Morgunblaðið - 22.12.2001, Page 23

Morgunblaðið - 22.12.2001, Page 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 23 Opið til 22 - Þorláksmessu til 23 - Aðfangadag til 13 JÓLAMARKAÐUR Í DAG! NORSK Hydro verður brátt þriðji stærsti álframleiðandi heims, eftir að félagið hefur keypt þýska álfyr- irtækið Vaw af E.on fyrir a.m.k. 220 milljarða íslenskra króna og verður það stærsta yfirtaka norsks fyrir- tækis á öðru til þessa. Dagens Næringsliv greinir frá því að samningur fyrirtækjanna sé í höfn en hann verði ekki kynntur fyrr en á nýju ári vegna breytinga á skattareglum í Þýskalandi sem taka gildi árið 2002. Þá verður söluhagn- aður ekki lengur skattlagður. Bloomberg-fréttaveitan hefur eft- ir fjármálasérfræðingum að yfirtak- an geti orðið til þess að álframleiðsl- an verði skilin frá annarri starfsemi Norsk Hydro og gerð að sérstöku fyrirtæki sem verður þá það stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Norsk Hydro verður þriðji stærsti álframleiðandi heims VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra segist ekki gera at- hugasemdir við það fyrirkomulag að forstjóri Samkeppnisstofnunar sitji í stjórn Flutningsjöfnunarsjóðs olíu- vara með fulltrúum olíufélaganna. Hún segist ekki sjá nokkuð athuga- vert við þetta fyrirkomulag. Það sé vilji Alþingis að þetta sé á þennan veg. Lögin snúist um jöfnun á verði olíuvara og hún vonist til að það sé nokkuð góð sátt um hana. Fulltrúar olíufélaganna þriggja í stjórn sjóðsins Í lögum um Flutningsjöfnunarsjóð olíuvara frá árinu 1994 segir að stjórn sjóðsins skuli skipuð þremur mönn- um sem viðskiptaráðherra skipar til tveggja ára í senn. Forstjóri Sam- keppnisstofnunar eða staðgengill hans sé formaður stjórnar, ráðherra skipi einn stjórnarmann án tilnefn- ingar og jafnframt sitji í stjórninni einn stjórnarmaður tilnefndur sam- eiginlega af þeim olíufélögum sem annast olíudreifingu í öllum lands- hlutum, eða meirihluta félaganna. Viðskiptaráðherra megi þó ákveða að í stað eins sameiginlegs fulltrúa sitji í stjórninni einn fulltrúi frá hverju olíu- félaganna. Olíufélögin sameiginlega eða meirihluti þeirra fari þá saman með eitt atkvæði í ákvarðanatöku í stjórn sjóðsins. Stjórn Flutningsjöfnunarsjóðs ol- íuvara, fyrir tímabilið frá 1. septem- ber 2000 til 31. ágúst 2001, er skipuð fimm mönnum. Þar af er einn fulltrúi frá hverju oíufélagannna þriggja og fara þeir þrír með eitt atkvæði í stjórninni. Fulltrúar olíufélaganna eru Ólafur Jónsson, forstöðumaður innra eftirlits og umhverfismála Skeljungs hf., Ólafur Bjarki Ragnars- son, aðalbókari Olíuverslunar Íslands hf., og Ragnar Bogason, fjármála- stjóri Olíufélagsins hf. Hinir stjórn- armennirnir tveir eru Georg Ólafs- son, forstjóri Samkeppnisstofnunar, sem er formaður, og Jón Ögmundur Þormóðsson, skrifstofustjóri við- skiptaráðuneytisins, skipaður af viðskiptaráðherra án tilnefningar. Viðskiptaráðherra um Flutningsjöfnunarsjóð olíuvara Ekkert athuga- vert við fyrir- komulag stjórnar ÁVÖXTUN hlutabréfasjóða sem sérhæfa sig í íslenskum hlutabréfum var lakari en þeirra sem fjárfesta í alþjóðlegum eða blönduðum hluta- bréfum á tólf mánaða tímabilinu frá 1. desember 2000 til 30. nóvember 2001, samkvæmt tölum frá Láns- trausti sem birtast í meðfylgjandi töflu. Hlutabréfasjóðunum er skipt í þrjá flokka eftir fjárfestingarstefnu, þ.e. þá sem fjárfesta í alþjóðlegum hlutabréfum, þá sem fjárfesta í ís- lenskum hlutabréfum og þá sem fjárfesta í íslenskum og alþjóðlegum. Flestir sjóðirnir eru í síðastnefnda flokknum eða fimm talsins en einn í hvorum hinna. Lakari ávöxtun ís- lenskra hlutabréfa             !            "    #$  %       &'     "    #$  %  "    ()*) + ,- .    #.   ()     .    #.   ()  5 /5 5 / 5 5 /5 /5 / 5 /5 / 5 /5 / / 5 5 / /5 /5 /5 / 5 / 5 5 : .  ( *6 ((   8  012+0   ()   *) 0   ()  &"*) 3 )  )(   *)4*   0   ()  "  *) 2 *) "  *   ()  *) "  3  *) SAMKEPPNISSTOFNUN hefur borist afrit af bréfum frá steypu- stöðvunum BM Vallá hf. og Steypustöðinni hf. til viðskiptavina þeirra, þar sem tilkynnt er 7–9% hækkun á steypuverði. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er sama dagsetning á bréfum beggja steypustöðvanna, en Samkeppnis- stofnun mun hafa borist bréf frá báðum fyrirtækjunum um hækk- unina. Samkvæmt upplýsingum frá Samkeppnisstofnun hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort mál þetta verður tekið til sérstakrar skoðunar. Steypustöðv- ar tilkynntu hækkun sama dag MIKIL aukning varð á veiði ísrækju- togara Þormóðs ramma-Sæbergs hf. milli ára. Fyrirtækið gerir út fjóra ís- rækjutogara sem landa afla sínum hjá rækjuverksmiðju þess á Siglufirði. Heildarafli þeirra í ár er 4.433 tonn og var afli á úthaldsdag 4,1 tonn en á árinu 2000 var afli á úthaldsdag 2,8 tonn og jókst veiðin því um 46% á úthaldsdag. Vegna minni rækjuveiði við Noreg og Kanada á þessu ári eru markaðs- horfur fyrir pillaða rækju nú betri en þær hafa verið um árabil, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Auk ísrækjutogaranna gerir Þor- móður rammi-Sæberg hf. út fjóra frystitogara og tvo humar- og flatfisk- báta. Mikil aukning í rækjuveiði Þormóður rammi- Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.