Morgunblaðið - 22.12.2001, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 22.12.2001, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 67 DAGBÓK Gistihús Regínu Mjölnisholti 14, 3. hæð, símar 551 2050 og 898 1492 Það verður opið að venju hjá okkur um jólin og áramót frá 13. des. til 5. janúar við óskum öllum landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla, árs og friðar. Verð á herb. og íbúðum yfir hátíðarnar: Stúdíóíbúð kr. 5.000 nóttin eða kr. 20.000 vikan. 2ja manna herb. með aðgangi að baði nóttin kr. 4.000,- eða kr. 15.000 vikan. Eins manns herb. kr. 2.500 nóttin eða kr. 15.000 vikan Ekki er um morgunverð að ræða á þessu tímabili. Gleðileg jól. Samkvæmisfatnaður Ný sending - Úrval af náttfatnaði Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433 Opið laugardag kl. 11-18, sunnudag kl. 11-18 og aðfangadag kl. 10-13 Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þið eruð fjölhæf og fljóthuga sem kemur ykkur í koll þegar fyrirhyggjan er lítil sem engin. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Öllum breytingum fylgir nokkurt rót. Látið það ekki fara í taugarnar á ykkur held- ur takið því sem sjálfsögðum hlut. Breytingar eiga að bæta. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ykkur finnast sumar per- sónulegar skoðanir starfs- félaganna út í hött. Reynið samt að láta þær liggja á milli hluta og sinnið starfi ykkar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nú er komið að því að þið reynið eitthvað sem þið hafið aldrei upplifað áður. Látið það gerast og árangurinn mun koma ykkur skemmti- lega á óvart. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Haldið ró ykkar á hverju sem gengur og lítið bara á björtu hliðarnar. Hláturinn bætir og lengir lífið. Elska er vinátta en ekki valdbeiting. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Starf ykkar mun kynna ykk- ur fyrir mörgu nýju fólki. Verið opin gagnvart því en gætið þó fyllstu varkárni, því alltaf er varinn góður. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þið þurfið að leggja ykkur sérstaklega fram til þess að ná tilskildum árangri. Verið hvergi smeyk því þið hafið alla burði til að vinna verkið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er farsælla að velta hlut- unum fyrir sér heldur en að bregðast strax við. Verið viss um hvað þið viljið, þegar á hólminn er komið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Eftir stormasama tíð eruð þið nú að sigla málum í örugga höfn. Það er full ástæða til þess að gleðjast vegna þess og gera sér nokkurn daga- mun. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ykkur hefur tekist að sann- færa starfsfélagana um ágæti verka ykkar. Nú er bara að sýna dirfsku og staðfestu og sigla málunum í örugga höfn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þið verðið að taka afleiðing- um gjörða ykkar og munið að til að ná árangri þurfið þið að leggja ykkar af mörkum. Ekkert fæst án fyrirhafnar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Takið höndum saman við þá sem deila framtíðarsýn ykk- ar. Verið óhrædd við breyt- ingar því þær eru nauðsyn- legur þáttur til að bæta tilveruna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ykkur líður eins og ykkur haldi engin bönd svo notfærið ykkur velgengnina en varist að framkvæma hlutina að óat- huguðu máli. Fall er farar- heill! Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 Rg4 7. Bc1 Rf6 8. Be3 Rg4 9. Bg5 Rc6 10. h3 Da5 11. Rxc6 bxc6 12. Bd2 Re5 13. f4 Rd7 14. Bc4 Hb8 15. Bb3 g6 16. De2 Bg7 17. 0-0-0 0-0 18. Kb1 Rc5 19. g4 Be6 20. f5 Bxb3 21. cxb3 Staðan kom upp á heims- meistaramóti FIDE. Kiril Georgiev (2.695) hafði svart gegn Lasaro Bruzon (2.573). 21. ...Rxb3! Með þessari fórn tryggir svartur stórsókn meðfram b- línunni og veldi bisk- upsins á g7 verður eng- um vafa undirorpið. 22. axb3 Hxb3 23. Kc2 Hfb8 24. Hb1 Db4 25. Hhc1 d5 26. exd5 cxd5 27. Kd1 Dd6 28. Ha1 d4 29. Re4 d3 30. Df2 Dd5 31. Df3 Kh8 32. Ha5 Dd4 33. Hac5 Dg1+ 34. Be1 d2 35. Hc8+ Bf8 36. Rxd2 Hxf3 37. Rxf3 Db6 38. Re5 Kg8 39. Bd2 Dg1+ 40. Ke2 Dh2+ 41. Kd1 Dxe5 42. Bh6 Dd5+ 43. Ke1 Da8 44. Hxb8 Dxb8 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. FRÆG er sagan af frúnni sem átti út gegn sjö grönd- um breska meistarans Harrison-Gray. Hún doblaði ekki, en tók þó á ásinn sinn. „Af hverju doblaðirðu ekki?“ spurði undrandi áhorfandi. „Herra minn – þér þekkið ekki Harrison- Gray. Hann redoblar bara!“ Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ – ♥ ÁD9832 ♦ KDG1054 ♣8 Vestur Austur ♠ ÁKG4 ♠ D97632 ♥ 1074 ♥ K65 ♦ 732 ♦ 96 ♣1092 ♣65 Suður ♠ 1085 ♥ G ♦ Á8 ♣ÁKDG743 Pólski spilarinn Jacek Pszczola hefði betur fylgt ráðum þessarar ágætu konu í þessu spili gegn öðrum margfrægum meistara – sjálfum Benito Garozzo. Vestur Norður Austur Suður Pszczola Dupont Zia Garozzo – – – 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 grönd !? Pass 6 tíglar Pass 6 grönd !?? Dobl ??? Pass Pass 7 lauf Dobl Allir pass Spilið er frá Blue Ribb- ons-tvímenningnum í Las Vegas í síðasta mánuði. Makker Pólverjans er Zia Mahmood, en í norður er Lea Dupont, eiginkona Gar- ozzos. Það er augljóst að Dupont fær ekki að spila mörg spil í þessu pari. En dobl „Pepsíkóla“ var illa tímasett. Garozzo hafði í tvígang meldað grönd á tíuna þriðju í spaða og þótt- ist vita á hverju doblið væri byggt. Og breytti í sjö lauf til að lágmarka tapið. Út kom spaðaás og það glaðnaði heldur betur yfir meistaranum þegar frúin lagði upp einspil í laufi og engan spaða: 13 slagir og 1630 í dálkinn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. ágúst sl. í Dóm- kirkjunni í Reykjavík af sr. Sigurði Pálssyni Hildur Stefánsdóttir og Jónas Páll Jónasson. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. júlí sl. í Bústaða- kirkju af sr. Pálma Matth- íassyni Hulda Guðmunds- dóttir og Þór Eiríksson. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. ágúst sl. í Digra- neskirkju af sr. Gunnari Sig- urjónssyni Sigrún Rafns- dóttir og Daði Þór Einars- son. Heimili þeirra er að Fyrrevænget 12, 6900 – Skjern, Danmark. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. september sl. í Kotstrandarkirkju af sr. Theódóri Birgissyni Sólrún Margrét Stefánsdóttir og Markús Jóhannesson. LJÓÐABROT Svo frjáls vertu móðir sem vindur á vog, sem vötn þín með straumunum þungu, sem himins þíns bragandi norðljósa log og ljóðin á skáldanna tungu. Og aldregi aldregi bindi þig bönd, nema bláfjötur Ægis við klettótta strönd. Steingrímur Thorsteinsson Morgunblaðið/Kristján Þessar duglegu stúlkur á Akureyri héldu hlutaveltu á dög- unum og söfnuðu 4795 krónum sem þær færðu Rauða krossdeildinni á Akureyri að gjöf. Þær heita Ásdís Rósa Frímannsdóttir, Lena María Eyþórsdóttir, Hildur Rík- harðsdóttir, Linda Margrét Einarsdóttir og Sigríður Rósa Frímannsdóttir. Hlutavelta Veistu nokkuð, tengda- mamma? Ef furutré væri með sama ummál og þú þá væri það 40 metra hátt. Maður er vissulega miklu nær tunglinu í þessum háhýsum. NEI, þetta getur ekki beðið í nokkra daga. FRÉTTIR OTTÓ Magnússon íslistamaður mun skapa listaverk úr klaka laugardag- inn 22. desember frá hádegi og til kl. 22 í Kringlunni, við hlið inngangs hjá Nýkaupi. Helgistund verður á vegum Frí- kirkjunnar kl. 11, Ketkrókur er á ferðinni kl. 17, lifandi jóladjass, strengjakvartett, píanóleikur, Solla stirða frá Latabæ og fleiri. Fjöldi tónlistarmanna og rithöfunda kynnir og áritar bækur og plötur, t.d. mun Ólafur Jóhann Ólafsson árita bók sína við Pennann kl. 15. Opið verður til 23 á Þorláksmessu, segir í frétt frá Kringlunni. Íslistamaður í Kringlunni JÓLASVEINNINN Askasleikir heimsækir Seltjarnarnesið í dag, laugardaginn 22. desember, upp úr klukkan tvö. Með honum verða tveir aðstoðarjólasveinar. Hljóðfærasláttur og söngur verður á svæðinu meðan jólasvein- arnir eru í heimsókn ásamt margs- konar sprelli. Skátafélagið Ægisbúar setur upp „kakó- & vöfflu“-veitingahús við Rauða ljónið og selur veitingar til styrktar starfsemi skátafélags- ins. Þeir gæta friðarlogans fyrir Vesturbæinga, segir í fréttatil- kynningu. Askasleikir á Eiðistorgi ATVINNA mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.