Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 15 Kynningarfundur verður haldinn í Kjarna, Hafnargötu 57, miðvikudaginn 3. apríl n.k. kl 20:00. (ekki mánudaginn 25. mars eins og sagt var í VF). Nýir félagar/þátttakendur sérstaklega velkomnir. Stýrihópur Staðardagskrár 21 í Reykjanesbæ REYKJANESBÆR. VISTVERND Í VERKI LANDIÐ VIÐBYGGING leikskólans Sólborg- ar í Sandgerði var tekin í notkun í gær við hátíðlega athöfn. Húsnæði leikskólans meira en tvöfaldast. Í nýja leikskólanum er ein leik- skóladeild sem kemur til viðbótar þeim tveimur sem fyrir eru en auk þess fjölnotasalur, eldhús, skrifstofa leikskólastjóra og nýtt stórt anddyri fyrir fatnað leikskólabarna. Jórunn Guðmundsdóttir leikskólastjóri segir að aðstaða leikskólans gjörbreytist. Nú verði hægt að auka þjónustu hans og fjölga börnum um tuttugu. Nefnir hún að unnt verði að bjóða upp á sveigjanlega vistun og heilsdagsvist- un en mesta breytingin felist þó í því að hægt verði að bjóða börnunum upp á allan mat í skólanum. Kostnaður við bygginguna, búnað og frágang lóðar er um 60 milljónir. Við athöfnina í gær afhenti fulltrúi verktakans, sem er Hagtré hf., Ósk- ari Gunnarssyni, forseta bæjarstjórn- ar, lykla að nýja skólanum og hann af- henti þá síðan leikskólastjóra. Séra Björn Sveinn Björnsson sóknarprest- ur blessaði starfið og leikskólabörnin sungu og léku leikrit. Síðan bauð bæj- arstjórn foreldrum og öðrum gestum upp á kaffi og tertu. Húsnæði skólans tvöfaldast Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sandgerði GRÁSLEPPUVERTÍÐIN hófst á miðvikudag, en heimilt var að leggja fyrstu netin að morgni 20. mars. Níu bátar gera út á grásleppu frá Þórshöfn og lögðu flestir strax á miðvikudagsmorgni. Tengdafeðgarnir Halldór Jó- hannsson og Ásgeir Kristjánsson á eikarbátnum Leó II voru að gera klárt fyrir fyrstu netalögnina í brunakulda, en um 17 stiga frost var snemma morguns. „Ætli netin séu ekki frosin í pokunum,“ sagði Halldór með ró því eftir 34 ár í sjó- mennsku verða menn ekki upp- næmir fyrir smámunum eins og gaddfrosnum netastumpum. Verðið á grásleppuhrognum er í ár um 60 þúsund á tunnu en það þykir ekki sérlega gott verð, að sögn þeirra félaga sem voru í fyrstu að hugsa um að halda áfram á línu- veiðum og láta grásleppuna eiga sig en ákváðu síðan að láta slag standa. Kuldalegt á grásleppuvertíð Þórshöfn AÐSTANDENDUR James Bond- myndarinnar „Die Another Day“ buðu í vikunni þeim sem komu að verkefninu að skoða grófklippt myndefni sem tekið var á Jökulsár- lóni. Tökum er nú lokið og breska tökuliðið farið til síns heima. Að sögn Leifs Dagfinnssonar hjá Saga Film gengu tökur á atriðum í myndina eins og í sögu og eru fram- leiðendurnir í skýjunum yfir því myndefni sem náðist á filmu á Jök- ulsárlóni. Bresku kvikmyndagerðar- mennirnir eru mjög ánægðir með all- an aðbúnað á Höfn og aðstæður við Lónið og veðrið var eins og eftir pöntun. Sýning myndefnisins var einskonar þakklætisvottur til Horn- firðinga, en mjög óvenjulegt er að sýna almenningi óklippt myndskeið úr kvikmyndum með þessum hætti. Á myndunum sást eltingaleikur á milli James Bonds og Zaos, óþokkans á ísnum á Jökulsárlóninu. Í myndinni býr illmennið í ískastala á Íslandi og græni Jagúar XKS bíllinn sem hann ekur er á íslenskum númerum. Bond ekur hinsvegar silfurgráum Aston Martin bíl sínum snilldarlega milli ís- jakanna á lóninu. Ískastalanum og fleiru verður bætt inná myndefnið sem sýnt var á Höfn. Ekki voru Pierce Brosnan og Rick June, sem leikur Zao, undir stýri í bílunum á Jökulsárlóninu, heldur verða nær- myndir af þeim teknar í kvikmynda- veri í Englandi og bætt inn á síðar. Verðmætt verkefni Um 250 manns unnu við tökurnar þegar mest var enda var þetta aðal- eltingaleikurinn í myndinni og mikið haft við. Fjölmargir heimamenn komu að þessu verkefni með einum eða öðrum hætti. Ásmundur Gíslason, formaður Ferðamálafélags Austur-Skaftafells- sýslu, segir að svona verkefni sé ákaflega verðmætt fyrir héraðið því að vel á annað hundrað milljónir króna skili sér inn í hagkerfi sýslunn- ar. Bond-ævintýrið á Hornafirði á enda Sýndu mynd- efnið á Höfn Hornafjörður Í LEIKSKÓLANUM á Kirkjubæjarklaustri var haldin danskennsla á dögunum. Þetta er í fyrsta skiptið sem dans- kennari kemur í leikskól- ann og kemur þetta til með að verða fastur liður í dagskrá leikskólans. Að sögn Hinriks Vals- sonar danskennara, sem einnig kennir dans í grunnskólanum, er þessi íþrótt sérstaklega góð fyrir svona ung börn, þar sem þau séu svo móttækileg og auðvelt að kenna þeim að fylgja takti við tónlistina. Einnig efli þetta mjög vel hreyfiþroskann. Í danskennslunni er lögð áhersla á að kenna börnunum að fara eftir ákveðnu munstri, farið í frjálsa dansa og svo að sjálfsögðu að hafa mikið fjör. Danskennsla í leikskóla Morgunblaðið/Eiður Björn Ingólfsson Kirkjubæjarklaustur ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna Tómstundabandalag Reykjanesbæj- ar (TRB). Félög og klúbbar íþrótta- greina sem standa utan Íþróttasam- bands Íslands geta gerst aðilar að bandalaginu. Stefán Bjarkason, íþrótta- og tóm- stundafulltrúi, hefur lengi haft áhuga á að sameina klúbba sem standa utan íþróttahreyfingarinnar í ein samtök, tómstundabandalag. Á fundi Tóm- stunda- og íþróttaráðs bæjarins í vik- unni kom fram að formaður Skák- félags Reykjanesbæjar hefur boðist til að vinna að undirbúning kynning- arfundar um stofnun slíks bandalags, 8. apríl næstkomandi. Ráðið fagnaði þessari þróun mála. Talið er að Tómstundabandalag Reykjanesbæjar verði hið fyrsta sinnar gerðar á landinu og Stefán Bjarkason segir að vonandi sé það að- eins fyrsta skrefið að stofnun Tóm- stundabandalags Íslands. Tómstunda- og íþróttaráð vill beita sér fyrir því að Tómstundabandalagið fái aðild að ráðinu, með sama hætti og fulltrúi Íþróttabandalags Reykjanes- bæjar, og hefur jafnframt lýst yfir þeim ásetningi að aðildarfélögin muni hafa forgang að fjárveitingum úr Tómstundasjóði. Stefán segir að áratuga reynsla sé komin á uppbyggingu íþróttahreyf- ingarinnar og sé hugmyndin að nota hana við skipulagningu tómstunda- bandalags. Mikilvægt sé að koma festu á starfsemi félaga og stofnana sem starfa að jaðaríþróttagreinum ýmiskonar og stofnun TRB geti verið liður í því. Stefán segir að ekki sé hægt að setja saman tæmandi lista yfir hvaða félög gætu átt aðild að þessu nýja bandalagi, enda séu áhugamálin breytileg. Hann nefndir þó, auk skák- félagsins, sportköfun, pílukast, sigl- ingar og smábílaklúbb, sem dæmi um hugsanleg aðildarfélög. Unnið að stofnun tómstunda- bandalags fyrir jaðaríþróttir Reykjanesbær MIKIÐ er undir við undirbúning páskanna í Grunnskóla Grindavík- ur, eins og í öðrum skólum lands- ins. Líklega hafa verið eggja- hrærur í matinn hjá ansi mörgum fjölskyldunum í vikunni því flestir krakkarnir í 1. bekk mættu með hálfa eða fulla eggjabakka af tómum hænueggjum dag einn. Foreldrar höfðu margir staðið í ströngu við að blása úr. Það var ekki annað að sjá á krökkunum en þeim þætti gaman að mála páskaeggin og einbeiting skein úr hverju andliti. Fjöldi foreldra var mættur til að aðstoða og krakk- arnir fóru heim með fallega mál- uð egg til skrauts heima. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Páskaskraut í hvert hús Grindavík SAMFYLKINGIN í Reykja- nesbæ mun efna til fjögurra málefnafunda á næstunni. Fyrsti fundurinn verður haldinn næstkomandi mánudag. Haldnir verða fundir um meginmálefni komandi kosn- inga í þeim tilgangi að gefa íbú- um bæjarfélagsins færi á að fræðast um stöðu mála og hafa áhrif á stefnumótun, að því er fram kemur í tilkynningu frá Samfylkingunni. Hugmyndin er að boða sviðsstjóra viðkomandi málaflokka hjá Reykjanesbæ. Megin viðfangsefni fundanna verða skipulags- og atvinnumál, íþrótta- og æskulýðsmál, fé- lagsmál og skólamál. Fyrsti fundurinn verður hald- inn næstkomandi mánudag, á kosningaskrifstofu Samfylking- arinnar, Hólmgarði 2 í Keflavík. Þar verður fjallað um skipulags- og atvinnumál. Ólafur Kjartans- son, framkvæmdastjóri Mark- aðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar, og Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður umhverfis- og tæknisviðs, munu hafa framsögu. Funda um skipu- lags- og at- vinnumál Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.