Morgunblaðið - 23.03.2002, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 23.03.2002, Qupperneq 60
MÚSÍKTILRAUNIR 60 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNDANKEPPNI Músíktilrauna Tónabæjar lauk síðastliðið fimmtu- dagskvöld með hefðbundnu lands- byggðarkvöldi sem svo er kallað því þá er obbi hljómsveita utan af landi. Málum er svo hagað til að þær hljómsveitir sem komast í úrslit þurfi ekki að gera sér aðra ferð í bæ- inn, en úrslit voru í gærkvöldi, föstu- dagskvöld. Það bar meðal annars til tíðinda fimmtudagskvöldið að ein tilrauna- sveitanna var færeysk, því ekki hef- ur áður keppt erlend hljómsveit í Músíktilraununum. Ágæt viðbót við rokkflóruna og vonandi verður fram- hald þar á. Dolphin Fyrst á svið var hljómsveitin Dolphin, söngvaralaust tríó sem flutti vinalega tónlist, ágætis lög með smellnum laglínum. Fyrsta lag- ið var dægilegt, en það annað heldur dauflegt og framvinda lítil. Þriðja lagið var síðan það skásta með skemmtilegum gítarspretti. Mutilate Kannski eiga einhverjir erfitt með gera sér í hugarlund hvernig mel- ódískt dauðarokk hljómar, en þannig tónlist lék einmitt Mutilate. Fyrsta lag sveitarinnar var skemmtilega kaflaskipt og ágæt gítarsúpa þegar mest gekk á. Hin lögin virkuðu frek- ar eins og hugmyndasöfn frekar en lög og náðu ekki að lifna þótt þar hafi margt verið vel gert. Castor Castor kom skemmtilega á óvart með prýðis síðrokk. Í fyrsta laginu var góð stígandi og öðru laginu lyfti söngur, eða raul, umtalsvert. Síðasta lagið var síðan skemmtilegt og batn- aði er á leið. Forvitnileg sveit sem kemur vonandi sterk inn á næstu til- raunum. Equal Þegar Equal sást síðast á Mús- íktilraunum var Proidigy-æði á Ís- landi og sást á því sem þeir félagar voru að pæla. Þeir eru enn að spá í Prodigy, gera hlutina bara miklu betur núna. Lögin voru vel smíðuð og runnu vel, fullt af góðum hug- myndum og hljóðum. Því verður þó ekki neitað að sumt hljómaði gam- aldags, enda mikið breyst í raftón- listinni á fjórum árum. Anubis Anubis félagar voru í langflott- ustu bolunum og gaf þegar til kynna hvað var í vændum. Þeir voru líka að leika þungarokk af gamla skólanum og gerðu það býsna vel. Annað lag þeirra félaga er einna eftirminnileg- ast og þá fyrir lipurt samspil gít- arleikara sveitarinnar sem báðir stóðu sig mjög vel. Þung og góð keyrsla var í síðasta lagi sveitarinn- ar þótt trymbillinn hefði farið út af sporinu þegar hann missti kjuða. Makrel Færeyska hljómsveitin Makrel kom, sá og sigraði á tilraununum að þessu sinni, var mjög öflug og stát- aði af besta gítarleikara tilraunanna að þessu sinni. Hann var mikið að pæla í hljóðum og áferð sem gaf tón- listinni góða vídd. Reyndar stal hann svolítið senunni, en aðrir liðsmenn stóðu sig ekki síður, til að mynda traustur söngvarinn sem sýndi að hann gat gefið frá sér rokur, og þétt- ur trymbillinn. Vafurlogi Eftir stutt hlé kom Vafurlogi á svið og flutti músíktilraunir sínar. Það voru þó engar eiginlegar til- raunir, heldur voru þeir félagar að flytja hanastélssýru og gerðu það vel. Fyrsta lagið var geimlyftutón- list, en síðan var skrúfað frá sýrunni með skemmtilega bjöguðum söng. Síðasta lagið gekk ekki alveg upp, en kom ekki að sök. Nafnleysa Nafnleysa byrjaði á nettu dissi, en þegar það var frá var hægt að byrja á syngja um krókódílamanninn sem eltist ekki lengur við unglingsstúlk- ur heldur börn. Lagið var gott og flutt af krafti og íþrótt. Óstyrkur söngvari sveitarinnar stóð sig með ágætum. Annað lagið var enn betra, skemmtileg samsetning sem vatt sig áfram í meiri og meiri hamagang. Besta lagið var þó síðasta lag þeirra félaga, Sigurður var sjómaður færð- ur með valdi fram á nýja öld. Fínt lag og söngvarinn stóð sig einkar vel. Upptök Hellusveitin Upptök lék hefð- bundið rokkað popp, nokkuð venju- lega tónlist og ekkert sem skar sig úr eða stakk í stúf. Söngvarinn er traustur og sýndi ágæt tilþrif á gít- arinn. Annað lagið var best með grípandi viðlagi. Coma Síðasta tilraunasveitin þetta árið var sérkennileg, trommur gítar og söngur; enginn bassi. Fyrir vikið var keyrslan frekar brothætt hjá þeim félögum, mátti ekkert út af bera til að viðkomandi lag tæki að hökta og gerðist það reyndar nokkrum sinn- um. Söngvarinn, Hákon Jóhannsson, ekki Jóhannesson eins og misritaðist hér í blaðinu, var skemmtilega sval- ur á sviðinu og gítarleikarinn lofar mjög góðu, var í skemmtlegum pæl- ingum. Best var annað lag þeirra fé- laga en endaði sviplega. Dómnefnd og salur voru sammála um að Makrel hefði átt besta leikinn þetta kvöld, en til viðbótar valdi dómnefnd svo Vafurloga og Nafn- leysu áfram. Ýmisleg skemmtan TÓNLIST Músíktilraunir Síðasta tilraunakvöld Músíktilrauna 2002, haldið í Tónabæ sl. fimmtudags- kvöld. Fram komu Mutilate, Coma, Vaf- urlogi, Anubis, Castor, Upptök, Nafn- leysa, Dolphin, Equal og Makrel. Gestir um 200. TÓNABÆR Árni Matthíasson ComaUpptök Anubis Equal Dolphin Mutilate Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Castor FRÉTTIR NORRÆNA ráðherranefndin hef- ur ákveðið að veita ferðastyrki til frjálsra félagasamtaka á árinu 2002. Alls er upphæðin 310.000 danskar krónur sem skiptist á milli Íslands, Grænlands og Færeyja. Íslendingar hafa til umráða 138.000 danskar krónur eða um það bil 50 styrki. Umsækjendur skulu sækja skrif- lega um styrkinn til Norræna húss- ins í Reykjavík. Ítarlegar upplýs- ingar þurfa að fylgja umsókninni um tilefni og tilgang ráðstefnunnar eða fundarins. Styrkurinn er greiddur að ferð lokinni og þarf að skila frumriti af farseðli og dagskrá fundar eða ráðstefnu. Umsóknir berist til Margrétar Guðmunds- dóttur. Umsóknir berist fyrir 15. maí, – 15. ágúst og 15. október, ef peningarnir endast svo lengi. Eftirfarandi reglur gilda um styrkinn:  að hámarki 2 aðilar frá hverjum félagasamtökum  hámarksupphæð er ísl.kr. 32.000 á mann  styrkurinn er greiddur út að lok- inni ferð gegn afhendingu frum- rits af farseðli ásamt dagskrá fundar eða ráðstefnu Bent er á að við fundi eða ráð- stefnur sem stjórnað er af Nor- rænu ráðherranefndinni er unnt að fá túlk til ráðstöfunar. Styrkur til að fá túlk fæst ekki fyrir einstaklinga, heldur aðeins til samnorrænna funda, ráðstefna o.s.frv. Ennfremur að þátttakendur séu að minnsta kosti frá þremur norrænum löndum. Þessum styrk er úthlutað af Norrænu ráðherra- nefndinni, menningardeildinni í Kaupmannahöfn, segir í fréttatil- kynningu. Heimasíða Norrænu ráðherranefndarinnar er www.norden.org Heimasíða Norræna hússins www.nordice.is Ferðastyrk- ir til félaga- samtaka SKÍÐAFÓLK ÍR mun renna sér um í flíspeysum frá Sláturfélagi Suður- lands árið 2002. Þetta er annað árið í röð, sem SS styrkir þessa íþrótta- grein. Sláturfélag Suðurlands vill auka útivist og íþróttaiðkun landsmanna og stuðla að bættri heilsu með góðri næringu og hollri hreyfingu, segir í fréttatilkynningu. Hallgrímur Hólmsteinsson af- hendir Jóni Kornelíusi Magnús- syni peysurnar. Sláturfélag Suð- urlands styrkir skíðafólk SAMTÖK sykursjúkra hafa tekið í notkun heimasíðu á slóðinni www/ diabetes.is. Á heimasíðunni er að finna upplýsingar um sjúkdóminn, mataruppskriftir fyrir sykursjúka, útdrætti úr fræðslubæklingum sam- takanna og fréttir af helstu viðburð- um og nýjungum og einnig eru þar tenglar inn á aðrar heimasíður, inn- lendar sem erlendar. Einnig höfum við fengið nýtt net- fang, diabetes@diabetes, segir í fréttatilkynningu. Ný heimasíða Samtaka sykursjúkra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.