Morgunblaðið - 20.12.2001, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 20.12.2001, Qupperneq 70
DAGBÓK 70 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss og Laug- arnes koma í dag, Freyja fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Andvari er vænt- anlegur í dag. Akam- alik kom og fór í gær, Severypa, og Ýmir koma í dag. Fréttir Bókatíðindi 2001. Númer fimmtudagsins 20. des. er 8920. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðju- og fimmtudaga kl. 14–17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laug- ardaga kl. 13.30–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 10 vinnustofa og boccia, kl. 13 bað, vinnustofa og myndmennt. Jólasúkku- laði verður föstudaginn 21. des. og hefst kl. 14. með hátíðarbingói, drengjakór Neskirkju kemur og syngur. Upp- lestur Gerður G. Bjarklind. Allir vel- komnir. Félagsmið- stöðin verður lokuð mánudaginn 24. desem- ber. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar upp- lýsingar í s. 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–17 fótaað- gerð, kl. 14 dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 13.30. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlað- hömrum fimmtudaga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlits- snyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566- 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9– 12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 9–13 handavinnustofan opin, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Fimmtudagur: Brids fellur niður, er komið í jólafrí, hefst aftur 7. janúar. Skrifstofa fé- lagsins verður lokuð milli jóla og nýárs. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 15.15 dans. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Ath. lokað verður sunnudag- inn 23. des., næst verð- ur opið sunnudaginn 6. janúar og ekki verður spiluð vist mánudaginn 24. des. en spilað verð- ur mánudaginn 7. jan- úar. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30, frá hádegi spilasalur opinn kl. 14. Á morgun, 20. des., kl. 14 jólahelgistund, m.a. kemur Þorvaldur Hall- dórsson með tónlist- arflutning og söng. Sr. Miyako Þórðarson túlk- ar á táknmáli. Umsjón sr. Hreinn Hjartarson og Lilja G. Hallgríms- dóttir djákni. Á eftir eru hátíðarveitingar í veitingabúð. Jóla- stemmning í öllu hús- inu. Allir velkomnir. Opið er á morgun, föstudag, og milli jóla og nýárs 27. og 28. des. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um, kl. 9.30 klippi- myndir og taumálun, kl. 13 gler- og postulíns- málun, kl. 16.20. Dans- að verður í Gjábakka í kvöld milli kl. 20 og 22, Sigvaldi stjórnar. Jóla- markaður verður í Gjá- bakka föstudaginn 21. des. frá kl. 11–14. Skötuveisla verður föstudaginn 21. des. kl. 11.40, vinsamlega pant- ið í tíma. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 fé- lagsvist. Hársnyrting og fótsnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leir- munanámskeið. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræf- ing, kl. 17–20 leir- mótun. Aðventuferð 20. desember kl. 13. Borg- arljósin skoðuð, meðal annars ekið um Graf- arvog. Heimsókn í Jóla- húsið á Smiðjuveginum. Kaffiveitingar í Perl- unni. Leiðsögumaður Helga Jörgensen. Allir velkomnir, takmark- aður sætafjöldi. Fyrirbænastund verður fimmtudaginn 20. des. kl. 10:30 í umsjón séra Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests, allir velkomnir. Nýtt námskeið í leir- mótun hefst eftir ára- mót. Leiðbeinandi Haf- dís Benediktsdóttir, Kennt verður á fimmtu- dögum frá kl. 17–20. Ath. Takmarkaður fjöldi, skráning í s. 562- 7077. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og frjálst spil, kl. 14. leikfimi. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverf- isgötu 105. Kl. 13–16 prjónað fyrir hjálp- arþurfi erlendis. Efni á staðnum. Allir velkomn- ir. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Kristniboðssambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frí- merki, innlend og út- lend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða umslagið í heilu lagi (best þannig). Útlend smámynt kemur einnig að notum. Mót- taka í húsi KFUM&K, Holtavegi 28, Rvík, og hjá Jóni Oddgeiri Guð- mundssyni, Glerárgötu 1, Akureyri. Minningarkort Minningarspjöld Líkn- arsjóður Dómkirkj- unnar, minningarspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Minningarkort Ás- kirkju eru seld á eft- irtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu, Lauga- vegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norð- urbrún 1, Apótekinu, Glæsibæ, og Áskirkju, Vesturbrún 30, sími 588-8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minning- arkort félaganna eru afgreidd á skrifstof- unni, Holtavegi 28, í s. 588-8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kredidkorta- þjónusta. Í dag er fimmtudagur 20. desem- ber, 354. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Þá sleppti ég þeim í þrjósku hjartna þeirra, þeir fengu að ganga eftir eigin geðþótta. (Sálm. 81, 13.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 traustur, 8 víðkunnugt, 9 kynið, 10 tími, 11 mó- lendið, 13 fyrir innan, 15 sól, 18 fjarstæða, 21 að, 22 vagga, 23 snjólausan, 24 ræpu. LÓÐRÉTT: 2 borðar allt, 3 falla, 4 truflun, 5 kvendýrið, 6 reiðum, 7 röskur, 12 eyktamark, 14 synjun, 15 jurt, 16 tittur, 17 óhreink- aðu, 18 fáni, 19 glerið, 20 fífl. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 skálm, 4 bitur, 7 rellu, 8 rúmba, 9 rúm, 11 rugl, 13 örvi, 14 ágeng, 15 holt, 17 nafn, 20 stó, 22 lygin, 23 lævís, 24 nusar, 25 negla. Lóðrétt: 1 skrár, 2 áflog, 3 maur, 4 barm, 5 tímir, 6 ró- aði, 10 úrelt, 12 lát, 13 ögn, 15 hælin, 16 logns, 18 alveg, 19 nísta, 20 snar, 21 ólin. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Kveðja frá Danmörku FRIDA Mortensen á marga vini á Íslandi enda hálfur Íslendingur. Frida er nýflutt og treystir sér ekki til þess að láta alla vini sína vita um nýja heimilis- fangið en það er: Slotsherr- ensvænge 8, Stuen, Lejlig- hed 3, 2610 Rödovre, Dan- mark. Rotið réttarkerfið? ÉG hvet fólk til að lesa bak- þanka Þráins Bertelssonar í Fréttablaðinu 17. desem- ber og dæma svo hver fyrir sig. G.S.K. Nauðganir HVERS vegna ætli þær séu sjaldan kærðar? Auð- vitað vegna þess að réttar- kerfið virðist gjörsamlega bregðast. Og afleiðingarnar eru þær að glæpamennirnir vaða uppi. G.S.K. Búslóðaflutningur frá Danmörku SESSELÍA hafði samband við Velvakanda og sagðist hún hafa fengið búslóð sína flutta heim með Samskip- um í nóvember sl. Saknar hún sjónvarps úr sending- unni en hún fékk afhent sjónvarp sem er ekki henn- ar. Ef einhver kannast við þetta og að hafa fengið rangt sjónvarp afhent þá vinsamlega hafið samband í síma 557 3661. Tapað/fundið Silfurarmband týndist SILFURARMBAND, erfðargripur, týndist í byrj- un desember, annaðhvort í Mosfellsbæ eða í Reykja- vík. Skilvís finnandi hafi samband í síma 566 6931. Gullúr týndist KARLMANNS gullúr týndist á Glaumbar eða í miðbænum sl. helgi. Úrið er erfðagripur og hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eiganda. Skilvís finnandi hafi samband í síma 869 7779 eða 868 7405. Fundarlaun. Dýrahald Gulbröndóttur fress týndur frá Laugavegi GULBRÖNDÓTTUR, stór fress sem hefur haldið sig við Laugaveg 11, er týndur. Hann er með ól. Þeir sem vita um ferðir hans vinsam- lega hringið í síma 551 2379. Húsbóndinn er horfinn EMIL, sem er svartur og hvítur bústinn fress með grænbláköflótta hálsól, er týndur. Hann er mjög mannelskur og því líklegt að hann biðji einhvern um aðstoð. Hann fór að heiman frá Háagerði sl. sunnudag og er sennilega á leið í Hamrahverfið í Grafarvogi þar sem hann flutti þaðan fyrir rúmri viku. Hans er sárt saknað og jólin verða dapurleg án hans. Fólk er vinsamlega beðið að kíkja í kjallara og bílskúra ef hann skyldi hafa leitað þar skjóls. Hægt er að hafa samband við Margréti í síma 567 9310 eða 568 5330 og Hrafnhildi í síma 692 1642. Týra er týnd TÝRA er búin að vera týnd síðan í byrjun ágúst. Týra er grá og hvít tæplega tveggja ára gömul læða. Hún er mjög smágerð og er eyrnamerkt R410. Týra sást líklega síðast á svæð- inu nálægt Vesturbæjar- skóla í ágúst eða septem- ber. Heimili Týru er á Grenimel 10 og síminn þar er 551 4152 eða 865 3361. Ef einhver veit um afdrif Týru þá má sá hinn sami endilega hafa samband sem fyrst, hennar er sárt sakn- að. Brynja. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJI er í hópi þeirra semreyna að halda sæmilegum sönsum í aðdraganda jólahátíðarinn- ar. Á meðan þorri þjóðarinnar eyðir helgunum í stórmörkuðum við að kaupa gjafir og ýmislegt jóladót heldur Víkverji sig mest heima við. Þar er nóg að starfa. Það þarf að taka til, þvo þvott, vaska upp, lesa fyrir börnin, gleðjast með börnunum af ýmsu tilefni, skamma börnin, ráða krossgátur, lesa góðar bækur, lesa blöðin og fylgjast með fréttunum svo fátt eitt sé nefnt. Sumum þykir sjálf- sagt að Víkverji lifi heldur viðburða- litlu lífi og sé að tapa af þeirri miklu skemmtun sem því fylgir að ganga um stórmarkaði og kaupa jólagjafir og annað jóladót. Þessu er Víkverji alls ekki sammála. Hann vildi ekki fyrir nokkurn mun skipta á því að vera með börnum sínum í þægilegu umhverfi inni á heimilinu og að þramma um verslanir. x x x SÍÐASTA helgi var reyndar nokk-uð óvenjuleg því að þá fór Vík- verji með fjölskyldu sinni í sumarbú- stað á Suðurlandi. Þetta var ákaflega notaleg helgi. Fjölskyldan borðaði saman góðan mat við kertaljós. Eig- inkonan skrifaði jólakort á meðan eiginmaðurinn las í nýrri bók Hall- gríms Helgasonar „Höfundur Ís- lands“. Fjölskyldan gerði helgarinnkaup- in í verslun Kaupfélags Árnesinga á Selfossi, sem er ágæt verslun sem gaman er að koma í. Þar fékkst m.a. fyrrnefnd bók Hallgríms á mjög góðu verði. Áður en fjölskyldan hélt heim á leið brá hún sér í sund á Selfossi. Þar var fátt um manninn og bersýnilegt að Selfossbúar eru eins og aðrir landsmenn önnum kafnir við jóla- undirbúning og gefa sér þess vegna fæstir tíma til að skreppa í sund. x x x FYRIR nokkrum dögum fór Vík-verji í göngutúr með dóttur sinni og öðrum börnum á leikskól- anum. Tilefnið var að leikskólinn fer alltaf um miðjan desember í göngu- túr aðeins út fyrir skólalóðina til þess að leita að jólasveininum. Börn- in voru flest áhugasöm um að leita að honum, en hann fannst eftir talsvert mikla leit. Hann tók vel á móti börn- unum eins og jólasveina er siður. Sveinki sagði sögur og söng og börn- in tóku undir með honum. Þegar söngnum var lokið sagði jólasveinninn að hann væri með dá- lítið í pokanum sem hann vildi gefa börnunum. Hann spurði hvort þau vissu hvað væri í pokanum. Börnin voru strax með á nótunum og nokkur þeirra kölluðu: „Jólasveinn, gefðu mér pening.“ Einhvern veginn fannst Víkverja þessi ósk barnanna vera lýsandi fyr- ir jólahald landsmanna. Spurningin snýst ekki lengur um að gleðjast eða að fá óvænta gjöf sem ber að þakka fyrir heldur um það hvað hægt er að græða á jólunum. Fyrir nokkrum árum sneri kunn- ingi Víkverja út úr alkunnum jóla- sálmi, sem hljóðaði svo í útgáfu hans: „Í Betlehem er barn oss fætt, barn oss fætt, svo kaupmenn geti á því grætt.“ Fjögurra ára börn eru með það á hreinu að það er hægt að græða á jól- unum. Fæst þeirra sáu ástæðu til að þakka jólasveininum fyrir mandarín- urnar sem hann gaf þeim. ÉG undirritaður þurfti að leita læknis á læknavakt- inni við Smáratorg þar sem mjög erfitt er að kom- ast að hjá heimilislækni vegna anna. Á læknavakt- inni er starfandi eldri rit- ari í glerbúri sem tekur niður helstu upplýsingar. Á biðstofunni þarf að bíða upp undir 40 mínútur og þar eru grátandi börn með sínum nánustu að bíða eft- ir lækni. Þarna er ekkert afþreyingarefni, það er ekki boðið upp á kaffi eða vatn og þar eru fáir stólar. Það rétt heyrist ómur frá ritara þegar hún lætur vita hver sé næstur vegna gráts í börnum. Þarna þyrfti að setja upp kall- kerfi þannig að fólk heyrði betur í henni. Eins þyrfti að koma upp aðstöðu fyrir foreldra með veik börn sín og hressingu fyrir þá sem bíða. Gott lesefni væri einnig vel þegið. Hafliði Helgason. Vantar afþreyingu og hressingu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.