Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞAÐ ER gott að geta leitað skjóls þegar kaldir vetrarvindar blása. Þrátt fyrir að tíðin hafi verið góð að undanförnu og víða tekið að hlýna um landið hímdu þessi hross við skjólvegg og létu sig litlu varða loðnuskipin á Breiðafirðinum í gær. Ekki sýndu þau heldur fagurri fjallasýn eða fjölbreyttu fuglalífinu nokkurn áhuga. Það verður þó ekki betur séð af útliti þeirra en að nóg hafi verið að bíta og brenna í vetur. Kannski eru þau að njóta síðustu daganna í rólegheitunum í haga- beitinni, áður en eigendur þeirra fara að stunda útreiðar af kappi. Morgunblaðið/RAX Hafið, bláa hafið ástæðan sé sú að það þurfi lengri tíma til að meta fjárfestingarstefnu sína í kjölfar kaupa á þýska fyrirtæk- inu VAW. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra segir að í kjölfar yfirlýsing- ar um framtíð Noral-verkefnisins liggi fyrir að annaðhvort komi fleiri aðilar að verkefninu eða nýr aðili komi algerlega að því í stað Norsk Hydro. Valgerður segir að yfirlýs- ingin hafi þau áhrif að stjórnvöld og NORSK HYDRO hefur tilkynnt samstarfsaðilum sínum í Noral-verk- efninu, þ.e. iðnaðarráðuneytinu, Landsvirkjun, Reyðaráli og Hæfi, sem snýst um byggingu álvers í Reyðarfirði og virkjun við Kára- hnjúka, að fyrirtækið sé ekki í að- stöðu til að taka ákvörðun um þátt- töku sína fyrir 1. september eins og gert er ráð fyrir í sameiginlegri yf- irlýsingu um verkefnið vorið 2000. Segir í yfirlýsingu fyrirtækisins að Landsvirkjun hafi nú fullt frelsi til að tala við aðra aðila og það sé mikil- vægasta atriðið. Engu að síður sé áfram verið í samstarfi við Norsk Hydro og Norðmennirnir muni einn- ig leggja sig fram um það að fá fleiri að verkefninu. Valgerður Sverris- dóttir segir að virtir aðilar í áliðnaði hafi sýnt því áhuga að koma að verk- efninu, en hún segist ekki geta greint nánar frá því um hverja sé að ræða. Aðspurð hvort ríkisstjórnin muni nú leggja aukna áherslu á stækkun álversins á Grundartanga og raf- orkusölu til Norðuráls segir ráðherra að það mál sé í ákveðnum farvegi og ekki ljóst hver niðurstaðan verði. Valgerður Sverrisdóttir segir að það yrði mikið áfall fyrir hagkerfið ef hætt yrði við Noral-verkefnið og áformaðar stækkanir í Hvalfirði. Eins yrði veruleg seinkun verkefn- isins verulegt áfall fyrir Austfirðinga og ekki síst þess vegna yrði lögð áhersla á að vinna hratt í málinu. Ekki yrði beðið lengi eftir því að hefja nýtt ferli og þar sem vel hefði verið unnið væri hægt að kynna mjög vel þroskað verkefni þeim sem talið yrði rétt að taka upp viðræður við. Tíminn hefði því ekki farið til einskis og mjög mikilvægt væri að frum- varpið um Kárahnjúkavirkjun yrði afgreitt frá Alþingi í vor. Jákvæðu þættirnir væru að komið væri mat á umhverfisáhrifum varðandi öll atriði, stuðningur við verkefnið hefði aukist mjög hjá þjóðinni, íslenska ákvæðið í Kyoto-samningnum skipti miklu máli og vitað væri að erlend stórfyrirtæki hefðu litið jákvætt til verkefnisins. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að Landsvirkjun fari ekki í undirbún- ingsframkvæmdir í sumar eins og líkur hafi verið á, en mikilvægt sé að frumvarpið um Kárahnjúkavirkjun nái fram að ganga á Alþingi í vor. Smári Geirsson, formaður Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi, segir að fram komi í yfirlýsingunni að Norsk Hydro líti á verkefnið sem mjög girnilegt verkefni og vilji ekki sleppa af því hendi. Hann segist vera sannfærður um að af framkvæmdun- um verði og segist helst vilja að nýr aðili komi inn í verkefnið með Norð- mönnunum svo undirbúningsvinnan nýtist sem best. Norsk Hydro ekki í aðstöðu til að taka ákvörðun um álver fyrir 1. september Stefnt er að þátttöku ann- arra í Noral-verkefninu  Vonbrigði/11 SAMNINGAR tókust milli sjálf- stætt starfandi sjúkraþjálfara og samninganefndar heilbrigðisráðu- neytisins í gær. Gert er ráð fyrir að samningurinn gildi frá 1. apríl til ársloka 2004 en eftir er að kynna hann fyrir félagsmönnum og leggja hann fyrir þá. Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfar- ar hafa verið samningslausir við Tryggingastofnun frá 1. mars. Formlegar og óformlegar viðræður hafa síðan átt sér stað en án árang- urs þar til í gær. Mikilvægt að semja til langs tíma Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir að hann sé mjög ánægð- ur með það að samningar hafi náðst. Hann hafi alla tíð lagt áherslu á að deilan leystist við samningaborðið, en þetta væri fyrsta stóra deilan sem ný samninganefnd hjá ráðu- neytinu fjallaði um. Hann segist vera þakklátur fyrir það að samn- inganefnd sjúkraþjálfara hafi geng- ið til samninga þrátt fyrir harða deilu. Mikilvægt væri að samið hefði verið til langs tíma og samþykki sjúkraþjálfarar samninginn verði í gildi samningur við Tryggingastofn- un, en þá falli þátttaka hennar í sama far og áður hafi verið. Að sögn Jóns Kristjánssonar kostar samningurinn mikla peninga en hann segir að starfsemi sjálf- stætt starfandi sjúkraþjálfara sé af- ar mikilvæg og hún sé veigamikill þáttur í heilbrigðisþjónustunni. Adda Sigurjónsdóttir, formaður Félags sjálfstætt starfandi sjúkra- þjálfara, segir að samið hafi verið um 7% flata hækkun, lítillega til- færslu á einingum, breytt sam- skiptakerfi milli Tryggingastofnun- ar og sjúkraþjálfara, sem verði ódýrara og skilvirkara, auk þess sem viðsemjendur hafi viðurkennt sérfræðitaxta. Atkvæðagreiðsla meðal sjúkraþjálfara í næstu viku Garðar Garðarsson, lögmaður og formaður samninganefndar ríkisins, segir að samningurinn sé innan fjár- laga og í takt við aðra samninga sem gerðir hafi verið en til lengri tíma. Viðræðurnar hafi lengst af snúist um gerð skammtímasamnings en svo hafi verið gerður langtímasamn- ingur á forsendum kjarasamninga sem hafi verið gerðir til lengri tíma. Adda Sigurjónsdóttir segir að með tilliti til aðstæðna í þjóðfélaginu hafi verið talið rétt að semja á þess- um nótum. Það væri liður í því að halda stöðugleika, sem væri að vissu leyti ávinningur, en að loknum kynningarfundi með félagsmönnum verði skrifleg atkvæðagreiðsla um samninginn í næstu viku. Samningar tókust í gær milli ríkis og sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara Tilfærsla á einingum og 7% hækkun SÍÐSUMARS gefur háskólaútgáfa Wisconsin-háskóla í Madison í Bandaríkjunum út bók um Jónas Hallgrímsson og með ljóðum hans í þýðingu Dick Ringlers og verður þetta í fyrsta sinn sem bók um skáldið kemur út á ensku. Dick Ringler er kominn á eft- irlaun en hann var prófessor við Wisconsin-háskóla. Hann hefur kynnt sér íslensku og íslensk mál- efni í nær 40 ár og hefur heimsótt alla staði sem fjallað er um í ljóðum Jónasar í ensku útgáfunni. „Jónas er algerlega óþekktur utan Íslands enda hefur lítið verið þýtt eftir hann,“ segir hann. „Íslenskir vinir mínir segja mér að þrír mestu rit- höfundarnir séu Snorri Sturluson, Jónas Hallgrímsson og Halldór Laxness. Heimurinn þekkir Snorra og Halldór en ekki Jónas og von- andi fyllir bókin í þá eyðu.“ Dick Ringler hefur haldið úti heimasíðu um Jónas á fimmta ár, en auk þess vinnur hann að samstarfs- verkefni Wisconsin-háskóla og Há- skóla Íslands varðandi uppbygg- ingu kennsluefnis fyrir íslenskunám á Netinu. Verkefnið hefur verið í vinnslu í um fimm ár og í janúar sem leið fékk hann Kar- enu Rut Gísladóttur íslenskukenn- ara í vinnu við það í Madison. „Hug- myndin er að gera öllum, hvar sem þeir eru í heiminum, mögulegt að byrja að læra íslensku og Netið er besta leiðin til að ná til þeirra sem áhuga hafa á málinu,“ segir hann. Bók um Jónas Hall- grímsson gefin út í Madison  Vill koma/ 33 TÖLVUFYRIRTÆKIÐ OZ sagði í gær upp verulegum hluta starfsfólks síns hér á landi. Þetta hefur Morgunblað- ið eftir áreiðanlegum heimild- um. Rúmlega 40 manns starfa nú hjá OZ á Íslandi en þeim mun fækka verulega þegar uppsagnirnar taka gildi. Í upp- hafi árs störfuðu alls um 100 manns hjá fyrirtækinu. Skúli Mogensen, forstjóri OZ, gat í gærkvöldi ekki stað- fest hve mörgum hafi verið sagt upp. Hann sagði uppsagnirnar lið í þeirri stefnu fyrirtækisins að flytja kjarnastarfsemi þess til Montreal í Kanada enda væri heimamarkaður fyrirtæk- isins í Norður-Ameríku. Þessi ákvörðun hafi einnig verið tek- in í ljósi endaloka samstarfsins við sænska fjarskiptafyrirtæk- ið Ericsson. Hann vildi ekki svara spurningum um hvort starfsmönnunum sem hefði verið sagt upp yrði boðin vinna í Kanada eða hvort starfsfólki þar yrði fjölgað og sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu. OZ segir upp starfs- fólki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.