Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 33
ÚR VESTURHEIMI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 33 SNORRAVERKEFNIÐ í Vestur- heimi verður með aðeins breyttu sniði í sumar en fyrstu vikunni verður varið í enskunám við Manitobaháskóla í Winnipeg. Íslenskum ungmennum á aldrinum 18 til 23 ára gefst kostur á að taka þátt í verkefninu sem stendur yfir í um sex vikur, frá því í lok júní og fram í ágúst, og er skipulagt með það í huga að þátttakendur kynnist Nýja- Íslandi, menningu, tungumáli og sögu svæðisins, en einn af hápunktunum er Íslendingadagurinn í Gimli í byrjun ágúst. Í sumar verður hægt að taka á móti sex ungmennum og er umsókn- arfrestur til 15. apríl. Nánari upplýsingar er að finna á vefslóðinni www.snorriwest.ca, en Ásta Sól Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Snorraverkefnisins á Íslandi (snorri@norden.is), Penny Sigmundson (sigmundson20@hotma- il.com) og Wanda Anderson (tand- er@mts.net), tengiliðir verkefnisins, taka á móti skráningum. Snorraverkefnið í Vesturheimi Enskunámi bætt við dagskrána DICK Ringler hefur kynnt sér íslensku og íslensk málefni í nær 40 ár og hefur heimsótt landið oft síðan 1964. Hann nam við Há- skóla Íslands veturinn 1965 til 1966 og kynnt- ist þá ljóðum Jónasar Hall- grímssonar. „Mér fannst hann strax vera sérstak- ur. Ég las fyrst Ferðalok og að mínu mati jafnaðist það á við hvaða ljóð sem ég þekkti. Það kveikti í mér og ég hélt áfram að lesa ljóð eftir Jónas. Á þessum tíma hvarflaði aldrei að mér að ég ætti eftir að þýða ljóð eftir hann enda taldi ég það ógerlegt. Skáldskapurinn er lýrískur og slíkan skáldskap er erfitt að þýða.“ Er að fylla í eyðu Hann segir að hann hafi oft reynt að þýða Ferðalok án ár- angurs en fyrir um áratug hafi hann dottið niður á lausnina. „Ég var á Farfuglaheimilinu á Ak- ureyri og allt í einu um miðja nótt gerði ég mér grein fyrir hvernig ég ætti að fara að. Ég fór á fætur, settist við borð og þýddi ljóðið það sem eftir lifði nætur. Skömmu síðar sýndi ég Sverri Hólmarssyni heitnum þýðinguna. Hann var frábær þýðandi, var ánægður með þýð- ingu mína og hvatti mig til að halda áfram á sömu braut. Ég fór að ráðum hans en það hefði ég aldrei gert ef ég hefði ekki verið sannfærður um að Jónas væri frábært ljóðskáld og mikill stílisti.“ Dick Ringler hóf kennslu við Wisconsinháskóla 1961 eftir að hafa lokið doktorsprófi. Hann kenndi m.a. Bjólfskviðu og segist hafa gert sér grein fyrir að að ekki væri hægt að skilja Bjólfs- kviðu almennilega nema með því að setja sig inn í sögu og kvæði Skandinavíu 6. aldar. Því hafi hann byrjað á því að læra forn- íslensku við háskólann. Um það leyti hafi Halldór Halldórsson, prófessor, komið til Wisconsin til að halda fyrirlestur um nýyrði og hann hafi sagt sér að það væri algjör tímaeyðsla að læra forn- íslensku. „Ég ætti að koma til Ís- lands, byrja að læra nútímaís- lensku og fá forníslensku í kaupbæti. Hann útvegaði mér, konunni og börnunum okkar tveimur húsnæði að Hólum í Hjaltadal um sumarið, sagði að ég myndi ekki læra íslensku í Reykjavík því þar töluðu allir ensku. Þetta er það besta sem konan hefur gert fyrir mig, að fara með mér til Íslands á þess- ari stundu, en sonur okkar var tveggja og hálfs ár og dóttirin sex mánaða. Þetta var frábært sumar og okkur auðnaðist að kynnast Íslandi og íslensku lífi sem er liðin tíð og unga fólkið nú þekkir ekki.“ Bókin um Jónas verður 560 blaðsíður og ríkulega mynd- skreytt, en auk verka eftir skáld- ið er ýtarlegt æviágrip í bókinni. Dick Ringler hefur lagt áherslu á að fara á alla staðina sem ljóðin fjalla um til að skilja þau betur. „Það er þrennt sem ég reyni að gera í tengslum við þýðingarnar. Ég reyni að vera eins nákvæmur og mögulegt er. Í annan stað reyni ég að líkja eftir skáldinu varðandi stuðlasetningu og rím og í þriðja lagi að skrifa ensk ljóð.“ Hann segir að erfitt hafi verið að fylgja þessu eftir í einu og öllu en með því að heimsækja staðina hefði verið auðveldara að ákveða hvað hann gæti leyft sér mikið frjálsræði. „Jónas er alger- lega óþekktur utan Íslands enda hefur lítið verið þýtt eftir hann. Íslenskir vinir mínir segja mér að þrír mestu rithöfundarnir séu Snorri Sturluson, Jónas Hall- grímsson og Halldór Laxness. Heimurinn þekkir Snorra og Halldór en ekki Jónas og von- andi fyllir bókin í þá eyðu.“ Heimasíða um Jónas 16. nóvember 1997, á 190. af- mælisdegi Jónasar Hallgríms- sonar, opnaði Dick Ringler heimasíðu um Jónas, Jónas Hall- grímsson, Selected Poetry and Prose, <http://www.library.- wisc.edu/etext/Jonas/>, og er þar að finna 50 ljóð eftir skáldið, sem Dick Ringler hefur þýtt. Hann segist hafa komið þessu í verk til að gera áhugasömu fólki kleift að kynnast Jónasi Hallgrímssyni og verkum hans. Íslenskunám á Netinu En Dick Ringler er ekki að- eins á kafi í Jónasi Hallgríms- syni. Um þessar mundir vinnur hann að samstarfsverkefni Wisc- onsinháskóla og Háskóla Íslands varðandi uppbyggingu kennslu- efnis fyrir íslenskunám á Netinu. „Hugmyndin er að gera öllum, hvar sem þeir eru í heiminum, mögulegt að byrja að læra ís- lensku og Netið er besta leiðin til að ná til þeirra sem áhuga hafa á málinu. Það eru margir sem hafa áhuga á íslensku en þeir eru það dreifðir um heimsbyggðina að ekki er hægt að halda úti ís- lenskudeildum alls staðar fyrir þá.“ Verkefnið hefur verið í vinnslu í um fimm ár og í janúar sem leið fékk hann Karenu Rut Gísladótt- ir, íslenskukennara, í vinnu við það í Madison. Framgangan ræðst af fjárframlögum en Dick Ringler vonast til að geta boðið fyrsta 30 tíma námskeiðið í haust. „Þetta er viðamikið og flókið verkefni og því er ekki víst að við getum byrjað í september, en við stefnum að því.“ Vill treysta tengslin Dick Ringler er kominn á eft- irlaun en hann var prófessor í ensku og við skandinavísku deildina og kenndi námskeið um Jónas Hallgrímsson á liðnu hausti. Hann starfar enn við deildina en ekki við kennslu heldur við að treysta tengsl há- skólans við Háskóla Íslands og tengslin milli Madison og Reykjavíkur. Hann segir að margir Íslendingar hafi lært við Wisconsinháskóla og nefnir í því sambandi Vilhjálm Lúðvíksson, framkvæmdastjóra Rannsókna- ráðs Íslands, og Sigurð Guð- mundsson, landlækni. Hann seg- ir að tvímenningarnir ásamt fleiri Íslendingum hafi stofnað Hollvinafélag Wisconsinháskóla og Madisonborgar á Íslandi á liðnu vori og miklar vonir séu bundnar við það. Til standi að stofna sams konar samtök í Madison. Hugmyndin sé að koma á samstarfi milli háskólanna, nemendaskiptum og svo fram- vegis. Ennfremur sé verið að vinna að nánari tengslum milli Madison og Reykjavíkur. Til standi að bjóða Páli Skúlasyni, rektor HÍ, og Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, borgarstjóra, til Madison í haust vegna þessa en síðan sé gert ráð fyrir að fulltrúar frá Madison fari til Reykjavíkur í kjölfarið. Hann segir menn vestra hafa fylgst með hugmyndum um þekking- arþorp á svæði HÍ og margt sé líkt með Reykjavík og Madison, t.d. varðandi háskóla, rannsóknir og borgarskipulag. Frímerki með mynd af Geysi kveikti eldinn Í Madison eru nú 12 íslenskir nemendur, flestir með fjölskyld- ur. Dick Ringler segir að und- anfarin ár hafi verið um 40 til 50 Íslendingar í Madison en nú séu þeir milli 20 og 30. Sjálfur á hann ekki ættir að rekja til Ís- lendinga en hann segir að hann hafi fengið áhuga á Íslandi þegar hann hafi verið barn og faðir sinn gefið sér frímerki með mynd af Geysi. Það hafi verið neistinn sem kveikti bálið, þó hann væri ekki af íslensku bergi brotinn. „En ég skil íslensku mæta vel og get talað hana að nokkru leyti,“ segir hann á lýta- lausri íslensku. Vill koma Jónasi á heimskortið steg@mbl.is Dick Ringler Gefur út bók um Jónas Hallgrímsson og ljóð hans á ensku og heldur úti vefsíðu um skáldið Í ágúst nk. gefur háskóla- útgáfa Wisconsin-háskóla í Madison í Bandaríkj- unum út bók á ensku um Jónas Hallgrímsson og þýðingar á ljóðum hans, Bard of Iceland, eftir Dick Ringler. Steinþór Guðbjartsson ræddi við höfundinn, sem er mikill áhugamaður um Jónas og heldur úti vefsíðu um hann, átti hlut að máli varðandi stofnun Holl- vinafélags Wisconsin- háskóla og Madisonborg- ar á Íslandi, kemur að því að koma á nánari tengslum milli Madison og Reykjavíkur og er, ásamt öðrum, að útbúa kennsluefni vegna ís- lenskunáms á Netinu. SÝNING um íshokkílið Fálkanna verður í þinghúsinu í Winnipeg í Kan- ada næstu vikurnar en sýningin var opnuð í fyrradag að viðstöddu miklu fjölmenni. Gary Doer, forsætisráðherra Mani- toba, og Jennifer Botterill frá Winni- peg og leikmaður kvennaliðs Kanada sem varð Ólympíumeistari í íshokkí á Ólympíuleikunum í Salt Lake City í Bandaríkjunum nýverið, opnuðu sýn- inguna með því að afhjúpa málverkið af Fálkunum, sem var reyndar af- hjúpað á Ólympíuleikunum í Salt Lake. Þeim til halds og trausts voru sjö dætur leikmanna og stjórnar- manna Fálkanna, sem urðu Ólympíu- og heimsmeistarar 1920, þegar fyrst var keppt í íshokkí á Ólympíuleikum. Allir leikmennirnir nema einn voru af annarri kynslóð Íslendinga í Winni- peg og í ávarpi sínu lagði Dan John- son, formaður fjáröflunarnefndarinn- ar The United Icelandic Appeal eða Sameinað íslenskt átak, sem stendur að sýningunni, til að nafni Huck Woodman yrði breytt í Woodmanson, þannig að liðið yrði alfarið íslenskt. Sýningin um Fálkana verður í þinghúsinu í Winnipeg næstu vikurnar. Sýning um Fálk- ana í þinghúsinu FARANDSÝNINGIN Heimskauts- löndin unaðslegu: Arfleifð Vilhjálms Stefánssonar hefur verið í Igaluit, höfuðborg Nunavut-sjálfstjórnar- svæðisins í Kanada, að undanförnu og verður föstudagurinn langi síðasti sýningardagur þar, en síðan fer sýn- ingin til Minneapolis. Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra Íslands í Kanada, opnaði sýn- inguna en hún er í Nunatta Sunak- kutaangit-safninu og hefur henni verið vel tekið, að sögn Brians Lun- gers, forstöðumanns safnsins. Sendi- herra notaði tækifærið og afhenti bókasafni löggjafarsamkundu Nunavut íslensku þjóðargjöfina til Kanadamanna árið 2000, sett Íslend- ingasagna, en dreifing gjafarinnar stendur enn yfir. Í Nunavut eru um 28.000 íbúar og eru flestir Inúítar, en um 5.000 manns búa í Igaluit. Edward Piccon, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra, sagði að auka ætti samstarf Nunavut og Íslands, en fyrirhugað er að Gísli Pálsson, mannfræðingur, og nokkrir aðrir íslenskir vísindamenn taki erfðasýni í Nunavut til að rannsaka erfðasögu Inúíta og hugsanleg tengsl þeirra við norræna menn á Grænlandi. Gísli fer til Nunavut í apríl og heldur þá fyrirlestra auk þess sem hann vinnur að því að afla tilskilinna leyfa vegna rannsóknar- innar. Brian Lunger, Hjálmar W. Hannesson og Kirt Ejesiak, varabæjarstjóri og formaður safnstjórnar, á sýningunni. Frá Igaluit til Minneapolis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.