Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 43 brosmildu stelpunnar sem var mér svo traustur vinur og félagi. Ég sakna hennar mikið og hún mun alltaf lifa sem falleg minning í hjarta mínu. Ég bið guð um að blessa Fríðu, Sigga og fjölskyldu þeirra sem hafa alltaf verið mér svo góð. Ég hélt að þú færir frá mér en nú veit ég að þú ert hér hjá mér, þú lifir í mínu hjarta, þá fer allt þetta svarta. Vinarkveðja, Árdís Flóra Leifsdóttir. Augun stóru full af undrun og sak- leysi. Yfirbragðið rólyndislegt en forvitnin skammt undan. Óhrædd við að spyrja spurninga og sumar hverjar fullorðinslegar. Kom fólki stundum í opna skjöldu með ein- lægninni. Þannig var Anna Margrét. Kynni af henni kenndu að góð nær- vera hefur ekkert með aldur, titla eða fyrri störf að gera. Hlýjan og falsleysið hittu beint í hjartastað. Hún bar góðum foreldrum svo sann- arlega fagurt vitni eins og þau systk- inin öll í Rauðaskógi. Kurteis og vönduð. Þeir sem einhverntíma hafa komið í heimsókn til Fríðu og Sigga þekkja notalegt andrúmsloftið sem ríkir á heimilinu. Kærleikurinn og tilgerðarleysið ráða þar ríkjum og einhver sérstök tegund af æðruleysi sem oft fylgir stórum fjölskyldum. Margan kaffisopann hef ég drukkið við Rauðaskógseldhúsborðið og oft- ar en ekki var Anna Margrét þátt- takandi í spjallinu. Og svo rölti hún kannski með mér og Kristni litla til kúnna, kálfanna og kindanna. Sagði okkur stolt nöfn þeirra allra og strauk kanínunum af varfærni. Nú eru þessar hversdagsstundir orðnar að dýrmætum minningarperlum sem við þökkum fyrir. Við eigum erfitt með að sætta okkur við grimmd örlaganna að höggva svo hart í tvígang hjá vinum okkar í Rauðaskógi. Og við skiljum enn síður miskunnarleysi forsjónar- innar að ræna 11 ára barn framtíð- inni. Hún sem var rétt að byrja að bragða á lífinu. En við ráðum víst ekki öllu í þessari jarðvist og í varn- arleysi okkar gagnvart staðreyndun- um biðjum við allt það góða sem til er að vaka yfir fjölskyldu Önnu Mar- grétar. Vertu sæl, litla vinkona, og farnist þér vel í nýjum heimkynnum. Fyrir hönd allra í Austurhlíð, Kristín Heiða (Stína). Hver óttast er lífið við æskunni hlær sem ærslast um sólríka vegi, og kærleikur útrás í kætinni fær, sé komið að skilnaðardegi. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Hvers vegna? Hvers vegna? Nei, þetta getur ekki verið rétt, voru hug- renningar laugardagsins 9. mars sl. En þessar fréttir voru réttar. Hún Anna Margrét dó í sviplegu umferð- arslysi þennan morgun. En hvers vegna hún? Hún sem var svo glöð og kát, að skreppa til Reykjavíkur með stóra bróður sínum. Hún sem var svo hress og kát. Hún sem hafði svo ríka réttlætiskennd og var svo um- hyggjusöm. Hún hafði gullhjarta. Hún sem lét sér svo annt um skóla- félagana í frímínútum, tók börnin sem stóðu utan hópsins og hvatti þau ávallt með í leikinn. Kynni okkar Önnu Margrétar hófust fyrir alvöru þegar hún 5 ára gömul kom til mín í vorskóla í „stóra skólann“ Reyk- holtsskóla. Pínulítið feimin en glað- leg og brosandi, með rauðar epla- kinnar og geislandi augu. Kynni okkar þróuðust því ég tengdist bekknum hennar áfram og hún var í lestrarhóp sem æfði daglega hjá mér lestur uns sigur var unninn. Einnig var Anna Margrét jafngömul yngstu dóttur minni, þær voru bekkjarsyst- ur og góðar vinkonur. Söknuður okkar er mikill en það er hægt að þakka fyrir og ylja sér við minningar um liðnar samverustundir og góða vinkonu. Mikill og þungur harmur er kveð- inn að foreldrum Önnu Margrétar, systkinum og fjölskyldu hennar. Góður Guð styrki ykkur öll til að tak- ast á við þessa miklu sorg og gefi að Ólafur Jóhann bróðir hennar nái góðri heilsu á ný. Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum (Björn Halldórsson.) Guð geymi þig og takk fyrir allt, elsku Anna Margrét. Elinborg Sigurðardóttir. Nú eru allir sorgmæddir í sveit- inni Anna Margrét var svo góð skólasystir og kórfélagi alltaf kát og skemmtileg og við söknum hennar mikið. Við eigum margar góðar minningar um hana sem eru dýr- mætar. Eins og þegar við fórum á badmintonmót í Þorlákshöfn, þá var Anna Margrét meidd á hendinni og gat ekki keppt, en fór samt með til að hughreysta okkur hin. Við sögð- um að hún væri eins og lítill liðsstjóri og það var gott að hafa hana með. Á leiðinni heim í bílnum sungum við kóralögin, fórum í klappleik og spjölluðum, þá höfðum við engar áhyggjur. Svo komu sinfóníutón- leikarnir, við fórum til Reykjavíkur saman og æfðum, allir kórarnir og hljómsveitin og á leiðinni heim var aftur sungið og trallað. En nú syng- ur Anna Margrét örugglega í engla- kórnum á himnum og við kveikjum fyrir hana englaljós á kvöldin. Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B.Halld.) Við biðjum Guð að blessa og hugga fjölskyldu Önnu Margrétar Guðrún Gígja og Ásborg. Mig langar til að minnast Önnu Margrétar í nokkrum orðum. Þegar Petra systir okkar dó átti Anna Margrét svo ákaflega bágt. Hún grét langmest af okkur öllum. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég hitti hana. Lítil dökkhærð stúlka sem var mjög tilfinninganæm. Hún tók í höndina á mér og sagði að nú yrðum við systurnar (ég, Steinunn og Dagný) – systur hennar. Tíminn leið og alltaf kynntist ég henni betur. Hún var svo svo hlý og yndisleg og geislandi af lífsgleði. Já hún Anna Margrét var að verða dama, síðast þegar ég hitti hana var hún nýkomin af balli, uppljómuð, svo brosmild og falleg. Það var alltaf svo bjart í kringum hana, meira að segja röddin hennar var svo björt. Það er dálítið skrítið að hugsa til þess hvaða fólk er valið til að fara, hún átti svo mikið að gefa og átti eft- ir að upplifa svo margt. 6 árum eftir að elsta systir okkar lést í bílslysi, fer Anna Margrét líka. Ég veit þó að Petra tekur á móti henni með hlýja faðmlagið sitt og heitu góðu hendurnar sínar. Hve mikið er lagt á eina fjölskyldu spyr ég og hugsa líka til hans Óla sem á um mjög sárt að binda og alla fjölskylduna, sem þarf að ganga í gegnum sömu erfiðu hlutina aftur. Við erum kannski bara leikmenn, í miklu stærra tafli en við gerum okk- ur nokkurn tíma grein fyrir. Kæra fjölskylda og vinir, mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykk- ar allra. Sif Helgadóttir. Elsku Anna Margrét mín, mig langar með þessum fátæklegu orð- um til að kveðja þig og þakka þér fyrir allar ánægjustundirnar sem þú veittir okkur hér á Miðhúsum á þinni alltof stuttu ævi og þá sérstaklega börnunum okkar, þeim Ægi og Möggu. Viðkvæðið hjá þeim var jafnan: má ég fara til Önnu Mar- grétar, eða má Anna Margrét koma til okkar. Þau sakna þín svo sárt, eins og aðrir sem þekktu þig. Þú varst alltaf svo brosmild og kát, með þínar rjóðu kinnar og kurteisu fram- komu. Og með frjóu hugmyndaflugi tókst þér alltaf að virkja þau í leiki og sætta misjöfn sjónarmið. Ég dáð- ist oft að því. Það er erfitt að skilja tilganginn þegar ung og hraust stúlka eins og þú er hrifin í burt svona fyrirvara- laust. En ég veit að góður Guð geym- ir þig núna og ég bið þess að hann megi styrkja foreldra þína og systk- ini og aðra aðstandendur á þessum erfiðu tímum. Þín nágrannakona, Geirþrúður (Þrúða á Miðhúsum). Vorið nálgast. Blómin eru að vakna. Það er vorilmur í lofti. Sólar- ljósið glitrar. Öll þráum við birtuna og fylgjumst með grasinu sem grænkar og blómunum sem eru að leitast við að teygja sig upp úr jörð- inni. Þau eru að vakna blómin. Allt er að vakna til lífsins. Sum blóm sofna. Svo var um sól- skinsstúlkuna og blómabarnið Önnu Margréti Sigurðardóttur frá Rauðu- skógum í Biskupstungum, einni feg- urstu sveit á Íslandi. Hún var sannkallað blóm. Blómstrandi ung og falleg. Yngst af átta systkinum í yndislegri fjöl- skyldu. Samheldnari fjölskyldu er vart mögulegt að hugsa sér. Öll eins og einn maður. Þau voru á leið til Reykjavíkur systkinin, Ólafur stóri bróðir og Anna Margrét. Hann á vegum skólans, hún að hitta vini sína. Eins og hendi sé veifað gerist eitt- hvað ófyrirséð sem engum er um að kenna. Anna kölluð burt. Það er svo sannarlega huggun harmi gegn að stóri bróðir fékk að lifa. Að honum þarf að hlúa. Hann elskaði litlu systur sína mjög og var henni góður. Framundan er lífið og allt það góða sem það getur haft upp á að bjóða. Tengsl við fjölskylduna á Rauðu- skógum voru mikil í nokkuð mörg undanfarin ár. Minnisstæðust eru samskiptin við Ólaf og Önnu Margréti, fyrir utan hjónin sjálf, foreldrana Fríðu og Sig- urð. Ólafur er fágætlega kurteis og fágaður ungur maður sem gott er að ræða við. Augljóst er í öllum sam- ræðum hvað hann ber hag fjölskyld- unnar fyrir brjósti. Fegurst af öllu og ógleymanlegast var, þegar svarað var í símann ungri yndislegri röddu: Rauðiskógur. Góð- an daginn! Anna Margrét gegndi hlutverkinu að svara í símann þegar fjölskyldan var að við vinnu sína í útihúsunum. Það var tilhlökkun að hitta í fyrsta sinn litlu stúlkuna sem var svo kurteis og frjálsleg. Þá var hún fimm til sex ára gömul. Það var dýrmætt að eignast síðar meir vin- áttu þeirra allra í Rauðuskógum og Brekku. Tvö ljóðabrot sýnast eiga vel við hér. Þeim fylgir mikil væntumþykja og elska. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt, aðgát skal höfð í nærveru sálar. (Einar Benediktsson.) Allir veita guðirnir óendanlegir, ástvinum sínum til fulls, gleðinnar óminni öll, þrautanna ferlegu fjöll til fulls. (Göthe.) Öllum ástvinum Önnu Margrétar vottum við samúð af heilum hug. Edda Sigrún Ólafsdóttir og Helgi Sigurðsson. Með þessum sálmi langar okkur til að kveðja Önnu Margréti. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Börn Guðs við erum öll, gætir hann okkar alltaf. En á fannhvíta skýjamjöll komin ertu Anna. Elsku Fríða, Siggi, börn, tengda- börn og barnabörn. Okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á þess- ari erfiðu sorgarstund. Grímur Þór, Ingibjörg og börn. Lítil rós leit í heiminn. Tóku á móti ástvinir allir. Þeirra sólargeisli. Tær eins og lindin undan hrauninu, þar sem sólargeislarnir baða sig. Og litlu fuglarnir synda fram og til baka. Hugfanginn horfðirðu á lífið, lékst þér við litlu lömbin. Heilsaðir upp á þrestina sem áttu bú í skóg- inum. Við hliðina á þínu búi bjóstu til blómsveig úr fjólum og fíflum, fet- aðir heim stíginn til foreldra. Stóðst fremst á myndinni. Mynduðu systur og bræður bakhjarl. Brostu þá pabbi og mamma, afi og amma. Minningin lifir um langa hríð. Geymd ertu guði hjá. Um eilífð alla. Þínir vinir Ágústa og Björn. ✝ Steinn JónasGuðmundsson fæddist á Syðra- Lóni á Langanesi 16. mars 1914. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Nausti á Þórs- höfn 13. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Jónsson f. í Kumblavík á Langa- nesi 6. ágúst 1886, d. í Reykjavík 30. nóvember 1944, og Helga Jónsdóttir, f. í Hlíð á Langanesi 16. febrúar 1891, d. á Bægisstöðum í Þistilfirði 3. febrúar 1927. Steinn var elstur fjögurra systk- ina en þau yngri voru: Sigmar, f. 25. desember 1916, d. 24. september 1985. Jón, f. 15. maí 1918, d. 18. apríl 1993. Þrúður, f. 12. júní 1923, d. 7. ágúst 1990. Steinn var ókvæntur og barn- laus. Hann var fjár- bóndi mestan hluta ævi sinnar, lengst af á Þórshöfn en síðustu árin á Sauðanesi. Útför Steins fer fram frá Þórshafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hornsteinar hans voru fjórir: landið, sauðkindin/mannkindin, kaupfélögin, Framsóknarflokkur- inn. Land án búsmala fannst honum eyðimörk. Þjóðfélag án samhjálp- ar/samvinnu jafnrétthárra einstak- linga fannst honum ekkert þjóð- félag. Helstu andstæðingar þessa persónugerðust í refnum og íhaldi/ afturhaldi hvers konar. Maður andstæðna; höfðingi einstakur, alla tíð við þröng kjör, sparsamur, nán- ast nískur við sjálfan sig. Barngóð- ur, gat beitt sjálfan sig og aðra mikilli hörku. Nýjungagjarn, fljót- ur að tileinka sér nýjungar, samdi oft illa við véltæknina. Stríðinn, þoldi illa stríðni. Rakinn fjárhættu- spilari, öðrum þræði gætinn. Gerði oft meira fyrir aðra en aðrir fyrir hann. Átti alla tíð draum um betri tíð og betri kjör. Við ætlum að nú hafi hann ræst. Steinn Jónas Guðmundsson fæddist að Syðra-Lóni á Langanesi 16.3 1914. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson, fæddur í Kumlavík og Helga Jónsdóttir, fædd í Hlíð. Á fyrsta ári flyst hann með fjölskyldu sinni í Bægisstaði, heiðarbýli í Svalbarðshreppi, sem þá hafði verið í eyði í rífan ald- arfjórðung. Heyskapar- og fjárjörð voru Bægisstaðir, en hart hefur verið þar, þegar þannig féll. Ekki sótti fjölskyldan auð eða lífslán þangað og lést Kjartan föðurbróðir hans fyrst. Hann átti móðursystur Steins. Næst missir Steinn móður sína og sundrast þá heimilið og börnin fara í fóstur, líklega öll til skyldmenna, því frændgarðurinn var stór. Bægisstaðir fóru í eyði og eru enn. Steinn var elstur barnanna í þessum tveimur fjöl- skyldum sem þarna voru að tvíst- rast og ekki fjarri þeim aldri sem unglingar fóru að vinna fyrir sér. Fram undir fimmtíu (1947) var hann á Syðra-Lóni hjá hjónunum Guðmundi Vilhjálmssyni og Her- borgu Friðriksdóttur. Þá fór hann til Ingimars Baldvinssonar og Oddnýjar Friðrikku Árnadóttur, Syðra-Lóni II, Þórshöfn og var hjá þeim fyrst sem ráðsmaður og síðan bjuggu þeir Ingimar félagsbúi uns Ingimar hætti búskap. Þá bjó Steinn einn og hafði eignast að- stöðuna en ekki jörðina. Árið 1983 voru húsin orðin fyrir vaxandi þéttbýli og Steinn flutti féð í Sauðanes og hafði aðstöðu uns hann hætti sjálfstæðum búskap 1987. Sex árum jók hann við starfsdaginn hjá þeim Stefáni Eggertssyni og Hólmfríði Jóhann- esdóttur í Laxárdal. Þá keypti hann sér íbúð fyrir aldraða. Á Þórshöfn átti hann alla tíð heimili sitt og á Nausti, dvalarheimili aldr- aða, Þórshöfn, lést hann að kvöldi 13.3 sl., ekki langt frá fæðingar- stað sínum. Ævistarfið var búskapur. Þegar Steinn talaði um bændur, þá átti hann við fjárbændur. Trúnaðar- störf hans tengdust fé; ásetningur, fjallskil og lengst allra hér um slóðir var hann gangnaforingi í Tunguselsheiði, óx í fjallkóng og stóð vel undir öllu þessu, harð- skarpur maðurinn, fjárglöggur og markglöggur svo að fáir stóðu hon- um jafnfætis og engir framar. Minnisstæð er sú sjón þegar Steinn reið Lokk í ófærð á undan gangnamönnum í Innheiði, klárinn með Stein á baki, sprengdi fram snjóhengjurnar. Þá varð jafnvel hinum daufustu ljós munurinn á meðalhesti og meðalmanni og þeim félögum. Trölltryggur var hann þar sem hann tók því. Mér og mín- um er þakklæti og söknuður efst í huga þegar við kveðjum. Langnesingar kveðja fjallkóng sinn í dag. Lækjarins bylgju-bragur við bakkann ei heyrist meir. Í sæ hinnar sömu þagnar minn söngur deyr. Lyngið man ekki lengur þá lind, sem er framhjá streymd. Eins verður yður bráðum mín æfi gleymd. Flóð mun að nýju fylla hvern farveg í leit að sæ. Samt verður aldrei sungið með sama blæ. (Kristján frá Djúpalæk.) Ágúst Guðröðarson, Sauðanesi. STEINN JÓNAS GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.