Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær um endurskoðun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Í framsögu sinni sagði Össur að EES- samningurinn hefði sannarlega dugað Íslendingum vel en enginn hefði þó bent á það af jafnmikilli elju og Hall- dór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hve samningurinn hefði veðrast og trosnað. „Þróunin sýnir að með tím- anum mun hann ekki þjóna þörfum okkar jafnvel og í upphafi.“ Halldór Ásgríms- son utanríkisráð- herra tók fram í upphafi máls síns að það væri ekki á stefnuskrá núver- andi ríkisstjórnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þar með væri ekki verið að undirbúa slíka umsókn. Hall- dór sagði síðan að það væri ljóst að mikil þörf væri á því að aðlaga EES- samninginn þeim breytingum sem orðið hefðu á löggjöf ESB. „Evrópu- sambandið viðurkennir að slíkar breytingar séu nauðsynlegar,“ sagði hann. „Hins vegar liggur það líka fyr- ir að Evrópusambandið er ekki tilbúið að fara í þá vinnu fyrr en að lokinni stækkun. Það er líka ljóst að Norð- menn hafa ekki talið rétt að angra framkvæmdastjórnina of mikið með það og hafa verið tilbúnari til þess en við að sætta sig við það að sú endur- skoðun fari ekki fram fyrr en að loknu stækkunarferli. Ef það verður niður- staðan er ljóst að það mun taka mörg ár.“ Halldór sagði ennfremur að það væri ljóst að Íslendingar fengju ekki meiri aðgang að stofnunum ESB en þeir þegar hefðu, það væri því nauð- synlegt fyrir Íslendinga að rækta góð samskipti við stofnanir á borð við ráð- herraráðið og Evrópuþingið. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði VG hafa tekið skýra efnislega afstöðu í þessu máli. „Við segjum þegar kostir og gallar eru vegnir og metnir, þá þjónar það ekki hagsmunum Íslendinga að ganga í Evrópusambandið.“ Ögmundur hélt áfram og benti m.a. á að Framsókn- arflokkurinn væri á hinn bóginn þver- klofinn í málinu. Hann sagði að Val- gerður Sverrisdóttir hefði á heimasíðu sinni talað um hugsanlega nauðsyn þess að ganga í Evrópusam- bandið en samflokksmaður hennar, landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústs- son, væri greinilega á öndverðum meiði í þeim efnum. Síðan sagði Ög- mundur: „Og þegar formaður Sam- fylkingarinnar talar um stefnuleysi innan EES þá spyr ég: Er það ekki stefnuleysi Framsóknarflokksins og stefnuleysi hæstvirts utanríkisráð- herra sem er rót- in að þeim vanda. Framsóknar- flokkurinn verð- ur að ganga heill til þessara verka.“ Sigríður Anna Þórðardóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og formaður ut- anríkismála- nefndar Alþing- is, sagði það eðlilegt að ræða endurskoðun EES-samningsins þar sem tæp níu ár væru liðin síðan Al- þingi hefði samþykkt samninginn. „Samningurinn er langmikilvægasti viðskiptasamningur okkar Íslend- inga. Hann tryggir okkur aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og stendur enn fyllilega undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar á sínum tíma og hefur gagnast okkur afar vel.“ Síðar í máli sínu gerði Sigríður Anna nýlega skoðanakönnun Sam- taka iðnaðarins um aðild að ESB að umtalsefni: „Evrópumálin hafa verið töluvert í fréttum síðustu daga í kjöl- far skoðanakönnunar um viðhorf þjóðarinnar til Evrópusambandsað- ildar. Að gefnu tilefni er rétt að árétta: Í fyrsta lagi, það er ekki stefna ríkisstjórnar Íslands að sækja um að- ild að ESB. Enginn íslenskur stjór- málaflokkur hefur á stefnuskrá sinni að sækja um inngöngu í Evrópusam- bandið. Þetta eru staðreyndir sem vert er að hafa í huga þegar þessi mikilvægu mál eru rædd.“ Samningurinn mikilvægur Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að meðan hagsmunir Íslendinga í sjávarúvegs- málum væru ekki tryggðir kæmi ekki til greina að sækja um aðild að ESB. Hann benti þó á að það væri afstaða flokks síns að Evrópumálin yrðu rædd. „Það hefur verið afstaða míns flokks að við ræðum málin og gerum á því ítarlegar athuganir hverra kosta við eigum völ. Eins og sakir standa er þetta mjög fjarlægt og við hljótum þess vegna að sækja á um framhald EES-samningsins. Hann hefur að vísu veikst við það að hæstv. utanrík- isráðherra stígur ölduna eins og hann gerir...“ Rannveig Guðmundsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði nauðsynlegt að Íslendingar ræddu um Evrópumálin og Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði að EES-samningur- inn hefði verið eitt mesta gæfuspor sem Íslendingar hefðu tekið. Ísólfur Gylfi Pálmason, þingmaður Fram- sóknarflokksins, tók í sama streng og sagði samninginn afar mikilvægan. Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformað- ur utanríkismálanefndar þingsins, sagði að Íslendingar yrðu að fjalla um stöðu EES-samningsins út frá hags- munum sínum. „Það er hins vegar ekki rökrétt að EES-samningurinn geti haldið sínu gildi og tryggt okkar hagsmuni óbreyttur fyrst og fremst vegna þeirrar þróunar sem á sér stað innan Evrópusambandsins og vegna fyrirsjáanlegrar stækkunar þess,“ sagði hann. „Það hlýtur að vera skylda ábyrgra stjórnmálamanna að velta upp möguleikum okkar til fram- tíðar því kyrrstaða í þessum efnum þjónar ekki okkar framtíðarhags- munum... Ef breytingar á EES- samningnum nást ekki fram í samn- ingum við Evrópusambandið hljótum við að verða að skilgreina okkar stöðu út frá því með framtíðina í huga. Aðild að Evrópusambandinu er ekki á dag- skrá núverandi ríkisstjórnar og eng- inn stjórnmálaflokkur hefur það á sinni stefnuskrá. Það er hins vegar bæði sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða málin enda getur varla nokkur maður fullyrt nú að slíkt geti ekki komið til greina einhvern tíma í fram- tíðinni.“ Næst í pontu var Þórunn Svein- bjarnardóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, og sagði hún að það væri haft á orði í fjölmiðlum og í heitum pottum sundlauganna að umræðan um aðild Íslands að Evrópusamband- inu væri í raun lokið. „Þjóðin hafi kveðið upp sinn dóm og það þrátt fyr- ir að hér hafi setið ríkisstjórn sl. ellefu ár undir forystu Davíðs Oddssonar, sem eins og kunnugt er hefur haft lít- ið sem ekkert til Evrópuumræðunnar að leggja í áratug eða svo,“ sagði hún. Sagði Þórunn að Íslendingar ættu að taka skrefið og sækja um aðild að ESB og láta það síðan í hendur ís- lensku þjóðinni að dæma um það hvort niðurstaðan væri henni að skapi eða ekki. Flokkurinn tali skýrt Í lok umræðunnar tók Össur Skarphéðinsson aftur til máls og sagði að menn yrðu að tala skýrt. „...Framsóknarflokkurinn verður að tala skýrt,“ sagði hann. „Ég fæ ekki betur séð en að öll rök sem lögð eru fram af hálfu hæstvirts utanríkisráð- herra knýi á um eitt, það að EES- samningurinn þjóni ekki lengur okk- ar hagsmunum og þess vegna sé ekki hægt annað en að stefna að inngöngu í ESB. Þetta finnst mér vera kjarninn í máli hæstvirts utanríkisráðherra og það fer að koma tími á það að hann tali skýrt í þessu máli. Ég tala skýrt; ég er þeirrar skoðunar að sú niður- staða sem felst í orðum hæstvirts ut- anríkisráðherra, en hann virðist ekki enn hafa fengið pólitískan kjark til að segja, sé rétt.“ Í lokin tók Halldór Ás- grímsson aftur til máls og vísaði því á bug að stefnuleysi einkenndi mál- flutning hans í umræðunni. Stjórnarandstæðingar um endurskoðun EES-samningsins Saka Framsókn- arflokkinn um að tala ekki skýrt Morgunblaðið/Jim Smart Kristján Möller, Árni Steinar Jóhannsson og Þuríður Backman stungu saman nefjum í þingsalnum á dögunum. ÁSTA R. Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, hef- ur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem miðast m.a. að því að foreldrar sem fara með sam- eiginlega forsjá barns eftir skilnað eða sambúðarslit eigi báðir rétt til húsaleigubóta þ.e. óháð því hvar barnið hefur lög- heimili. Í greinargerð með frumvarpinu segir: „Eins og lögin eru nú getur aðeins for- eldrið sem barnið eða börnin eiga lögheimili hjá fengið við- bótarhúsaleigubætur.“ Síðan segir: „Foreldrið sem er einnig með forsjána en barnið býr ekki hjá þarf að geta sinnt börnum sínum til jafns við hitt foreldrið en fær þessa viðbót ekki. Reynslan hefur sýnt að þetta hefur gert foreldrum, sem barn er ekki með lögheim- ili hjá, erfitt fyrir að rækja þær skyldur sem felast í sameigin- legri forsjá. Til að jafna mun foreldra hvað þetta varðar er breyting lögð til. Félagsmála- yfirvöld í Reykjavík hafa bent á að þörf væri á breytingu í þessa veru.“ Í frumvarpinu er einnig lagt til að þeir námsmenn eigi allir rétt á húsaleigubótum, sem eru í námi á framhalds- eða há- skólastigi og leigja á heimavist eða á námsgörðum eða her- bergi með sameiginlegri eld- hús- og snyrtiaðstöðu. Um þetta segir í greinargerð frum- varpsins. „Námsmenn á heima- vist eða stúdentagörðum öðluð- ust rétt á húsaleigubótum [með lagabreytingum í maí 2001] þótt þeir byggju í herbergi með aðgangi að eldhúsi og baði. Nú er það svo að námsmenn eiga ekki allir kost á slíku húsnæði og verða þá að leigja sér sam- bærilegt húsnæði annars stað- ar, sem er almennt mun dýrara en garður eða heimavist, en þeir fá ekki húsaleigubætur skv. núgildandi lögum. Úr þessu óréttlæti er bætt með þessu frumvarpi.“ Einnig er með frumvarpinu lagt til að þeir fatlaðir sem búa saman í sérstökum sambýlum fyrir fatl- aða hafi sömuleiðis rétt á húsa- leigubótum. Báðir for- eldrar hafi rétt á húsaleigu- bótum ORÐ og orðasennur þingmanna vekja ekki bara athygli þeirra sem fylgjast með umræðum á Alþingi. Ósögð orð vekja líka athygli sem og það hverjir taka til máls og hverjir taka ekki til máls. Þá vekur athygli hvaða þingmenn og ráðherrar fylgj- ast með umræðunni og hvaða ráð- herrar og þingmenn fylgjast ekki með umræðunni. Einnig getur verið athyglisvert að fylgjast með því hve stutt þingmenn tala en þó ekki síst hve lengi þeir tala. Tökum dæmi. Í utandagskrárumræðu um laun stjórnarmanna Landssíma Íslands hf. í vikunni tók enginn framsókn- armaður til máls en málshefjandi um- ræðunnar var Jón Bjarnason, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar –græns framboðs og Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra var til andsvara. Þeir sem rýna í pólitík velta því fyrir sér hvað þetta þýðir. Er þetta vísbending um að framsókn- armenn hafi ekki komið að ákvörðun um hækkun stjórnarlaunanna? Vilja þeir þar með ekki bendla sig við þá ákvörðun? Eða hafa þeir einfaldlega ekki áhuga á því að koma ráðherra Sjálfstæðisflokksins til varnar þegar sótt er að honum? Þarf kannski ekki að koma ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins til varnar? Framsóknarmenn tóku heldur ekki til máls í umræðu utan dagskrár um minnisblaðið sem kennt hefur verið við öryrkjadóminn svokallaða. Þar var Davíð Oddsson forsætisráð- herra til andsvara en Ögmundur Jón- asson, þingmaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, var málshefjandi. Hér má spyrja hvort framsóknarmenn hafi heldur engan áhuga á að koma forsætisráðherra til varnar eða þarf hann engan stuðning frá þeim frekar en samgönguráð- herra? Eða eru framsóknarmenn ein- faldlega að gefa til kynna að þeir hafi ekki haft neitt með umrætt minn- isblað að gera. Það sé mál forsætis- ráðherra sjálfs. Mikill tími þingvikunnar hefur far- ið í aðra umræðu um frumvarp iðn- aðarráðherra um virkjun Jökulsár á Brú, Jökulsár í Fljótsdal og stækkun Kröfluvirkjunar. Umræðan hófst á fimmtudag en síðdegis tók formaður Vinstrihreyfingarinnar –græns fram- boðs, Steingrímur J. Sigfússon, eftir því að Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra var ekki viðstödd um- ræðuna. Fór hann fram á að um- ræðunni yrði frestað þar til Valgerður sæi sér fært að vera við umræðuna. Fannst honum mikilvægt að Valgerður hlustaði á umræðu um mál sem hún hefði sjálf lagt fram og flutt á Alþingi. Skemmst er frá því að segja að Halldór Blöndal, forseti Al- þingis, varð við þessum óskum og var umræðunni frestað þar til Valgerður var komin í hús síðar um kvöldið. Óstaðfestar fregnir herma að Val- gerður hafi þennan dag verið að er- indast í kjördæminu sínu en ýmsum fannst það einkennileg forgangs- röðun hjá ráðherra - henni bæri að fylgjast með umræðu um mál sem margir telja eitt stærsta þingmál vor- þingsins. Að síðustu verður ekki hjá því komist að minnast á þann ríflega ræðutíma sem þingmenn Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs hafa tekið sér til að ræða fyrrgreint virkjanafrumvarp. Þeir eru eins og kunnugt er á móti frumvarpinu og hafa haldið því fram að Alþingi eigi að vísa frumvarpinu frá m.a. vegna óvissu um framvindu hins svokallaða Noral-verkefnis. Á þeim ræðutíma sem þeir hafa tekið sér má ráða að þeir hafa gripið til svokallaðs mál- þófs, en slík málsmeðferð, er ekki óal- geng hjá stjórnarandstæðingum til að mótmæla framvindu mála á þingi. Þannig tók Steingrímur J. Sigfússon sér þrjá klukkutíma til að ræða frum- varpið í gær og Kolbrún Halldórs- dóttir, samflokksmaður hans, tók sér ekki styttri tíma. Samkvæmt þing- sköpum Alþingis er ræðutími þing- manna ótakmarkaður í annarri um- ræðu og geta þingmenn því tekið sér þann tíma sem þeim þóknast. Eru getgátur uppi um það að þingmenn VG ætli sér þannig að koma í veg fyr- ir að hægt verði að afgreiða frum- varpið fyrir páska eins og rík- isstjórnin hefur stefnt að. Steingrímur og Kolbrún möluðu því og möluðu í gær og með fullri virð- ingu fyrir þeim báðum er ég ekki viss um að margir hafi verið að hlusta. Einhverjum varð þó að orði að Stein- grími hefði nokkuð vel tekist að halda þræði þrátt fyrir langan ræðutíma. Því má hins vegar bæta við að þessir annars ágætu þingmenn hafa ekki slegið ræðumet Jóhönnu Sigurð- ardóttir, þingmanns Samfylking- arinnar, því hún talaði samtals í tíu klukkutíma og átta mínútur við aðra umræðu um húsnæðisfrumvarp Páls Péturssonar félagsmálaráðherra á Alþingi í maí 1998. Hún hóf ræðuna kl. 12.27 og lauk henni kl. 00.37 að- faranótt næsta dags. Tvisvar var gert hlé á þingfundi, fyrst í hádeginu í rúman hálftíma og síðan kvöldmat- arhlé í tæpan einn og hálfan tíma. Mér er það reyndar til efs að nokkur þingmaður eigi eftir að slá þetta met Jóhönnu á næstunni.      Eru þingmenn VG að grípa til málþófs? EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.