Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 13 BÆJARYFIRVÖLDUM í Kópavogi hefur borist erindi frá foreldrum barna, sem eiga að hefja skólagöngu í Digra- nesskóla á hausti komanda, þar sem óskað er eftir því að gangbrautarljós verði sett upp á tveimur stöðum til að tryggja öryggi barnanna á leið til skóla. Annars vegar óska foreldr- arnir eftir því að ljósin verði sett upp á Álfhólsvegi á móts við hús nr. 71, þar sem nú er hækkun og þrenging á göt- unni. Hins vegar óska foreldr- arnir eftir ljósum í Tún- brekku við enda Selbrekku, þar sem nú er gangbraut. Loks óska foreldrarnir eftir því að sett verði upp skilti á þessum stöðum til að vekja at- hygli ökumanna á börnum á leið til skóla. Í bréfinu kemur fram að á svæði, sem afmarkast af Álf- hólsvegi, Bröttubrekku, Tún- brekku og Nýbýlavegi, búi 85 börn undir 16 ára aldri. Á leið barnanna til skóla þurfi þau að fara yfir Túnbrekku eða Álfhólsveg, sem flokkast sem tengibraut. Erindi foreldranna var sent umferðarnefnd bæjarins til umfjöllunar. Óska eftir gang- brautar- ljósum Kópavogur TILRAUN með notkun smartkorta sem greiðslumáta í strætisvögnum Strætó bs. hófst í fyrradag og voru það nemendur í 9. bekk Kársnes- skóla í Kópavogi sem fengu fyrstu kortin til prófunar. Í fréttatilkynningu frá Strætó bs. segir að stefnt sé að því að taka upp rafrænt greiðslukerfi í strætó í síðasta lagi um mitt ár 2003. Kemur fram að með smartkortunum eigi greiðsla fargjalds að verða þægilegri fyrir farþega auk þess sem upplýsingar um farþegadreifingu, helstu álagspunkta og ferðir verði aðgengilegri fyrir forráða- menn Strætó bs. og muni t.d. nýtast við endurbætur á leiðakerfi strætisvagnanna. Hefur búnaði, sem les smartkortin, verið komið fyr- ir í strætisvögnum á tveimur leiðum í Kópavogi, leið 61 og 62, vegna tilraunarinnar sem mun standa yfir í nokkrar vikur. Segir í fréttatilkynning- unni að nemendurnir muni gegna þýðingarmiklu hlut- verki fyrir Strætó bs. þegar kemur að því að meta hvernig gengur að nota slík kort í strætó. Smart- kort í strætó Morgunblaðið/Ásdís Nemendunum var skipt í tvo hópa sem fengu mismunandi kort. Annars vegar smartkort sem stungið er í rauf á lesara og hins vegar kort sem eru borin upp að skynjara. Kópavogur VERIÐ getur að ráðist verði í framkvæmdir við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka strax á næsta ári og á undan mislæg- um gatnamótum Suðurlands- vegar og Vesturlandsvegar en hingað til hefur verið gengið út frá því að síðarnefndu gatna- mótin kæmu fyrst. Í sameiginlegum tillögum sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu er gert ráð fyrir að víxlað verði framkvæmdum þannig að þessi gatnamót verði tekin á undan mislægum gatnamótum Suðurlandsvegar við Vesturlandsveg. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, um- dæmisstjóra Reykjanesum- dæmis Vegagerðarinnar, er lítið því til fyrirstöðu að þetta geti orðið. „Þessi gatnamót fóru í umhverfismat um leið og Mjóddargatnamótin. Um- hverfismati er líka lokið á gatnamótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar þannig að það á ekkert að vera til fyr- irstöðu á hvorugum staðnum.“ Erfiðleikar með umferð úr Breiðholti Spurður um ástæður þess að óskað er eftir að víxla fram- kvæmdaröðinni segir Jónas mun meiri umferð á þessari leið en á hinum gatnamótun- um. „Það hefur verið óánægja og erfiðleikar með umferðina úr Breiðholti og niður í bæ og það verður mikil breyting við það að fá mislægu gatnamótin við Stekkjarbakka. Nýju gatnamótin í Mjóddinni verða ekki fullkomlega komin í notk- un fyrr en þessi gatnamót verða komin og þetta verður farið að vinna allt saman.“ Hann segir gatnamótin hafa reynst stærra vandamál en bú- ist var við. „Við héldum að það væri óhætt að bíða aðeins lengur með Stekkjarbakka- gatnamótin en umferðin ofan úr Breiðholti líður fyrir þetta. Það eru þarna milligatnamót við Álfabakka á móts við Strætóstöðina og það er ekki hægt að fjarlægja þau fyrr en Stekkjarbakkagatnamótin koma og þá verður þetta miklu betra.“ Kostnaður meiri en við hin gatnamótin Það er verkfræðistofan Línuhönnun sem hefur hannað gatnamótin við Stekkjarbakka en að sögn Jónasar er um að ræða venjuleg brú yfir Reykjanesbrautina frá Stekkjarbakkanum yfir á Smiðjuveginn. Þá er gert ráð fyrir hringtorgi Smiðjuvegs- megin en ljósagatnamótum Stekkjarbakkamegin. Jónas telur líklegt að hægt verði að ráðast í framkvæmdir við gatnamótin strax vorið 2003 en leggur áherslu á að ekki sé búið að ákveða að víxla röðinni. Verið sé að endur- skoða vegaáætlunina á Alþingi en búist sé við að ákvörðun um þetta verði tekin fljótlega eftir páska eða í öllu falli fyrir þing- slit í vor. Það sem helst gæti staðið í vegi fyrir að framkvæmdum yrði víxlað er að sögn Jónasar kostnaður við gatnamótin. „Gróf kostnaðaráætlun er í dag 6–800 milljónir sem er talsvert meira en áætlun við gatnamótin við Suðurlandsveg og Vesturlandsveg þar sem verið er að tala um 4–600 millj- ónir,“ segir hann. Mislæg gatnamót við Stekkjarbakka komi vorið 2003 Reykjanesbraut 89:; <=> >?@8A; 8                )                  SKIPULAGS- og byggingar- nefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að veita byggingar- leyfi fyrir fjölbýlishúsi að Suðurhlíð 38 að uppfylltum skilyrðum. Var málinu vísað til afgreiðslu byggingarfull- trúa. Um er að ræða fjölbýlishús með 46 íbúðum en eins og komið hefur fram á síðum Morgunblaðsins hafa íbúar í nágrenninu lagst gegn bygg- ingu hússins. Gerði nefndin ekki athugasemd við að bygg- ingarleyfi yrði veitt þegar teikningar hefðu verið lag- færðar í samræmi við athuga- semdir á umsóknareyðublaði. Leyfi veitt fyrir fjöl- býlishúsi Suðurhlíðar ENDURNAR héldu sig í hæfilegri fjarlægð frá mönnunum tveimur á prammanum sem voru upp- teknir við að gera botnat- huganir vegna bílastæða- kjallara sem á að vera undir botni Tjarnarinnar í kverk- inni við Iðnó. „Þeir eru að kanna hvað er djúpt á fast þarna,“ segir Ólafur Bjarnason hjá um- hverfis- og tæknisviði Reykjavíkurborgar en borg- in hefur þegar auglýst alút- boð á bílakjallaranum. „Bílastæðakjallarinn á að vera fyrir 220 til 280 bíla og við erum búnir að velja þrjú fyrirtæki í forvali til þess að gera tilboð í þessar fram- kvæmdir. Þau fá frelsi til þess að finna bestu lausn- ina, þ.m.t. hvar ekið verður niður í kjallarann. Það er stefnt að því að hefja fram- kvæmdir í haust og þeim á að ljúka um áramótin 2003– 2004.“ Ólafur segir að menn þekki aðstæður á því svæði þar sem Ráðhúsið stendur en þær athuganir hafi ekki náð austur undir Iðnó þar sem bílakjallarinn á að vera. „Við erum þess vegna að kortleggja þetta svæði sem allra best núna þannig að verðandi verktaki hafi sem bestar upplýsingar.“ Hvað er djúpt á fast? Tjörnin Morgunblaðið/Golli BORGARSTJÓRN sam- þykkti á fundi sínum í fyrra- dag að beina þeim tilmælum til hafnarstjórnar að heimila rekstur tívolís á Miðbakka í sumar. Hafnarstjórn hafði áður hafnað ósk rekstrar- aðila tívolísins um leyfi fyrir rekstri tívolísins í ár. Það var Júlíus Vífill Ingv- arsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, sem var máls- hefjandi á fundinum. Í fyrra heimilaði hafnarstjórn rekstur tívolís á hafnar- bakkanum með þeim fyrir- vara að það yrði í síðasta sinn sem slíkt leyfi yrði veitt. Kom fram í máli borg- arfulltrúa að ástæða þess að lagst er gegn tívolíi á þess- um stað er sú að hávaða- mörk hafi ekki verið haldin og íbúar í grennd, s.s. í Grjótaþorpi, hafi orðið fyrir ónæði af völdum þess. Lífgar upp á borgarlífið Þeir borgarfulltrúar sem tóku þátt í umræðunni voru þó sammála um að tívolíi á sumrin fylgdi skemmtilegt mannlíf sem eftirsjá væri að en mikilvægt væri að finna þessari starfsemi varanleg- an stað annars staðar í borgarlandinu þar sem það truflaði ekki íbúa borgar- innar. Varð niðurstaðan sú að samþykkt var með 11 sam- hljóða atkvæðum að beina þeim tilmælum til hafnar- stjórnar að heimila rekstur tívolísins á hafnarbakkan- um í 18 daga næstkomandi sumar. Tívolí verði starfrækt í sumar Miðborg ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.