Morgunblaðið - 22.12.2001, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 22.12.2001, Qupperneq 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 23 Opið til 22 - Þorláksmessu til 23 - Aðfangadag til 13 JÓLAMARKAÐUR Í DAG! NORSK Hydro verður brátt þriðji stærsti álframleiðandi heims, eftir að félagið hefur keypt þýska álfyr- irtækið Vaw af E.on fyrir a.m.k. 220 milljarða íslenskra króna og verður það stærsta yfirtaka norsks fyrir- tækis á öðru til þessa. Dagens Næringsliv greinir frá því að samningur fyrirtækjanna sé í höfn en hann verði ekki kynntur fyrr en á nýju ári vegna breytinga á skattareglum í Þýskalandi sem taka gildi árið 2002. Þá verður söluhagn- aður ekki lengur skattlagður. Bloomberg-fréttaveitan hefur eft- ir fjármálasérfræðingum að yfirtak- an geti orðið til þess að álframleiðsl- an verði skilin frá annarri starfsemi Norsk Hydro og gerð að sérstöku fyrirtæki sem verður þá það stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Norsk Hydro verður þriðji stærsti álframleiðandi heims VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra segist ekki gera at- hugasemdir við það fyrirkomulag að forstjóri Samkeppnisstofnunar sitji í stjórn Flutningsjöfnunarsjóðs olíu- vara með fulltrúum olíufélaganna. Hún segist ekki sjá nokkuð athuga- vert við þetta fyrirkomulag. Það sé vilji Alþingis að þetta sé á þennan veg. Lögin snúist um jöfnun á verði olíuvara og hún vonist til að það sé nokkuð góð sátt um hana. Fulltrúar olíufélaganna þriggja í stjórn sjóðsins Í lögum um Flutningsjöfnunarsjóð olíuvara frá árinu 1994 segir að stjórn sjóðsins skuli skipuð þremur mönn- um sem viðskiptaráðherra skipar til tveggja ára í senn. Forstjóri Sam- keppnisstofnunar eða staðgengill hans sé formaður stjórnar, ráðherra skipi einn stjórnarmann án tilnefn- ingar og jafnframt sitji í stjórninni einn stjórnarmaður tilnefndur sam- eiginlega af þeim olíufélögum sem annast olíudreifingu í öllum lands- hlutum, eða meirihluta félaganna. Viðskiptaráðherra megi þó ákveða að í stað eins sameiginlegs fulltrúa sitji í stjórninni einn fulltrúi frá hverju olíu- félaganna. Olíufélögin sameiginlega eða meirihluti þeirra fari þá saman með eitt atkvæði í ákvarðanatöku í stjórn sjóðsins. Stjórn Flutningsjöfnunarsjóðs ol- íuvara, fyrir tímabilið frá 1. septem- ber 2000 til 31. ágúst 2001, er skipuð fimm mönnum. Þar af er einn fulltrúi frá hverju oíufélagannna þriggja og fara þeir þrír með eitt atkvæði í stjórninni. Fulltrúar olíufélaganna eru Ólafur Jónsson, forstöðumaður innra eftirlits og umhverfismála Skeljungs hf., Ólafur Bjarki Ragnars- son, aðalbókari Olíuverslunar Íslands hf., og Ragnar Bogason, fjármála- stjóri Olíufélagsins hf. Hinir stjórn- armennirnir tveir eru Georg Ólafs- son, forstjóri Samkeppnisstofnunar, sem er formaður, og Jón Ögmundur Þormóðsson, skrifstofustjóri við- skiptaráðuneytisins, skipaður af viðskiptaráðherra án tilnefningar. Viðskiptaráðherra um Flutningsjöfnunarsjóð olíuvara Ekkert athuga- vert við fyrir- komulag stjórnar ÁVÖXTUN hlutabréfasjóða sem sérhæfa sig í íslenskum hlutabréfum var lakari en þeirra sem fjárfesta í alþjóðlegum eða blönduðum hluta- bréfum á tólf mánaða tímabilinu frá 1. desember 2000 til 30. nóvember 2001, samkvæmt tölum frá Láns- trausti sem birtast í meðfylgjandi töflu. Hlutabréfasjóðunum er skipt í þrjá flokka eftir fjárfestingarstefnu, þ.e. þá sem fjárfesta í alþjóðlegum hlutabréfum, þá sem fjárfesta í ís- lenskum hlutabréfum og þá sem fjárfesta í íslenskum og alþjóðlegum. Flestir sjóðirnir eru í síðastnefnda flokknum eða fimm talsins en einn í hvorum hinna. Lakari ávöxtun ís- lenskra hlutabréfa             !            "    #$  %       &'     "    #$  %  "    ()*) + ,- .    #.   ()     .    #.   ()  5 /5 5 / 5 5 /5 /5 / 5 /5 / 5 /5 / / 5 5 / /5 /5 /5 / 5 / 5 5 : .  ( *6 ((   8  012+0   ()   *) 0   ()  &"*) 3 )  )(   *)4*   0   ()  "  *) 2 *) "  *   ()  *) "  3  *) SAMKEPPNISSTOFNUN hefur borist afrit af bréfum frá steypu- stöðvunum BM Vallá hf. og Steypustöðinni hf. til viðskiptavina þeirra, þar sem tilkynnt er 7–9% hækkun á steypuverði. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er sama dagsetning á bréfum beggja steypustöðvanna, en Samkeppnis- stofnun mun hafa borist bréf frá báðum fyrirtækjunum um hækk- unina. Samkvæmt upplýsingum frá Samkeppnisstofnun hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort mál þetta verður tekið til sérstakrar skoðunar. Steypustöðv- ar tilkynntu hækkun sama dag MIKIL aukning varð á veiði ísrækju- togara Þormóðs ramma-Sæbergs hf. milli ára. Fyrirtækið gerir út fjóra ís- rækjutogara sem landa afla sínum hjá rækjuverksmiðju þess á Siglufirði. Heildarafli þeirra í ár er 4.433 tonn og var afli á úthaldsdag 4,1 tonn en á árinu 2000 var afli á úthaldsdag 2,8 tonn og jókst veiðin því um 46% á úthaldsdag. Vegna minni rækjuveiði við Noreg og Kanada á þessu ári eru markaðs- horfur fyrir pillaða rækju nú betri en þær hafa verið um árabil, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Auk ísrækjutogaranna gerir Þor- móður rammi-Sæberg hf. út fjóra frystitogara og tvo humar- og flatfisk- báta. Mikil aukning í rækjuveiði Þormóður rammi- Sæberg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.