Morgunblaðið - 23.03.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.03.2002, Qupperneq 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Alina Dubik mezzósópran á Sunnudags-matinée í tónlistarhúsinu Ými 24. mars kl. 16:00 Gerrit Schuil leikur með á píanó Á efnisskránni eru „Vier ernste Gesänge“ eftir Brahms, íslensk þjóðlög í útsetningu Gerrit Schuil, og sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Pál Ísólfsson og Sigvalda Kaldalóns og Rachmaninov Miðasala í símum 595 7999 og 800 6434 virka daga á milli kl. 9.00 og 17.00 og á slóðinni www.midasala.is, en einnig má leggja inn miðapantanir á símsvara í síma 551 5677. Miðasala er í húsinu klukkutíma fyrir alla viðburði. Þessa frábæru og vinsælu EMMALJUNGA BARNAVAGNA sem hægt er að breyta í kerru eigum við í mörgum litum og gerðum. Einnig eigum við EMMALJUNGA BARNAKERRUR í mörgum litum og gerðum. VARÐAN EHF. Grettisgötu 2, sími 551 9031 Netfang: vardan@vardan.is Heimasíða: www.vardan.is Hús málarans Ólöf Erla Ein- arsdóttir myndlistarkona og graf- ískur hönnuður opnar mál- verkasýningu kl. 16. Sýningin stendur til 14. apríl. Sýning- arstjóri er Sesselja Thorberg. Tjarnarsalur Ráðhúss Reykja- víkur Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík heldur nemendatónleika kl. 14. Nemendur leika á fiðlu, selló og píanó, auk þess sem eldri hljómsveit skólans kemur fram. Djassklúbburinn Múlinn, Kaffi- leikhúsinu Eftirmiðdagstónleikar verða kl. 16. Þar koma fram finnski tenórsaxófónleikarinn Esa Petila ásamt þeim Kjartani Valde- marssyni píanóleikara, Gunnari Hrafnssyni bassaleikara og Erik Qvick trommuleikara. Á efnis- skránni eru gamalkunnir stand- ardar. Esa Petila er virtur saxófónleikari og lagasmiður í Finnlandi. Hann hefur leikið á djasshátíðum um all- an heim og gefið út geisladiska með eigin tónlist. Einnig hefur hann leikið djass með mörgum af kunnustu djassleikurum heims, þar má nefna Thad Jones, Frank Foster, Carla Bley, Vince Mend- oza og Maria Schneider. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is HELGA Magnúsdóttir opnar í dag sýningu á málverkum í vinnustofu sinni, Laugavegi 23. Þar sýnir hún ný olíu- og vatnslitaverk. Þetta er 15. einkasýning Helgu, en hún hefur auk þess tekið þátt í sam- sýningum hér heima og erlendis. Hún lauk námi frá MHÍ árið 1989. Sýningin er opin fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 14–18 til 7. apríl. Málverk á vinnu- stofusýningu „MYNDLIST getur verið hljóðlist og um leið vakið trúartilfinningar, verið á mörkum náttúruupplifana og jafnvel náttúruvísinda, segja þau Egill Jóhannsson tæknimaður og Þórný Jóhannsdóttir dagskrárgerð- armaður sem gert hafa fléttuþáttinn Í hljóði – um myndlist Finnboga Péturssonar sem fluttur verður á Rás 1 eftir fjögurfréttir í dag. Finnbogi Pétursson er einn af okkar athyglisverðustu myndlistar- mönnum, og var hann fulltrúi Ís- lands á Feneyjartvíæringnum síð- astliðið sumar. Hann hefur starfað í myndlist í rúma tvo áratugi og hefur m.a. vakið athygli fyrir hljóðverk sín. Aðspurð um tildrög útvarps- þáttarins segir Þórný að áhugi þeirra Egils hafi ekki síst beinst að hljóðinu sem viðfangsefni í myndlist Finnboga. „Þetta er dálítið óvenju legur fléttuþáttur, en þar spilum við ýmis brot úr verkum Finnboga, ræðum við hann sjálfan og fólk sem þekkir til verka hans. Miðlunin á myndlist Finnboga gegnum útvarp- ið bauð upp á mjög skapandi notkun á útvarpsmiðlinum. Þátturinn felur í rauninni í sér okkar túlkun á verk- um hans, um leið og við reynum að útskýra verkin og leyfa fólki að upp- lifa þau sjálfstætt í gegnum útvarp- ið.“ Egill segir hljóðvinnsluna mikil- vægan hluta þáttarins, því þar skap- ist að mörgu leyti ný „sýn“ á verkin. „Þótt umfjöllunin taki mið af mynd- listarlegu samhengi var vinnuferlið um leið mjög líkt því að setja saman tónlist, því hljóðverkin spanna svo vítt svið,“ segir Egill. „Eftir að við byrjuðum að vinna í þessu hljóð- umhverfi varð til ákveðin heild þar sem eitt kallaði á annað. Eitt hljóð- verk kallaði á annað hljóðverk og einn viðmælandi á annan. Kannski má segja að þátturinn sé sjálfstætt verk unnið út frá verkum Finn- boga,“ segja þau Egill og Þórný. Í fléttuþættinum er rætt við fólk úr ólíkum áttum sem á einhvern hátt þekkir til verka Finnboga. Velt er upp hvort myndlist Finnboga geti vakið trúartilfinngar, en um leið verið á mörkum náttúruupplifa eða jafnvel náttúruvísinda, auk þess sem myndrænum þáttum verka hans og samhengi við listasöguna eru gerð nokkur skil. Auk Finnboga koma þar við sögu Halldór Björn Runólfsson listfræðingur, Erla Stef- ánsdóttir píanókennari, Hilmar Örn Hilmarsson tónlistarmaður, Sjón rithöfundur, Ragnar Stefánsson jarðeðlisfræðingur og Fríða Björk Ingvarsdóttir bókmenntafræðingur. Þátturinn verður sem fyrr segir frumfluttur á Rás 1 í dag, laugar- dag, eftir fjögurfréttir og endur- fluttur næstkomandi miðvikudags- kvöld, 27. mars. Verk Finn- boga í Í hljóði Morgunblaðið/Golli Fjallað verður um myndlist Finnboga Péturssonar í fléttuþættinum Í hljóði á Rás 1 í dag. Þórný Jóhannsdóttir sá um dagskrárgerð. LEIKFÉLAG Fljótsdalshéraðs frumsýndi í gærkvöldi leikritið Mann og konu eftir Jón Thorodd- sen í Fosshóteli Valaskjálf á Egils- stöðum og er önnur sýning í kvöld kl. 20. Leikgerðin er eftir þá Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Einar Rafn Haraldsson leik- stýrir verkinu og segir hann það dæmigert ævintýri um elskendur, sem er stíað í sundur af vondu fólki og ná svo saman að lokum. „Boðskapurinn er að það sé ljótt að ljúga og að ástin og hið góða vinni ævinlega!“ segir Einar. „Skáldsagan var aldrei fullgerð af hendi Jóns Thoroddsen og það var ritarinn hans sem bjó til endi á söguna. Síðan tóku þeir Emil og Indriði sig til og sömdu leikgerð sem var sýnd rétt upp úr 1930 og varð feikivinsæl. Sannkallað ís- lenskt alþýðuleikrit og söguper- sónurnar hafa vaknað í þjóðarvit- undinni og lifa þar sjálfstæðu lífi.“ Leikritið er nokkuð langt, en Einar segist hafa stytt leikgerðina nokkuð og aukið inn í frumsömd- um söngvum frá eigin hendi. Ímynd verksins sé þannig ofurlítið breytt, en það þó uppfært á frem- ur hefðbundinn hátt. Alls eru í sýningunni 19 hlut- verk, en um 40 manns koma að uppfærslunni í heild. Með helstu hlutverk í fara Sigurjón Bjarna- son, Freyja Kristjánsdóttir Gjerde, Þráinn Sigvaldason, Júlía Wramling og Vígþór Sjafnar Zóphoníasson. Tónlist er eftir Jón- as P. Bjarnason, Jónas Þ. Jó- hannsson og Thorvald Gjerde, en sá síðastnefndi er tónlistarstjóri uppfærslunnar. Búningar eru í höndum Kristrúnar Jónsdóttur og lýsingu annast Þorsteinn Sigur- bergsson. Alls eru fyrirhugaðar 8 sýningar á verkinu. Maður og kona í Valaskjálf Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fjóla Sverrisdóttir og Sigurjón Bjarnason fara með hlutverk Stafa- Gunnu og séra Sigvalda í sýningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs. Egilsstöðum. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.