Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLBREYTTUR hópur ungra og framúrskarandi listamanna svo og þrjú líknar- og velferðarfélög fengu afhenta styrki úr Menning- arsjóði Visa Íslands í Listasafni Sig- urjóns í gær. Styrkveitingar úr sjóðnum í ár voru með talsvert öðru sniði en áður, færri fengu styrki en styrkupphæð var hærri til hvers og eins. Þá fannst stjórn Menning- arsjóðsins vera orðið tímabært að breyta áherslum við val á styrkþeg- um frá því sem áður var. Taldi stjórnin að ýmsir aðrir aðilar í þjóð- félaginu hafi í ríkara mæli beint at- hygli sinni að vísinda- og þróun- arstarfi og með það í huga ákvað stjórnin að í ár skyldi verlulegum hluta styrkfjárhæðinnar varið til líknar- og velferðarmála svo og menningarmála eins og verið hefur. Þetta kom m.a. fram í inngangs- erindi Sigurðar Hafstein, formanns stjórnar Menningarsjóðs Visa, við afhendingu styrkjanna. Visa hefur veitt styrki til vísinda, menningar- og mannúðarmála allar götur síðan árið 1992. Síðan hefur verið út- hlutað 42 styrkjum eða viðurkenn- ingum, flestum til menningarmála. Þrenn félagasamtök fengu 1,5 milljónir króna hver Menntunarsjóður Félags heyrn- arlausra, Stuðningsfélag Einstakra barna og Klúbburinn Geysir voru þau þrjú félög sem fengu styrk úr Menningarsjóði Visa í ár og fékk hvert félag 1,5 milljónir króna. Tilgangur Menntunarsjóðs Fé- lags heyrnarlausra er að stuðla að menntun heyrnalausra, dauf- dumbra og heyrnarskertra sem og starfsþjálfun. Í máli Sigurðar Haf- stein kom fram að sjóðurinn gagn- ist m.a. þeim sem eru í framhalds- námi, bæði hér á landi og erlendis. „Með aðstoð úr sjóðnum hafa nokkrir úr hópi heyrnarlausra átt þess kost að stunda framhaldsnám við bestu háskóla heims fyrir heyrnarskerta.“ Stuðningsfélag Einstakra barna var stofnað árið 1997 og í félaginu eru 89 fjölskyldur barna sem þjást af sjaldgæfum sjúkdómum. Hlut- verk félagsins er m.a. að fræða og upplýsa almenning um sjaldgæfa sjúkdóma. Klúbburinn Geysir hefur starfað í tvö ár og er sjálfseignarstofnun fyrir geðfatlað fólk sem þarf á stuðningi að halda til að komast aft- ur til vinnu og til eðlilegrar þátt- töku í samfélaginu að nýju. „Hér er um virðingarvert átak að ræða og ætla má að ástundun félaga í klúbbnum komi í veg fyrir inn- lagnir á heilbrigðisstofnanir og spari samfélaginu þannig umtals- verðar fjárhæðir,“ sagði Sigurður um starf Geysis. Í máli Sigurðar kom fram að í ár beindist athygli stjórnarinnar að hópi listamanna. Eiga þeir það sam- merkt að vera ungir að aldri og stunda nám í listgreinum sínum. Fengu þau öll styrk upp á 300 þús- und krónur hvert. Styrkhafarnir eru: Margrét Kaaber, nýútskrifuð leikkona frá The Arts Educational School of Acting í London, Aníta Briem, sem fengið hefur inngöngu í leiklist- arskólann The Royal Academy of Dramatic Arts í London, Víkingur Heiðar Ólafsson, átján ára píanó- leikari sem nýlokið hefur námi við Tónlistarskólann í Reykjavík, Elfa Rún Kristinsdóttir, sautján ára fiðluleikari og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, listdansari, sem stundar dansnám við sænska ball- ettskólann í Stokkhólmi. Gestir fengu að njóta hæfileika þeirra Elfu Rúnar og Víkings Heið- ars sem fluttu verkið Spánskur dans eftir Manuel De Fallia. Táknmálstúlkur túlkaði allt sem fram fór við athöfnina. Menningarsjóður Visa Ísland styrkir listamenn og félagasamtök Styrkirnir hvatning til frekari dáða Morgunblaðið/Árni Sæberg Styrkþegar Menningarsjóðs Visa Ísland árið 2002 hlýða á ræðu Sigurðar Hafstein, formanns Menningarsjóðs Visa. Á myndinni eru Trausti Jóhann- esson, fyrir hönd Menntunarsjóðs Félags heyrnarlausra, Arnþrúður Karlsdóttir, formaður Félags einstakra barna, Anna Valdimarsdóttir, fulltrúi Klúbbsins Geysis, Margrét Kaaber, Erna Þórarinsdóttir, móðir Anítu Briem, Víkingur Ólafsson, Elva Rún Kristinsdóttir og Soffía Thorarensen, móðir Unnar Elísabetar Gunnarsdóttur. BORGARLÖGMAÐUR telur að til- lögur um að takmarka starfsemi svo- kallaðra nektarstaða í borginni brjóti í bága við lög og stjórnarskrá. Þetta kom fram á fundi borgarstjórnar í fyrradag. Borgaryfirvöld hafa innt dómsmálaráðherra eftir því hvort eitthvað sé því til fyrirstöðu að hann staðfesti breytingu á lögreglusam- þykkt þar sem starfsemi nektarstað- anna eru skorður settar. Tvær tillögur, sem miða að því að takmarka rekstur nektarstaða í Reykjavík, liggja fyrir. Önnur snýr að breytingu á aðalskipulagi Reykjavík- ur og gerir hún ráð fyrir að starfsemi nektarstaða verði bönnuð nema sér- staklega sé kveðið á um annað. Hin tillagan varðar breytingu á lögreglu- samþykkt Reykjavíkurborgar og kveður á um að þar sem heimilt sé að sýna nektardans á næturklúbbi skuli tryggt að sýning fari fram í rúmgóðu húsnæði og sýnendum sé óheimilt að fara um meðal áhorfenda. Fjarlægð millli sýnenda og áhorfenda skuli vera a.m.k. fjórir metrar og hvers konar einkasýningar séu óheimilar. Bjartsýn á jákvæð viðbrögð ráðherra Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, sagði borgaryfirvöld hafa ritað dóms- málaráðherra bréf þar sem hann er inntur eftir því hvort eitthvað sé því til fyrirstöðu að hann staðfesti um- rædda breytingu á lögreglusam- þykktinni. Var borgarfulltrúinn bjartsýnn á að dómsmálaráðherra tæki vel í málið. Í máli Steinunnar kom einnig fram að í áliti, sem borgarlögmaður hefði m.a. gefið Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafi hann komist að þeirri lögfræði- legu niðurstöðu að það að breyta lög- reglusamþykkt í þá veru sem borg- aryfirvöld hyggjast gera hafi ekki lagastoð og stríði gegn 75. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um atvinnufrelsi einstaklinga. Borgarlögmaður um fyrirliggjandi tillögur borgaryfirvalda Ekki heimilt að takmarka starfsemi nektarstaða HINGAÐ til hafa notendur lófatölva getað nálgast efni fréttavefjar Morg- unblaðsins, mbl.is, á sniði sem hent- ar fyrir tölvur þeirra með því að nýta sér ókeypis þjónustu bandaríska fyr- irtækisins AvantGo. Fyrir stuttu breytti fyrirtækið þjónustu sinni þannig að hún hætti að vera ókeypis. Notendur lófatölva með Windows CE- og Pocket PC-stýrikefi frá Microsoft geta haldið áfram að lesa efni mbl.is með því að nýta sér mögu- leika í Internet Explorer, en leitað er lausnar fyrir aðrar lófa-tölvur. Leið- beiningar um hvernig notendur Windows CE- og Pocket PC-lófa- tölva geta nálgast efni mbl.is er að finna á forsíðu mbl.is undir liðnum WAP og lófatölvur í vinstri dálki. Breytingar á lófatölvuþjón- ustu mbl.is ♦ ♦ ♦ JÓNAS Þórðarson, sem verið hefur starfsmaður Eimskips í 52 ár, tók í gær fyrstu skóflustungu að vöru- hóteli félagsins á athafnasvæði þess í Sundahöfn í gær. Gert er ráð fyrir að bygging vöruhótelsins muni taka ár og annast Íslenskir aðalverktak- ar framkvæmdir. Vöruhótelið verð- ur 19.200 fermetrar að stærð og í því verður 21.000 brettapláss. Vöruhótelið mun taka við stærstum hluta vöruhúsarýmis Eimskips í Reykjavík, að undanskilinni frysti- geymslunni, sem byggð var 1996. Sundaskálar 1 og 2, sem byggðir voru fyrir um þremur áratugum verða rifnir því þeir henta ekki lengur starfsemi félagsins. Áform um byggingu vöruhótels- ins voru kynntar í fyrra og hefur verið unnið að undirbúningi þess síðan. Heildarfjárfesting vegna húsbyggingarinnar, tölvubúnaðar, hillukerfa, lyftara og annars bún- aðar er um tveir milljarðar króna. Stofnað hefur verið sérstakt fé- lag um eignarhald húsbyggingar- innar, Eignarhaldsfélagið Sunda- bakki ehf., sem er í eigu Eimskipafélagsins, 31,6%, Sjóvár- Almennra trygginga, 31,6%, Skelj- ungs, 31,6%, og Þyrpingar, 5%. Reksturinn verður í höndum Vöru- hótelsins ehf., sem er í eigu Eim- skipafélagsins og TVG Zimsens. Stór hluti birgðahalds og dreifing- arstarfsemi þessara tveggja félaga mun færast inn í hið nýja félag, en Vöruhótelið verður með sjálfstæð- an rekstur og mun einnig bjóða þjónustu sína öðrum aðilum á inn- anlandsmarkaði. Morgunblaðið/Golli Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eimskips, og Jónas Þórðarson, starfsmaður Eimskips til 52 ára, takast í hendur eftir að Jónas tók fyrstu skóflustungu að vöruhóteli félagsins. Fyrsta skóflu- stunga að vöruhóteli KLIFURHÚSIÐ í Skútuvogi var opnað við hátíðlega athöfn í gær þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra klipptu á borða og hleyptu atorkusömum klifrurum að í veggina. Klifurhúsið er starfrækt á vegum Íslenska alpa- klúbbsins (ÍSALP) og Sportklif- urfélags Reykjavíkur. Húsið er ætl- að almenningi öllum til notkunar og býður upp á þrjá slútandi klif- urveggi, einn lóðréttan vegg þar sem klifið er í línu og skemmtilegan klifurhelli. Segir Stefán Páll Magn- ússon, formaður ÍSALP, að allir ættu að geta fundið sér klifurvegg við hæfi í Klifurhúsinu. Hæð veggjanna er um 5 metrar og eru alsettir þar tilgerðum handfestum. Mikil sjálfboðavinna félaga í ÍS- ALP og Sportklifurfélagi Reykja- víkur undanfarna mánuði liggur að baki Klifurhúsinu sem nýtur stofn- styrks frá Reykjavíkurborg. „Það er mjög ánægjulegt að hafa Klifurhúsið formlega opnað náð þessum áfanga til þess að hægt yrði að opna húsið fyrir almenn- ingi,“ sagði Stefán Páll Magnússon. „Eftir er að ljúka frágangi á efri hæð hússins sem á að nýta undir samkomusal og fundarsal fyrir opin kvöld og námskeið, sem hingað til hafa verið haldin í húsakynnum Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6. Við væntum þess að það færist meira líf í klúbbinn með því að hafa starfsemina á einum stað.“ Til að æfa í Klifurhúsinu þarf ekki að eiga annað en klifurskó, svokallaðar túttur og er öllum heimill aðgangur að klifurveggj- unum. Yngri en 12 ára þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. Í dag og á morgun, sunnudag, verður frítt í Klifurhúsið en upp frá því kostar skiptið 700 krónur fyrir utanfélagsmenn en 600 fyrir fé- lagsmenn. 1.000 krónur kostar að gerast félagi. Hægt er að kaupa mánaðarkort, þriggja mánaða og árskort í Klifurhúsið og hvetur Stefán alla sem vettlingi geta valdið að koma og byrja að klifra. Klifurhúsið er í Skútuvogi 1g, gengið inn Barkarvogsmegin. Morgunblaðið/Sverrir Unnur B. Guðmundsdóttir spreytti sig í Klifurhúsinu í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.