Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Afsláttur vi› ríkiskassann! Trygg›u flér skattafslátt fyrir áramótin www.isb.is • sími 560 8900 og 5 75 75 75 &  UPPLÝSINGAR sem Samkeppnis- stofnun hefur undir höndum gefa til kynna að forstjórar olíufélaganna þriggja hafi hist reglulega á fundum og rætt þar verðlagsmál og önnur sameiginleg hagsmunamál félag- anna og ákvarðanir verið teknar þar um á slíkum fundum. Þessar upplýsingar bárust frá aðilum sem þekkja vel til innri starfa olíufélag- anna og telur Samkeppnisstofnun þessa aðila trúverðuga og upplýs- ingar frá þeim áreiðanlegar. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur vegna kröfu Sam- keppnisstofnunar um húsleitar- heimild hjá Olíuverslun Íslands hf., Skeljungi hf. og Olíufélaginu hf. Í úrskurðinum kemur fram að Samkeppnisstofnun hafi nýlega borist upplýsingar og ábendingar sem gefi ríkar ástæður til að ætla að olíufélögin þrjú hafi haft með sér margvíslegt samráð sem kunni að brjóta gegn 10. grein samkeppnis- laga og stofnunin telji þessar upp- lýsingar trúverðugar. Jafnframt kemur fram að upplýsingarnar „bendi til að umrætt samráð lúti að ákvörðun verðs, álagningar og af- slátta, samstarfi við gerð tilboða og skiptingu markaða eftir landshlut- um og viðskiptavinum“. Samkeppnisstofnun segir að við skoðun á verði og verðbreytingum hjá félögunum frá 1992 hafi verð- breytingar nánast án undantekn- ingar borið upp á sama dag og til- kynningar um verðbreytingar séu oft gefnar út með örfárra klukku- stunda millibili frá einstökum fé- lögum. Þá hafi félögin tilkynnt sam- eiginlega árið 1996 að þau myndu hætta að selja 92 oktana bensín og eftir það hafi verð á öllu bifreiða- eldsneyti sömu tegundar ávallt ver- ið það sama hjá öllum olíufélögun- um. Gögn benda til hækkandi álagningar á síðustu árum „Þar sem þetta hafi gerst frá sama tíma og sameiginleg ákvörðun olíufélaganna um að hætta innflutn- ingi og sölu tiltekinnar tegundar á bensíni tók gildi, dragi Samkeppn- isstofnun þá ályktun að jafnframt hafi verið tekin sameiginleg ákvörð- un hjá olíufélögunum um að sam- ræma fullkomlega verðið á þeim tegundum bifreiðaeldsneytis sem eftir urðu á markaðnum,“ segir í úr- skurði Héraðsdóms. Þar kemur einnig fram að nýleg- ar upplýsingar, sem unnar hafi ver- ið upp úr opinberum gögnum, bendi til þess að álagning olíufélaganna hafi farið hækkandi á síðustu árum og misserum. Meðalálagning á 95 oktana bensíni hafi þannig hækkað um 10–11% á milli áranna 2000 og 2001 en um 26–27% á milli áranna 1999 og 2001. „Gögn bendi og til þess að öll álagningarhækkun yfirstandandi árs hafi orðið á síðustu sex mán- uðum enda hafi félögin snúið mikl- um taprekstri á fyrri hluta ársins í hagnað á fyrstu níu mánuðunum. Meðalálagning á 95 oktana bensíni hafi verið u.þ.b. 23 krónur fyrstu sex mánuði þessa árs en 27,7 krónur næstu fimm mánuði. Allt gefi þetta til kynna mjög skerta samkeppni í sölu á eldsneyti hér á landi og sé vísbending um brot á 10. gr. sam- keppnislaga,“ segir í úrskurðinum. Telur sig hafa upplýsingar um samráð forstjóranna  Úrskurður/41  Krafan/12 Úrskurður vegna kröfu Samkeppnisstofnunar um húsleit hjá olíufélögunum STAÐGREIÐSLUHLUTFALL skatta á næsta ári verður 38,54% og lækkar um 0,22%. Lækkunin er til komin vegna þess að Alþingi ákvað að lækka tekjuskattshlutfall um 0,33%. Hins vegar fengu sveitarfélögin heimild til að hækka útsvar um sama hlutfall. 85 af 122 sveitarfélögum nýttu sér heimild til að hækka út- svarið. Þorri sveitarfélaga á lands- byggðinni hækkaði útsvar, en flest sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gerðu það ekki. Um áramót verður einnig breyt- ing á persónuafslætti. Hann var 25.245 krónur á mánuði á þessu ári, en hækkar í 26.002 krónur. Trygg- ingagjaldið breytist ekki, en það er 5,23%. Á þessu ári var heimilt að millifæra 90% persónuafsláttar milli hjóna, en um áramót hækkar þetta hlutfall upp í 95%. Þá hækkar sjó- mannaafsláttur úr 691 krónu á dag í 712 krónur. Stað- greiðslu- hlutfall lækkar  Staðgreiðsluhlutfall/15 KRÓNAN hélt áfram að styrkjast í gær og var gengisvísitala krónunnar í lok dags komin í 139,10 stig. Styrkingin nemur 1,03% innan dagsins og nam velta dagsins alls 18,2 milljörðum króna. Gengi Banda- ríkjadollars var í lok dags í gær 100,30 krónur. Dollarinn nálg- ast 100 krónur KÆRUNEFND útboðsmála telur að Ríkiskaup hafi bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart Nýherja hf. við framkvæmd út- boðs á nýjum fjárhagskerfum fyrir ríkissjóð og stofnanir hans. Á grundvelli útboðsins tóku Ríkiskaup ákvörðun um að ganga að tilboði Skýrr hf. hinn 17. júlí 2000. Nýherji kærði út- boðið og byggði á því að við framkvæmd þess og eftirfarandi samningsgerð við Skýrr hefði ekki verið gætt jafnræðis bjóð- enda og meginreglna laga um opinber innkaup varðandi for- sendur útboðs og val á hag- kvæmasta tilboði. Tilboðsmati ábótavant Kærunefndin telur í úrskurði sínum að mati á tilboðum hafi í útboðinu að því er varðar mat á gæðum lausna, þ.m.t. tilboða í kennslu, verið ábótavant og í ósamræmi við það sem útboðs- skilmálar og önnur gögn gáfu til kynna. Þá var einkunnagjöf fyr- ir verð áfátt að því leyti, að ekki var tekið tillit til greiðslukjara. Loks telur nefndin að Ríkiskaup hafi átt að geta innbyrðis vægis matsþátta í útboðsskilmálum. Telur nefndin því að fram- kvæmd útboðsins hafi verið svo áfátt að verulegum vafa sé und- irorpið að hagstæðasta boði hafi verið tekið. Nefndin telur einnig að Ríkiskaup hafi vanrækt út- boðsskyldu sína að því er varðar vaktakerfi fyrir heilbrigðis- stofnanir og þjónustu við hinn keypta hugbúnað. Í samningi Ríkiskaupa og Skýrr eru ákvæði þess efnis að áður en fyrstu stofnanir ríkisins taki hugbúnaðarkerfið í rekstur skuli samningsaðilar gera með sér sérstakan þjónustusamning um kerfið. Nefndin telur samn- ingsákvæðið eitt og sér ekki nægja til þess að svo verði talið að kominn sé bindandi samning- ur um umrædda hugbúnaðar- þjónustu. Hefur nefndin því lagt fyrir Ríkiskaup að bjóða út gerð þjón- ustusamningsins. Þá greiði Rík- iskaup Nýherja 600 þúsund krónur vegna kærukostnaðar. Ríkiskaup talin hafa vanrækt útboðs- skyldu ♦ ♦ ♦ „HÚN bræðir í okkur hjartað og það er ekki hægt að hafa af henni augun þegar hún flytur lögin sín á svona tilgerðarlausan og kraftmik- inn hátt,“ segir gagnrýnandi Morgunblaðsins í dómi sínum um tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur sem haldnir voru fyrir fullri Laug- ardalshöll í gær. Kunnu gestir vel að meta frammistöðu Bjarkar og fögnuðu henni vel og innilega. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir á tónleikunum en auk henn- ar spilaði hörpuleikarinn Zeena Parkins, bandaríski rafdúettinn Matmos, grænlenskur stúlknakór og inúítasöngkonan Tagaq. Tón- leikarnir í Laugardalshöll marka lok tónleikaferðar Bjarkar um heiminn sem hún fór til að kynna fjórðu hljóðversplötu sína Vespertine. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bræðir hjarta okkar  Magnað sjónarspil/36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.