Morgunblaðið - 23.03.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.03.2002, Qupperneq 14
AKUREYRI 14 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hofsbót 4 1. hæð húsins nr. 4 við Hofsbót á Akureyri er til sölu. Selst í einu eða tvennu lagi. Stærð 293,8 fm. Laus um mánaðamótin maí/júní. Húsið var byggt árið 1988, og er í fyrsta flokks ástandi. Sími 461 1500, fax 461 2844, netfang petur@fast.is Allar nánari upplýsingar hjá undirrituðum. Til sölu Hjalteyrargata 8 - Akureyri Fasteignin Hjalteyrargata 8 er nú til sölu. Fasteignin er um 633,4 að stærð og skiptist í verslunarhluta, 211 fm, og iðnaðarhluta 422 fm. Í iðnaðarhlutanum eru tvennar góðar innkeyrsludyr. Gott athafnasvæði er við húsið og aðkoma góð frá Hjalteyrargötu. Allar frekari upplýsingar veittar Fasteignasölunni BYGGÐ Sími 462 1744 og 462 1820, fax. 462 7746 Um helgina í síma 897-7832 (Björn)Strandgata 29 - Akureyri TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráð- herra opnaði formlega í fyrradag RHnetið í Háskólanum á Akureyri, en um er að ræða ljósleiðaratengingu Rannsókna- og háskólanets Íslands við Háskólann á Akureyri. Sagði hann að um væri að ræða mikilvægan atburð í sögu skólans og hann væri ekki í vafa um að tengingin myndi valda straumhvörfum í starfsemi há- skólans. Háskólinn er nú kominn í öflugt gagnvirkt samband við allar helstu rannsókna- og háskólastofn- anir landsins. Hlutverk RHnets er að tengja saman allar þessar stofnanir í gegnum háhraðatölvunet. Með inn- byrðis tengslum og áframhaldandi háhraðatengingum við sambærilegar stofnanir í útlöndum stóraukast möguleikar á samskiptum og sam- vinnu innan háskóla- og rannsókna- samfélagsins, jafnt innanlands sem beggja vegna Atlantshafsins. Fjarskiptafyrirtækið Fjarski lagði ljósleiðarann yfir hálendið. Í Reykja- vík tengist hann ljósleiðarakerfi Lín- u.Nets, en á Akureyri hafa Norður- orka og Fjarski annast lagningu ljósleiðaralínu til háskólans og fleiri stofnana. Páll Skúlason háskólarektor, sem var syðra, sagði ljósleiðarateng- inguna gegna lykilhlutverki í sam- starfi háskólanna og sá hann fyrir sér að með henni myndi verða unnt að stórauka námskeiðahald um fjar- fundabúnað í sem flestum greinum og deildum háskólanna. Auk þeirra fluttu einnig ávörp Þor- steinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri, Þórður Kristinsson stjórnarformaður RHnets, Jón Ingi Einarsson fram- kvæmdastjóri RHnets, Eiríkur Bragason framkvæmdastjóri Lín- u.Nets og Kristján Gunnarsson stjórnarformaður Fjarska en þeir tveir síðarnefndu færðu Háskólanum á Akureyri gjöf af þessu tilefni, lág- myndina Gluggann eftir Elísabetu Ásberg. Mun valda straumhvörfum Menntamálaráðherra opnar ljósleiðaratengingu í Háskólanum á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra opnar ljósleiðaratengingu RHnetsins í Háskólanum á Akureyri. SKÓLANEFND Akureyrarbæjar hefur samþykkt að gerð verði úttekt á starfsemi Brekkuskóla í ljósi þess að 5 ár eru liðin frá sameiningu Barnaskóla Akureyrar og Gagn- fræðaskólas í einn skóla, Brekku- skóla, og að framundan er vinna við að koma skólanum undir eitt þak. Varðandi úttektina á starfsemi Brekkuskóla hefur skólanefnd falið deildarstjóra skóladeildar að ganga til samninga við Jón Baldvin Hann- esson á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram komu á fundinum. Þá samþykkti skólanefnd tillögu þess efnis að Sigmar Ólafsson að- stoðarskólastjóri Brekkuskóla leysi Björn Þórleifsson skólastjóra af næsta skólaár. Úttekt á starfi Brekku- skóla LISTALÍF, nýstofnað félag á Ak- ureyri, efnir til stórtónleika í Íþróttahöllinni á skírdag, þar sem fram koma Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, einsöngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, Óskar Pétursson, Karlakórinn Heimir, Barna- og unglingakór Akureyrar og Álftagerðisbræður. Félagið hefur fengið aðstöðu þar sem skrifstofa Gilfélagsins var í Kaupvangsstræti og þar fer miða- sala fram, sem og í Nettó á Ak- ureyri og í Reykjavík, og í KA- heimilinu. Gert er ráð fyrir að tónleikagestir verði um 2000 tals- ins. Sverrir Leósson útgerðarmaður mætti á skrifstofuna í vikunni og keypti 30 miða á tónleikana, en hann ætlar að bjóða áhöfn Súl- unnar ásamt mökum á tónleikana. „Langri og gjöfulli loðnuvertíð er nú að ljúka og þá er við hæfi að umbuna áhöfninni fyrir vel unnin störf með þessum hætti. Mat- sveinninn um borð er alveg frá- bær og ég veit að ekki skortir á að mennirnir fá góða líkamlega næringu, en nú gefst þeim færi á að njóta andlegrar næringar líka,“ sagði Sverrir. Hann sagði marga tónlistarunnendur um borð í Súlunni og að menn hlökkuðu til tónleikanna. „Með þessu viljum við líka heiðra Óskar Pétursson sem hefur sungið fyrir okkur í áratugi og gert lífið litríkara. Það verður gaman að sjá hann spreyta sig á þessu krefjandi verkefni.“ Andleg næring eftir gjöfula loðnuvertíð Morgunblaðið/Kristján Guðlaug Ringsted hjá Listalífi afhendir Sverri Leóssyni miða á tónleikana. Býður áhöfn Súlunnar á stórtónleika LÆKNAVAKT fyrir sjúkraflug hef- ur verið stofnuð á vegum Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Læknar sem manna þessa vakt eru allir starfandi á Akureyri en með ólíkan bakgrunn og hafa þeir allir fengið sérstaka þjálfun fyrir þetta starf. Í frétt um læknavaktina segir að við þær aðstæður þar sem nauð- synlegt er að læknir fylgi sjúklingi auk sjúkraflutningamanns sé hægt að fá aðstoð hjá FSA með því að hringja í Neyðarlínua í síma 112 eða beint á Slökkvistöðina á Akureyri í sím 462-2222. Læknavaktin er fyrst og fremst hugsuð til að létta vinnu lækna úti í héruðum sem þurfa þá ekki sjálfir að fylgja sjúklingum sín- um á sjúkrahús. Ef hjúkrunarfræð- ingur þarf að fylgja sjúklingi er það hlutverk sendandans að útvega hann. Forsvarsmenn FSA vænta þess að þjónustan nýtist vel og auki á öryggi sjúklinga í sjúkraflugi og létti einnig vinnu lækna í héruðum landsins. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Læknavakt fyrir sjúkraflug HÆTT hefur verið við sum- arlokun leikskóla á Akureyri nú í sumar, en tillaga bæj- arstjóra, Kristjáns Þórs Júl- íussonar, þess efnis var sam- þykkt á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Í tillögu bæjarstjóra kemur fram að sumarleyfi í leikskól- um nú í sumar verði með sama hætti og undanfarin tvö ár og komi því ekki til lok- unar þeirra eins og fyrirhug- að var að gera tímabundið. Kostnaði sem af ákvörðuninni hlýst er vísað til endurskoð- unar fjárhagsáætlunar. Fram kom í máli Kristjáns að mikl- ar umræður hefðu orðið um fyrirhugaða sumarlokun og þótti foreldrum tillögur þar um seint fram komnar. Leikskól- um ekki lokað í sumar FÓLK Í FRÉTTUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.