Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Árný SigríðurStefánsdóttir fæddist í Litla- Hvammi í Mýrdal 5. maí 1905. Hún lést á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík 19. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Steinunn Helga Árnadóttir húsfreyja, f. 12.9. 1881, d. 20.8. 1964, og Stefán Hannesson, kennari og bóndi í Litla Hvammi, f. 16.3. 1876, d. 30.12. 1960. Árný var næstelst af átta systkin- um en þau eru í aldursröð Ástríð- ur, f. 14.10. 1903, d. 30.3. 1989, Brandur Jón, f. 20.5. 1906, d. 15.10. 1994, Þuríður Guðrún, f. 14.10. 1907, d. 1.5. 1982, Baldur, f. 22.11. 1911, d. 10.4. 1995, Gunnar, f. 23.7. 1915, d. 7.4. 1984, Helga, f. 19.9. 1917, dvelur nú á Hjallatúni í Vík, Vilborg, f. 31.5. 1921, búsett í Reykjavík. Árný giftist 26. maí 1939 Jóni Þorsteinssyni, kaup- manni í Vík, f. 9.8. 1864, d. 27.7. 1947. Foreldrar hans voru hjónin Guðfinna Einarsdóttir húsmóðir og Þorsteinn Einarsson, bóndi í Kerlingadal. Dóttir Árnýjar og Jóns er Jóna Sigríður Jóns- dóttir, textílhönnuð- ur og bankastarfs- maður. Hún er gift Guðmundi Eiríkssyni bankastarfsmanni, þau búa í Reykjavík. Fyrri maður Jónu var Úlfar Þormóðs- son, rithöfundur, þau skildu. Synir þeirra eru Stefán stjórn- málafræðingur, býr í Reykjavík, Þrándur læknir, unnusta hans er Lotten Lidén iðjuþjálfi, þau búa í Gautaborg, Gaukur kvikmynda- gerðarmaður, býr í Reykjavík. Árný ólst upp hjá foreldrum sín- um í Litla-Hvammi og sótti barna- skóla hjá föður sínum þar. Ung fór hún að heiman og stundaði ýmis störf. Um tíma var hún í garð- yrkjuskóla í Reykjavík, einnig sótti hún námskeið í fatasaumi. Seinni helming ævinnar bjó Árný með systkinum sínum Baldri og Helgu á Hvammbóli í Mýrdal. Útför Árnýjar fer fram frá Skeiðflatarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Þegar ég var lítill strákur var ég sendur í sveit á sumrin að Hvamm- bóli þar sem Árný amma mín bjó þá ásamt Helgu systur sinni og Baldri bróður sínum. Hvergi held ég að mér hafi liðið eins vel og í vistinni hjá þeim. Í sveitinni var það vani ömmu áður en ég datt út af á kvöldin að kenna mér að fara með bænir. Ég man ekki eftir því að hún reyndi að láta mig læra þær utan að. Hitt man ég vel að bænunum fylgdu oft fal- legar sögur eða ævintýri. Amma hélt t.d. mjög að mér sögunum um Nonna að ógleymdum barnasögum Eyjólfs á Hvoli. Draugasögur sagði hún mér ef ég bað um það sérstaklega. Yf- irleitt var þá um að ræða lýsingu á torkennilegum skrímslum úti í nátt- mykrinu sem síðan kom í ljós að hefðu aðeins verið kindur að éta kál. Á herbergi ömmu er gluggi er vís- ar í austurátt. Um hann streyma geislar morgunsólarinnar inn í bæj- arhúsið. Þá er þeir náðu svæflinum mínum vissi ég alltaf að kominn var tími til að fara á eftir kúnum. Ef amma rumskaði á meðan ég var að búa mig af stað sagði ég kannski „góðan dag amma mín“, þá lét hún sér aldrei nægja minna en að svara „góðan og glaðan dag, Stefán minn vænn“. Árný amma mín, hvar sem ég hef farið alltaf hef ég fundið hlýjar hugs- anir þínar nálægt Elsku amma. Ekki að undra þótt minningarnar um þig sem nú skjóta upp kollinum séu margar og góðar. Þú hefur jú alltaf verið til staðar og þér hefur alltaf verið svo annt um okkur, þína nán- ustu. Margur hefur notið góðs af hlýjunni þinni og góðvildinni sem þú áttir svo auðvelt með að gefa af. Víst glímdir þú við mikið skap svo ekki fór framhjá nokkrum sem til þín þekktu og sú barátta var þér oft fjöt- ur um fót. En kannski var það þetta innra stríð þitt sem gerði þig svo næma og hlýja. Takk fyrir gott vega- nesti, ég ætla mér að halda í það eins lengi og ég get. Þinn ömmudrengur Þrándur. Blessunin mín, ert það þú? Þetta undurfallega ávarp sagt með þýðri rödd Árnýjar, umlykur mig nú ásamt fleiri fallegum orðum og nafni mínu. Röddin ein sagði meira en orð- in sjálf því í henni var gleðihreimur. Nú heyrir þetta fortíðinni til. Það setur að mér söknuð. Árný var seinni kona föðurafa míns og þess eina sem ég kynntist, því móðurafi minn og báðar ömmur mínar voru látin áður en ég fæddist. En sennilega í undir- meðvitund minni fannst mér Árný vera of ung til að vera kölluð amma, en samt skipaði hún þann sess og gott betur, hvað ástúð og umhyggju snerti mér og mínum til handa. Hún bar mig á höndum sér þau sumur seinni heimsstyrjaldarinnar sem ég fékk að dveljast hjá henni og afa og ég er henni óumræðilega þakklát fyrir. Það var yndisleg tilfinning sem bærðist í brjósti lítils ferðalangs eftir dagsferð í rútu, þegar komið var upp úr Grafargilinu og Víkin blasti við því útsýnið var tilkomumikið og auk þess voru þar vinir í varpa. Reyn- isfjallið og drangarnir í suðvestri og kirkjan tignarleg í suðaustri og þorpið þar á milli. Þar fyrir utan við ströndina svarraði oftar en ekki brimið. Húsin sem við blöstu hétu öll þeim nöfnum sem grópuð voru í hug- ann sem nöfn lifandi fólks og maður þekkti, ásamt hinum sem enn voru í hvarfi undir Bökkunum eða „Fyrir austan Á“, þar sem afi og Árný bjuggu, en eftirvæntingin var hvað mest að komast þangað, enda mikill fagnaðarfundur, þegar því takmarki var náð. Það var sem mitt annað heimili og þar leið mér vel. Árný bjó afa snyrtilegt og gott heimili þar sem góðu gildin voru í heiðri höfð. Þar voru mér kennd vers og bænir. Einnig lögðu þau ríka áherslu á nærgætni og heiðarleika til orðs og æðis. Ég minnist þess notalega öryggis að vakna á morgnana og vita af þeim nærri, einkum þegar brimskaflarnir byltust upp að ströndinni með þung- um gný. Ég minnist einnig kyrrlátra kvölda þegar Árný færði afa rak- vatnið sitt, ásamt kaffi á silfurfati í orðsins fyllstu merkingu. Ég minnist margra góðra gesta sem bar að garði, nágranna og vina því ófáir áttu erindi í búðina til afa, en hún var heill ævintýraheimur, snyrtileg og falleg. Hver skápur þar og skúffa geymdi leyndardóm. Síðla sumars 1943 fæddist Jóna, sólargeislinn í lífi þeirra. Nokkru áð- ur flutti ég „út undir“ að Lundi til Rúnu, systur Árnýjar og fékk að dvelja þar út sumarið. Þau hjónin Rúna og Páll voru mér mjög góð og við Steina dóttir þeirra orðnar mestu mátar. Þetta síðasta sumar mitt hjá afa og Árnýju hafði heilsu afa hrakað nokkuð og fór hnignandi. Það reyndi mikið á Árnýju um þetta leyti og árin sem í hönd fóru og reyndar afa einnig. Fögnuðurinn yfir fallegu og tápmiklu dótturinni hlýtur að hafa verið tregablandinn vitandi að hann gat ekki annast hana né séð vaxa úr grasi, því hann sjálfur var að hníga til foldar. Afi dó 1947. Árný var þá í blóma lífsins aðeins 42 ára göm- ul. Hún naut stuðnings foreldra sinna Steinunnar og Stefáns Hann- essonar, fyrst í Litla-Hvammi og síð- ar á nýbýlinu Hvammbóli, við upp- eldi Jónu. Hún giftist ekki aftur og talaði alltaf um afa með einstakri virðingu og hlýju. Jóna reyndist henni sannkallaður sólargeisli og brást ekki þeim vænt- ingum sem til hennar voru gerðar. Síðan bætti Jóna við þremur sólar- geislum, sem eru nú uppkomnir menn. Þeim Stefáni, Þrándi og Gauk og naut Árný ástúðar og umhyggju þeirra ásamt Guðmundar eigin- manns Jónu. Síðustu árin leyfi ég mér að segja að Árný hafi geislað af hamingju, þrátt fyrir dvínandi þrek. Hún naut góðs atlætis á Hjallatúni og naut þess að Helga systir hennar dvaldi með henni þar síðustu árin. Það var gott að heimsækja þær enda ríkjand góður heimilisbragur og gestrisni í þeirra anda. Það var alltaf gott samband á milli okkar Árnýjar. Hvar og hvenær sem við hittumst, dvöldum saman eða með bréfum. Alltaf styrktist vinátt- an. Við Jón og börnin mín minnumst hennar með þakklæti, einkum Dóra Björk sem heimsótti hana að Hvammbóli og naut þess sama og ég forðum. Við sendum Jónu, Stefáni, Þrándi, Gauk og Guðmundi, einnig eftirlifandi systrum hennar Helgu og Vilborgu okkar innilegustu samúð- arkveðjur í þeirri trú að hún líti frá fögrum útsýnisstað meiri fegurð en jarðnesk augu geta greint í þeirri vissu að þar bíða vinir í varpa sem segja fagnandi: „Blessunin mín, vertu velkomin.“ Guðríður Bryndís Jónsdóttir. Látin er á Hjallatúni í Vík í Mýr- dal Árný Sigríður Stefánsdóttir frá Hvammbóli. Þó að mér fyndist hún aldrei heilsuhraust var hún á 97. ald- ursári er hún lést 19. þm. Árný var næstelst átta barna þeirra Steinunnar H. Árnadóttur og Stefáns Hannessonar barnakennara í Litla-Hvammi. Hjá föður sínum hlaut hún þá menntun, sem hún fór með að veganesti út í lífið. Snemma þurftu börn og unglingar að taka til hendinni á þessum árum og var Árný fljótt farin að vinna að búi foreldra sinna og sinnti öllum verkum ekki síður utandyra en inn- an. Hún var verkmanneskja mikil og fékk gott orð frá fólki sem hún var kaupakona hjá. Vitna ég þá í ummæli sem ég heyrði síðar undan Eyjafjöll- um og úr Borgarnesi. Árný giftist Jóni Þorsteinssyni kaupmanni í Vík árið 1939. Þau bjuggu í Vík sinn búskap sem ekki varð langur því Jón lést 1947. Var þá eina barn þeirra sem þau áttu sam- an, Jóna, tæplega fjögurra ára göm- ul. En Jón átti þá þrjá syni á lífi frá fyrra hjónabandi en hafði misst einn son og lést fyrri kona hans árið 1935. Þær mæðgur Árný og Jóna flutt- ust eftir lát Jóns að Litla-Hvammi til foreldra og systkina Árnýjar, þeirra Baldurs og Helgu. Með þeim bjó þá einnig Stefán sonur Ástríðar. Þetta fólk háði nú lífsbaráttuna saman og voru mínir næstu nágrann- ar. Bæirnir í Litla-Hvammi voru sambyggðir og þó ekki væri innan- gengt milli þeirra var samgangur mikill. Ég þá ungur að árum hljóp þarna á milli oft á dag og var alltaf jafn vel tekið, þó ekki hefði fólk mik- ið pláss eða næði. Árný var hlý í viðmóti og fylgdi oft góðlátlegt bros. Hún ávarpaði mig gjarnan sem „frændi sæll“ og þótti mér það alltaf jafn notalegt. Ég sagði að þessi hópur hefði háð lífsbaráttuna saman og á þessum ár- um var auk hins daglega amsturs unnið hörðum höndum við að byggja upp útihús og loks íbúðarhús á hæð- inni fyrir ofan Litla-Hvamm. Árið 1957 var verkinu að mestu lokið og tekið til við að flytja. Ég hef minnst á það áður hvað sú stund hefur verið mér ofarlega í huga, og rifjast nú upp þegar ég kveð Árnýju, er fjölskyldan fór í hægðum sínum upp Klifið og ég í humátt á eft- ir að fylgjast með. Stefán faðir henn- ar hélt eftirminnilega ræðu niðri í gamla bæ, en hann var sérstakur ræðumaður. Baldri bróður hennar mæltist vel í nýja húsinu og sagði meðal annars að komið hefði verið til sín í draumi og honum bent á að láta bæinn heita Hvammból. Á Hvammbóli bjó Árný alla tíð síð- an meðan heilsa og þrek leyfði. Þær hafa sýnt mikinn kjark systurnar Árný og Helga með því að búa einar á Hvammbóli eftir að Baldur bróðir þeirra fór að Hjallatúni. Það þótti mér kraftaverki líkast. Mér verður nú sem oftar hugsað til þess hversu þakkarvert starf er unnið á Hjallatúni, en þangað lá einnig leið Árnýjar og veit ég með vissu að þar leið henni vel eftir atvik- um og öll umhugsun og þjónusta eft- ir því sem best verður á kosið. Þar var þá fyrir Stefán systursonur Ár- nýjar, sem áður var hér minnst á. Nú síðustu ár hefur Helga systir hennar einnig búið þar og veit ég að þau hafa öll haft þar stuðning hvert af öðru. Auk Helgu er Vilborg systir Ár- nýjar á lífi, en þrátt fyrir að hún búi í Reykjavík hefur hún verið mjög dug- leg við heimsóknir á Hjallatún og verið í stöðugu símasambandi veit ég. Jóna dóttir Árnýjar fór að loknu barnaskólanámi að Skógum undir Eyjafjöllum og lauk þaðan burtfar- arprófi 1960. Hún hefur lengst af verið bankastarfsmaður en listrænir hæfileikar hennar hafa beint henni á braut textílhönnunar. Hún bjó um tíma suður með sjó og síðan í Reykjavík með fyrri manni sínum og átti með honum þrjá mannvænlega syni, þá Stefán Þormar, Þránd og Gauk. Seinni maður hennar er Guð- mundur Eiríksson. Þau búa í Reykjavík. Þrátt fyrir að Jóna hafi lengst af búið þetta fjarri móður sinni hefur hún alla tíð hugsað um hana af mikilli umhyggjusemi og ekki síst eftir að kraftar og heilsa fóru dvínandi og hún þurfti reglulega á dóttur sinni að halda. Þó andlátsfregn Árnýjar kæmi mér ekki á óvart kipptist ég við og margar kærar minningar komu upp í hugann. Ég vil gera hennar hlýja ávarp að mínu og segja frænka sæl hafðu þökk fyrir samfylgdina. Dóttur og fjölskyldu hennar, eft- irlifandi systrum og öðrum aðstand- endum bið ég Guðs blessunar á erf- iðri saknaðarstund. Sigurður Árnason frá Litla-Hvammi. Um miðbik síðustu aldar lágu saman leiðir tveggja kvenna í Mýr- dalnum. Önnur var rúmlega fertug, hin á fyrsta ári. Með þeim tókst fljótt einlæg og góð vinátta sem hélst alla tíð eða þar til sú eldri, Árný Sigríður lést þann 19. þessa mánaðar. Nú, þegar komið er að kveðjustund er leitað á vit minninga sem samofnar eru lífi beggja. Sú sem ritar og sú sem ritað er um mætast þannig í síð- asta sinn í minningabrotum sagna- ritarans. Árný Sigríður var hluti af lífi mínu frá því ég man fyrst eftir mér á heim- ili móðurforeldra minna í Litla- Hvammi. Henni á ég undurmargt að þakka, samverustundir, umhyggju og hlýju ásamt stuðningi og hvatn- ingu við allt sem ég tók mér fyrir hendur. Ávarp hennar var annað- hvort „heillin mín“ eða „Steinunn mín blessuð“. Árum saman unnum við hlið við hlið úti í flekk og við mjaltir kvölds og morgna. Þess á milli sinntum við árstíðabundnum verkum eins og að reyta fýl eða taka upp rófur. Fulltrúar tveggja kyn- slóða við störf sem flest heyra nú sögunni til. Af Árnýju lærði ég að æðrast ekki þótt flekkurinn virstist ná að minnsta kosti út að sjóndeildarhring, en hrífurnar aðeins tvær; að öll verk vinnast á endanum, eingöngu mis- hratt. Sjálf var hún vinnusöm, fór sér að engu óðslega, fylgdi jöfnum hraða og var fylgin sér. Víst er að framlag Árnýjar til búsins að Litla-Hvammi og síðar á Hvammbóli verður seint fullmetið eða þakkað að verðleikum. Þótt Árný væri hæglát og hlægi sjaldan hátt hafði hún góða kímni- gáfu. Í sumarleyfum, langt fram eftir ævinni henti Árný góðlátlegt gaman að lánleysi frænku sinnar í ástamál- um. Á hverju ári var farið yfir stöðu mála í sveitinni en eftir því sem tím- inn leið varð æ ljósar að allir vænleg- ustu drengir sveitarinnar voru úr greipum gegnir. Að lokum kvað Árný uppúr með að allt væri þetta sennilega af hinu góða því „þú hefðir heldur engan tíma, heillin mín, til þess að sinna eiginmanni og heim- ilisstörfum, eins miklum ábyrgðar- störfum og þú ert alltaf hlaðin“. Að þessari niðurstöðu fenginni var um- ræðunni beint inn á faglegri brautir. Þessi viðbrögð lýsa vel þeirri til- hneigingu Árnýjar að varpa ætíð sem hagstæðustu ljósi á viðmælanda sinn. Gilti þá einu þótt sveigja þyrfti veruleikann örlítið til. Árný átti löngum við vanheilsu að stríða. Hún átti sínar erfiðu stundir og oft var hún ósátt við sjálfa sig fyr- ir að vera sínu fólki öðruvísi en hún vildi vera. Á þeim stundum dugði einlægur vilji hennar til góðrar breytni ekki til. Sjálfsþekking henn- ar og þær kröfur sem hún gerði til sjálfrar sín í samskiptum gátu því valdið henni hugarangri. Kröfurnar um andlegt atgervi minnkuðu ekki með árunum. Um jólin 1998 var hún afar lasburða og mundi oft ekki heimsóknir ættingja sinna og vina. Inn á milli ræddi hún þó við gesti sína og kvartaði þá yfir hrakandi heilsu. „Ég er ekki söm og ég var- ,“sagði hún þá og þótti miður, „mér hefur hrakað, ekki síst svona and- lega hliðin, minnisleysi og fleira þess háttar.“ Hún átti erfitt með að sætt- ast á að ef til vill væri þetta ekki meira en vænta mætti hjá mann- eskju á tíræðisaldri. ÁRNÝ SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Allt til fermingar sími 462 2900 Blómin í bænum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.