Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í fyrsta þætti þessa umsjón- armanns um íslenskt mál, laug- ardaginn 23. febrúar síðast liðinn, notaði hann orðtakið „að vefjast tunga um höfuð“ í merkingunni að verða svarafátt. Orðtakið hefur komið einhverjum ókunnuglega fyrir sjónir eins og línur úr annars vinsamlegu bréfi, sem umsjón- armanni hefur borist, bera með sér: „Eins glaður og ánægður og ég varð er ég sá að Mbl. ákvað að taka upp þráðinn um íslenzkt mál, jafn hissa varð ég, er ég sá upphafið á fyrstu greininni þinni. Mér þykir menn gerast tungulangir ef þeir vefja henni um höfuð sér!!! […] Hingað til hefur þetta heitið að vefjast tunga um TÖNN!! Enda öllu skiljanlegra með venjulega tungulengd! Ég vil svo gjarnan vona að þetta séu mistök – þetta er komið úr „íslenzku“-þáttunum hennar Bibbu á Brávallagötunni þegar hún gerði hvað mest grín að tungutaki fólks.“ Umsjónarmaður þakkar bréfið og þá umhyggju fyrir móðurmálinu sem þar kemur fram. Téð orðtak flokkast þó ekki undir „mistök“ heldur þekktist það í málinu löngu fyrir daga Bibbu á Brávallagötunni. Upphaflega merkti það að tungan (lausmælgi) kæmi einhverjum í koll, yrði honum jafnvel að bana. „„Og ætla eg ekki,“ sagði Úlfur, „að vera ginningarfífl hans. En gæti hann að honum vefjisk eigi tungan um höfuð,““ er haft eftir Úlfi Ugga- syni í Brennu-Njáls sögu þegar Þorvaldur hinn veili sendi honum orð um að fara að Þangbrandi kristniboða og drepa hann. Dæmi er einnig að finna í Fljótsdæla sögu og Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar. Ekki er umsjónarmaður svo fróður að hann viti hvenær orðtakið fékk merkinguna að hafa ekki svar á hraðbergi en hana er að finna í Orðabók Sigfúsar Blöndals, útg. 1920. Annars eru ýmsar bækur um orðtök og orðatiltæki til á íslensku, til dæmis má nefna Merg málsins eftir Jón Friðjónsson, og er hent- ugt fyrir þá, sem vilja flúra mál sitt, að grípa til slíkra bóka séu þeir ekki vissir um hvernig komast skuli að orði. Eða eins og Bibba hefði getað sagt: Það er betra að hafa vaðið fyr- ir neðan nefið. – – – Orðtök og föst orðasambönd eru snar þáttur í íslensku máli. Mynd- hverf orðtök eiga mörg hver rætur að rekja til gamalla og gleymdra at- vinnuhátta og athafna. Það orðtak, sem snúið var út úr hér að ofan, hafa vaðið fyrir neðan sig, er frá þeim tíma þegar brýr voru sjald- gæfar og mjög tíðkaðist að vaða ár og læki. Þar sem uppruni orðtakanna er nútímamönnum ekki ætíð ljós, hættir þeim stundum til að mis- skilja þau og þá spretta málblóm eins og þau sem Bibba lagði svo mikla rækt við. Til dæmis lá merking áð- urnefnds orð- taks þeim, sem þetta ritar, ekki í augum uppi þegar hann var yngri. Hvernig fóru menn að því að vaða fyrir neðan sig? Og af hverju var það talið öruggara? Uppljómunin varð svo þegar ungi maðurinn áttaði sig á því að hér var á ferðinni nafnorðið vað en ekki sögnin vaða. Bókstaflega vísar orðtakið „til manns sem leggur út í á fyrir ofan vað ef vera kynni að hann hrekti af leið“, svo vitnað sé til Mergs málsins, en almenn merking þess er að vera varkár. Á þeirri öld hraðans, sem við lif- um, geta orðtök og föst orða- sambönd gengið úr skorðum í máli manna, til dæmis í samtölum í ljós- vakamiðlum að ekki sé talað um beinar íþróttalýsingar þar sem tími til umhugsunar er oft naumur. Umsjónarmaður var á dögunum að horfa á beina útsendingu frá fót- boltaleik í spænsku fyrstu deild- inni. Þar áttust við stórveldin og erkifjendurnir Real Madrid og Barcelona. Mikið gekk á og hafði þulurinn vart undan að lýsa. Börs- ungar fóru mjög halloka í fyrri hálf- leik og varð þulnum þá að orði: „Barcelona-liðið er hvorki svipur né sjón.“ Ljóst er að þarna varð hon- um á í messunni og getur umsjón- armaður sér þess til að hann hafi slegið saman tveimur orða- tiltækjum: vera ekki svipur hjá sjón, sem merkir að hafa hrakað eða farið aftur, og vera hvorki fugl né fiskur, þ.e. að vera svo sem ekki neitt. Hvort orðatiltækið um sig hefði dugað prýðilega til að lýsa því sem fyrir augu bar á skjánum en hin „samþjappaða“ mynd var meira en góðu hófi gegndi. Svo haldið sé áfram að berja á íþróttafréttamönnum þá heyrði umsjónarmaður eftirfarandi í ann- arri fótboltalýsingu: „Það er stutt á milli hláturs og gráturs í bolt- anum.“ Þarna er komið skólabók- ardæmi um áhrifsbreytingu. Eign- arfallið, sem allajafna er gráts, verður gráturs fyrir áhrif frá hlát- urs. Mikill er máttur rímsins. Breytingin er þó ekki orðin almenn enn sem komið er og verður von- andi bundin við fáa enn um sinn. – – – Skýrleiki – Mikils er það og vert, að hafa málsgreinirnar stuttar, ljós- ar og óflóknar; þetta er einkenni á hinum bestu sögum vorum, og kost- ur á hverju máli; en langar og flóknar málsgreinir eru þar í mót hinn mesti ókostur málanna. [Jón Þorkelsson rektor, 1870.] ÍSLENSKT MÁL Eftir Karl Emil Gunnarsson Orðtök og föst orðasambönd eru snar þáttur í íslensku máli keg@mbl.is Á SÍÐUSTU ára- tugum hefur tjón af völdum náttúruham- fara vaxið mjög um allan heim, bæði manntjón og eigna- tjón. Talið er að allt að 250 þúsund manns far- ist árlega í náttúru- hamförum en auk þess raskast tilvera mun stærri hóps meira eða minna við slíka at- burði. Á síðasta áratug er áætlað að eignatjón hafi numið um 7000 milljörðum króna á ári (jafngildir ríkisútgjöld- um Íslands í 30 ár) að jafnaði og er talið að það hafi tífald- ast á fjórum áratugum. Um 90% af þessu manntjóni og um 70% af eignatjóninu eru af völdum nátt- úruhamfara sem tengjast veðri og vatni, mest vegna flóða, þurrka og ofviðra. Það er því að vonum að stjórnvöld víða um heim, ýmsar al- þjóðlegar stofnanir svo og trygg- ingarfélög beini sjónum sínum í vaxandi mæli að margs konar fyr- irbyggjandi aðgerðum þegar um náttúruhamfarir er að ræða. Í ár notar Alþjóða-veðurfræðistofnunin WMO alþjóðlega veðurfræðidaginn, 23. mars, til að vekja athygli á nauðsyn þess að auka varnir og við- búnað gegn hamförum að völdum veðurs og veðurfarsbreytinga. Þjóð- ir heimsins eru misvel búnar til að verjast náttúruhamförum og eins og svo oft eru þær fátækustu mun varnarlausari gegn hvers konar náttúruvá en hinar ríkari. Þar verð- ur líka manntjónið mest þótt eigna- tjón sé oft mjög mikið meðal hinna tæknivæddari og ríkari þjóða. Áhættustjórnun og áhættumat Nauðsynleg forsenda þess að hægt sé draga úr tjóni af völdum náttúruhamfara er að slíkir atburð- ir séu vel þekktir, bæði í tíma, rúmi og umfangi. Því er alls kyns gagna- öflun um þá afar mikilvæg. Þá þarf mjög oft að eyða miklum tíma og fjármunum í að rannsaka eðli og eiginleika náttúruhamfara með alls kyns líkanreikningum svo og að leggja tölfræði- og líkindafræðilegt mat á þær bæði með tilliti til tíðni þeirra, umfangs og afleiðinga. Loks er nauðsynlegt að byggja upp varn- ir og þjálfa viðbrögð ef og þegar at- burðir skella á. Náttúruhamfarir eru mjög ólíkar að eðli, t.d. skella sumar þeirra snöggt á eins og snjó- flóð, jarðskjálftar eða hvirlfilbyljir en stundum hafa þær nokkurn að- draganda eins og stórviðri, flóð og þurrkar. Þess vegna eru ýmsar að- ferðir notaðar til draga úr áhættu og tjóni. Á síðustu árum hafa því verið búin til ýmis konar ferillíkön bæði að því er varðar greiningu og mat á náttúruvá svo og vöktun og viðbrögð við henni. Þessi líkön geta verið byggð upp á forsendum manntjóns eða eignatjóns og mis- munandi aðferðum beitt. Veður- fræðisamfélagið, sem er svo ná- tengt flestum náttúruhamförum, hefur eðlilega haft þessi mál á dag- skrá þótt það sé ekki fyrr en á allra síðustu árum að farið er að nálgast þessi verkefni með skipulegum og þverfaglegum hætti. Þar þurfa að koma að veðurfræðingar, vatna- fræðingar, jarðskjálftafræðingar eða aðrir faglegir sérfræðingar auk stærðfræðinga, tölfræðinga, eðlis- fræðinga, verkfræðinga og fleiri. Loks tengjast þessi mál síðan öll í ýmis konar björgunar- og varnar- starfsemi, bæði á sjó og landi, slysadeildir sjúkrahúsa o.fl. o.fl. Aðstæður á Veðurstofu Íslands Eftir snjóflóðaslysin miklu 1995 var ákveðið að fela Veðurstofunni gerð hættumats vegna ofanflóða. Mikil vinna hefur verið lögð í gagnaöflun, áhættugreiningu, líkan- reikninga, setningu áhættuviðmiða og gerð sérstakra áhættukorta auk þeirrar rauntímavökt- unar sem fram fer all- an veturinn á stað- bundinni ofanflóðahættu í þétt- býli. Enginn vafi er á, að þetta starf og sú þekking og reynsla sem byggst hefur upp á stofnuninni á þessu sviði getur nýst á öðr- um sviðum náttúruvár. Segja má að Ísland sé land náttúruhamfara og því er eðlilegt að þessum málaflokki sé sinnt á miklu breiðara sviði en í ofanflóðum. Vissulega hafa ýmsir verið að kortleggja aðra náttúruvá s.s. jarðskjálfta, eldgos, jökulhlaup og sjávarflóð en yfirleitt ekki á forsendum hugsanlegs manntjóns eða eignatjóns eða verð- mætamats á því. Víðast hvar hefur ekki verið á hlutverkaskrá veður- stofa að sinna áhættumati en bæði er, að Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur verið að gefa þessum mála- flokki aukinn gaum á síðustu árum og margar veðurstofur hafa sýnt þessum verkefnum vaxandi áhuga. Veðurstofa Íslands hefur kynnt systurstofnunum sínum í Vestur- Evrópu starfsemi sína í ofanflóða- málum og er þar mikill áhugi á því sem hér hefur verið gert. Er unnið að undirbúningi að því að koma á laggirnar norrænu samstarfsverk- efni á þessu sviði að frumkvæði Veðurstofunnar. Samræming, skipulag og ábyrgð Eins og áður sagði er allvíða unn- ið að ýmis konar áhættugreiningu, áhættustjórnun og skipulagningu viðbragða við náttúruhamförum hér á landi. Hins vegar skortir verulega á að unnið sé með samræmdum hætti við að meta slíka hættu, auk þess sem enn vantar að lög séu sett um hvernig á þessum málum skuli tekið. Samræma þarf aðferðir og vinnubrögð og skilgreina ábyrgð og ásættanlega áhættu o.fl. o.fl. Und- irritaður telur nauðsynlegt, að mót- uð verði stefna í áhættustjórnun í breiðri merkingu þess orðs á grundvelli þeirra aðferða sem not- aðar hafa verið gagnvart ofanflóða- hættunni. Síðan er eðlilegt að op- inberir aðilar beri ábyrgð á framkvæmd stefnunnar, setji áhættuviðmið í samráði við stjórn- völd, sjái um samræmingu vinnu- bragða og annist eftirlit. Hins vegar geta ýmsir framkvæmdaaðilar m.a. úr einkageiranum komið að ein- stökum verkþáttum þessa viðamikla verkefnis. En þótt hér þurfi margir að koma að verður að telja eðlilegt að Veðurstofa Íslands, sem helsta stofnun landsins í vöktun á nátt- úruvá hvers konar, gegni hér stóru hlutverki. Það væri ekki bara rök- rétt afleiðing þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað á sviði ofanflóða síðustu árin, heldur einnig í góðu samræmi við stefnu og hvatningu Alþjóða-veðurfræðistofnunarinnar á alþjóðlegum veðurfræðidegi í ár. Hamfarir og hættumat Magnús Jónsson Höfundur er veðurstofustjóri. Veðurfræðidagur Á alþjóðlegum veð- urfræðidegi í ár, segir Magnús Jónsson, er vakin athygli á nauðsyn þess að auka varnir og viðbúnað gegn hamför- um af völdum veðurs og veðurfarsbreytinga. Í Morgunblaðinu í dag, 16. mars, er greint frá níunda banaslysinu í umferðinni á þessu ári. Þar segir: „Að meðaltali hefur orðið eitt bana- slys á viku frá áramót- um.“ Rætt var við fram- kvæmdastjóra Umferðarráðs, og hann sagði m.a. þetta: „Við hljótum að þurfa að skoða þessi mál enn betur en við höfum gert. Það er greinilegt að ís- lenskir ökumenn verða að staldra við, enda er slysaþróunin óviðun- andi.“ – Undir orð fram- kvæmdastjórans skal tekið, og þessi banaslys öll hljóta að vekja menn til alvarlegrar umhugsunar. Ef þróunin heldur áfram með sama hætti, þýðir það, að sextíu manns munu deyja í umferðinni á næstu 14 mánuðum eða fram til vors 2003. Þetta eru grimm örlög, og hafa ber í huga, að fjöldi manns, sem lendir í umferðarslysi og lifir það af, bíður varanlegt tjón á sálu og líkama. Hér eiga í hlut konur og karlar, aldraðir og ungir, og er það þyngra en tárum taki, þegar börn og ungmenni bíða bana af þessum sök- um – eða slasast alvarlega. En er þetta óhjákvæmilegt? Hið eina sem við vitum með vissu um framtíðina er líkamsdauðinn, og það er gott að fá að fara af heiminum að ævistarfi loknu. „Þá er betra þreyttur fara að sofa,“ sagði skáldið. En sextíu ótímabær dauðsföll (og margvíslegar limlestingar) á rúmu ári eru í einu orði að segja: hræðileg. Mannfallið eitt er næstum því sami fjöldi og allir þingmenn okkar. Fyrir tæpum sjö ár- um var ég í Washington í Bandaríkjunum og skoðaði þá m.a. hið fræga minnismerki um þá 58195 Bandaríkja- menn, sem týndu lífi í hinu hræðilega Víet- namstríði. Þarna voru rituð nöfn þeirra í gljá- svartan granítstein. Og ekki má gleyma marg- falt fleiri Asíumönnum, er fórust í þessum harmleik eða tilgangs- lausu vitfirringu. – En lítum okkur nær. Þeir, sem munu láta lífið í umferðinni á Íslandi að öllu óbreyttu til annars vors, eru all- stór hluti þjóðarinnar. Þetta væntan- lega mannfall hjá okkur er tilgangs- laust og dapurlegt eða satt best að segja: vitfirring. Hér þurfa ekki aðeins ökumenn að staldra við. Stjórnvöld og þingmenn verða að bregðast hér við af festu. Margt er að í umferðarmálum þjóð- arinnar. Tökum fyrst ökutækjafjöld- ann. Á heimasíðu Skráningarstofunn- ar má lesa, að heildarfjöldi ökutækja á Íslandi 31. des. 2000 var 210324, þ.e. rúmlega 210 þúsund hjá þjóð, þar sem fólksfjöldi er innan við 300 þús- und. Þetta þýðir u.þ.b. eitt ökutæki á hvern uppkominn, fullfrískan mann. Er eitthvert vit í þessu? Væri ekki ráð að reyna að efla almenningssamgöng- ur og fækka ökutækjunum? Æskilegt er að auka umferðarfræðslu, m.a. í sjónvarpi, og kenna fólki t.a.m. að nýta sér heimasíðu Vegagerðarinnar eða upplýsingar í textavarpi. Hvað um vegina og gerð þeirra? Víða erlendis hef ég séð, að umferð úr gagnstæðum áttum er aðgreind í því skyni, að ökutækin skelli ekki saman. Gætum við ekki gert eitthvað svipað á fjölförnum leiðum? Og hvað um há- markshraðann, var það gæfuspor að auka hann á sínum tíma? Væri ekki nær að lækka hámarkshraðann og auka jafnframt eftirlit á vegum? Hér kann einhver að minnast á kostnað, en ótrúlegt er, að þjóð, sem hefur efni á einu ökutæki á mann, hafi ekki efni á skilvirku og öflugu umferðareftir- liti. Hvað um beinan kostnað hér vegna ótímabærs dauða eða bæklun- ar, fyrir utan þann mannlega harm- leik sem slysin eru? Ég hygg, að flest- ir Íslendingar þekki sjálfir menn, sem hafa látið lífið eða slasast í umferð- inni. Flest þekkjum við þann ugg, sem býr í brjósti, þegar náin mann- eskja er á ferð á vegum úti, jafnvel í hálku á þröngum vegum, þar sem á móti koma geysiþung ökutæki á ógn- vekjandi hraða. Er eitthvert vit í þessu? Það held ég ekki. Niðurstaðan er þessi: Margt þarf hér að gera, m.a. að fækka ökutækj- um, lækka hámarkshraðann, breyta umferðarmannvirkjum, efla eftirlit og bæta almenna umferðarmenn- ingu, m.a. með fræðslu og auknum aga. Verði ekkert að gert, blasir ógæfan við. – Ætlum við Íslendingar að breyta þessu skelfilega ófremdar- ástandi, sem við getum breytt, – eða munum við hér fljóta sofandi að feigð- arósi? Ólafur Oddsson Banaslys Væri ekki nær að lækka hámarkshraðann, spyr Ólafur Oddsson, og auka jafnframt eftirlit á vegum? Höfundur er kennari. Sextíu banaslys á rúmu ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.