Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 37 ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 Velkomin í Fríform. Góð aðkoma og næg bílastæði. 4ra kerfa ofn, hvítur Verð áður kr. 45.300,- Nú aðeins kr. 29.990,- 4 kerfa ofn, burstað stál Verð áður kr. 61.200,- Nú aðeins kr. 45.900,- 7 eða 8 kerfa ofn hvítur, svartur, spegill, stál Verð áður kr. 69.900,- Nú aðeins kr. 55.900,- 2JA ÁRA ÁBYRGÐ FULLKOMIN VARAHLUTA- OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA Helluborð 25–40% afsláttur 2ja hellu Frá kr. 9.720,- 4ra hellu Frá kr. 18.230,- Keramikborð – 25% afsláttur Frá aðeins kr. 39.830,- 2 gas + 2 raf. – 25% afsláttur Burstað stál kr. 25.730,- Gasborð – 25% afsláttur 2 blúss: Frá kr. 14.850,- 3 blúss: Aðeins kr. 35.250,- 4 blúss: Frá kr. 28.800,- Vifta, hvít eða svört/stál Áður kr. 8.840,- Nú aðeins kr. 6.900,- Veggháfur, burstað stál Breidd 60cm: Áður kr. 35.700,- Nú aðeins kr. 26.900,- Breidd 90cm: Áður kr. 43.600,- Nú aðeins kr. 33.900,- Veggháfur, burstað stál Breidd 60cm: Áður kr. 39.500,- Nú aðeins kr. 29.900,- Breidd 90cm: Áður kr. 47.400,- Nú aðeins kr. 36.900,- Eyjuháfur 90x65cm Verð áður kr. 95.900,- Nú aðeins kr. 74.900,- O F N A R KOSTABOÐ Á HINUM RÓMUÐU OG EFTIRSÓTTU ÍTÖLSKU RAFTÆKJUM eldavélum, ofnum, helluborðum og viftum. Hvítir, svartir, spegill, burstað stál mánud.–föstud. 9–18 laugardaga 10-16 OPIÐ: E kk e rt e ld h ú s á n E L B A . .. MORGUNBLAÐIÐ birti athyglisverða auglýsingu frá Norð- uráli á Grundartanga sl. sunnudag. Þar kemur fram hversu gríðarlega þýðingu þetta stóriðjufyrir- tæki hefur fyrir svæð- ið norðan Hvalfjarðar, en 85% af 200 starfs- mönnum fyrirtækisins búa á Akranesi, í Borgarnesi og í öðr- um nágrannasveitar- félögum, en á þessu svæði greiðir stóriðj- an hæstu meðallaun af öllum starfsgrein- um í landi. Fyrirtækið greiddi á síðasta ári um einn milljarð króna í laun og launatengd gjöld. Þá skipti fyrirtækið við 67 þjónustu- aðila á Vesturlandi fyrir 330 millj. kr. á árinu. Fyrirtækið er í góðri sátt við umhverfi sitt og vel látið af starfsmönnum jafnt sem við- skiptavinum. Norðurál hefur áhuga á að stækka verksmiðju sína þannig að framleiðslan aukist úr 90 þús. tonnum í 240 þús. tonn á ári. Fyr- irtækið kynnti iðnaðarráðuneytinu þessa ætlun sína sumarið 1999 og setti fram formlega ósk um aukin raforkukaup í september 2000. Enn hefur óskum fyrirtækisins ekki verið svarað. Við það verður ekki unað öllu lengur. Norðurál verður að fá jákvætt svar þannig að hægt verði að ráðast í stækkun verksmiðjunnar sem fyrst. Við þá stækkun mun starfsmönnum fjölga um 2–300 og störfum við ýmsa þjónustu við fyrirtækið um 3–400. Þá mun árlegt útflutningsverð- mæti fyrirtækisins aukast um 25 milljarða sem kæmi sér vel fyrir þjóðarbúið. Eftir stækkun verða á annað þúsund störf við verksmiðj- una og þjónustu við hana. Mikið hefur verið rætt um stór- iðju á Austurlandi og þýðingu hennar fyrir lands- hlutann þar sem fólki hefur fækkað jafnt og þétt á undanförnum árum. Dæmið frá Grundartanga sýnir glöggt hversu þýðing- armikið öflugt stór- iðjufyrirtæki er fyrir umhverfi sitt og fyrir þjóðarbúið. Þá er það staðreynd að störf við stóriðjuna eru mjög eftirsótt, t.d. sóttu á annað þúsund manns um störf hjá Norður- áli þegar fyrirtækið hóf starfsemi og með- alstarfsaldur í stór- iðjufyrirtækunum á Íslandi er mjög hár. Það er rétt sem kemur fram í auglýsingu Norðuráls að at- vinnutekjur starfsfólks eru jafnar og stöðugar og starfsemin jafnar því sveiflur í öðrum atvinnugrein- um. Að framansögðu má ljóst vera að því fyrr sem ráðist verður í stækkun Norðuráls því betra. Eig- andi fyrirtækisins er ákveðinn í fyrirætlunum sínum, það þarf ekki að ganga á eftir honum eins og sumum öðrum. Hann þarf því að fá ákveðin svör frá iðnaðarráðuneyt- inu og Landsvirkjun, dráttur á þeim svörum er þegar orðinn allt of langur. Stækkun Norðuráls Guðjón Guðmundsson Höfundur er alþingismaður. Iðnaður Því fyrr, segir Guðjón Guðmundsson, sem ráðist verður í stækkun Norðuráls því betra. ÉG SÁ um daginn eina greinina enn eftir hann Ellert B. Schram, forseta ÍSÍ, um auðlindagjald á sjávarútveginn, sem virðist vera eftirlætis hugðarefni hans, jafn- vel að íþróttunum meðtöldum. Hann skrifar a.m.k. meira um þetta mál en þær. Með greininni er birt þessi fína mynd af for- setanum. Það er gam- an að sjá að forsetinn lítur vel út, brosmild- ur, ágætlega hærður og með þessi flottu sólgleraugu. Sennilega er myndin tekin í útlöndum, á einhverju íþróttaþingi, á knattspyrnuleik eða Ólympíufundi, enda er forsetinn oft erlendis í brýnum erindum íþrótta- hreyfingarinnar. Sjávarútvegurinn heldur uppi þjóðfélaginu Forsetinn sakar sjávarútvegsráð- herra um glámskyggni, með því að telja sig stuðla að sátt með til- löguflutningi sínum um að veiði- gjald verði innheimt af útgerðinni. Hann telur tillögurnar svívirðilegar, segir að þær séu hvorki fugl né fiskur og slefi „varla upp í það sem sjávarútvegurinn kostar ríkissjóð nú þegar“, eins og hann kemst að orði. Þarna verður forsetanum á eins og oft áður. Sjávarútvegurinn kost- ar nefnilega ríkissjóð ekkert. Þvert á móti, það er sjávarútvegurinn sem heldur uppi þessu þjóðfélagi að miklu leyti. Heildarverðmæti út- fluttra sjávarafurða á síðasta ári nam tæpum 96 milljörðum og á sama tíma greiddu sjávarútvegsfyr- irtækin tæpa 40 milljarða króna í laun á sl. ári til þeirra sem við greinina starfa og af þeim launum voru greiddir skattar. Því til viðbótar má nefna að ríkissjóður hefur umtalsverðar tekjur af starfsemi sjávarútvegsfyrir- tækjanna, beint og óbeint. Svo leyfir forseti ÍSÍ sér að halda því fram að veiðigjald, sem hefði orðið drjúg- ur hluti af hagnaði at- vinnugreinarinnar undanfarin ár, sé sama sem ekki neitt! Nýliðar Forsetinn ræðir um að frumvarp sjávarútvegsráðherra geri ekki ráð fyrir nýliðun í greininni. Ég skil ekki hvílíkt áhugamál nýliðun er forsetanum að hann telji að setja þurfi sérstök lög um hana. Hvað nýliðun varðar þá er eins í sjávar- útvegi og í íþróttunum, þegar menn eru nógu hæfir þá komast þeir í lið- ið. Í sjávarútvegi geta þeir hafið út- gerð sem eiga bát og hafa aðgang að kvóta. Það eru nú allar kröf- urnar sem gerðar eru. Þar kemur nýliðunum til bjargar hið frjálsa framsal, sem forsetanum virðist vera mjög á móti skapi og grund- völl andstöðu sinnar við kvótakerf- ið. Sumir slíkir nýliðar hafa því miður ekki farið eftir leikreglunum, svindlað á sjómönnum með launin, hent fiski fyrir borð og landað framhjá vigt. Þeir sem náðst hefur til hafa verið reknir út af tímabund- ið, alveg eins og í fótboltanum. Það er eitthvað sem forsetinn ætti að kannast við. Yfirgripsmikil vanþekking Vandi forsetans og hans líkra er líklega sá að það skiptir trúlega engu hvað boðið er í sáttaskyni, það er aldrei nóg. Í kollinum á forset- anum, sennilega einhvers staðar á bakvið sólgleraugun, virðist vera mikil mergð ranghugmynda og yf- irgripsmikil vanþekking á sjávar- útvegi. Ímyndun hans um þann hagnað sem sjávarútvegur gefur af sér virðist einnig leiða hann í ógöngur. Hann ætti þó mörgum öðrum fremur að vona að útgerð- arfyrirtækin hagnist, því það eru ekki síst þau sem styrkja íþrótta- félögin úti á landi með fjárfram- lögum. Það er augljóst að með tilkomu veiðigjalds, í hvaða formi sem það verður, mun því miður svigrúm minnka mjög til styrkveitinga af ýmsu tagi. Og ekki virðist mér íþróttahreyf- ingunni veita af velvilja. Ég man ekki betur en að skuldir hreyfing- arinnar nemi um 1,1 milljarði króna, samkvæmt nýlegum frétt- um. Framganga forseta ÍSÍ og kröfur um stórkostlega skattheimtu af útgerðinni eru hins vegar ekki líkleg til að stuðla að því að fyr- irtækin verði í framtíðinni aflögu- fær um fé, jafnvel þótt málefnið sé gott. Glámskyggn forseti Magnús Kristinsson Velvilji Ekki virðist mér, segir Magnús Kristinsson, íþróttahreyfingunni veita af velvilja. Höfundur er formaður Útvegs- bændafélags Vestmannaeyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.