Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 49 Ég þekkti hann raunar líka af orðspori úr MR. Hann var að sigla úr skóla í þann mund sem ég tók þar höfn, hluti af sögulegum árgangi sem vildi bylta hefðum og heimi, og var þar að auki í innsta kjarna æv- intýralegs gengis úr Vesturbænum sem lifði hátt og hratt, og við sem yngri vorum gátum tæpast beðið eftir því að leggja heiminn að fótum okkar með sama hætti og þeir. Kannski tókst það aldrei. Við verð- um þó varla sakaðir um að hafa ekki reynt, og sóttum fyrirmyndir í þau anarkísku skáld, póetíska drykkju- menn og aðra hrösunargjarna Vest- urbæinga sem voru hluti af þeim lit- ríku karakterum sem á þeim árum máluðu MR og nágrenni rautt. Önni var sannarlega vel þokkaður partur af þeim, gæskuríkur og græskulaus, og hugljúfi öllum. Önni naut þeirra forréttinda í Fé- lagi frjálslyndra að hafa ekki bara verið æskuvinur Vilmundar heldur í hópi þeirra vopnabræðra sem aldrei brugðust. Þessari staðfestu hug- sjónamannsins sem aldrei missti trúna hvað sem á bjátaði átti ég sjálfur eftir að kynnast sem aðdáun- arverðasta kostinum í fari Önna. Það var sama hvað á gekk. Hann hafði alltaf tíma til að senda stuttan póst fullan af bjartsýni og árnaðar- óskum, og var alltaf viss um að bjartari tímar væru handan við hornið. Af sjálfu leiðir að hann hafði jafnan rétt fyrir sér um það. Fram- leiðslusalurinn hjá Hampiðjunni, þar sem trollin og næturnar urðu til, var honum varanleg Gallup-könnun, og hann gat alltaf sagt fyrir um veðrabrigði í stjórnmálum með því að setja puttann upp í hið pólitíska loft sem þar ríkti. Hann var Vilmundarmaður eins- og þeir gerðust bestir. Alla tíð fylgdi hann lýðræðislegum hugsjón- um sem urðu til í hópi æskufélag- anna, og Vilmundur varð að tákn- mynd fyrir. Opið og gagnsætt samfélag, þar sem flokksræði og pólitísk spilling áttu ekki upp á pall- borðið, andóf gegn kjördæmapoti og stuðningur við að gera Ísland allt að einu kjördæmi voru mál sem hann hafði hugsað út löngu áður en jafn- aldrar og yngri menn skildu kjarn- ann í slíkum hugmyndum. Hann var Evrópusinni af sannfæringu, og löngu áður en Alþýðuflokkurinn og seinna aðrar hreyfingar tóku þá stefnu upp á sína arma. Umfram allt var hann þó vinur vina sinna, og trúr hugsjónum sínum. Ég fór ekki varhluta af því þegar ég var orðinn formaður Samfylkingarinnar. Stutt- ar ístálstappandi kveðjur og góðar ábendingar bárust með reglulegu millibili af skrifstofum Hampiðjunn- ar ásamt síðustu tíðindum af Gall- upum netagerðarinnar. Önni brást aldrei. Ekki get ég kvatt hann án þess að rifja upp sérkennilega sögu úr kynnum okkar. Fyrir aldarfjórðungi fór ég til rannsókna á Hafró í Bret- landi. Við vorum örfáir doktorsnem- ar á stofnuninni, einn á hverri deild, ég eini Evrópubúinn og aðallega tekinn inn til að lægja öldur land- helgisstríða, en hinir komnir langt að, m.a. tveir úr frumskógum Bras- ilíu, einn úr Tamílabúðum á Sri Lanka, drykkfelldur Skoti frá Ástr- alíu var þar, Japani og í þessum kosmópólitíska potti var líka fámáll Kínverji. Hann var miklu eldri en við hinir, hafði lent í hremmingum í menningarbyltingunni, og verið sendur í endurhæfingu sem hafði brennt mark sitt á sálarlíf hans með óafmáanlegum hætti. Hjörleifur mágur minn og skólabróðir Önna var þá enn í Kína, og ég spurði margs um þetta mikla land. Við urð- um góðir vinir, drukkum saman teið okkar um árs skeið, og smám saman fór hann að segja mér eftirtektar- verða hluti úr raunasögu sinni. Hann hristi bara höfuðið af þreytu mikillar lífsreynslu ef merkismenn einsog Maó eða Sjú-En-Læ bar á góma og lagði þá frá sér tebollann. Svo einn góðan veðurdag eftir að Hua-guo-feng kom í heimsóknina til Bretlands var hann horfinn þegar ég kom í teið. Hálfu ári síðar fékk ég frá honum litla rauða bók með heimilisfangi sem gleypti öll bréf án svars. Ég hélt hann væri dauður. Einhverju sinni fyrir tveimur eða þremur árum hitti ég Önna og hann var þá á leið til Kína á sjávarútvegs- sýningu. Ég sagði honum af þessum eina manni sem ég þekkti í Kína. Nokkrum vikum eða mánuðum síð- ar hringir hjá mér síminn í þinginu, og þar er kominn Örn Kínafari. „Ég fann kallinn,“ sagði hann formála- laust. Í þessum röska milljarði sem Kínverjar eru hafði hann þá rekist á mann, sem sagðist einu sinni hafa þekkt Íslending, og Örn Þorláksson sá skjótt að hér var á ferðinni vinur íslenskra jafnaðarmanna. Fyrir til- stilli Önna endurnýjaðist okkar gamla vinátta og daginn sem ég frétti lát Önna skrifaði ég mínum gamla kínverska vini þriðja bréfið héðan. Einhvern veginn finnst mér þessi saga kristalla alla bestu kosti félaga Önna, þrautseigjuna, bjart- sýnina, baráttugleðina og hæfileik- ann til að tengja fólk saman og til að koma því á óvart. Hann færði mér aftur vin sem ég hafði algerlega misst af í hringiðu heimsins. Fyrir það er ég einstaklega þakklátur í dag, og miklu ríkari. Nú hefur Örn Þorláksson kvatt þennan heim löngu fyrir aldur fram. Samleið hans og Samfylkingarinnar varð því alltof stutt. Andspænis slík- um ótíðindum hættir maður skamma hríð að trúa að von sé á miklu réttlæti í þessum sérkenni- lega heimi. Þó eru það kynnin af stólpum einsog honum sem endur- nýja hana annað slagið og fylla á eldsneytistanka bjartsýninnar. Að leiðarlokum vil ég þakka Erni Þor- lákssyni trúmennsku við hugsjónir jafnaðarstefnunnar og óeigingjart framlag til hreyfingar okkar um áratuga skeið. Hans er sárlega saknað í okkar húsi. Fjölskyldu hans óska ég Guðs blessunar um alla framtíð. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. sem ég vissi að hann, Ísfirðingurinn, hafði ætíð varað dætur sínar við bolvísku strákunum. Ég hefði nú ekki þurft að kvíða neinu því Jónas tók mér opnum örmum og ekki skemmdi fyrir þegar hann vissi að ég hugði á námi í Stýrimannaskól- anum í Reykjavík, því hann sagði alltaf að sjómenn væru máttarstólp- ar þjóðfélagsins. Þegar fyrsta barnið okkar fædd- ist, hann Jónas nafni afa síns, bjugg- um við í næsta húsi við tengdafor- eldra mína. Mér er mjög minnisstætt hvað hann Jónas var laginn við börn og eitt kvöldið þegar sá stutti var ansi ergilegur og við ungu hjónin ráðalaus, náði ég í tengdaföður minn í næsta hús. Jón- as tekur þá nafna sinn í fangið og hnoðaðist með hann eins og deig. Mér leist nú ekkert á aðferðirnar í fyrstu, en sá litli tók að losa loft og allir krankleikar úr sögunni. Þannig var það nú oft þegar afa bar að garði, en hann var mjög stríðinn maður og glettinn og móðir mín hafði orð á því að hún vissi sjaldan hvenær hann Jónas væri að tala í al- vöru eða í gamni. Eftir að Jónas flutti suður hringdi hann alltaf í okkur í Bolungarvíkina á sunnudögum, sem varð fastur punktur í tilverunni. En nú verða þau símtöl ekki fleiri og þess á mað- ur eftir að sakna. Það var mjög gott fyrir okkur feðgana að eiga Jónas að þegar við hófum útgerðina. Hann var okkar eftirlitsmaður þegar við vorum að láta smíða bátana og upplýsti okkur um gengi verksins. Hann var ekki hrifinn af vélinni í fyrsta bátnum okkar og hafði orð á að hann vildi fá Cummins-vél og er hún nú í nýjasta bátnum. Hann var mjög sáttur við það. Þegar smíði fyrsta bátsins var lokið kom Jónas með okkur í prufut- úrinn. Báturinn reyndist okkur happabátur og eftir það var Jónas alltaf kallaður til í alla prufutúrana fyrir bátana sem eftir komu, enda var hann mjög laghentur maður og hafði ráð undir hverju rifi. En alltaf var nú jafngaman á jól- unum og mikil eftirvænting fylgdi pökkunum frá afa og Addýju, því ýmislegt furðulegt og skemmtilegt kom upp úr þeim, allt frá skrúfjárni upp í peysu eða bók. Honum þótti mjög vænt um allar stelpurnar sínar og svo auðvitað hana Addýju sína, eins og hann kall- aði hana ætíð, en Addý mín, þinn missir er mikill. Þið voruð mjög samrýnd hjón og gerðuð alla hluti saman. Guð styrki þig og aðra ástvini. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þinn tengdasonur, Guðmundur Einarsson. ✝ Sveinn ÖfjörðSigfússon fædd- ist í Haga í Sandvík- urhreppi í Árnes- sýslu 23. mars 1928. Hann lést á Elliheim- ilinu Grund 25. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigfús Þórarinsson Öfjörð, f. 1892, d. 1963, og kona hans Lára Guðmundsdótt- ir Öfjörð, f.1898, d. 1968. Systkini Sveins voru: Guðrún, f. 1919, Kristín, f. 1920, dó í frumbernsku, Guðný, f. 1922, d. 1936, Guðmundur, f.1923, Þór- arinn, f. 1926, Guð- jón, f. 1929, d. 1994, og uppeldisbróðir var Guðmann Guð- mundsson f. 1940. Sigfús kvæntist 24. maí 1953 Önnu Est- er Jónsdóttir, þau skildu. Kjörsynir þeirra eru Steinn Ævarr Öfjörð, f. 1956, og Guðmund- ur Öfjörð, f. 1961. Sonur þeirra er Ámundínus Örn Sveinsson Öfjörð, f.1972. Útför Sveins fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þá svefn að öllu sígur, mín sál, ó drottinn, stígur í hæð og þakkar þér. Þá hrakið heimsins þagnar, mitt hjarta rónni fagnar og finnur, að þú ert hjá mér. (Stefán Thorarensen.) Góður vinur er horfinn yfir móð- una miklu. Það er orðið langt síðan kynni okkar Svenna hófust, þá er hann varð mágur minn, fyrir um 45 árum Hann var ekki alltaf orð- margur og síst um sjálfan sig og kann því varla allskostar vel að löng eftirmæli séu að honum látn- um, en svo samofin voru samskipti hans við heimili okkar hjóna frá fyrstu tíð og enn meiri nú síðustu árin, að við viljum þakka þessum öðlingsmanni alla þá tryggð og vinsemd sem við og börnin urðum aðnjótandi hjá honum. Alltaf ein- kenndust samfundir við Svein af ljúflegri og prúðmannlegri fram- komu er setið var að spjalli og rætt um lífsganginn. Hann hafði sínar skoðanir en flíkaði þeim ógjarnan. Hjálpsemin var einkennandi í fari hans, enda kom hann frá ein- stakri og samhentri fjölskyldu frá Lækjarmóti í Sandvíkurhreppi. Foreldrar Sveins, Lára og Sigfús Öfjörð, voru mikið dugnaðar- og sómafólk, eins og öll börn þeirra bera vitni um. Ávallt góður sam- hugur og kærleikar þeirra systk- ina í millum. Starfsvettvangurinn mótaðist snemma í foreldrahúsum, á Lækj- armótum, við bústörf og vinnu og viðgerðir á stórvirkum tækjum, ýt- um, skurðgröfum og vörubílum. Léku þessi störf létt í höndum Sveins. Á tímum ræktunar og við að ræsa fram mýrlendi lögðu menn metnað í fallega og beina skurði og gróf Sveinn marga kíló- metra af þeim. Glumdu þá vél- arhljóðin vorkvöldin löng, vítt um Flóann. Seinna starfaði Sveinn við bílaviðgerðir, á Eyrarbakka, í Sandsölunni í Reykjavík og hjá Aðalbraut í Reykjavík. Skipti litlu hvert verkið var, nýr vörubílspall- ur, bilaður þurrkumótor, allt leyst ljúflega og án hávaða, eins og allur hans framgangsmáti var. Enda naut hann mikils trausts vinnuveit- enda og samstarfsmanna sinna. Snyrtimennska var honum í blóð borin, hvort sem var í klæðaburði, húsnæði eða í umhirðu bíla sinna. Allt nýstrokið og fágað. Hann var vinur vina sinna og það kunnu sumir þeirra að meta og sýndu það, þótt fáir gæfu sér tíma til að líta til hans undir það síðasta. Aldrei heyrðist hann kvarta eða hallmæla fólki, eyddi frekar þann- ig tali. Sveinn gladdist yfir þegar hans fólki og vinum vegnaði vel í lífsbaráttunni. Hann naut þess mjög að hlusta á góðan harmon- ikkuleik og hafði gaman af að skreppa á dansleiki og það var gaman að deila þeirri gleði með honum. Hann kunni að meta hressilega góða tónlist. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um hann Svenna okkar, en hann tók því með æðruleysi og rólegheitum svo aðdáun vakti. Guð blessi minningu Svenna. Þó missi heyrn og mál og róm og máttinn ég þverra finni, þá sofna ég hinst við dauðadóm ó drottinn gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. (Ólína Andrésdóttir.) Hjartans þakkir sendum við starfsfólkinu á Grund fyrir hlýlega og góða umönnun Sveins. Innileg- ar samúðarkveðjur til sona Sveins, systkina hans og fjölskyldna þeirra. Halldóra og Karló. SVEINN ÖFJÖRÐ SIGFÚSSON EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina 4 )       )   *    - &   5  &-&     1             ' >?<4 -7.$"#)  ("    @ . 6   )        65 &5 5   8 $  (   , &2  "#$  '" >@ *" 7"6 #'&(  &#$  ) $6""4"# '#)2 #$  2  ""4"# "2  )" *3#$  ) '" 4"# 2  +" " #  #$  " #  4"# ""% &#); #$  7 "+!"4"# $6"", #$  )3 $4"# /7 C&#4 " "!"*&""!". 4 )   )   -  5  &-&     5 D : ,(  "& ,(   . 0+! - #",(  "& *&+! - #") *&"  .   )     )   -   5  &-&     5 (    1 ,;409/ :;<< +$3$  %36 ). $:$E$&$F/ "#$   &) +" -/ "#$  '3"#3"#*" "7"/ "#$  ) &+$"#$     *&-  "!".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.