Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI
18 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„ÉG HEF fulla trú á því að SÍF
verði áfram í fararbroddi. Það er
mjög ánægjulegt að finna hversu
sterkum rótum SIF Group hefur
skotið meðal viðskiptavina sinna.
Kaupendur víðsvegar skynja fjöl-
breytileika og áreiðanleika afurð-
anna og framleiðendur meta mikils
áreiðanleikann og þann árangur
sem félagið nær fyrir þá,“ sagði
Friðrik Pálsson, stjórnarformaður
SÍF, í ræðu sinni á aðalfundi fé-
lagsins. „SÍF-samstæðan stendur
á tímamótum. Að baki er sjötíu ára
farsæll ferill og miklar breytingar.
Markvisst hefur verið unnið að
sameiningum, endurskipulagningu
og langtíma stefnumótun. Rekstr-
arniðurstaða síðasta árs sýnir að
afrakstur þeirrar vinnu er að koma
í ljós. Meginstoðir SÍF-samstæð-
unnar eru sterkar og fjárhagsleg
staða samstæðunnar gerir okkur
kleift að halda ótrauðir á vit nýrra
tækifæra,“ sagði Friðrik.
Heildarsalan 73 milljarðar
Friðrik fjallaði síðan um starf-
semi SÍF-samstæðunnar og rakti
starfsemi sex stærstu dótturfyrir-
tækjanna, Í Bandaríkjunum, Bret-
landi, Frakklandi, Kanada og á
Spáni auk starfseminnar á Íslandi
og sagði svo:
„Í fjölda annarra landa á SÍF
einnig söluskrifstofur og fjöldi
starfsmanna sinnir þar margvís-
legri mikilvægri sölustarfsemi.
Vöruúrvalið fer fyrst og fremst
eftir því, hvaða lönd eiga í hlut,
hvaða neysluvenjur eru þar sterk-
astar og hvar styrkleiki félagsins
er mestur. Söluskrifstofur á Ítalíu,
í Grikklandi, Þýskalandi, Japan og
Brasilíu hafa allar sinnt störfum
sínum vel, en áherslur breytast og
starfsemin er sífelldum breyting-
um háð. Þá er í vaxandi mæli sinnt
sameiginlegum innkaupum og
frumvinnslu fyrir félagið og á það
við í Noregi, Litháen, Færeyjum,
hér heima og víðar. Í lokin á þess-
ari yfirferð liggur næst fyrir að
gera grein fyrir heildarumsvifum
samstæðunnar. Sé litið á sölutölur
allra fyrirtækjanna í evrum lætur
nærri að heildarsalan sé um 825
milljón evrur eða 73 milljarðar ís-
lenskra króna. Það er mikil velta á
íslenskan mælikvarða, en eins og
margoft hefur komið fram áður er
samkeppni á þessum markaði gríð-
arlega hörð og hefur flestum fyr-
irtækjum af svipuðum toga reynst
erfitt að ná mikilli arðsemi út úr
hverri seldri evru – ef svo má að
orði komast. Hingað til hefur því
aðeins verið um verulega arðsvon
að ræða, ef veltan er mikil og mikil
starfsemi á sér stað í fyrirtækinu
og kostnaði er öllum haldið í lág-
marki.“
Friðrik Pálsson var endurkjör-
inn formaður stjórnar SÍF. Ein
breyting varð á stjórninni er Jakob
Bjarnason, framkvæmdastjóri
Kers hf., kom inn í stað Karls
Njálssonar, fiskverkanda í Garði.
Aðrir í stjórninni eru því Ólafur
Ólafsson varaformaður, Gunnar
Tómasson ritari, og Aðalsteinn
Ingólfsson, Einar Friðrik Sigurðs-
son, Guðmundur Ásgeirsson,
Magnús Gauti Gautason og Pétur
Hafsteinn Pálsson.
Á fundinum var samþykkt til-
laga um laun stjórnarmanna. Hver
þeirra fær 700.000 krónur á ári, en
stjórnarformaður þrefaldar þá
upphæð, fær 2,1 milljón króna. Þá
var samþykkt tillaga sem heimilar
stjórn að færa hlutafé félagsins úr
íslenzkum krónum í evrur en
stefnt er að því að uppgjör félags-
ins verði í evrum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF, á aðalfundi félagsins.
Halda ótrauðir á
vit nýrra tækifæra
„EFTIR umfangsmikinn samruna
og erfiðleika í rekstri á árinu 2000,
gekk rekstur SÍF-samstæðunnar
vel á árinu 2001. Þannig hefur tekist
að koma rekstri félagsins almennt í
jafnvægi og treysta stjórnhætti,
skipulag og vinnulag til samræmis
við umfang rekstursins. Þá eru
horfur fyrir starfsemi SÍF-sam-
stæðunnar á árinu 2002 almennt
góðar,“ sagði Gunnar Örn Krist-
jánsson, forstjóri SÍF, á aðalfundi
félagsins.
Ánægjulegri staða
„Markaðsstaða fyrirtækisins er
góð og í vexti, kostnaður hefur farið
ört lækkandi og verulegur árangur
hefur náðst í þróun samstæðunnar.
Þannig gera áætlanir félagsins ráð
fyrir að rekstrarhagnaður EBITDA
og hagnaður ársins aukist á árinu
2002, einnig er gert ráð fyrir að
veltufé frá rekstri aukist enn frekar
árið 2002. Það er því óneitanlega
mun ánægjulegri staða sem við er-
um í á þessari stundu þegar við
blasir að beina kröftum samstæð-
unnar til frekari útfærslu á stefnu
félagsins um markaðslegan styrk og
líta almennt til þeirra fjölmörgu
tækifæra sem við blasa á því sviði.“
Ítrekað leitað til SÍF
Gunnar Örn rakti síðan áhrifin af
samruna SÍF og sagði svo: „Al-
mennt má segja að samstæðan njóti
nú meiri virðingar á sviði sjávaraf-
urða og kaupendur á gæðavörum
leggja mikið upp úr góðu og traustu
samstarfi við fyrirtæki SÍF-sam-
stæðunnar. Þá má geta þess að
ítrekað hefur verið leitað eftir aðild
SÍF að stórum erlendum þróunar-
verkefnum á sviði veiða, vinnslu og
markaðssetningar á sjávarafurðum
á undangengnum tveimur árum. Í
slíkum tilfellum er það sjónarmið
fjárfesta og annarra stjórnenda
slíkra verkefna að mikill fengur sé í
hinu öfluga sölukerfi samstæðunnar
og hefur stefna félagsins um aðild
án framlags á áhættufé ætíð verið
meðtekin. Þessi dæmi sýna og
sanna að sú stefna félagsins, að
leggja sérstaka áherslu á uppbygg-
ingu á sölu- og markaðsstarfsemi
félagsins, er rétt og eru þau verð-
mæti sem fyrirtækið býr yfir á
þessu sviði væntanlega oft vanmet-
in.“
Nota ekki bráðabirgðaákvæði
um verðbólgureikningsskil
Þá rakti Gunnar Örn það mark-
verðasta í rekstri SÍF og dóttur-
félaga þess á árinu 2001, en sneri
sér síðan að væntanlegum breyt-
ingum á uppgjöri félagsins, en það
mun framvegis verða í evrum og
hlutafé SÍF verður jafnframt fært
yfir í evrur, verði lagafrumvarp sem
heimilar það, samþykkt á Alþingi.
„Þá er einnig vert að geta þess að
með þessum breytingum er einnig
verið að leggja af hin svokölluðu
verðbólgureikningsskil, en bráða-
birgðaákvæði heimilar hins vegar
félögum að nota þessa afkomumæl-
ingu við uppgjör fyrir árið 2002 og
2003. Með þeim breytingum sem við
höfum ákveðið að gera á okkar upp-
gjöri, þá munum við ekki nota þetta
bráðarbirgðaákvæði um verðbólgu-
reikningsskil á árinu 2002 og 2003.
Á árinu 2001 eru gjaldfærð verð-
breytingargjöld í rekstrarreikning
SÍF samstæðunnar fjárhæð 160
milljónir króna.
Þessi breyting er að mínu viti
löngu tímabær, enda hefur verð-
bólgan sem hér hefur verið und-
anfarin áratug, verið langt undir því
verðbólgustigi sem alþjóðlegir
reikningsskilastaðlar kveða á um að
nota eigi slíkar uppgjörsaðferðir við
afkomumælingar fyrirtækja. Þá er
rétt að vekja athygli á því að Ísland
verður sennilega eina landið í heim-
inum sem heimilar fyrirtækjum
skráðum á verðbréfaþingi að mæla
sína afkomu á tvennan hátt þ.e. ann-
ars vegar samkvæmt verðbólgu-
reikningsskilum og hins vegar að
gera upp samkvæmt kostnaðar-
verðsreikningsskilum.
Þessi bráðbirgðaheimild er lýtur
að verðbólgureikingsskilum er að
mínu mati mjög slæm fyrir okkar
litla verðbréfamarkað og er til þess
fallin að allur samanburður á milli
fyrirtækja getur orðið mjög erfiður
og hinn almenni hluthafi getur átt
erfitt með að meta þau fjárfesting-
artækifæri sem eru fyrir á mark-
aðnum,“ sagði Gunnar Örn Krist-
jánsson.
Rekstraráætlanir
SÍF gera ráð fyrir
auknum hagnaði
HAGNAÐUR af rekstri samstæðu
Lyfjaverslunar Íslands hf. nam 516
milljónum króna eftir skatta á síðasta
ári á móti 42 milljónum árið áður.
Hagnaður af reglulegri starfsemi fyr-
ir afskriftir og fjármagnsliði
(EBITDA) nam 184 milljónum króna
en nam 98 milljónum árið 2000. Veltu-
fé frá rekstri nam 11 milljónum
króna.
Í tilkynningu frá Lyfjaverslun
kemur fram að hagnaður af reglulegri
starfsemi hafi verið í samræmi við
væntingar og sá besti til þessa. Fjár-
magnsgjöld voru hins vegar hærri en
gert var ráð fyrir, og veldur því eink-
um 220 milljóna króna gengistap á er-
lendum skuldbindingum. Eigið fé í
árslok nam 1.181 milljón króna en
nam í ársbyrjun 549 milljónum króna.
Stjórn félagsins mun leggja til að
greiddur verði 12% arður til hluthafa
á árinu. Velta Lyfjaverslunar jókst á
árinu úr 2.193 milljónum árið 2000 í
6.296 milljónir árið 2001. Vöxtur var í
öllum þáttum í starfsemi félagsins á
árinu.
Karlsson hf. var það dótturfélag
sem skilaði langmestum hagnaði til
samsteypunnar, eða 82 milljónum
króna fyrir skatta. Afkoma í umboðs-
sölu og dreifingu lyfja var slök og má
það að miklu leyti rekja til gengis-
áhrifa á rekstur. Í tilkynningunni seg-
ir að samlegðaráhrif í dreifingarstarf-
seminni muni skila sér í mun meira
mæli á þessu ári og því næsta, en
frekari lækkun íslensku krónunnar
gæti valdið neikvæðum áhrifum á
þann rekstur félagsins þar sem því er
ekki kleift að velta kostnaðarhækk-
unum út í verðlag.
Í ársbyrjun 2001 tókust samningar
um kaup á Thorarensen Lyfjum ehf.,
Lyfjadreifingu ehf. og J.S. Helgason
ehf. Í árslok 2000 var gengið frá kaup-
um á A. Karlssyni hf. Ofangreind fé-
lög eru hluti af félagasamstæðu
Lyfjaverslunar Íslands hf. og í sam-
stæðuuppgjöri hennar í fyrsta sinn á
árinu 2001. Ofangreindar sameining-
ar miða að því að ná fram hagkvæm-
ari dreifingu lyfja og annarra heil-
brigðisvara hér á landi auk þess að
leggja grunninn að frekari framrás.
Jafnframt verður félagið betur í stakk
búið að bæta þjónustu sína við við-
skiptavini. Munu næstu misseri
markast af frekari vexti og hagræð-
ingu innan samstæðunnar.
Áætluð velta samstæðu Lyfjaversl-
unar Íslands hf. á árinu 2002 er 6,8
milljarðar króna og gera áætlanir fé-
lagsins ráð fyrir að hagnaður fyrir af-
skriftir og fjármagnsliði (EBIDTA)
batni verulega, svo og veltufé frá
rekstri. Eignarhluti félagsins í Delta
hf. var seldur í október auk fram-
virkra samninga. Söluhagnaður nam
tæpum 500 milljónum króna a.t.t.
skatta.
Kaup á dótturfyrirtækjum, fjár-
festing í húsnæði, ásamt aukningu á
birgðum og viðskiptakröfum samfara
veltuaukningu, valda því að efnahags-
reikningur félagsins hefur stækkað
um 150% milli ára. Eiginfjárhlutfall
var í árslok 25%. Veltufjárhlutfall
samstæðunnar var í árslok 1,2 en arð-
semi eigin fjár árið 2001 var 94%.
Hagnaður 516
milljónir króna
> >
.
;
+ & B !
+
) .
'
*
?
) !
*
! +
" ! ?
/1-7
1,-$
-1
5-5
-#
#-5
!""
#-7
,7-
/#,-7
55
/1-1
1C
/-/
#
#
#
"!#
$"#
$!#
%%#
$"#
&#
"'!#
'#
"'#
"#
%#
"'#
$'#
% #
(
)* *
)* *
)* *
(
(
FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur
hf., hefur keypt öll hlutabréf í
einkahlutafélaginu Melavík ehf., á
Höfn Hornafirði, sem á og gerir út
mb. Melavík SF-34. Með kaupum
Fiskiðjusamlags Húsavíkur á Mela-
vík fylgdu með allar varanlegar
aflaheimildir Melavíkur, eða sem
nemur 895.545 þorskígildum. Fisk-
iðjusamlagið hefur ekki átt skip í
nokkrun tíma og hefur ekkert gert
út, heldur fengið aðra til að veiða
fyrir sig þau 2.000 tonn sem félagið
ræður yfir.
Atli Viðar Jónsson, framkvæmda-
stjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
kaupin á Melavík væru enn eitt
skrefið sem stigið væri til viðbótar í
því skyni að efla og styrkja stoð-
irnar í rekstri Fiskiðjusamlags-
ins.Við þá breytingu sem varð þeg-
ar nýir eigendur tóku við
fyrirtækinu fyrir tveimur árum hafi
verið tekin ákvörðun um að laga
reksturinn og ná tökum á honum
áður en lengra yrði haldið.
„Á síðasta ári má segja að það
hafi tekist. Síðan á það sér stað að
Vísir hf. kemur að fyrirtækinu og á
svipuðum tíma erum við að ákveða
að stíga það sem vonandi er enn eitt
framfaraskrefið til að styrkja und-
irstöðurnar. Það er gert með því að
efla bolfiskkvóta fyrirtækisins, en
við töldum að það væri nauðsynlegt
til þess að mynda traustan grunn í
bolfisksrekstrinum. Síðan erum við
að hefja mjög náið samstarf við Vísi
og eigum við von á að það þýði enn
og öflugri rekstur hjá Fiskiðjusam-
laginu,“ sagði Atli Viðar.
Fiskiðjusamlag Húsa-
víkur kaupir Melavík