Morgunblaðið - 23.03.2002, Page 67

Morgunblaðið - 23.03.2002, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 67 DAGBÓK Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert áhugasamur og ná- kvæmur og lætur ekkert vaxa þér í augum. Metnaður þinn og forvitni stuðla að velgengni þinni. Þú átt spennandi og viðburðaríkt ár í vændum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Farðu gætilega í að tileinka þér nýjar hugmyndir í heilsufræði. Þú þarft að kynna þér hlutina betur áð- ur en þú sérð hvort þeir henta þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ættir að nýta sköpunar- hæfileika þína í dag, hverjir sem þeir eru. Þú getur einn- ig fengið mikið út úr því að skoða listaverk annarra. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Farðu varlega í að lofa fjöl- skyldu þinni einhverju í dag. Jafnvel þótt það virðist vera það rétta áttu eftir að sjá eftir því. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Taktu ekki á þig neinar skuldbindingar í dag. Þú átt eftir að komast að því síðar að það hangir fleira á spýt- unni og þá muntu sjá eftir því að hafa skuldbundið þig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Sýndu sjálfstjórn og kauptu ekkert nema mat í dag. Þú munt fagna því síðar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú veist ekki af hverju en þú ert eitthvað óákveðinn í dag. Hafðu engar áhyggjur, þetta er tímabundið ástand sem varir aðeins í sólarhring. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ættir ekki að eiga sam- skipti við stórar stofnanir eða yfirvöld í dag. Frum- kvæði þitt mun ekki bera þann árangur sem þú vonast til. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ættir ekki að taka loforð vina þinna of alvarlega í dag. Aðrir vilja sýna þér einlægni en þeir þekkja ekki allar staðreyndir málsins. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Afstaða yfirmanns þíns, yf- irvalda eða foreldra á eftir að breytast. Ekki bregðast of harkalega við því sem þú heyrir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ferðaáætlanir eru líklegar til að frestast í dag. Þetta eru minniháttar tafir sem óþarft er að hafa áhyggjur af. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Peningar sem náinn vinur hefur lofað þér gætu látið á sér standa. Ef þú krefst þess að hann standi skil á þeim áttu á hættu að missa bæði vin þinn og þá peninga sem hann skuldar þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekki taka fólk of alvarlega í dag. Það þarf að endurskoða alla samninga og öll loforð sem gefin eru í dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. „SVÍNINGAR eru til að taka þær,“ er stundum sagt, en vitur maður bætti við: „einkum þegar maður er kominn út á ystu nöf“. Sagn- hafi í sex laufum á kost á ýmsum svíningum: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁG10 ♥ ÁK108 ♦ Á765 ♣G7 Suður ♠ 954 ♥ D3 ♦ K4 ♣ÁK10432 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 2 lauf Pass 2 tíglar *Pass 3 lauf Pass 6 lauf Pass Pass Pass * Krafa. Vestur (sá skratti) kemur út með smáan spaða. Hvern- ig er best að spila? Spaðaásinn fer upp í fyrsta slag, svo mikið er víst. Síðan er nákvæmast að spila trompsjöunni úr borði á ás- inn, enda gæti drottningin verið stök. Ekki þó í þetta sinn. Eddie Kantar er skráður fyrir þrautinni og hann mælir með því að spila næst blindum inn á tígulás og laufgosa úr borði. „Til- gangurinn er tvíþættur,“ segir Kantar: „Þeir spilarar eru til sem líta á það sem heilaga skyldu sína að leggja háspil á háspil, en svo er líka til í dæminu að austur sé með D98x og vilji tryggja sér slag með því að láta drottninguna.“ Allt gott og blessað, en ef austur fylgir með smáspili er best að taka á kónginn: Norður ♠ ÁG10 ♥ ÁK108 ♦ Á765 ♣G7 Vestur Austur ♠ D832 ♠ K76 ♥ G942 ♥ 765 ♦ G9 ♦ D10832 ♣D95 ♣86 Suður ♠ 954 ♥ D3 ♦ K4 ♣ÁK10432 En ekki kemur drottning- in og þá má segja að sagn- hafi sé kominn út á ystu nöf. Hann tekur hjartadrottn- ingu og rúllar þristinum á tíuna. Hendir síðan tveimur spöðum í ÁK í hjarta. Þetta er heldur betri íferð en að taka þrjá efstu í hjarta og treysta á gosann þriðja í austur. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT STÖKUR Ára heitir björninn „Björn“, Björn kaupmaður á hann; hann sé guðleg vörnin vörn, vörn þá legg eg á hann. Sigfús Jónsson próf. í Höfða. Sævi æstum sel eg far, seglin hæst skal vinda, bliki glæstur bak við mar bjarmi fjærstu tinda. N. Sígur land við sjónarrönd, súða-gandur brýtur ægisband, en önnur strönd upp úr handar flýtur. Rögnvaldur Þórðarson. 90 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 23. mars, er níræð Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Hrafn- istu, Reykjavík. Hún verður á heimili sonar síns og tegndadóttur í Vallargerði 24, Kópavogi, og tekur á móti ættingjum og vinum milli kl. 15 og 18 í dag. 75 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 23. mars, er 75 ára Valgeir Sig- urðsson, Holtagerði 82, Kópavogi. Eiginkona hans er Sigríður E. Sveinsdóttir. Þau eru að heiman. 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6 5. Bxc4 c5 6. O-O a6 7. a4 Rc6 8. De2 cxd4 9. Hd1 d3 10. Hxd3 Dc7 11. Rc3 Bc5 12. h3 O-O 13. Hd1 b6 14. e4 Rd7 15. Be3 Bb7 16. Hac1 Rde5 17. Bxc5 bxc5 18. Rxe5 Dxe5 19. De3 Ra5 20. De2 h6 21. f3 Hfd8 22. Ba2 Rc6 23. Bc4 Hd4 24. Hxd4 Rxd4 25. Df1 Hb8 26. Hd1 Bc6 27. Df2 Hb4 28. Bxa6 Bxa4 29. Hd2 Bc6 30. Bf1 Hb8 31. Rd1 Bb5 32. Re3 Bxf1 33. Rxf1 Hb3 34. Dg3 Dxg3 35. Rxg3 Staðan kom upp á Reykjavíkurmótinu sem lauk fyrir skömmu. Þröst- ur Þórhallsson (2434) hafði svart gegn ungverska al- þjóðlega meistaranum Pal Kiss (2390). 35... Hxf3! 36. Hxd4 Hxg3 37. Hc4 Hb3 38. Hxc5 Hxb2 Endataflið sem nú kemur upp er hvít- um afar erfitt vegna þess hversu e-peð hans er veikt. Framhaldið varð: 39. Kh2 Hb4 40. e5 Hb3 41. g4 h5 42. gxh5 Hf3 43. Hc8+ Kh7 44. Hf8 Hf5 45. Kg3 g6 46. hxg6+ Kxg6 47. Hg8+ Kh7 48. Hg4 Hxe5 49. Kf4 Hf5+ 50. Ke4 Hh5 51. Hg3 Kh6 52. Kf4 Hf5+ 53. Ke4 Hg5 54. Ha3 Kg6 55. Hf3 f6 56. Ha3 Hb5 57. Hg3+ Kf7 58. Ha3 f5+ 59. Kf3 Kf6 60. Kg3 Kg5 61. Ha8 Hb3+ 62. Kg2 e5 63. Hg8+ Kf4 64. h4 Hb6 65. Hh8 e4 66. h5 e3 67. h6 Hg6+ 68. Kf1 Kf3 og hvít- ur gafst upp. Áskorenda - og opni flokkur Skákþings Íslands hefst kl. 14.00 í dag, 23. mars, í skákmið- stöðinni Faxafeni 12. Tefld- ar verða 9 umferðir en fyrstu þrjár fara fram með atskáksniði og hinar með kappskákartímamörkum. Keppninni lýkur 31 mars. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik FRÉTTIR 60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 23. mars, er sextugur Hörður Jónasson, húsasmíða- og bílasmíðameistari, Mána- braut 6, Kópavogi. Eigin- kona hans er Sigrún El- iseusdóttir móttökuritari. Þau eru að heiman á afmæl- isdaginn.     Smælki EIGNIR ÓSKAST Raðhús við Vesturbrún óskast - Fjársterkur kaupandi óskar eftir raðhúsi við Vesturbrún. Raðhús í Fossvogi óskast - Traustur kaupandi óskar eftir raðhúsi í Fossvogi. Raðhús við Hvassaleiti óskast - Höfum verið beðnir að útvega gott raðhús við Hvassaleiti. Raðhús við Vesturbrún óskast - Fjársterkur kaupandi óskar eftir raðhúsi við Vesturbrún. Raðhús í Fossvogi óskast - Traustur kaupandi óskar eftir raðhúsi í Fossvogi. Raðhús við Hvassaleiti óskast - Höfum verið beðnir að útvega gott raðhús við Hvassaleiti. Eignamiðlun • Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • www.eignamidlun.is ÍBÚÐIR FYRIR FÓLK Á VIRÐULEGUM ALDRI ÓSKAST Raðhús við Vesturbrún óskast - Fjársterkur kaupandi óskar eftir raðhúsi við Vesturbrún. Raðhús í Fossvogi óskast - Traustur kaupandi óskar eftir raðhúsi í Fossvogi. Raðhús við Hvassaleiti óskast - Höfum verið beðnir að útvega gott raðhús Óskum eftir 100-130 fm íbúðum Æskileg staðsetning: Gimliblokkin eða Þorragata. Einnig 120-170 fm íbúð á einni hæð við Skúlagötu eða Klapparstíg. Einbýlishús eða raðhús á Seltjarnarnesi óskast Traustur kaupandi óskar eftir 150-200 fm einbýli, raðhúsi eða parhúsi, gjarnan austan Lindarbrautar. Eignamiðlun • Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • www.eignamidlun.is FRAMBOÐSLISTI Framsóknar- flokksins til sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð var kynntur á veit- ingastaðnum Vivaldi sl. fimmtudags- kvöld. Listann skipa eftirtaldir ein- staklingar: 1. Þorvaldur T. Jónsson bóndi og rekstrarfræðingur, 2. Jenný Lind Egilsdóttir snyrtifræðingur, 3. Finn- bogi Leifsson bóndi og bæjarfulltrúi, 4. Kolfinna Jóhannesdóttir markaðs- stjóri og bæjarfulltrúi, 5. Kristján Rafn Jónsson tryggingafulltrúi, 6. Ragnheiður S. Jóhannesdóttir kenn- ari, 7. Stefán Logi Haraldsson fram- kvæmdastjóri, 8. Ingimundur Ingi- mundarson kennari, 9. Þór Oddsson lyfjafræðingur og apótekari, 10. Halla Signý Kristjánsdóttir nemi 11. Edda Hauksdóttir húsfreyja, 12. Sigmar Gunnarsson pípulagninga- meistari, 13. Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi og háskólanemi, 14. Svein- björg Stefánsdóttir bankastarfsmað- ur, 15. Gísli V. Halldórsson, 16. Snorri Þorsteinsson fyrrv. fræðslu- stjóri, 17. Páll Guðbjartsson fyrrv. framkvæmdastjóri, 18. Guðmundur Eiríksson byggingatæknifræðingur. Fram kom í kynningu að Þorvaldi T. Jónssyni er jafnframt stillt upp sem bæjarstjóraefni. Listi Fram- sóknarmanna í Borgarbyggð Borgarnesi. Morgunblaðið. FRAMBOÐSLISTI Framsóknar- flokksins fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar í Árborg var samþykktur á félagsfundi í Framsóknarfélagi Ár- borgar 18. mars síðastliðinn. Listinn er þannig skipaður: Í fyrsta sæti er Þorvaldur Guð- mundsson framhaldsskólakennari, 2. Einar Pálsson, fjármála- og rekstr- arráðgjafi KÁ, 3. Margrét Katrín Erlingsdóttir bókari, 4. Björn Bjarndal Jónsson, framkvæmda- stjóri Suðurlandsskóga, 5. Guð- mundur Karl Sigurdórsson, leikari og fjölmiðlamaður, 6. Hróðný Hanna Hauksdóttir, þjónustustjóri Íslands- banka, 7. Arnar Freyr Ólafsson, starfsmaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, 8. Björg Æg- isdóttir fangavörður, 9. Sigríður Anna Guðjónsdóttir íþróttakennari, 10. Ingibjörg Stefánsdóttir leik- skólastjóri, 11. Jón Ólafur Vilhjálms- son stöðvarstjóri, 12. Ármann Ingi Sigurðsson kerfisstjóri, 13. Gísli Geirsson bóndi, 14. Jóhanna Ýr Jó- hannsdóttir guðfræðinemi, 15. Björn Harðarson bóndi, 16. María Hauks- dóttir bæjarfulltrúi, 17. Kristján Einarsson bæjarfulltrúi, 18. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Listi Framsóknar- flokks í Árborg ÁGÚST Þór Bragason bæjarfulltrúi mun skipa efsta sæti á lista sjálfstæð- ismanna á Blönduósi í komandi sveit- arstjórnarkosningum. Listinn var samþykktur einróma á fjölmennum fundi í vikunni. Auðunn Steinn Sigurðsson skrif- stofustjóri er í öðru sæti og Sigurður Jóhannesson framkvæmdastjóri í því þriðja. 4. Margrét Einarsdóttir versl- unarstjóri, 5. Ágúst Sigurðsson ferða- þjónustubóndi, 6. Vigdís Edda Guð- brandsdóttir bæjarfulltrúi, 7. Nína Margrét Pálmadóttir húsmóðir, 8. Andrés Ingiberg Leifsson bifvéla- virki, 9. Bergþóra Hlíf Sigurðardóttir afgreiðslukona, 10. Albert Stefánsson framreiðslumaður, 11. Hólmfríður Sigrún Óskarsdóttir húsmóðir, 12. Signý H. Sigurhansdóttir, 13. Bjarni Pálsson vélamaður, 14. Sigurlaug Þ. Hermannsdóttir bankastarfsmaður. Sjálfstæðismenn á Blönduósi skipa á lista Blönduósi. Morgunblaðið. ORMSSKRÍNIÐ heitir nýstofnað félag með það að meginmarkmiði að stuðla að uppbyggingu starfsemi, sem grundvallast á sögu, menningu og náttúrufari Fljótsdalshéraðs, ekki síst með áherslu á söfnun og miðlun upplýsinga um Lagarfljóts- orminn. Félagið efnir um þessar mundir til samkeppni um merki fyrir félagið, sem skal vera lýsandi fyrir markmið þess. Veitt verða peningaverðlaun fyrir bestu tillöguna, að upphæð eitt hundrað þúsund krónur.Tillögur að merkinu skulu vera með og án nafns félagsins og í lit og sv/hv. Nafn höfundar skal fylgja með í lokuðu umslagi. Þeim skal skila fyrir 8. apríl n.k., með utanáskriftinni Ormsskrínið, Skúli B. Gunnarsson, Skriðuklaustri, 701 Egilsstaðir. Nánari upplýsingar má fá á vefsíð- unni www.ormur.is, segir í fréttatil- kynningu. Merki fyrir Ormsskrínið FRÆÐSLUERINDI Hins íslenska náttúrufræðifélags (HÍN) í verður haldið mánudaginn 25. mars kl. 20.30, í stofu 101, Lögbergi, húsi Há- skóla Íslands. Helgi Björnsson jöklafræðingur, vísindamaður á Raunvísindastofnun Háskólans og prófessor við háskól- ann í Osló, mun flytja erindi sem hann nefnir „Vatnajökull: núverandi staða og framtíð“. Fræðsluerindi HÍN eru einkum ætluð almenningi og er aðgangur ókeypis og öllum heimill, segir í fréttatilkynningu. Erindi um framtíð Vatnajökuls

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.