Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 65
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 65 RAÐGREIÐSLUR Sölusýning - Sölusýning 10% staðgreiðsluafsláttur Sími 861 4883 á nýjum og gömlum handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli við Sigtún, Reykjavík, í dag, laugardag 23. mars kl. 12-19 og á morgun, sunnudag 24. mars kl. 13-19 Mikið úrval - gott verð - Tilkynning til Þjóðverja um kosningar til þýska Sambandsþingsins Þann 22. september 2002 verður kosið til þýska Sambandsþingsins. Þjóðverjar, sem eru búsettir utan Sambandslýðveldisins Þýskalands, og eiga ekki lengur lögheimili þar, geta greitt atkvæði með eftirfarandi skilyrðum, auk annarra skil- yrða kosningalaga: 1. Að þeir hafi eftir 23. maí 1949 og fyrir brottflutning frá Þýskalandi dvalið þar 3 mánuði samfleytt hið skemmsta. 1) 2. a. Að þeir hafi verið búsettir í einhverju öðru aðildarlandi Evrópuráðsins eða b. að þeir séu búsettir annars staðar, og ekki eru liðin meira en 25 ár frá brottflutningi þeirra miðað við kjördag. 3. Að þeir séu skráðir á kjörskrá í Þýskalandi. Kjósandi þarf að sækja um skráningu í kjörskrá á sérstöku eyðublaði sem fyrst eftir birtingu tilkynn- ingar þessarar. Ekki verður unnt að sinna umsóknum, sem berast til hlutaðeig- andi kjörstjórnar þann 2. september 2002 eða síðar (sjá 18. grein, 1. málsgrein reglugerðar um kosningar til Sambandsþingsins). Umsóknareyðublöð og upplýsingar má fá hjá eftirtöldum aðilum: - Sendiráði Sambandslýðveldisins Þýskalands; - Yfirkjörstjóra, Statistisches Bundesamt, Zweigstelle Bonn, Postfach 17 03 77, 53029 BONN, ÞÝSKALANDI - Héraðskjörstjórnum í Þýskalandi. Frekari upplýsingar veitir sendiráð Sambandslýðveldisins Þýskalands. Reykjavík, 23. mars 2002. Sendiráð Sambandslýðveldisins Þýskalands, Laufásvegi 31, 101 Reykjavík. Sími 530 1100. Viðtalstími: Mánud. til föstud. frá kl. 9.00-12.00. 1) Einnig skal taka tillit til fyrri búsetu eða dvalar að jafnaði á svæðum, sem nefnd eru í 3. grein sameiningarsáttmálans (Brandenburg, Mecklenburg-Vorpommern, Sachsen, Sachsen- Anhalt og Thüringen, auk þess svæðis, sem áður nefndist Austur-Berlín). Bekanntmachung für Deutsche zur Wahl zum Deutschen Bundestag Am 22. September 2002 findet die Wahl zum Deutschen Bundestag statt. Deutsche, die außerhalb der Bundesrepublik Deutschland leben und hier keine Wohnung mehr innehaben, können bei Vorliegen der sonstigen wahlrechtlichen Voraussetzungen an der Wahl teilnehmen. Für ihre Wahlteilnahme ist u.a. Voraussetzung, dass sie 1. nach dem 23. Mai 1949 und vor ihrem Fortzug aus der Bundesrepublik Deutschland1) mindestens drei Monate ununterbrochen in der Bundesrepublik Deutschland1) gewohnt oder sich dort sonst gewöhnlich aufgehalten haben; 2 a. in Gebieten der übrigen Mitgliedstaaten des Europarates leben oder a. b) in anderen Gebieten leben und am Wahltage seit ihrem Fortzug aus der Bundesrepublik Deutschland1) nicht mehr als 25 Jahre verstrichen sind; 3. In ein Wählerverzeichnis in der Bundesrepublik Deutschland eingetragen sind. Diese Eintragung erfolgt nur auf Antrag. Der Antrag ist auf einem Formblatt zu stellen; er soll bald nach dieser Bekanntmachung abgesandt werden. Einem Antrag, der erst am 2. September 2002 oder später bei der zuständigen Gemeindebehörde eingeht, kann nicht mehr entsprochen werden (§ 18 Abs. 1 der Bundeswahlordnung). Antragsvordrucke (Formblätter) sowie informierende Merkblätter können bei - der Botschaft der Bundesrepublik Deutschland, Reykjavik, Laufásvegur 31 - dem Bundeswahlleiter, Statistisches Bundesamt, Zweigstelle Bonn, Postfach 17 03 77, 53029 BONN, GERMANY, - den Kreiswahlleitern in der Bundesrepublik Deutschland angefordert werden. Weitere Auskünfte erteilt die Botschaft der Bundesrepublik Deutschland. (Tel. 530 1100) Reykjavík, den 23.03.2002 Botschaft der Bundesrepublik Deutschland Reykjavík Laufásvegur 31, 101 Reykjavík Öffnungszeiten: Mo.-Fr. 9-12 Uhr 1) Zu berücksichtigen ist auch eine frühere Wohnung oder ein früherer Aufenthalt in dem in Artikel 3 des Einigungsvertrages genannten Gebiet (Brandenburg, Mecklen- burg-Vorpommern, Sachsen, Sachsen-Anhalt und Thüringen zuzüglich des Gebiets des früheren Berlin (Ost).) TORBEN Friðriksson hefur ritað Kaupþingi bréf á síðum Morgun- blaðsins og beinir hann spurningum til fyrirtækisins vegna fjárfestingar- stefnu þess fyrir Séreignardeild líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Spyr hann annars vegar að því hvers vegna ekki hafi verið stofn- aðir bundnir bankareikningar á nafni hvers og eins lífeyrissjóðsfélaga og hins vegar spyr hann hverra hags- muna hafi verið gætt þegar ávöxt- unarleiðir fyrir sjóðfélaga voru valdar. Torben veltir því einnig fyrir sér hvort Kaupþing hagnist meira með einni aðferð fremur en annarri í umsýslu sinni fyrir lífeyrissjóð hans. Svör við spurningum Torben eru eftirgreind: Kaupþing stýrir eignum Séreign- ardeildar LSR í samræmi við fjár- festingarstefnu sem samþykkt er af stjórn LSR. Í fjárfestingarstefnu sjóðsins hefur ekki verið heimild til fjárfestinga í innlánum og því var Kaupþingi einfaldlega ekki heimilt að grípa til slíkra leiða á þeim tíma sem Torben gerir að umtalsefni. Á næstunni verður hins vegar boðið upp á fleiri fjárfestingarleiðir innan Séreignardeildar LSR og hefur stjórn hans ákveðið að fjárfestingar í innlánum verði þar á meðal. Hvað tilkostnað varðar skal upp- lýst að samningur Kaupþings við LSR um rekstur séreignardeildar sjóðsins var gerður í kjölfar útboðs þar sem allir viðskiptabankarnir auk Kaupþings banka hf. sendu inn til- boð. Eftir skoðun á tilboðunum, þar sem tilkostnaður við rekstur skiptir miklu máli, afréð stjórn LSR að ganga til samninga við Kaupþing. Spurningu Torben um hvaða hags- munir ráði för í störfum Kaupþings fyrir viðskiptavini sína er fljótsvarað. Orðspor fyrirtækisins ræðst alfarið af þeim árangri sem næst fyrir sjóð- félaga lífeyrissjóða og aðra viðskipta- vini. Það er því augljóst að hagsmun- ir þeirra verða ávallt í fararbroddi og þegar vel tekst til nýtur Kaupþings góðs af. Annars ekki. Virðingarfyllst, HAFLIÐI KRISTJÁNSSON, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Kaupþings. Hagsmunir við- skiptavina eru ávallt í fyrirrúmi Frá Hafliða Kristjánssyni: mannsson, Sigurður Þórarinsson, Lúvísa Kristinsdóttir, Bj. Hafþór Guðmundsson, Stefán Kristmanns- son, Jón Þór Kristmannsson, Óttar Ármannsson, Sigurður Stefánsson og Magnús Valgeirsson. Í öðru sæti sveit Aðalsteins Jóns- sonar sem hlaut 127 stig auk hans spiluðu Gísli Stefánsson, Haukur Björnsson, Magnús Ásgrímsson, Birgir Jónsson, Magnús Bjarnason og Einar Einarsson. Í 3. sæti sveit Síldarvinnslunnar sem hlaut 124 stig spilarar Jóhanna Gísladóttir, Vigfús Vigfússon, Svav- ar Björnsson, Heimir Ásgeirsson, Hallgrímur Bergsson og Sigurður Stefánsson. 4. sæti sveit Árna Guðmundssonar 120 5. sæti sveit Sigurðar H. Freyssonar 105 6. sæti sveit Jónasar Jónssonar 12 mars var spilaður tvímenning- ur og mættu 10 pör. Árni Guðmundss. – Þorbergur Haukss. 138 Atli Jóhanness. – Svavar Kristinss. 127 Sig. H. Freysson – Þórir Aðalsteinss. 124 Nú stendur yfir firmakeppni fé- lagsins og er spilaður tvímenningur. Föstudagskvöldið 22. mars er fyr- irhugað að spila um Kaupfélagsbik- arinn í Félagslundi, Reyðarfirði, en það er keppni milli efra og neðra Bridsfélag Fjarðabyggðar Nýlega lauk aðalsveitakeppni Bridsfélags Fjarðabyggðar 8. sveitir tóku þátt í keppninni sem lauk með sigri sveitar Þuríðar Ingólfsdóttur sem hlaut 134 stig. Auk hennar spiluðu Pálmi Krist- Skúli og Stefán unnu „nafnlausa mótið“ hjá BA Skúli Skúlason og Stefán Stefáns- son urðu öruggir sigurvegarar í 3ja kvölda Mitchell tvímenningi Bridge- félags Akureyrar sem lauk fyrir rúmri viku. Mótið hlaut aldrei nafn og verður því minnst sem „Nafn- lausa tvímenningsins“. Lokastaða efstu para: Skúli – Stefán 811 Reynir Helgason – Örlygur Örlygsson 727 Haukur Harðarson – Haukur 705 Grettir Frímannsson – Hörður Blöndal 702 Nk. þriðjudagskvöld verður ein- menningur hjá félaginu og eru allir velkomnir. Spilað er í Hamri. ÞAÐ er mánudagsmorgunn, ég í vinnunni, tíufréttir í útvarpinu. Ég heyri gengið um útidyrnar, „góðan daginn“, kallar kúnninn. Ég býð honum að ganga í bæinn. Hann kemur askvað- andi inn með rauða rós í hend- inni, gleðin skín úr augunum og brosið nær hring- inn. „Ég er svo ánægður með þig að ég bara varð að kaupa blóm handa þér! Ég fann ekkert til alla helgina, enginn verkur í öxlunum, enginn í hálsinum, ekki einu sinni höfuðverk- ur og samt var vitlaust að gera í vinnunni!“ Ég er auðvitað í skýjun- um líka, alltaf gaman að fá hrós fyrir vel unnin störf, svo maður tali nú ekki um blóm. Þetta er nú samt ekki í fyrsta skipti sem ég fæ blóm eða gjafir frá viðskiptavinum mínum. Fyrrverandi kúnni, bóndi framan úr sveit, hringir. Sonurinn fór með fjölskylduna í sum- arfrí fyrir nokkrum dögum, ekki nokkur vegur að hann geti mjólkað einn lengur, öxlin er alveg að drepa hann. Ég treð honum að hjá mér, toga, teygi, losa, liðka, kenni æfingar. Sonurinn fær að vera í langþráðu frí- inu í friði, faðirinn mjólkar kvölds og morgna og ég fæ blómvönd að auki. Svo hef ég líka fengið ylvolgt rúg- brauð, engil, harðfisk, hákarl og margt fleira, já, og einu sinni pasta. Það var gaman þegar ég fékk pastað. Síminn hringir um hálfellefu, minnir mig. Ég þekki röddina vel en hún er klökk, næstum hálfgrátandi, spyr hvort ég eigi lausan tíma í dag. Því miður er allt fullt en ég spyr hvað sé að. Hún hefur verið með brunaverk í baki og niður í fót síðan um hádegi í gær, getur hvorki legið, setið né stað- ið, svaf ekki dúr í nótt og er bara al- veg að gefast upp, getur ekki hugsað sér að vera svona alla helgina, sterku verkjatöflurnar slá ekkert á verkinn. Ég veit hvað virkar á hana, segist vera í mat milli tólf og hálfeitt, hún geti komið þá. Og hún, sem þarf að láta keyra sig þessa 300 metra að heiman og til mín, kemur með fulla skál af heitum pastarétti handa mér, ég þurfi nú líklega að nærast eins og aðrir. Svo leggst hún á bekkinn, ég tek til hendinni. Eftir tíu mínútur er hún farin að slaka á, eftir 5 mínútur í viðbót heyrist hvíslað: „Hann er al- veg farinn,“ og ég hreinlega finn hvernig hún sofnar, bara rétt si svona, hálfber á bekknum hjá mér. Já, á svona stundum er gaman að vera sjúkraþjálfari. Auðvitað gengur þetta ekki alltaf svona vel, en ég get sko sagt þér það, lesandi góður, að ég væri ekki í þessu starfi ef ég sæi ekki markverðan, augljósan árangur erfiðis míns á hverjum degi, það er bara ekki flókn- ara en það. En rósir borga ekki reikninga, því miður. SIGURVEIG DÖGG ÞORMÓÐSDÓTTIR, sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari, Sæmundargötu 5, Sauðárkróki. Rósir og reikningar Frá Sigurveigu Dögg Þormóðsdóttur: Sigurveig Dögg Þormóðsdóttir Bridsfélag Suðurnesja Mánudaginn 18. mars lauk Butler tvímenningi, sem var minningarmót um Guðmund Ingólfsson. Þessi pör hlutu verðlaun: Gísli Torfason – Svavar Jensen 134 Kjartan Ólason – Arnór Ragnarsson 125 Svala Pálsdóttir – Grethe Íversen 121 Mánudaginn 25. mars spilum við páskatvímenning. Nói-Síríus styrkir félagið og gefur páskaegg í þrjú efstu sætin. Laugardaginn 30. mars fer fram hið árlega Kaskó-mót. Samkaup og Kaskó verslunin styrkja þessa keppni. Spiluð er sveitakeppni og hefst mótið klukkan 13. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face þ.e.a.s. Héraðs og fjarða. Spila- mennska hefst kl. 20. Laugardaginn 30. mars verður spilað í Valhöll, Eskifirði, árlegt páskamót félagsins og verða vegleg peningaverðlaun. Skráning er hjá Sigurði Hólm Freyssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.