Morgunblaðið - 20.12.2001, Page 73

Morgunblaðið - 20.12.2001, Page 73
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 73 Sendingin (The Delivery) Spennumynd Holland/Belgía 1999. Skífan VHS. Bönn- uð innan 16 ára. (105 mín.) Leikstjórn Roel Reiné. Aðalhlutverk Fedja van Huêt, Freddy Douglas, Aurélie Meriel. „JÆJA, fyrst Þjóðverjunum tókst það, hvers vegna í ósköpun- um ætti okkur ekki að takast það líka – tala nú ekki um ef við snúum enn einu sinni bökum saman,“ kann samtal von- góðra kvikmynda- framleiðenda frá Niðurlöndunum, Hollandi og Belg- íu, að hafa hljóm- að. Það sem Þjóðverjum „tókst“ var að gera ódýran smell 1998 sem hét Lola Rennt. Einfalt efni, hreinn og klár eltingaleikur út í gegn, sem svínvirkaði. En það sem Niðurlendingar áttuðu sig greini- lega ekki alveg á var að einn helsti kostur þýsku myndarinnar var sá að hún bar með sér ferska vinda, kom á óvart. The Delivery gerir það ekki. Hún fjallar líka um unga og svakasæta Evrópubúa sem eru góðir inni við beinir en lenda samt í háskalegum aðstæðum sem neyða þá til að leggja á flótta og það land- anna á milli, í sönnum Evrópusam- bandsanda. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Sannur Evrópusam- bandsandi BANDARÍSKA þjóðin sat dolfallin fyrir framan imbann í síðustu viku með kökk í hálsinum þegar dr. Peter Benton sagði starfi sínu lausu og hvarf þar með af sjónarsviði Bráða- vaktarinnar – ER – einhvers vinsæl- asta sjónvarpsþáttar síðustu ára. Ástæðan fyrir því að Benton sagði upp var sú að hann vildi eyða meiri tíma með heyrnarlausum syni sínum en auðvitað er „alvöru“ ástæðan sú að leikarinn Eriq LaSalle, sem leikur Benton, vildi út. LaSalle er annar tveggja upprunalegu leikaranna í þáttunum sem yfirgefur þátt- inn á þessu ári en Anthony Edwards, sem leikur hinn fársjúka dr. Green, hverfur á braut eftir nokkra þætti. Kanar kveðja Benton Eriq LaSalle, t.h., ásamt meðleikara sínum Noah Wyle, sem leikur Carter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.