar ferðir og ég vona að ég komi til með að fara oft út í eyna og minnast afa og ömmu. Elsku afi minn, ég bið að heilsa öll- um með gleði í hjarta, því að lokum hittumst við öll. „Áfram KA, þið vinn- ið leikinn.“ Kær kveðja. Sigurrós Ásta Hafþórsdóttir. Jón Pétursson fæddist á Akureyri en var tekinn í fóstur um níu ára aldur af móðursystur sinni Sólveigu Bene- diktsdóttur og manni hennar Guðjóni Ármann á Skorrastað í Norðfirði. Frá Skorrastað voru því flestar hans bernskuminningar og hélt hann ætíð afar mikið upp á þau hjón síðan og heimilið á Skorrastað var honum ær- in uppspretta minninga. Jón var allra manna sleipastur í þeirri gömlu list Íslendinga – frásagnarlistinni. Það var eins og maður væri kominn á JÓN PÉTURSSON ✝ Jón Péturssonfæddist á Akur- eyri 8. júní 1912. Hann lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 5. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 13. nóvember. hlaðið á Skorrastað fyr- ir sjötíu árum þegar Jón tók til við að segja sög- ur. Mannmargt var á bænum því auk þess að vera tvíbýlt þá voru fleiri börn í fóstri en Jón og svo annað fólk, vinnuhjú og skyldmenni til lengri eða skemmri dvalar. Á sama aldri og Jón voru María, elsta dóttir Sólveigar og Guð- jóns, Laufey Sveins- dóttir frænka hennar og Sigfinnur Karlsson, seinna þjóðkunnur verkalýðsleiðtogi. Sigfinnur er nú einn til frásagnar um bernskubrek þeirra fjórmenninga. Við Sigfinnur, Laufey og Maja, var Jón vanur að hefja frásögn sína og á eftir fylgdi svo lifandi lýsing á sveitalífinu, atvinnu- háttum, menningu, leikjum og glett- um barna og unglinga við fullorðna. Ég kynntist Jóni ekki persónulega fyrr en 1972 þegar ég hóf nám í Há- skóla Íslands í Reykjavík. Þá bjó hann á Skúlagötu 66 ásamt konu sinni Guðrúnu Sigurðardóttur og Sigurði syni þeirra. Ég leigði á þessum árum á nokkrum stöðum í borginni en alltaf lá leiðin reglulega á Skúlagötuna. Þar var mér ávallt tekið með kostum og kynjum; boðið að borða væri mat- málstími en annars setið og spjallað og auðvitað bornar fram góðgjörðir. Ég man sérstaklega eftir því að á hverju hausti fékk Jón kút af saltkjöti norðan af Ströndum. Þá var mér formlega boðið í mat. Nýjar kartöflur, rófur og jafningur – eins og í kon- ungaveislu hjá þeim hjónum í litla eldhúsinu á Skúlagötunni. Guðrún var mikill skörungur og enginn eft- irbátur bónda síns í frásagnargleði. Því var engin lognmolla yfir þessum heimsóknum. Börn og barnabörn Guðrúnar voru þá oft í heimsókn, skemmtilegt og vel gert fólk sem Jón lét sér mjög annt um enda reyndust þau honum vel þegar á ævikvöldið leið. Jón hleypti heimdraganum ungur maður og dvaldist nokkur ár í Dan- mörku. Eftir að heim kom starfaði hann lengst af sem leigubílstjóri í Reykjavík. Þegar ég kynntist honum átti hann leigubíl af rússneskri gerð – Volgu. Ég áttaði mig ekki á því þá en set það nú í samhengi við lífsskoðanir hans að hann skyldi aka um á þessari rússnesku limmúsínu. Hann var nefnilega afar mikill sósíalisti. Hann lá heldur ekki á skoðunum sínum um andstæðinga í íslenskri pólitík. Því sem miður fór í daglega lífinu átti hann til, hvort sem var með réttu eða röngu, að snúa upp á hægri öflin í landinu bæði í gamni og alvöru. Væri það í gamni þá var stutt í sposkt bros- ið. Jón var afar tryggur þar sem hann tók því. Það fengu margir að reyna. Hann hafði til dæmis sterkar taugar til Akureyrar, fæðingarbæjar síns. Hann var sérstakur stuðningsmaður íþróttafélagsins KA alla tíð. KA- klúbburinn í Reykjavík var sá vett- vangur sem mest fékk notið þess stuðnings. Meðlimir hans lögðu sig í framkróka við að þjónusta keppnislið KA þegar þau voru í heimsókn í Reykjavík. Liðin voru þá sótt út á völl og þeim ekið í Höllina eða hvert ann- að sem förinni var heitið, stundum suður á Nes eða austur fyrir fjall. Jón á Volgunni sinni var vakinn og sofinn í þessum verkefnum auk þess að mæta á völlinn og sýna stuðning sinn í hita leiksins. Heima í stofu á Skúlagötunni var svo KA-fáninn á hillu. Jón kom nokkrum sinnum í heim- sókn að Skorrastað seinni árin. Það má segja að hann hafi átt allt sviðið meðan hann dvaldi. Afa mínum og ömmu, sem hann kallaði ávallt pabba og mömmu, þótti sérlega vænt um þessar heimsóknir hans. Í Danmerk- urdvölinni og allmörg ár þar á eftir hafði sambandið við hann rofnað svo það var eins og týndi sonurinn væri kominn heim. Hann bar sig og eins og erfðaprins, virðulegur á velli, vel til fara og jafnan með hatt. Hann var fjallmyndarlegur maður og sagður hafa verið mikið kvennagull. Þessum virðuleika og sjarma hélt hann allt til hins síðasta. Heilsa Jóns var ekki góð síðasta áratuginn. Það aftraði honum þó ekki að hugsa um Guðrúnu konu sína heima á Skúlagötu í hennar erf- iðu veikindum en hún lést fyrir nokkrum árum. Síðustu árin dvaldi Jón svo á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Það fór vel um hann á Grund þótt auðvitað væri hann aldrei sáttur við sitt hlutskipti að tapa heilsu og vera kippt út af starfsvettvangi lífs- ins. Minning Jóns Péturssonar varð- veitist meðal þeirra sem kynntust honum. Þórður Júlíusson. Elsku Arna. Nú er komið að kveðjustund og gerum við það með söknuði í hjarta okkar. Við þekktum þig ekki lengi en sá tími var yndislegur. Þú tókst svo ARNHEIÐUR EINARSDÓTTIR ✝ Arnheiður Ein-arsdóttir fæddist á Búðarhóli í Austur- Landeyjum 10. ágúst 1922. Hún lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans við Hringbraut 17. nóvember síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Laugarneskirkju 30. nóvember. vel á móti mér og dóttur minni inn í fjöl- skylduna og fæ ég þér það aldrei fullþakkað. Ég er stolt af að fá að hafa kynnst þér og þakka fyrir þann stutta tíma sem við höfðum saman. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér þangað sem förinni er heitið núna og að þér á eftir að líða vel. Gakktu í friði og við munum alltaf hafa þig í hjarta okkar. Lilja Björk og Jasmín Kamilla. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l Þ ó rh 1 2 7 0 6 2  )  )    ?    @  *?*      @         4 6  69 : 3/)/) 0 ")'!, ! C; '8 &05 = ;      &"  !, ,B))* *)', ''*  B$ "),"$$ /, "  !!&))* ! !,),"$$ !'F, !,),"$$ &0 !,))* 6!  # /,),"$$ !!& " /,))* !  /,),"$$ B$ /,),"$$5 >   )       )  ?     @  *?*     @              9= >  9 3 ' '!' CG ("A&*5 /, A3!))* . #  "),"$$ ) A3!))* E "),"$$ ..# * ...#5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.