Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI 18 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG HEF fulla trú á því að SÍF verði áfram í fararbroddi. Það er mjög ánægjulegt að finna hversu sterkum rótum SIF Group hefur skotið meðal viðskiptavina sinna. Kaupendur víðsvegar skynja fjöl- breytileika og áreiðanleika afurð- anna og framleiðendur meta mikils áreiðanleikann og þann árangur sem félagið nær fyrir þá,“ sagði Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF, í ræðu sinni á aðalfundi fé- lagsins. „SÍF-samstæðan stendur á tímamótum. Að baki er sjötíu ára farsæll ferill og miklar breytingar. Markvisst hefur verið unnið að sameiningum, endurskipulagningu og langtíma stefnumótun. Rekstr- arniðurstaða síðasta árs sýnir að afrakstur þeirrar vinnu er að koma í ljós. Meginstoðir SÍF-samstæð- unnar eru sterkar og fjárhagsleg staða samstæðunnar gerir okkur kleift að halda ótrauðir á vit nýrra tækifæra,“ sagði Friðrik. Heildarsalan 73 milljarðar Friðrik fjallaði síðan um starf- semi SÍF-samstæðunnar og rakti starfsemi sex stærstu dótturfyrir- tækjanna, Í Bandaríkjunum, Bret- landi, Frakklandi, Kanada og á Spáni auk starfseminnar á Íslandi og sagði svo: „Í fjölda annarra landa á SÍF einnig söluskrifstofur og fjöldi starfsmanna sinnir þar margvís- legri mikilvægri sölustarfsemi. Vöruúrvalið fer fyrst og fremst eftir því, hvaða lönd eiga í hlut, hvaða neysluvenjur eru þar sterk- astar og hvar styrkleiki félagsins er mestur. Söluskrifstofur á Ítalíu, í Grikklandi, Þýskalandi, Japan og Brasilíu hafa allar sinnt störfum sínum vel, en áherslur breytast og starfsemin er sífelldum breyting- um háð. Þá er í vaxandi mæli sinnt sameiginlegum innkaupum og frumvinnslu fyrir félagið og á það við í Noregi, Litháen, Færeyjum, hér heima og víðar. Í lokin á þess- ari yfirferð liggur næst fyrir að gera grein fyrir heildarumsvifum samstæðunnar. Sé litið á sölutölur allra fyrirtækjanna í evrum lætur nærri að heildarsalan sé um 825 milljón evrur eða 73 milljarðar ís- lenskra króna. Það er mikil velta á íslenskan mælikvarða, en eins og margoft hefur komið fram áður er samkeppni á þessum markaði gríð- arlega hörð og hefur flestum fyr- irtækjum af svipuðum toga reynst erfitt að ná mikilli arðsemi út úr hverri seldri evru – ef svo má að orði komast. Hingað til hefur því aðeins verið um verulega arðsvon að ræða, ef veltan er mikil og mikil starfsemi á sér stað í fyrirtækinu og kostnaði er öllum haldið í lág- marki.“ Friðrik Pálsson var endurkjör- inn formaður stjórnar SÍF. Ein breyting varð á stjórninni er Jakob Bjarnason, framkvæmdastjóri Kers hf., kom inn í stað Karls Njálssonar, fiskverkanda í Garði. Aðrir í stjórninni eru því Ólafur Ólafsson varaformaður, Gunnar Tómasson ritari, og Aðalsteinn Ingólfsson, Einar Friðrik Sigurðs- son, Guðmundur Ásgeirsson, Magnús Gauti Gautason og Pétur Hafsteinn Pálsson. Á fundinum var samþykkt til- laga um laun stjórnarmanna. Hver þeirra fær 700.000 krónur á ári, en stjórnarformaður þrefaldar þá upphæð, fær 2,1 milljón króna. Þá var samþykkt tillaga sem heimilar stjórn að færa hlutafé félagsins úr íslenzkum krónum í evrur en stefnt er að því að uppgjör félags- ins verði í evrum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF, á aðalfundi félagsins. Halda ótrauðir á vit nýrra tækifæra „EFTIR umfangsmikinn samruna og erfiðleika í rekstri á árinu 2000, gekk rekstur SÍF-samstæðunnar vel á árinu 2001. Þannig hefur tekist að koma rekstri félagsins almennt í jafnvægi og treysta stjórnhætti, skipulag og vinnulag til samræmis við umfang rekstursins. Þá eru horfur fyrir starfsemi SÍF-sam- stæðunnar á árinu 2002 almennt góðar,“ sagði Gunnar Örn Krist- jánsson, forstjóri SÍF, á aðalfundi félagsins. Ánægjulegri staða „Markaðsstaða fyrirtækisins er góð og í vexti, kostnaður hefur farið ört lækkandi og verulegur árangur hefur náðst í þróun samstæðunnar. Þannig gera áætlanir félagsins ráð fyrir að rekstrarhagnaður EBITDA og hagnaður ársins aukist á árinu 2002, einnig er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri aukist enn frekar árið 2002. Það er því óneitanlega mun ánægjulegri staða sem við er- um í á þessari stundu þegar við blasir að beina kröftum samstæð- unnar til frekari útfærslu á stefnu félagsins um markaðslegan styrk og líta almennt til þeirra fjölmörgu tækifæra sem við blasa á því sviði.“ Ítrekað leitað til SÍF Gunnar Örn rakti síðan áhrifin af samruna SÍF og sagði svo: „Al- mennt má segja að samstæðan njóti nú meiri virðingar á sviði sjávaraf- urða og kaupendur á gæðavörum leggja mikið upp úr góðu og traustu samstarfi við fyrirtæki SÍF-sam- stæðunnar. Þá má geta þess að ítrekað hefur verið leitað eftir aðild SÍF að stórum erlendum þróunar- verkefnum á sviði veiða, vinnslu og markaðssetningar á sjávarafurðum á undangengnum tveimur árum. Í slíkum tilfellum er það sjónarmið fjárfesta og annarra stjórnenda slíkra verkefna að mikill fengur sé í hinu öfluga sölukerfi samstæðunnar og hefur stefna félagsins um aðild án framlags á áhættufé ætíð verið meðtekin. Þessi dæmi sýna og sanna að sú stefna félagsins, að leggja sérstaka áherslu á uppbygg- ingu á sölu- og markaðsstarfsemi félagsins, er rétt og eru þau verð- mæti sem fyrirtækið býr yfir á þessu sviði væntanlega oft vanmet- in.“ Nota ekki bráðabirgðaákvæði um verðbólgureikningsskil Þá rakti Gunnar Örn það mark- verðasta í rekstri SÍF og dóttur- félaga þess á árinu 2001, en sneri sér síðan að væntanlegum breyt- ingum á uppgjöri félagsins, en það mun framvegis verða í evrum og hlutafé SÍF verður jafnframt fært yfir í evrur, verði lagafrumvarp sem heimilar það, samþykkt á Alþingi. „Þá er einnig vert að geta þess að með þessum breytingum er einnig verið að leggja af hin svokölluðu verðbólgureikningsskil, en bráða- birgðaákvæði heimilar hins vegar félögum að nota þessa afkomumæl- ingu við uppgjör fyrir árið 2002 og 2003. Með þeim breytingum sem við höfum ákveðið að gera á okkar upp- gjöri, þá munum við ekki nota þetta bráðarbirgðaákvæði um verðbólgu- reikningsskil á árinu 2002 og 2003. Á árinu 2001 eru gjaldfærð verð- breytingargjöld í rekstrarreikning SÍF samstæðunnar fjárhæð 160 milljónir króna. Þessi breyting er að mínu viti löngu tímabær, enda hefur verð- bólgan sem hér hefur verið und- anfarin áratug, verið langt undir því verðbólgustigi sem alþjóðlegir reikningsskilastaðlar kveða á um að nota eigi slíkar uppgjörsaðferðir við afkomumælingar fyrirtækja. Þá er rétt að vekja athygli á því að Ísland verður sennilega eina landið í heim- inum sem heimilar fyrirtækjum skráðum á verðbréfaþingi að mæla sína afkomu á tvennan hátt þ.e. ann- ars vegar samkvæmt verðbólgu- reikningsskilum og hins vegar að gera upp samkvæmt kostnaðar- verðsreikningsskilum. Þessi bráðbirgðaheimild er lýtur að verðbólgureikingsskilum er að mínu mati mjög slæm fyrir okkar litla verðbréfamarkað og er til þess fallin að allur samanburður á milli fyrirtækja getur orðið mjög erfiður og hinn almenni hluthafi getur átt erfitt með að meta þau fjárfesting- artækifæri sem eru fyrir á mark- aðnum,“ sagði Gunnar Örn Krist- jánsson. Rekstraráætlanir SÍF gera ráð fyrir auknum hagnaði HAGNAÐUR af rekstri samstæðu Lyfjaverslunar Íslands hf. nam 516 milljónum króna eftir skatta á síðasta ári á móti 42 milljónum árið áður. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyr- ir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 184 milljónum króna en nam 98 milljónum árið 2000. Veltu- fé frá rekstri nam 11 milljónum króna. Í tilkynningu frá Lyfjaverslun kemur fram að hagnaður af reglulegri starfsemi hafi verið í samræmi við væntingar og sá besti til þessa. Fjár- magnsgjöld voru hins vegar hærri en gert var ráð fyrir, og veldur því eink- um 220 milljóna króna gengistap á er- lendum skuldbindingum. Eigið fé í árslok nam 1.181 milljón króna en nam í ársbyrjun 549 milljónum króna. Stjórn félagsins mun leggja til að greiddur verði 12% arður til hluthafa á árinu. Velta Lyfjaverslunar jókst á árinu úr 2.193 milljónum árið 2000 í 6.296 milljónir árið 2001. Vöxtur var í öllum þáttum í starfsemi félagsins á árinu. Karlsson hf. var það dótturfélag sem skilaði langmestum hagnaði til samsteypunnar, eða 82 milljónum króna fyrir skatta. Afkoma í umboðs- sölu og dreifingu lyfja var slök og má það að miklu leyti rekja til gengis- áhrifa á rekstur. Í tilkynningunni seg- ir að samlegðaráhrif í dreifingarstarf- seminni muni skila sér í mun meira mæli á þessu ári og því næsta, en frekari lækkun íslensku krónunnar gæti valdið neikvæðum áhrifum á þann rekstur félagsins þar sem því er ekki kleift að velta kostnaðarhækk- unum út í verðlag. Í ársbyrjun 2001 tókust samningar um kaup á Thorarensen Lyfjum ehf., Lyfjadreifingu ehf. og J.S. Helgason ehf. Í árslok 2000 var gengið frá kaup- um á A. Karlssyni hf. Ofangreind fé- lög eru hluti af félagasamstæðu Lyfjaverslunar Íslands hf. og í sam- stæðuuppgjöri hennar í fyrsta sinn á árinu 2001. Ofangreindar sameining- ar miða að því að ná fram hagkvæm- ari dreifingu lyfja og annarra heil- brigðisvara hér á landi auk þess að leggja grunninn að frekari framrás. Jafnframt verður félagið betur í stakk búið að bæta þjónustu sína við við- skiptavini. Munu næstu misseri markast af frekari vexti og hagræð- ingu innan samstæðunnar. Áætluð velta samstæðu Lyfjaversl- unar Íslands hf. á árinu 2002 er 6,8 milljarðar króna og gera áætlanir fé- lagsins ráð fyrir að hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði (EBIDTA) batni verulega, svo og veltufé frá rekstri. Eignarhluti félagsins í Delta hf. var seldur í október auk fram- virkra samninga. Söluhagnaður nam tæpum 500 milljónum króna a.t.t. skatta. Kaup á dótturfyrirtækjum, fjár- festing í húsnæði, ásamt aukningu á birgðum og viðskiptakröfum samfara veltuaukningu, valda því að efnahags- reikningur félagsins hefur stækkað um 150% milli ára. Eiginfjárhlutfall var í árslok 25%. Veltufjárhlutfall samstæðunnar var í árslok 1,2 en arð- semi eigin fjár árið 2001 var 94%. Hagnaður 516 milljónir króna         >      >    .            ;            +     &    B  !  +  ) .         '          *      ? ) ! *        !   +  " !   ?                        /1-7 1,-$  -1   5-5 -#  #-5 !"" #-7   ,7- /#,-7  55 /1-1 1C /-/ #  # # "!# $"# $!# %%# $"# &# "'!# '# "'# "# %# "'# $'# % #    (  )*  *  )*  *  )*  *      (          (  FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur hf., hefur keypt öll hlutabréf í einkahlutafélaginu Melavík ehf., á Höfn Hornafirði, sem á og gerir út mb. Melavík SF-34. Með kaupum Fiskiðjusamlags Húsavíkur á Mela- vík fylgdu með allar varanlegar aflaheimildir Melavíkur, eða sem nemur 895.545 þorskígildum. Fisk- iðjusamlagið hefur ekki átt skip í nokkrun tíma og hefur ekkert gert út, heldur fengið aðra til að veiða fyrir sig þau 2.000 tonn sem félagið ræður yfir. Atli Viðar Jónsson, framkvæmda- stjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að kaupin á Melavík væru enn eitt skrefið sem stigið væri til viðbótar í því skyni að efla og styrkja stoð- irnar í rekstri Fiskiðjusamlags- ins.Við þá breytingu sem varð þeg- ar nýir eigendur tóku við fyrirtækinu fyrir tveimur árum hafi verið tekin ákvörðun um að laga reksturinn og ná tökum á honum áður en lengra yrði haldið. „Á síðasta ári má segja að það hafi tekist. Síðan á það sér stað að Vísir hf. kemur að fyrirtækinu og á svipuðum tíma erum við að ákveða að stíga það sem vonandi er enn eitt framfaraskrefið til að styrkja und- irstöðurnar. Það er gert með því að efla bolfiskkvóta fyrirtækisins, en við töldum að það væri nauðsynlegt til þess að mynda traustan grunn í bolfisksrekstrinum. Síðan erum við að hefja mjög náið samstarf við Vísi og eigum við von á að það þýði enn og öflugri rekstur hjá Fiskiðjusam- laginu,“ sagði Atli Viðar. Fiskiðjusamlag Húsa- víkur kaupir Melavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.