Morgunblaðið - 22.12.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 22.12.2001, Qupperneq 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ef þú hefur aldrei smakkað tælenskan mat, prófaðu þá þessa rétti, 10 tegundir Nýtt í örbylgjuna. Tælenskir skyndiréttir. Uppskriftir frá veitingahúsinu Ban-Thai, Laugavegi 130. Framleitt samkvæmt GÁMES-staðli (HACCP) sem tryggir öryggi og gæði Fást í verslunum Hjarðarhaga, Lágmúla, Austurstræti, Glæsibæ, Baronstíg og Engihjalla. Finndu bragð af Tælandi TÆLENSKIR SKYNDIRÉTTIR Góð viðbót við jólamatinn T & D ehf., Bergholt 2 - 270 Mosfellsbær - Sími 896 3536 - Fax 566 8978 - Netfang tomasb@simnet.is VEGNA eldsneytisskorts í Kabúl hafa margir íbúar borgarinnar gripið til þess ráðs að tína spýtnabrak, pappír og ýmiss kon- ar rusl af götunum til að geta kveikt arinelda á heimilum sínum í vetrarkuldanum. Afgönsk börn leita hér að eldiviði í húsasundi í afgönsku höfuðborginni. AP Nýta ruslið til að orna sér BANDARÍSKIR hermenn standa nú fyrir umfangsmikilli leit í hellun- um í Tora Bora, helstu bækistöðvum al-Qaeda, hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens, í Afganistan. Verður notast við sérútbúin tæki til að ryðja burt brakinu en búist er við, að þetta mikla og hættulega verk muni taka margar vikur eða mánuði. Bandaríska varnarmálaráðuneyt- ið hafði í huga að biðja afganska bandamenn sína að leita í hellunum en frá því hefur verið horfið. Er ástæðan sú, að leitin er mjög erfið vegna afleiðinga loftárásanna og þar að auki hafa Afganarnir lítinn áhuga á henni nú þegar búið er að sigrast á herjum talibana og al-Qaeda. Þótt stríðið í Afganistan hafi ein- kennst af hátæknihernaði mun hella- leitin líklega hafa í för með sér marg- ar sömu hættur og mættu bandarískum hermönnum í glímunni við „gangarotturnar“ í Víetnam og við japönsku varnarsveitirnar á Ok- inawa 1945. Þegar búið verður að ryðja frá hellismunnunum er áætlað að senda inn einhvern hugaðan mann með vasaljós og skammbyssu. Þótt al- Qaeda-liðarnir séu flestir fallnir eða flúnir er samt vonast til að finna ein- hverja á lífi inni í lokuðum hellunum. Þá er líka búist við, að þar sé að finna mikilvægar upplýsingar og lík fall- inna al-Qaeda-liða. Hugsanlegt er, að sjálfur bin Laden eða lík hans komi í leitirnar, og til að hægt sé að ganga úr skugga um það hafa Bandaríkjamenn orðið sér úti um erfðaefni frá fjölskyldu hans. Ekki er nóg með, að bandarísku hermennirnir geti búist við átökum við al-Qaeda-liða og sprengjugildr- um, heldur eru allar aðstæður uppi í fjöllunum mjög erfiðar. Þau eru allt að 4.000 metra há og þar ríkir nú heljarkuldi. Hefur suma bandarísku hermannanna, sem þar eru nú, kalið á höndum og fótum. Erfitt að koma við stórum tækjum Hundruð hella kögra hlíðar tveggja dala og munnar margra þeirra lokuðust í loftárásum Banda- ríkjamanna. Mjög erfitt verður að koma þangað stórvirkum tækjum enda eru vegirnir ekki annað en slóð- ar og lyftikraftur þyrlna verður lítill í mikilli hæð. Þar fyrir utan yrði erf- itt að beita tækjunum í bröttum hlíð- unum. Af þessum sökum verður lík- lega að nota minni tæki, loftpressur, keðjusagir og annað í þeim dúr. Það mun krefjast mikils mannafla og erf- iðis og taka langan tíma. Margir hellanna í Tora Bora eru litlir, á við lítið herbergi, en al-Qaeda réð líka yfir öðrum hellum, sem tengdir voru saman með göngum og miklu stærri en áður var talið. Sagt er, að bin Laden hafi haft að- setur í helli í Ghryeki Khiel-fjöllum, sem eru í sex tíma múlasnaferð frá Tora Bora, og hafi hann einna helst minnt á neðanjarðarhótel. Hugsan- legt er, að einhverjir al-Qaeda-liðar séu þar enn og í öðrum stórum hellum. Hellarnir í Tora Bora grafnir út eftir loftárásirnar Washington. Los Angeles Times. Reuters Afganskir hermenn ylja sér við eld í fjalli í Tora Bora í austurhluta Afganistans. Margra mánaða leit framundan í heljarkuldanum í fjöllunum ’ Innilokaðir al-Qaeda-liðar og sprengjugildrur geta beðið þeirra sem fara fyrstir inn í hellana ‘ MARGIR hafa leitt getum að því að Osama bin Laden hafi flúið yfir snævi þakin fjöll Austur-Afganist- ans fyrir rúmri viku og leitað á náðir pakistanskra ættbálka sem séu vinveittir hryðjuverkaforingj- anum. Margir Pakistanar telja þetta athyglisverða kenningu, enda er þetta einfaldasta flótta- leiðin, en segja að hún sé ekki miklu trúverðugri en aðrar kenn- ingar sem fram hafa komið. Íbúar pakistönsku héraðanna við landamærin að Afganistan segja að þótt margir af liðsmönn- um al-Qaeda komi frá þessu svæði, sem er einkum byggt Pastúnum, sé erfiðara fyrir bin Laden að leynast þar en margir vestrænir fjölmiðlamenn telja. „Það er hugsanlegt að hann dvelji á svæðum ættbálkanna, en ekki mjög lengi,“ sagði Lateef Asridi, fyrrverandi þingmaður frá einu landamærahéraðanna. „Pak- istönsk stjórnvöld leita hans, Bandaríkjamenn leita hans, Bret- ar líka, og þeir vita að þeir þurfa að leita hans hérna.“ Þótt margir íbúa landamæra- héraðanna séu hallir undir herská- ar trúarskoðanir bin Ladens þykir ólíklegt að þeir vilji stofna ætt- bálki sínum í hættu með því að skjóta skjólshúsi yfir bin Laden eða múllann Mohammed Omar, leiðtoga talibana, sem hefur einnig horfið. Í þessum menningarkima eru hagsmunir fjölskyldunnar og ættbálksins alltaf í fyrirrúmi. Í Kasmír eða Tsjetsjníu? Íbúar landamærahéraðanna virðast sammála um að það sé tímasóun að setja fram kenningar um fylgsni bin Ladens en viður- kenna um leið að þeir eyði tals- verðum tíma í að velta þessu fyrir sér. „Hægt er að komast yfir fjöllin alla leiðina frá Tora Bora til Kasm- ír,“ sagði Mumtaz A. Bangash, prófessor við Peshawar-háskóla. Hann taldi hugsanlegt bin Laden dveldi nú meðal íslamskra skæru- liða sem berjast gegn indverskum yfirráðum í Kasmír. Flestir telja mjög ólíklegt bin Laden sé í Íran því flestir Íranar eru shíta-múslímar en bin Laden súnníti. Einnig þykir ólíklegt að hann hafi fengið athvarf í grann- ríkjunum Túrkmenistan, Tadsjik- istan eða Úsbekistan vegna náinna tengsla þessara landa við and- stæðinga talibana í Afganistan. Að öllum líkindum væri örugg- ast fyrir bin Laden að leynast í Tsjetsjníu þar sem ólíklegt er að trúbræður hans þar fengjust til að framselja hann Rússum eða að Bandaríkjamenn fengju að senda hersveitir inn í héraðið. Hins veg- ar þykir ólíklegt að bin Laden hafi komist til Tsjetsjníu vegna fjar- lægðarinnar. Undir verndarvæng pakist- önsku leyniþjónustunnar? Sumir telja að bin Laden sé enn í Afganistan, annaðhvort í Paktia eða Khost-héraði. Aðrir hafa leitt getum að því að bin Laden hafi laumast í gegnum Baluchistan-hérað í Pakistan til Arabíuflóa og farið þaðan með skipi til Súdans, eða Sómalíu, eða Egyptalands, eða Indónesíu, eða Filippseyja eða Marokkó. Ennfremur hefur komið fram samsæriskenning um að bin Lad- en sé undir verndarvæng pakist- önsku leyniþjónustunnar, sem hef- ur haft mjög náin tengsl við talibana. Útsendarar leyniþjón- ustunnar hafi laumað bin Laden frá Tora Bora, klippt hár hans, rakað af honum skeggið, ef til vill sett á hann sólgleraugu, og séð honum fyrir öruggu fylgsni í pak- istanskri borg, til að mynda Kar- achi eða Lahore. Fjölmargar kenningar um fylgsni bin Ladens Peshawar. Los Angeles Times.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.