Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 63 NÝLEGA var skrifað undir sameig- inlega stefnumörkun Landbún- aðarháskólans á Hvanneyri og Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins 2002 – 2006. Undirskriftin fór fram í landbúnaðarráðuneytinu að viðstöddum landbúnaðarráðherra. Um árabil hafa Rannsóknastofn- un landbúnaðarins og Landbún- aðarháskólinn á Hvanneyri starfað hlið við hlið að fræðastarfi fyrir ís- lenskan landbúnað. Á liðnum árum hefur mikið verið rætt um nánara samstarf stofnananna og nægir að nefna nýgerða samninga milli LBH og RALA um rannsóknir og kennslu í sauðfjárrækt og bútækni. Með þessari undirskrift er stigið næsta skref og lögð fram sameig- inleg stefnumörkun til næstu fimm ára um rannsóknir og kennslu í þágu landbúnaðarins. Í lok þess tímabils, sem stefnu- mörkunin nær til, er stefnt að því að eftirfarandi áföngum verði náð: 1. Að faglegt starf við RALA og LBH sé samræmt, og leitað hafi verið markvisst eftir samþættingu við aðrar stofnanir landbúnaðarins. 2. Að ásinn Keldnaholt- Hvanneyri virki sem ein starfsstöð og sé miðstöð faglegs starfs stofn- ananna. Í því felst að starfsmenn einstakra starfssviða geti sinnt starfi sínu á hvorum staðnum sem er. 3. Að öll tilraunaaðstaða nýtist starfsmönnum beggja stofnana og að rekstrarfyrirkomulag hvetji til slíkrar samnýtingar. Það er trú þeirra, sem að þessu koma að þetta skili jákvæðum ár- angri fyrir þá mörgu sem stofn- anirnar þjóna, starfsmenn þeirra og samfélagið allt, segir í frétta- tilkynningu. Við borðið sitja Magnús B. Jónsson, rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, og Þorsteinn Tómasson, for- stjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Fyrir aftan þá standa, frá vinstri: Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra, Guðmundur Helgason, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, Torfi Jóhannesson, Landbún- aðarháskólanum á Hvanneyri, og Áslaug Helgadóttir, aðstoðarforstjóri RALA Sameiginleg stefnu- mörkun RALA og LBH SAMTÖK um betri byggð halda að- alfund í dag, laugardag kl. 14, á ann- arri hæð í Húsi málarans Banka- stræti, 7a. Erindi halda: Pétur Ármannsson arkitekt, Þorvaldur Gylfason pró- fessor og Orri Gunnarsson verk- fræðinemi. Samtök um betri byggð eru ópóli- tísk samtök sem hafa það að mark- miði að stuðla að uppbyggilegri um- ræðu um skipulagsmál borgarinnar, segir í fréttatilkynningu. Fundurinn er opinn fundur og all- ir velkomnir. Aðalfundur Samtaka um betri byggð FERÐAFÉLAG Íslands efnir til göngu á Vatnsleysuströnd, sunnan við álverið í Straumsvík, sunnudag- inn 24.mars. Gengið verður á milli Straums, Oddsstaðar og Lónkots og þaðan upp á Keflavíkurveg. Farið verður úr bílnum rétt sunnan við ál- verið og gengið með sjónum í vest- urátt, gengið verður með fjörunni og í hrauninu. Þetta er um tveggja til þriggja tíma ganga. Fararstjóri er Ásgeir Pálsson. Verð er kr. 1.000/ 1.200. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. Gengið á Vatns- leysuströnd Samtök atvinnulífsins Samtök atvinnulífsins voru kölluð Samtök iðnaðarins á einum stað í frétt um fund forystumanna ríkis- stjórnarinnar, ASÍ og SA í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. Orð datt út í um- mælum Ara Teitssonar Í umfjöllun um úrskurði Óbyggða- nefndar í blaðinu í gær datt út orðið „ekki“ á einum stað í ummælum Ara Teitssonar, formanns Bændasam- takanna. Rétt eru ummælin þessi: „Hinu er ekki að neita að ríkinu var dæmdur grunneignarréttur á nánast öllum afréttum Árnessýslu. Það var eitthvað sem menn vonuðu að yrði ekki raunin.“ Þá skal það áréttað, vegna sömu greinar, að það var afréttur en ekki land sem Biskupstungnamenn keyptu af kirkjunni fyrir um 150 ár- um. Beðist er velvirðingar á þessu. Eigendur samþykktu ekki samning Misræmis gætti í fyrirsögn með frétt um samning vegna Strætó bs. sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Sagði í fyrirsögninni að borgarritari segði að eigendur Strætó hefðu sam- þykkt samninginn sem gerður var við Skúla Bjarnason stjórnarfor- mann um störf hans þar til fram- kvæmdastjóri kæmi að félaginu. Eins og fram kemur í sjálfri fréttinni fólu eigendur borgarritara og bæj- arritara Hafnarfjarðar að ganga frá samningi við stjórnarformanninn. Samningurinn sem slíkur var hins vegar ekki borinn undir eigendur Strætó þegar hann lá fyrir heldur sendur til fjármálastjóra Strætó bs. til framkvæmdar. Er beðist velvirð- ingar á þessu misræmi. LEIÐRÉTT NÁMSKEIÐ um sjálfstyrkingu unglinga á aldrinum 13 – 14 ára verð- ur í Foreldrahúsinu að Vonarstræti 4b, þriðjudaginn 2. apríl. Námskeið- inu er ætlað að efla sjálfstraust, sjálfsvirðingu og félagslega hæfni unglinga. Unnið verður með listmeðferð og tjáningu á myndrænu formi. Farið verður í tilfinningar og hvernig við- komandi einstaklingi líður frá degi til dags og unglingunum leiðbeint um hvernig þeir geti ráðið bót á nei- kvæðum tilfinningum. Uppbygging sjálfsvirðingarinnar verður einn af lykilþáttum námskeiðsins og sjálfs- traustið eflt og fleira. Allar nánari upplýsingar er að fá í Foreldrahús- inu. Sjálfstyrking unglinga HESTASÝNING og kántrýkvöld verða á Blönduósi og Skagaströnd í dag, laugardaginn 23. mars. Kl. 15 verður sýning hestamanna í reiðhöllinni Arnargerði við Blöndu- ós. Þar verður m.a.: ræktunarbú, einstaklingsatriði, grín og glens, við- urkenningar o.fl. Aðgöngumiðar verða seldir í Byggingavöruverslun Kaupfélags Húnvetninga. Aðgangseyrir er kr. 1.500 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn 7–12 ára. Um kvöldið verður kántrýkvöld í Kántrýbæ. Hestasýning og kántrýkvöld VORHEIMSÓKNIR grunnskóla- nema til Alviðru, umhverfisfræðslu- seturs Landverndar við Sog, hefjast eftir páska, undir kjörorðinu „Til móts við vorið“. Aðsókn hefur vaxið hröðum skref- um síðustu ár, en skólar víðs vegar að af landinu heimsækja Alviðru ár- lega. Útivist, fróðleikur og skemmt- un er markmið heimsóknarinnar í hnotskurn. Dagskrá Alviðru stendur til 7. júní, segir í fréttatilkynningu. Vorheimsókn í Alviðru UNDIRRITAÐUR var nýlega í menntamálaráðuneytinu þjónustu- samningur milli ráðuneytisins og Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Íslands í menntamálaráðuneytinu. Sam- kvæmt samningnum taka sam- tökin að sér rekstur fullorð- insfræðslu fyrir fatlaða sem heyrir undir menntamálaráðuneytið og yfirtaka núverandi starfsemi full- orðinsfræðslunnar. Stofnuð verður sjálfseignarstofnun um verkefnið, Fullorðinsfræðsla fatlaðra. Markmið Fullorðinsfræðslunnar verður eftir sem áður að skipu- leggja námskeið fyrir fullorðið fatlað fólk sem ekki á kost á starfsþjálfun og símenntun hjá öðrum símenntunaraðilum. Stjórn sjálfseignarstofnunarinnar verður skipuð fimm mönnum til þriggja ára í senn og fimm til vara. Hún mun ákveða meginþætti í stefnu stofnunarinnar og setja starfs- reglur. Menntamálaráðuneytið greiðir um 141 milljón króna á árinu 2002 vegna verkefnisins og lætur sjálfs- eignarstofnuninni í té þann búnað sem tilheyrt hefur Fullorð- insfræðslu fatlaðra. Fyrir 1. júní 2002 skulu aðilar gera með sér sérstakt samkomulag um framtíð- arlausn húsnæðismála fullorð- insfræðslunnar og um leigugjöld sem af því leiðir. Samningurinn gengur í gildi 1. ágúst 2002, segir í frétt frá menntamálaráðuneytinu. Morgunblaðið/Kristinn Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Halldór Gunnarsson, formaður Landssamtak- anna Þroskahjálpar, undirrita þjónustusamninginn. Þjónustusamningur um fullorðinsfræðslu fatlaðra UNGAR stúlkur fá á þriðjudag tækifæri til að kynnast vinnu- stöðum þeirra fullorðnu. Mömmur, pabbar, afar og ömmur eru hvött til að taka stúlku á aldrinum 9–15 ára með sér í vinnuna þriðjudaginn 26. mars, segir í fréttatilkynningu Dagurinn Dæturnar með í vinnuna er hluti af verkefninu Auður í krafti kvenna. Auðar- verkefnið er þriggja ára verk- efni sem hóf göngu sína 1999 og miðar að því að auka hagvöxt á Íslandi með því að hvetja konur til atvinnusköpunar. „Markmiðið með þessum degi er að hvetja stúlkur til að hugsa um mismunandi leiðir og tækifæri snemma á lífsleiðinni. Með því að hvetja ungar stúlk- ur til dáða, efla sjálfstraust þeirra og auka víðsýni getum við betur virkjað krafta kvenna til atvinnusköpunar og aukn- ingar hagvaxtar í framtíðinni. Auðar-verkefnið stendur fyr- ir þessum degi núna í þriðja skipti. Takmarkið er að í fram- tíðinni verði dagurinn orðinn sjálfsagður hluti af atvinnulíf- inu á Íslandi, og stúlkur lands- ins á aldrinum 9–15 ára fái tækifæri á að kynnast ólíkum fyrirtækjum og störfum. Áhugi fyrirtækja á deginum í fyrra og í ár bendir til að góðar líkur séu á því að þessu takmarki verði náð,“ segir í tilkynningunni. Nánari upplýsingar veitir Þorbjörg Vigfúsdóttir verk- efnastjóri Auðar í krafti kvenna í síma eða á netfangi aud- ur@ru.is. Dæturnar með í vinnuna á þriðjudag KOMIÐ hefur í ljós að eftirgerjun hefur átt sér stað í nokkrum flöskum af íslenska berjavíninu Kvöldsól. Við eftirgerjun myndast kolsýra, hún eykur þrýsting í flöskum sem getur valdið því að tappinn skjótist úr, vínið fylgir á eftir og skilur eftir bletti sem erfitt getur verið að hreinsa. Að sögn framleiðanda er hægt að draga úr líkum á að þetta gerist með því að kæla vínið. ÁTVR mun taka við og endur- greiða Kvöldsól af þeim sem þess óska, segir í frétt frá Áfengis- og tób- aksverslun ríkisins. Eftirgerjun í berjavíni NÁMSKEIÐIÐ Öflugt sjálfstraust verður haldið í Foreldrahúsinu að Vonarstræti 4b dagana 8. og 15. apríl kl. 18 – 21 báða dagana. Námskeiðið er fyrir alla foreldra sem vilja styrkja sig í að verða sterk- ar fyrirmyndir fyrir börnin sín. Kenndar eru aðferðir til að efla sjálfstraust, fjallað um áhrif hugar- fars og leiðir til að byggja sig upp og taka ábyrgð á eigin lífi og heilsu. Höfundar námskeiðsins eru Jó- hann Ingi Gunnarsson og Sæmund- ur Hafsteinsson sálfræðingar. Þeir flytja námsefnið á myndbandi. Nánari upplýsingar eru í For- eldrahúsinu. Forvarnar- námskeið LEIÐIR til að nýta þann skapandi kraft og hugmyndaauðgi sem felst í menningarmun er viðfangsefni nám- skeiðs sem verður hjá Endurmennt- un HÍ dagana 8. og 9. apríl kl. 9–12. „Fólk af ýmsu þjóðerni starfar saman á vinnustöðum, í skólum og félagasamtökum og er markmið námskeiðsins að auka skilning á við- brögðum fólks í framandi aðstæðum og fræðast um gildismat sem hefur áhrif á skoðanir og viðbrögð. Fjallað verður m.a. um aðlögun og menning- aráfall, fordóma og mismunandi menningarkerfi,“ segir í fréttatil- kynningu. Kennari er Margrét Einarsdóttir sálfræðingur hjá Þróunarsamvinnu- stofnun. Frekari upplýsingar um efni námskeiðsins eru á vefsíðunni www.endurmenntun.is og þar er jafnframt hægt að skrá sig, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um fjölþjóðlega vinnustaði UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ býð- ur fyrirtækjum, samtökum, stofnun- um og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, við- skiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Þórður Ægir Óskarsson, sendi- herra Íslands í Vínarborg, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu mið- vikudaginn 27. mars nk. kl. 10 til 12. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Bosníu og Hersegóvínu, Ung- verjalands og Slóvakíu, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Viðtalstími sendiherra í Vínarborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.