Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 31 SMÁRALIND KÓPAVOGI – S. 569 1550 S t æ r s t a v e r s l u n a r k e ð j a m e ð r a f t æ k i í E v r ó p u ! Þú kau pir nún a en b orgar e kki fyr stu afborg un fyrr en eft ir 4 mán uði, va xtalau st. Og þá er mög uleiki á allt a ð 32 m ánaða raðgre iðslusa mning i. FYRSTA AFBOR GUN Í ÁGÚST ! 22.995,- 29.995,- ÆTLA AMMA OG AFI AÐ MÆTA Í FERMINGUNA? I Í I 16.995,- 24.995,- DÚNDURGRÆJUR LG myndbandstæki LV 984 Frábært myndbandstæki með Nicam steríó. Einfaldar aðgerðir. Show View. Scarttengi. Vídeóinngangur að framan. Philips fer›ageislaspilari PHS AX 5002 45 sek. hristivörn. Spilar CD-RW diska. Tveggja þrepa bassastilling. Innbyggð hleðsla. Philips Mini-samstæ›a FWC780 2x240 W Frábær samstæða sem smellpassar í herbergið. Þriggja diska geislaspilari með Incredible Surround, öflugur magnari og fín fjarstýring. Stafræn Kodak myndavél DX3215 Frábær stafræn myndavél með 8 MB innbyggðu minni, 1,3 megapixel, 1,6" LCD skjá og afhleðslustöð. Ver› frá kr: 59.995,- 20.000,- AFSLÁTTUR!! 26.995,- 0VEXTIR% 21" steríó-sjónvörp frá: Mikið úrval af D VD spilurum! 480 W wO Ox b ass!ss ! + HRISTIVÖRN 45 SEK Ver› á›ur: 79.995,- Fjölkerfa Best a ve rðið í bæ num !Váá! WILLIAM hét maður er kallaður var B-hrollakóngur. Hann var sonur Castle og bjó á Beverlyhæðum í Los Angelesborg vestur. Hann var hryll- ingsmyndasmiður og kunnastur fyrir samhaldssemi og ódýrar brellur Hann átti dóttur þá er Terry heitir og hefur sú gengið í smiðju karls föður síns og endurgert ófagnaðarmyndir hans með góðra manna hjálp (Joel Silver, Robert Zemeckis). Svo vel tókst til með Ranninn á Reimleika- hæð (The House on Haunted Hill), þá fyrstu af þessu filmræna afturgöngu- musli, að hér er komin 13 draugar, og er önnur í röðinni. Byggð á samnefnd- um lúsarhrolli frá 1960, sýndri í Stjörnubíó sáluga, og er manni minn- isstæðust sakir litglerja sem fylgdu aðgöngumiða og maður brá fyrir sjónir þá Castle gamli gaf gestum sín- um bendingu á tjaldinu. Átti þá gest- ur að upplifa sjóbisnissættaða skyggnigáfu á meðan hann blim- skakkaði glyrnum útum glærurnar. Hálf voru Hollywooddjöflar þeir sem þá birtust, meinleysislegir og mösul- beina. Hinsvegar vakti tiltækið nokkra kátínu ef minnið bregst mér ekki. Það eitt sannar 13 Ghosts hin nýja að brellum hefur fleygt fram síðustu áratugina og Castle hin yngri er ekki föðurbetrungur. Myndin þeirrar gerðar að maður gleymir innihalds- leysinu jafnóðum. Brellurnar virðast þjófstolnar úr mikið betri mynd og sorglegt að sjá að Tony Shaloub (The Man Who Wasn’t There, The Big Night), sá gæðaleikari, lætur hafa sig útí slíka ruslframleiðslu. F. Murray Abrahams (Amadeus), er, einsog hér sést, fyrir löngu búinn að fyrirgera ferlinum á slíkum dómgreindarskorti. Handónýtar afturgöngur KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn Leikstjóri: Steve Beck. Kvikmyndatöku- stjóri: Gale Tattersale. Tónlist: John Friz- zell. Aðalleikendur: Tony Shaloub, Em- beth Davidtz, Matthew Lillard, Shannon Elizabeth, F. Murray Abrahams. Sýning- artími 90 mín. Columbia. Bandaríkin 2001. 13 GHOSTS (13 DRAUGAR) 1/2 Sæbjörn Valdimarsson KONTRABASSAKVARTETTINN Tröllagígjurnar og Karlakórinn Jök- ull halda tónleika í Hafnarkirkju á Hornafirði í dag kl. 20. Á efnis- skránni eru meðal annars verk eftir Mozart, von Weber, Jón Leifs, Pál Ísólfsson, Verdi, Bach, Shostakovich og Villa Lobos. Tröllagígjurnar hafa stillt saman strengina áður, en þetta er í fyrsta sinn sem Karlakór syngur við undir- leik kontrabassakvartetts hér á landi. Tröllagígjurnar skipa bassaleikar- arnir Dean Ferrel, Gunnlaugur T. Stefánsson, Páll Hannesson og Þórir Jóhannsson. Karlakórinn Jökull hefur starfað í tæp 30 ár og eru félagar 36 talsins. Stjórnandi kórsins er Jóhann Morá- vek og undirleikari Guðlaug Hestnes. Kontrabassar og karlakór Hornafirði. Morgunblaðið. ÁRLEG ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir hefst í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi í dag kl. 10.30. Ráðstefnur þessar eru orðnar fastur viðburður á vormánuðum í Gerðubergi. Þemað í ár er sagna- hefð. Fjórir fyrirlesarar halda er- indi: Unnur Hjaltadóttir skólasafns- kennari: AĐ Fóta sig í fortíð- inni; Úlfhildur Dagsdóttir bók- menntafræðingur: Af hetjum, skrímslum og skattborgurum; Anna Heiða Pálsdóttir bókmenntafræð- ingur: Saga og arfleifð; Herferð í barnabókum og Rakel Pálsdóttir þjóðfræðingur: Hárin á höfði mér rísa; Hryllingssögur meðal barna og unglinga. Fyrirspurnir eru leyfðar á eftir hverjum fyrirlestri en einnig verða umræður í lok ráðstefnunnar. Ráðstefnustjóri er Helgi Guð- mundsson. Að ráðstefnunni standa: Menning- armiðstöðin Gerðuberg, SÍUNG, Ís- landsdeild IBBY, Upplýsing, Félag skólasafnskennara og Skólasafna- miðstöð Reykjavíkur. Morgunblaðið/Golli Guðrún Helgadóttir rithöfundur skoðar bókina Ástarsaga úr fjöllunum, með börnum í leik- skólanum Sælukoti. Sagnahefð á barnabóka- ráðstefnu ♦ ♦ ♦ RÍKEY Ingimundardóttir opnar sína 60. einkasýningu í dag, að þessu sinni í salarkynnum Háskólabíós. Hún sýnir nú málverk, skúlptúra, lágmyndir og glerverk. Má þar nefna styttu af söngkonunni Björk og brjóstmynd af Hallbirni Hjartar- syni frá Skagaströnd. Sýningin stendur út apríl. Ríkey sýnir í Háskólabíói ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.