Morgunblaðið - 20.12.2001, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 20.12.2001, Qupperneq 67
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 67 Othello dömuúr sett 48 demöntum 30pt. eðalstál. Fáanlegt án demanta / leðuról. Othello herraúr, eðalstál. Fáanlegt með sjálf- trekktu úrverki /50 demöntum 40pt. / leðuról. www.raymond-weil.com ÚR & GULL Firði - Miðbæ Hafnarfjarðar 220 Hafnarfjörður, Sími: 565 4666 ÞJÓÐMÁLAVEFURINN Kreml.is heldur upp á ársafmæli sitt með Kremlarkvöldi um stjórnmála- ástandið á Café Victor við Hafnar- stræti í Reykjavík í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 20. desember, kl. 20–23. Umræðuefni kvöldsins er „stjórn- málaástandið“. Heiðursgestur og aðalræðumaður þessa Kremlarkvölds verður Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra Íslands í Washington, en hann ræsti vefinn 14. desember árið 2000. Aðrir frummælendur verða: Árni Snævarr, Ásgeir Friðgeirsson, Guð- mundur Ólafsson og Guðmundur Steingrímsson. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Kremlarkvöld á Café Victor HEFÐ hefur skapast fyrir því að síðustu kennsluvikuna fyrir jól eru haldnir menningardagar í Linda- skóla. Nemendur hafa bakað smá- kökur í heimilisfræði sem eru á boðstólum á kaffihúsi skólans, lista- söfn hafa verið heimsótt og kirkju- ferð er orðin árviss viðburður og fleira. Í ár voru menningardagarnir með nokkuð hefðbundnum hætti en boðið upp á nokkrar nýjungar. Ein þeirra er sú að sett var upp listsýn- ing í skólanum þar sem sýnd eru verk Baltasars, Kristjönu, Míreyu og Rebekku Ránar Samper. Sýn- ingin var formlega opnuð föstudag- inn 14. desember að viðstöddum listamönnunum og fleiri gestum. Sýningin verður opin í skólanum til dagsins í dag, 20. desember. Nemendur í myndmennta- og smíðavali gáfu skólanum tafl, en taflið hafa þeir útbúið undir hand- leiðslu kennara sinna. Merki Linda- skóla var afhjúpað, en það er hann- að af auglýsingastofunni Nonna og Manna og teiknað af Erni Smára Gíslasyni. Í tilefni af afhjúpun merkisins fluttu nokkrir nemendur lag við frumsaminn texta Örnu Margrétar Erlingsdóttur, forstöðu- manns Dægradvalar Lindaskóla, en textinn tengist merki skólans. Menningardagar í Lindaskóla Morgunblaðið/Ásdís Rebekka Rán, Baltasar, Míreya og Kristjana Samper. LAUGARDAGINN 15. desember sl. um kl. 14:00 var bifreiðinni YZ-056 sem er Hyundai Elantra rauður að lit, ekið norður Vesturlandaveg í Kollafirði. Í gagnstæða átt var ljós- lausri grárri fólksbifreið ekið. Grunur er um að ökumaður henn- ar hafi átt þátt í atburðarás sem leiddi til umferðaróhapps skömmu eftir að bifreiðarnar mættust. Öku- maður gráa bílsins og/eða vitni að óhappinu og tildrögum þess eru beð- in um að hafa samband við lögregl- una í Reykjavík. Við Einholt 4 var ekið á bifreiðina UZ-486, sem er gul Toyota Yaris- fólksbifreið, þar sem hún stóð kyrr og mannlaus í stæði. Þetta gerðist 18. desember sl., fyrir kl. 11:25. Tjónvaldur fór af vettvangi án þess að tilkynna óhappið til hlutaðeigandi eða lögreglu. Talið er að hann hafi ekið dökkri Toyota-jeppabifreið með stóra kerru í eftirdragi. Ökumaður bifreiðarinnar eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar eru beðnir að hafa samband við umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum STJÓRN Rauða kross Íslands hefur ákveðið að veita Landhelgisgæslu Íslands styrk að upphæð 1.060.000 krónur til að kaupa nýtt leitarljós á þyrluna TF-SIF og gera nauðsyn- legar breytingar á leitarljósi TF- LÍF. Með þessu vill Rauði krossinn bregðast við beiðni Landhelgisgæsl- unnar um aðstoð vegna kostnaðar við að taka í notkun nætursjónauka í þyrlum. Rauði krossinn hefur átt mjög gott samstarf við Landhelgisgæsl- una og með þessu vill Rauði kross- inn stuðla að ennþá öflugra leitar-, björgunar- og sjúkraflugi. Bætt leit- arljós eru nauðsynleg í tengslum við nætursjónauka sem Landhelgis- gæslan hefur hug á að koma í notk- un í þyrlum sínum sem fyrst. Beiðni þessa efnis barst Rauða krossinum 21. nóvember en alls tel- ur Landhelgisgæslan að heildar- kostnaður við að taka nætursjón- aukana í notkun sé um 30 milljónir króna, segir í frétt frá Rauða kross- inum. Rauði krossinn styrkir Land- helgisgæsluna Á DÖGUNUM var dregið í áskrifendaleik Morgunblaðs- ins. Vinningar voru ferðainn- eignir hjá Úrvali-Útsýn. Hinir heppnu voru Einar Sigurbjörn Jónsson, Garði, sem vann ferð fyrir tvo full- orðna og tvö börn í eina viku til Kanaríeyja, Helgi Þorbjörn Blöndal, Kópavogi, sem vann ferðainneign í skíðaferð til Ítalíu og Guðmundur Sigurðs- son, Ytri-Njarðvík, sem vann ferðainneign í ferð til Kan- aríeyja. Þrír áskrif- endur Morg- unblaðsins fá ferðavinninga JÓLAMERKI Lionsklúbbsins Þórs eru nú gefin út í þrítugasta og fimmta sinn. Lionsklúbburinn Þór var stofnaður 6. janúar 1956 og hefur frá upphafi lagt sitt af mörkum til líknarmála. Líknarsjóður Þórs hefur um árabil styrkt Tjaldanesheimilið í Mosfellsdal og barnadeildir sjúkrahúsanna í Reykjavík og fleira. Jólamerkið fyrir 2001 sýnir Skálholtskirkju og er hannað af Þórhildi Jónsdóttur auglýsinga- teiknara. Nánari upplýsingar veita Ólafur Már Magnússon, Hrísrima 10, og Snorri Stefánsson Lauta- smára 33, segir í fréttatilkynningu. Jólamerki Lions- klúbbsins Þórs CAFÉ Konditori Copenhagen hefur sett upp sinn árlega jóla og ára- mótamarkað í verslun sinni á Suð- urlandsbraut 4a. Þar er m.a. á boð- stólum ekta danskt jólakonfekt, smákökur, gjafakörfur og margt fleira. Þormar Þorbergsson og Tine Buur Hansen konditorimeist- arar verða í versluninni flesta daga og veita upplýsingar í sambandi við þær vörur sem eru í boði á jóla- markaðnum. Café Konditori Copenhagen er opið til kl. 20 á Þorláksmessu, til kl. 13 á aðfangadag og til kl. 13 á gamlársdag, segir í fréttatilkynn- ingu. Jólamarkaður á Café Konditori MAGNÚS Gunnarsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að sveitarfélag- ið þurfi einfaldlega á meiri tekjum að halda þegar hann er inntur eftir skýringu á því hvers vegna Hafnar- fjörður ætli eitt sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu að hækka útsvars- prósentu á næsta ári. Útsvars- prósenta Hafnarfjarðar mun skv. fjárhagsáætlun bæjarins, sem sam- þykkt var í bæjarráði í síðustu viku, hækka útsvarið úr um 12,7% í 13,03% en síðarnefnda prósentan er hámarks útsvarsprósenta. „Við teljum okkur þurfa á þessum tekjum að halda þrátt fyrir aðhalds- semi í fjármálum,“ segir hann og tekur fram að að sveitarfélagið þurfi m.a. á meiri tekjum að halda vegna lagasetninga um einsetningu grunn- skólanna. „Við höfum staðið í mikl- um framkvæmdum vegna einsetn- ingar skólanna en enginn skóli var einsetinn í bænum árið 1998,“ segir hann og bendir á að síðan þá hafi skólar verið einsetnir og fleiri skólar byggðir. Útsvarshækkun vegna einsetningar skóla Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar HINN 5. og 7. desember síðastlið- inn fórust Ófeigur VE og Svan- borg SH 404 við Vestmannaeyjar og Ólafsvík og með þeim fjórir sjó- menn. Þessir menn létu eftir sig fjórtán börn og fjórar eiginkonur. Nú stendur yfir landssöfnun til stuðnings þessum ekkjum og rennur allt fé óskipt til þeirra. Hægt er með tvennum hætti að leggja fé til stuðnings þessum fjöl- skyldum. Hægt er að hringja í símanúmer 907-2700 og teknar eru 1.000 krónur af viðkomandi. Í öðru lagi er hægt að leggja inn á reikning hjá SPRON nr. 1151-26- 002345, kt. 521198-2499. SPRON er vörsluaðili söfnunarinnar og verður greitt úr sjóðnum í fyrra skiptið 23. desember, á Þorláks- messu, en í síðara skiptið 10. febr- úar 2002, segir í fréttatilkynningu. Landssöfnun vegna sjóslysa FYRRUM gjaldkeri húsfélags í Graf- arvogi var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða húsfélaginu tæplega hálfa milljón auk dráttarvaxta. Féð hafði hann tekið út af reikn- ingum húsfélagsins án heimildar en hann hélt því fram að hann hefði varið peningunum til að kaupa málningu, vatnsvara, stiga og annan búnað sem hann ætlaði að nota til að mála blokk- ina. Aðspurður hvar þessar vörur væri að finna sagði hann að hann hefði geymt þetta í íbúð sinni en ein- hver hefði farið þar inn og tekið vör- urnar. Þá hélt hann því fram að þegar hann var kosinn gjaldkeri hefði hon- um verið falið að mála blokkina. Íbúar hússins, sem komu fyrir dóminn, könnuðust ekki við það, honum hefði einungis verið falið að kanna málið. Guðjóni St. Marteinssyni héraðs- dómara þótti framburður mannsins óskýr og skýringar hans í heild ótrú- verðugar. Sannað væri að hann hefði gerst sekur um fjárdrátt. Maðurinn hafði áður hlotið dóm fyrir skjalafals og einu sinni greitt sekt fyrir nytja- stuld. Óskýr og ótrú- verðug frásögn gjaldkera GERHARD Sabathil, sendiherra fastanefndar framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg, hefur afhent Halldóri Ásgrímssyni, utan- ríkisráðherra Íslands, fyrstu evru- myntina sem komið hefur til Ís- lands. Í móttöku sem fastanefndin hélt á Íslandi í vikunni hvatti sendiherr- ann Íslendinga, sem enn eiga í fór- um sínum gamlar myntir frá evr- usvæðinu, til að gefa þær til Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna – UNICEF. Samtökin Barnaheill á Íslandi munu taka við gömlu mynt- unum á skrifstofu sinni á Laugavegi 7 fram yfir áramót. Evran verður að lögeyri í tólf að- ildarlöndum ESB nú um áramót. Þær myntir sem um ræðir eru: Þýsk mörk, finnsk mörk, austurrískir schillingar, írsk pund, franskir frankar, spænskir pesetar, portú- galskir escudos, ítalskar lírur, grísk drakhma, hollensk gyllini, belgískir frankar og lúxemborgar-frankar. Fyrsta evran afhent á Íslandi Í MORGUNBLAÐINU var fyrir nokkru fjallað um stofnun for- eldrafélags við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og að það væri fyrsta foreldrafélag við framhaldsskóla. Það skal áréttað að stuttu eftir að Fjölbrautaskólinn í Breiðholti var stofnaður var Félag áhugamanna um Fjölbrautaskólann í Breiðholti stofnað og starfaði í mörg ár. Röng mynd Með frétt í gær um nýútkomna bók Fluguveiðar á Íslandi, sem bókaútgáfan Muninn gefur út, birtist röng mynd. Rétta myndin birtist hér og eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á mistökunum. LEIÐRÉTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.