Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMHVERFISRÁÐHERRA, Siv Friðleifsdóttir, fékk samþykki rík- isstjórnarinnar í gærmorgun til að leggja fram frumvarp á Alþingi um nýja Umhverfisstofnun, sem taka á til starfa í Reykjavík um næstu ára- mót þegar lögin eiga að taka gildi. Þá munu sameinast undir eitt þak, í húsnæði sem á eftir að finna, Holl- ustuvernd ríkisins, Náttúruvernd ríkisins, Veiðistjóraembættið, Hreindýraráð og Dýraverndarráð. Um 60 manns starfa hjá þessum stofnunum í dag og á blaðamanna- fundi umhverfisráðherra í gær kom fram að núverandi starfsmenn hefðu forgang í störfum nýrrar Umhverfisstofnunar. Mögulegt er að fleiri stofnanir sem tengjast um- hverfismálum verði einnig samein- aðar nýju stofnuninni. Ráðherra sagði að stórt skref væri verið að stíga í umhverf- ismálum með því að einfalda og styrkja stjórnsýsluna í ört vaxandi málaflokki. Með stofnuninni yrði til öflugt stjórntæki í umhverfismálum sem skapaði nýja vídd. Siv upplýsti jafnframt að óvissa væri um afdrif 12 starfa á rann- sóknarstofu Hollustuverndar þar sem rannsóknarstörf tilheyrðu ekki stjórnsýslustofnun sem þessari. Siv sagði að möguleiki væri á að starf- semin gæti heyrt undir fyrirhugaða Matvælastofu. Hún kynnti þessar breytingar fyrir starfsmönnum Hollustuverndar og Náttúruvernd- ar í gær og sagðist hafa fengið góð viðbrögð, að undanskildri þeirri óvissu sem starfsmenn rannsókn- arstofunnar væru komnir í. Von- aðist hún til að það mál leystist far- sællega. Aðeins verður auglýst í starf for- stjóra stofnunarinnar, sem mun taka til starfa 1. október nk. Hann mun jafnframt taka sæti í sér- stökum starfshópi sem ætlað er að skipuleggja starfsemi Umhverf- isstofnunar enn frekar. Möguleiki á aukinni starfsemi á landsbyggðinni Hluti starfseminnar verður á landsbyggðinni þar sem starfsemi embættis Veiðistjóra verður áfram á Akureyri og aðsetur Hrein- dýraráðs áfram á Egilsstöðum. Siv útilokaði ekki að starfsemin á landsbyggðinni yrði efld enn frekar og að fleiri stofnanir, sem tengdust umhverfismálum, sameinuðust Um- hverfisstofnun síðar meir. Sem dæmi nefndi hún Náttúru- fræðistofnun Íslands, Landgræðslu ríkisins, Veðurstofuna, Veiði- málastofnun og Landmælingar rík- isins. Siv sagði að hér væri verið að stíga fyrsta skrefið í endurskoðun á stofnanauppbyggingu ráðuneyt- isins. Sú endurskoðun hefði verið tímabær eftir 11 ára starfsemi um- hverfisráðuneytisins. Fyrir þann tíma hefðu umræddar stofnanir heyrt undir mismunandi ráðuneyti. Umhverfisráðherra sagði jafn- framt að á vegum ráðuneytisins væri nú unnið að endurskoðun skipulags-, byggingar og bruna- mála, þar sem ætlunin væri að færa stjórnsýslu byggingamála frá Skipulagsstofnun til Bruna- málastofnunar. Fimm stofnanir sameinaðar í nýja Umhverfisstofnun Morgunblaðið/Jim Smart Siv Friðleifsdóttir kynnti í gær áform um nýja stofnun á sviði umhverf- ismála, Umhverfisstofnun, sem taka á til starfa frá næstu áramótum. „Öflugt stjórntæki sem skapar nýja vídd“ ÞRIGGJA ára áætlun um rekstur, fram- kvæmd og fjármál Reykjavíkurborgar 2003– 2005 var samþykkt með átta samhljóða at- kvæðum meirihlutans á fundi borgarstjórnar í fyrradag. Í áætluninni er m.a. gert ráð fyrir að skuldir borgarsjóðs án lífeyrisskuldbind- inga lækki á tímabilinu um tæpa 2,8 milljarða króna og verði í lok þess tæpir 12,7 milljarðar á árslokaverðlagi 2001. Í máli borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundinum kom fram að fjármunir sem færðir hafa verið frá fyrirtækjum borgarinnar í borgarsjóð til að fegra stöðu hans, nema 14 milljörðum króna. Ber þar hæst tilfærslur fjármuna milli Orkuveitu Reykjavíkur og borgarsjóðs. „Skatttekjur borgarinnar þau tvö kjörtímabil sem R-listinn hefur farið með völd hafa numið 157 milljörðum, sem er 50 milljörðum hærra á sama verðlagi en þær skatttekjur sem sjálfstæðismenn höfðu úr að spila síðustu tvö kjörtímabilin sem þeir sátu við völd. Þegar tekið er tillit til yfirfærslu grunnskóla til sveitarfélaga nemur þessi munur um það bil 30 milljörðum króna. Þar að auki hafa borgaryfirvöld aukið fé á milli handa vegna þess að þeir hafa stóraukið skuldir borgarinnar og vegna nýrra gjalda, m.a. holræsagjalds sem nemur 5 milljörðum,“ segir m.a. í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins sem lögð var fram á fundinum. Mikil umræða skapaðist á fundinum um skuldastöðu Orkuveitu Reykjavíkur sem er að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í sögulegu hámarki, eða rúmir 20 milljarðar. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi R- listans, sagði að frá árinu 2006 mætti gera ráð fyrir því að Orkuveitan gæti greitt niður skuldir sínar á fimm árum. „Í þriggja ára áætluninni sem lögð var fram í fyrra, var gert ráð fyrir að í árslok 2004 yrðu skuldir borgarinnar komnar niður í 30% af skatt- tekjum. Nú, ári síðar, er lögð fram ný áætlun sem gerir ráð fyrir að 2004 verði skuldir ekki 30% heldur 52% af sömu skatttekjum,“ segir ennfremur í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins. „Nú eru skuldir tæplega 60% af skatttekjum. Það má því mikið gerast ef tak- ast á að koma þeim niður í 30% eftir aðeins tvö ár.“ Helgi Hjörvar, borgarfulltrúi R-listans, vitnaði í úttekt sem eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaganna vann á vegum félagsmála- ráðuneytisins, sem sýni að Reykjavík standi vel í samanburði við hin sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu. Reykjavík fær þar ein- kunnina 8 sem vegið meðaltal einkunna fyrir rekstur, fjárfestingu, peningalega stöðu og skuldir sveitarfélagsins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bentu á að Reykjavík- urborg fær í úttektinni einkunnina 0 hvað varðar rekstur málaflokka í hlutfalli við skatttekjur. Þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmd og fjármál Reykjavíkur samþykkt Áætlað að skuldir borgarsjóðs lækki um 2,8 milljarða Tilfærsla á fjármunum til að fegra stöðu sjóðsins, segja sjálfstæðismenn BJÖRN Bjarnason, efsti maður á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosn- inganna í vor, sagði á fundi með kaupmönn- um við Laugaveg í fyrradag að kæmust sjálfstæðismenn til valda í borginni ætl- uðu þeir að tryggja næg bílastæði í mið- borginni og afnema stöðumælagjöld þeg- ar bílum væri lagt í skamman tíma. „Þetta var fínn fundur,“ sagði Jón Sigurjónsson, gull- smiður hjá Jóni og Óskari, um fundinn sem var haldinn í Húsi Málarans. Jón ásamt Gunnari Guðjónssyni í Gleraugnamiðstöð- inni og Hildi Símonar- dóttur í Vinnufata- búðinni sendu fyrir skömmu sjálfstæðismönnum í Reykjavík álit kaupmanna um úr- bætur og hvað þurfi að gerast til að verslun lifi af og blómstri á Lauga- veginum. Þar kemur m.a. fram að Laugavegurinn sé helsta verslun- argata Reykjavíkur og eigi við- skiptin að blómstra sé grundvall- aratriði að viðskiptavinirnir geti komið á bílum og lagt þeim í næsta nágrenni við Laugaveginn. Stöðu- mælagjöld eigi ekki að vera tekju- lind fyrir borgina og stöðumæla- sjóður eigi aðeins að standa undir rekstrarkostnaði en eigi ekki að fjármagna byggingu nýrra bíla- stæðahúsa eða bílapalla. „Við vor- um mjög ánægðir með svör Björns og hann tók mjög vel í hugmyndir okkar enda skilur hann vel hvers svæðið þarfnast og hvað þarf að gera,“ sagði Jón og bætti við að hugmyndir þremenninganna væru töluvert á skjön við það sem borg- aryfirvöld hefðu á prjónunum. „Samkvæmt stefnu R-listans eiga viðskiptavinirnir að koma í al- menningsvögnum, á reiðhjóli eða gangandi en það gengur ekki upp. Ef viðskiptasvæðið á að byggjast upp þarf að efla bílastæði og breyta bílastæðagjöldum. Björn var sam- mála því og það lofar góðu.“ Í áliti kaupmannanna kemur fram að þeir séu alfarið á móti mik- illi friðun húsa við Laugaveginn. Björn Bjarnason sagði að sjálf- stæðismenn í Reykjavík vildu hefja markvisst uppbyggingarstarf og hreinsa til í miðborginni, einkum við Laugaveg, til dæmis með því að tryggja að friðunaráform húsa kæmu ekki í veg fyrir eðlilega upp- byggingu. Jón sagði að ef bílastæði yrðu ekki byggð yrði engin upp- bygging. „Ef við fáum næg bíla- stæði kemur allt hitt á eftir,“ sagði hann og bætti við að ekkert hefði gerst í bílastæðamálum við Lauga- veginn í átta ár. Hins vegar væri tækifærið nú fyrir hendi vegna að- gerðarleysisins að undanförnu. Í máli Björns kom fram að sjálf- stæðismenn ætluðu að lífga miðbæinn við, koma á fót betri hreinlætis- og salernisaðstöðu fyr- ir almenning og auka lýsingu gatna og mannvirkja auk þess sem lögð yrði áhersla á að tryggja öryggi borgaranna í miðbænum og flytja nektardansstaðina út fyrir mið- borgarmörkin í samráði við rekstr- araðila. Jón sagði að þetta væru mikilvæg mál og kaupmenn væru mjög sáttir við það sem Björn hefði lagt áherslu á. Björn Bjarnason lagði áherslu á að leysa bílastæðismál á fundi með kaupmönnum við Laugaveginn. Björn Bjarnason á fundi með kaupmönnum við Laugaveg Morgunblaðið/Árni Sæberg Ætlar að tryggja bílastæði og af- nema stöðumæla- gjöld að hluta BORGARSTJÓRN hefur sam- þykkt að banna umferð og geymslu kjarnorku-, efna- og sýklavopna í borgarlandinu. Reykjavík er þar með 49. sveitar- félagið sem samþykkir slíka álykt- un. Kom fram í máli Kolbeins Proppé, borgarfulltrúa R-listans, að um sé að ræða alþjóðlega hug- mynd sem skotið hafi rótum víða um heim. Var samþykkt borgar- stjórnar í samræmi við fyrri sam- þykktir umhverfis- og heilbrigð- isnefndar Reykjavíkur. Kjarnorku- vopn bönnuð í borgarlandinu RANNSÓKN sýslumannsins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu á aðbúnaði og umhirðu búfjár á tveimur bæjum í sýslunni stendur nú yfir og hafa hundruð gripa ver- ið könnuð. Málið hófst í byrjun þessa mán- aðar þegar farið var að bæ í Þver- árhlíð að fengnum dómsúrskurði og ástand sauðfjár kannað. Lóga þurfti á annað hundrað kindum í sláturhúsinu í Borgarnesi en grunur er um að dýraverndarlög hafi verið brotin á bænum með illri meðferð á dýrum. Á fimmtudag var farið til að kanna ástand allra hrossa á bæn- um, um 140 til 150 að tölu. Tíu kindum lógað vegna bágs ástands Fram hefur komið af hálfu Stef- áns Skarphéðinssonar sýslu- manns að orðrómur hafi verið uppi um skeið um meinta illa með- ferð á búfé á bænum. Á þriðjudag var farið að öðrum bæ í sveitinni og ástand 240 fjár kannað og þurfti að lóga þurfti 10 kindum í sláturhúsi. Umhirða búfjár rann- sökuð á tveimur býlum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.