Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN
34 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Vilt þú kafa dýpra í eðli þitt
sem leikari og styrkja
tæknikunnáttuna?
Telur þú að list leikarans sé hjarta
leikhússins og gefi því líf?
Þorir þú að taka áskoruninni um
krefjandi eins árs nám í Finnlandi
ásamt öðrum nemendum frá
Norðurlöndunum, haust 2002
og vor 2003 - undir handleiðslu
framúrskarandi kennara og
leikstjóra?
Ef þú ert með BA-próf úr
leiklistarskóla eða sambærilegt,
þá getur þú sótt um Norræna
meistaragráðuárið (Nordiska
magisteråret) við sænskudeild
Leiklistarháskólans í Helsinki.
Umsóknarfrestur er til
3. apríl 2002.
Inntökupróf í Stokkhólmi
26.-27. maí og í Ósló 28. maí.
Nánari upplýsingar:
www.teak.fi/norma eða
í síma +358 9 4313 6272.
Framsækið og krefjandi
leiklistarnám í Helsinki
EINS og lands-
mönnum er í fersku
minni efndi Krabba-
meinsfélag Íslands til
landssöfnunar 3. mars
2001 undir slagorðinu
„Einn af hverjum
þremur“. Rétt er að
greina frá því nú
hvernig ráðstöfun
söfnunarfjárins verð-
ur háttað. Heildar-
fjárhæð sem safnaðist
var um 87 milljónir
króna en heildar-
kostnaður vegna söfn-
unarátaksins nam
12,5 milljónum króna.
Ákveðið hefur verið
að skipta söfnunarfénu niður á
fimm ár og verða þá að minnsta
kosti 15 milljónir króna til ráðstöf-
unar á hverju ári.
Meginatriði við upphaf söfnunar
var að auka stuðning og þjónustu
við krabbameinssjúklinga, einkum
við endurhæfingu, efla forvarnir
en einnig að styrkja aðildarfélög
Krabbameinsfélagsins í starfi sínu
víða um land svo og stuðningshópa
krabbameinssjúklinga sem starfa
innan vébanda félagsins. Þetta
voru sérstakar áherslur í tilefni
víðtækrar söfnunar en Krabba-
meinsfélagið hafði ekki farið í slíka
söfnun síðan 1991. Áfram annast
félagið svo afar fjölbreytta þjón-
ustu í þágu landsmanna.
Endurhæfing
krabbameinssjúklinga
Verið er að skipuleggja endur-
hæfingarstarf á vegum Krabba-
meinsfélagsins þar sem sálfræð-
ingur og félagsráðgjafi munu veita
stuðningshópum krabbameins-
sjúklinga ráðgjöf og stuðning.
Verkefni þeirra verður fyrst og
fremst að liðsinna stuðningshóp-
unum og efla starf þeirra, t.d. með
skipulögðum námskeiðum til að
undirbúa sjálfboðaliða fyrir stuðn-
ing við sjúklinga. Störf sálfræð-
ings og félagsráðgjafa munu svo
væntanlega einnig tengjast síma-
ráðgjöf Krabbameinsfélagsins.
Þessir starfsmenn munu einnig
starfa með aðildarfélögum úti á
landi við að koma svipuðum stuðn-
ingi á laggirnar þar. Auk þess hef-
ur stjórn Krabbameinsfélagsins
ákveðið að veita endurhæfingar-
verkefni á vegum Landspítala-há-
skólasjúkrahúss í Kópavogi fjár-
stuðning til að útbúa aðstöðu
vegna endurhæfingarstarfs fyrir
krabbameinssjúklinga.
Stuðningur við
landsbyggðina
Ný íbúð hefur verið
keypt í samstarfi við
Rauða kross Íslands.
Þetta er sjötta íbúðin
sem þessi félög kaupa
sameiginlega og nýt-
ist hún eins og hinar,
krabbameinssjúkling-
um utan af landi, sem
þurfa að leita lækn-
inga til Reykjavíkur.
Hefur verið mikil
ánægja með þessa
þjónustu sem nýtist
krabbameinssjúkling-
um og aðstandendum
þeirra með markvissum hætti.
Stuðningur verður veittur við
tilraunaverkefni um heimahlynn-
ingu og endurhæfingu krabba-
meinssjúklinga sem verið er að
setja á fót í Skagafirði í samvinnu
við Heilbrigðisstofnunina á Sauð-
árkróki og Krabbameinsfélag
Skagafjarðar. Þetta er mikilvægt
tilraunaverkefni sem margar heil-
brigðisstéttir koma að og veita
stuðning. Ef vel tekst til verður
hægt að nýta þessa fyrirmynd víð-
ar á landinu, krabbameinssjúkling-
um og aðstandendum þeirra til
góða.
Að lifa með krabbamein
Námskeiðið „Að lifa með
krabbamein“ er sniðið að erlend-
um fyrirmyndum og hefur verið
haldið af Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur í samvinnu við Land-
spítala-háskólasjúkrahús síðan
haustið 1999. Á hverju námskeiði
eru 20 manns, um helmingur sjúk-
lingar og helmingur aðstandendur.
Námskeiðin eru á kvöldin og hvert
námskeið stendur í átta vikur.
Fleiri leita eftir þátttöku á hvert
námskeið en hægt hefur verið að
sinna en þau eru haldin vor og
haust, tvö á hverju ári.
Krabbameinsfélag Íslands vill
gera sitt til að hægt sé að halda
fleiri slík námskeið og hefur
ákveðið að leggja til þess fé til að
styðja við þjálfun fleiri leiðbein-
enda. Þannig mætti sannarlega
koma til móts við þarfir krabba-
meinssjúklinga og aðstandenda
þeirra fyrir stuðning og endurhæf-
ingu.
Fjölgun þjónustumiðstöðva
á landsbyggðinni
Krabbameinsfélagið ætlar að
styrkja aðildarfélög sín með því að
taka þátt í launakostnaði starfs-
manna. Um er að ræða sex skrif-
stofur eða þjónustumiðstöðvar
dreifðar um landið. Starfsmenn
halda utan um rekstur svæðis-
skrifstofu aðildarfélagsins, og
munu styðja krabbameinssjúklinga
í sinni heimabyggð auk þess að
sinna tóbaksvörnum og almennri
fræðslu í samvinnu við Krabba-
meinsfélag Reykjavíkur.
Verkefnisstjóri hefur verið ráð-
inn í framhaldi af þjóðarátaki sem
tengiliður Krabbameinsfélags Ís-
lands við aðildarfélögin. Verkefni
hans er að aðstoða aðildarfélögin,
samræma starf þeirra og styrkja
þau til að vinna að málefnum sem
tengjast krabbameini og krabba-
meinssjúklingum.
Árlegir styrkir verða veittir til
verkefna á vegum stuðningshópa
Krabbameinsfélags Íslands.
Stuðningur þessi veitir möguleika
á öflugra starfi í þágu krabba-
meinssjúklinga.
Auk þeirra verkefna sem hér
hafa verið talin heldur Krabba-
meinsfélagið áfram fjölþættri
starfsemi sinni að mikilvægum
verkefnum í þágu þjóðarinnar svo
sem leit að krabbameini í leghálsi
og brjóstum kvenna á Íslandi, sem
hefur borið góðan árangur. Einnig
rekstri Krabbameinsskrár um öll
þau krabbamein sem greinast á Ís-
landi en hún veitir okkur einstakar
og verðmætar upplýsingar um
þróun og tíðni krabbameinssjúk-
dóma hér á landi. Ennfremur
rekstri Rannsóknastofu í sam-
einda- og frumulíffræði sem birt
hefur niðurstöður um veigamiklar
nýjungar í rannsóknum t.d. á
brjóstakrabbameini. Stöðug og
vaxandi eftirspurn er eftir þjón-
ustu Heimahlynningar Krabba-
meinsfélagsins og sama má segja
um íbúðirnar fyrir krabbameins-
sjúklinga af landsbyggðinni. Öfl-
ugt fræðslustarf er svo áfram rek-
ið af Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur, einkum varðandi tób-
aksvarnir.
Krabbameinsfélag Íslands ítrek-
ar þakkir sínar til allra þeirra fjöl-
mörgu sem lögðu landssöfnuninni
lið með einum eða öðrum hætti og
einnig til þeirra sem jafnan
styrkja félagið og sýna þannig
vilja sinn í verki til að styðja bar-
áttuna gegn krabbameini.
Guðrún
Agnarsdóttir
Krabbameinsfélagið
Krabbameinsfélagið
ætlar að styrkja aðild-
arfélög sín, segir
Guðrún Agnarsdóttir,
með því að taka þátt í
launakostnaði
starfsmanna.
Höfundur er forstjóri Krabbameins-
félags Íslands.
Verkefni
í þágu
þjóðarinnar
FJÁRFESTAR –
sem og almennir
starfsmenn – hljóta að
spyrja sig hvort vel-
gengni fyrirtækis
grundvallist á því
hvort markaðsaðstæð-
ur þess teljist vænleg-
ar eða hinu, hvort
framsýni stjórnenda
þess ráði úrslitum.
Nú er sá tími ársins
þegar fyrirtæki skila
af sér afkomutölum
síðasta árs. Þegar illa
hefur gengið er al-
gengasta skýring
stjórnenda ,,erfiðar
markaðsaðstæður“
fremur en mistök þeirra sjálfra. Sé
sú skýring rétt hlýtur sú spurning
að vakna hvort velgengni ýmissa
fyrirtækja, s.s. Pharmaco og Delta,
byggist þar með fyrst og fremst á
markaðsaðstæðum en ekki á fram-
sýni stjórnenda.
Hið hefðbundna – og á margan
hátt eðlilega – svar er að markaðs-
aðstæður hljóti að vera megin-
grundvöllur fyrir velgengni fyrir-
tækis. Ýmsir merkir aðilar, s.s.
Michael Porter og Warren Buffett,
hafa ýjað að þessu í skrifum sín-
um. Við fyrstu sýn mætti líka telja
auðveldara að sýna hagnað á vax-
andi markaði þar sem unnt væri að
koma verðaðgreiningu við. Vanda-
málið hefur hins vegar verið að
erfitt hefur reynst að sýna fram á
þetta.
Hvað skilur feigan
frá ófeigum?
Sem áhugamaður um mannlega
hegðun hef ég gaman af að fylgjast
með mannlegu eðli. Það sem einn
kemst auðveldlega upp með líðst
öðrum engan veginn. Því er það að
samfelld sigurganga Ryanair-flug-
félagsins í hinum erfiða flugheimi
hlýtur að vekja upp spurningar.
Kann framsýni stjórnenda jafnvel
að hafa meiri áhrif en markaðs-
aðstæður?
Nýleg rannsókn fræðimanna á
vegum INSEAD (Is Profitability
Driven by Industry- or Firm-
Specific Factors? A new Look at
the Evidence, by Gabriel Hawaw-
ini, Venkat Subraminanian & Paul
Verdin, Insead working paper
2001) tekur á þessari spurningu.
Niðurstaða hennar er sú að mark-
aðurinn skipti máli en óverulegu
þó. Þetta á þó aðeins við um þau
fyrirtæki sem skera sig úr, ann-
aðhvort sökum mikillar velgengni
eða slakrar frammistöðu. Það er
ekki nauðsynlegt að starfa á „heit-
um“ markaði, eins og hátækniiðn-
aði eða tölvugeiranum, til að skapa
verðmæti. Það sem skiptir meg-
inmáli er hæfni og framsýni stjórn-
enda (sem mega væntanlega telj-
ast góðar fréttir fyrir starfsmenn
og hluthafa í Pharmaco og Delta).
Rannsóknin sýnir að stjórnendur
sem skapa ,,virðisauka“ eru fyrir
hendi á öllum mörkuðum (á hinn
bóginn er einnig sýnt fram á að
vanhæfir stjórnendur eru líka til
staðar hvarvetna). Fyrir þá sem
tilheyra meðaltalinu, virðast mark-
aðsaðstæður hins vegar hafa mun
meira vægi. Eða eins og forvíg-
ismenn rannsóknarinnar orða það
sjálfir: „Fyrir flest fyrirtæki, þ.e.
þau sem hvorki eru leiðandi né eft-
irbátar á samkeppnismarkaði,
skipta markaðsaðstæður mun
meira máli heldur en atriði sem
varða beint fyrirtækið sjálft.“
Sé hins vegar um að ræða fyr-
irtæki sem skara fram úr skipta
samkeppnisaðstæður óverulegu
máli. Velgengnin sé þá undir verk-
lagi og framsýni stjórnenda komin.
Sem skýringu nefna höfundar að
framúrskarandi góð
(eða slæm) stjórnun
leiði til sérlega góðs
(eða slæms) árangurs
án tillits til markaðs-
aðstæðna. Til að falla
ekki undir meðaltal
markaðarins þurfi
stjórnendur að búa að
skörpum skilningi á
eðli þess markaðar
sem þeir starfa á.
Höfundar rannsóknar-
innar nefna erlend
dæmi um framsýna
stjórnendur s.s.
Nokia, Cemex og
Ryanair. En allt eru
þetta fyrirtæki sem
skapað hafa mikinn auð fyrir hlut-
hafa með því að skara langt fram
úr samkeppnisaðilum. Hér mætti
velta því fyrir sér hvort sambæri-
leg dæmi séu Össur og Bakkavör.
Hvað eigum við starfsmenn
og fjárfestar að gera?
Meginþorri fyrirtækja starfar á
ört vaxandi samkeppnismarkaði
sem sprettur m.a. af auknu að-
gengi upplýsinga sem aftur auð-
veldar kaupendum að bera saman
verð og gæði. Þar með er óvarlegt
að treysta því að að markaðsað-
stæður fyrirtækis muni tryggja
vöxt þess og velgengni. En rann-
sóknin sýnir einmitt fram á að
þetta er það sem skiptir máli fyrir
þorra fyrirtækja. Hið jákvæða er
hins vegar að þrátt fyrir erfiðar
markaðsaðstæður má alltaf finna
fyrirtæki sem geta skapað „virð-
isauka“ og skila framúrskarandi
arðsemi.
Fjárfestar þurfa því að íhuga vel
hæfi stjórnenda þeirra fyrirtækja
sem þeir leggja sparifé sitt í og
vera tilbúnir til að greina mistök
sín í tíma ef væntingar ganga ekki
eftir. Rannsóknin bendir til þess
að hæfni stjórnenda sé grundvöllur
fyrir ávöxtun vel rekinna fyrir-
tækja. Meðalstjórnendur á mjög
hagstæðum markaði kunni að skila
góðri arðsemi en af hverju ætti
fjárfestir að sætta sig við með-
alstjórnendur?
Sú staðreynd að fyrirtæki starfi
á hörðum samkeppnismarkaði,
þarf ekki að útloka að það geti
vaxið og skilað framúrskarandi
hagnaði. Lykilatriðið er þekking
og kunnátta æðstu stjórnenda.
Fjárfestar, sem og almennir
starfsmenn, verða því að vera
gagnrýnir á stjórnendur síns fyr-
irtækis. Er framsýni stjórnenda
yfir meðaltali – og mun hún þar
með leiða fyrirtækið til aukins
„virðisauka“? Kannski getur
starfsmaður haft áhrif á þróun
mála.
Að lokum vil ég vitna í Warren
Buffett, hinn virta fjárfesti, er
hann segir; „Ef þú finnur að þú ert
staddur í hriplekum báti, er viðbú-
ið að þeir kraftar sem þarf til að
skipta um fley muni skila meiru
heldur en þeir kraftar sem það út-
heimtir að setja fyrir lekann.“
Brynjar
Kristjánsson
Höfundur er verðbréfamiðlari.
Markaður
Þegar illa hefur gengið,
segir Brynjar Krist-
jánsson, er algengasta
skýring stjórnenda
,,erfiðar markaðs-
aðstæður“ fremur en
mistök þeirra sjálfra.
Skipta
markaðsað-
stæður máli?
MOGGABÚÐIN
mbl.is