Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 51 í huga þakklæti. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þennan mikla höfð- ingja sem afa og fengið að hafa hann hjá okkur svona lengi – það voru forréttindi. Við erum þakklát fyrir allt sem hann kenndi okkur um lífið, tilveruna og sjálf okkur. Þakklát fyrir að hafa borið gæfu til að segja honum í lifanda lífi hversu vænt okkur þótti um hann og hve mjög við dáðum hann. Hamingjulán okkar er mikið, minningarnar um hann munu verða okkur gott vega- nesti í lífinu. Allir sem einn óskum við strák- arnir okkur að mega líkjast honum sem mest, til orðs og æðis, og stelp- urnar hafa ungar fengið verðugt viðmið mannsefna sinna. Öll tökum við hann okkur til fyrirmyndar. Afi okkar var fyrst og síðast góður, hlýr og skemmtilegur maður. Þann- ig ættu allir að vera. Við munum reyna. Hvíl í friði, elsku afi, Sigurður Örn Ágústsson, Sigurður Örn E. Levy, Sigurður Örn Gunnarsson, Hildur Þöll Ágústsdóttir, Davíð Jón Arngrímsson, Hjalti Ómar Ágústsson, Valgerður Freyja Ágústsdóttir, Jóhannes Helgi E. Levy, Stefán Páll Ágústsson, Ingi Freyr Ágústsson, Gunnar Örlygur Gunnarsson, Atli Björn E. Levy, Elías Gunn- ar Þorbjörnsson, Valgeir Már E. Levy, Katrín Erna Þorbjörnsdóttir. Sigurður á Geitaskarði setti um tugi ára sterkan svip á umhverfi sitt. Fullvíst má telja að honum hafi ungum manni verið margir vegir færir en hann gerðist bóndi á föð- urleifð sinni um miðjan fimmta ára- tug síðustu aldar, þá kvæntur glæsilegri konu, Valgerði Ágústs- dóttur frá Hofi í Vatnsdal. Á Geitaskarði, sem var óðal móð- ur hans, hafði myndarlegt og stíl- hreint íbúðarhús verið reist árið 1910. Þar hafði snyrtileg umgengni lengi verið í hávegum höfð. Þennan þátt í búskap sínum ræktu þau Sig- urður og Valgerður svo að sómi var að. Frábær snyrtimennska einkendi heimilið, byggingar og aðrar fram- kvæmdir á jörðinni voru fágaðar til þess að fegra þá heildarmynd sem við blasti þegar komið var heim eða ekið hjá garði. Sú mynd sást líka víða þar sem kynnt voru snyrtileg býli í sveitum. Sigurður var dugmikill bóndi, e.t.v. fyrst og fremst ræktunarmað- ur. Hann var unnandi íslenskrar náttúru og hafði sterka hneigð til að hlynna að öllu því sem lifði og greri undir hans forsjá. Búrekstur hans stóð jafnan föstum fótum, var traustur eins og bóndinn sjálfur sem var gegnheill í öllum störfum sínum og samskiptum við aðra. Sigurður kom víða við sögu fé- lagsmála í sveit og héraði. Hann var glæsimenni, frjálslegur í framgöngu og glaðvær án þess að nokkru sinni örlaði á því að hann vildi gera sinn hlut góðan. Hann var vel máli far- inn og rökvís og dró ekki fjöður yfir skoðanir sínar. Samt vissi ég aldrei nokkurn mann leggja honum mis- jafnt orð eða efast um drengskap hans. Segir það lengri sögu af Sig- urði á Geitaskarði en mörg orð. Sigurður og þau hjón bæði voru meðal máttarstólpa Sjálfstæðis- flokksins í héraðinu og á vettvangi flokksmála áttum við margt saman að sælda. Það var gott til hans að leita og þeirra hjóna beggja, málin voru ávallt rædd af fullri hrein- skilni, þau voru öflugir samherjar mínir og ráðhollir vinir sem ég á margt að þakka. Það var skemmti- legt að koma til þeirra í eldhúsið á Geitaskarði og seinna á Blönduósi. Rausn þeirra í veitingum og skemmtilegum viðræðum var örlát og án vafninga. Mér er minnisstætt hvernig gleðin gat geislað af andliti Sigurðar þegar við rifjuðum upp kímileg atvik eða tilsvör. En við ræddum ekki alltaf gamanmál held- ur líka alvarleg málefni þar sem ég naut lífsreynslu Sigurðar og hygg- inda. Hann var víðlesinn maður og fróður, hann sagði mér t.d. eftir fyrstu utanferð sína að fátt eða ekki hefði komið sér á óvart, hann hafði lesið um það allt. Almenn menntun hans stóð því dýpra en sú sem að jafnaði fæst í skólum. Um miðjan áttunda áratuginn létu þau hjón Sigurður og Valgerð- ur jörð og bú á Geitaskarði í hendur syni sínum og tengdadóttur en keyptu sér hús á Blönduósi þar sem þau bjuggu sér hlýlegt og fallegt heimili. Eftir það starfaði hann m.a. á Héraðsbókasafninu um árabil. Hann var einnig í mörg ár félagi í Lionsklúbbnum þar sem hann var sem annars staðar góður og virkur liðsmaður, m.a. einn af þeim sem stofnuðu kvartett á vegum klúbbs- ins, en Siguður hafði góða söng- rödd. Um miðjan níunda áratuginn kenndi hann sjúkleika sem gerði oftar vart við sig. Eftir það létti hann smám saman af sér störfum og hætti að mestu að sækja mann- fundi og gleðimót. Of sjaldan kom ég að heimsækja hann, en þá tók hann á móti mér með hlýju og við ræddum dægurmál eða hann miðl- aði mér af fróðleik sínum og visku- brunni. Nálægt áramótum hitti ég hann í síðasta sinn. Hann hafði þá verið á sjúkrahúsinu í örfáa daga, en var vel hress, kvaðst hafa misst minnið að mestu en það væri að koma aftur. Við rifjuðum upp minn- ingar um ýmsa vini okkar og skemmtilega menn í héraði og hann hló svo að glampinn ljómaði í aug- um hans og mér fannst minnið óskert. Mér þykir vænt um þá minningu og fjölmargar aðrar. Þótt fráfall hans bæri skyndilega að kom það naumast á óvart. Ég fylltist söknuði en það gladdi mig þó að hann skyldi geta dvalið heima að heita mátti til lokastundar. Ég kveð hann með virðingu og þökk fyrir vináttu hans, stuðning og margvísleg kynni á langri leið. Við Helga sendum Valgerði, börnum þeirra hjóna, tengdabörn- um, barnabörnum og öðru vensla- fólki einlægar samúðarkveðjur og biðjum þess að dýrmætar minning- ar um hinn látna heiðursmann ylji þeim á komandi tímum. Pálmi Jónsson. Þegar Inga frænka hringdi til mín á föstudaginn og sagði mér lát föður síns, þá um morguninn, setti að mér mikinn trega. Ég vissi raun- ar að búast mátti við slíkri fregn hvenær sem var, bæði vegna þess að frændi minn var orðinn aldraður, 85 ára gamall, og ekki síður vegna þess að hann hafði um margra ára skeið ekki gengið heill til skógar vegna hjartveiki sinnar en þó ekki síður vegna slits eftir erfiða og er- ilsama starfsævi sem einn af bú- stólpum Húnaþings. Því var enda viðbrugðið hversu fagurt var ávallt að líta heim að Geitaskarði af þjóð- veginum um Langadal, og er svo enn. Þar var snyrtimennskan í fyr- irrúmi bæði úti og inni enda þau hjón Sigurður og Valgerður afar samhent í búskapnum og báðum annt um að umhverfi þeirra væri þeim og búi þeirra til sóma. Það var einmitt þannig. Allt var til hinnar mestu fyrirmyndar. En það var ekki bara svo á yfirborðinu. Ég full- yrði að betri mann en Sigurð frænda minn hefi ég enn ekki fyr- irhitt. Í honum fann ég sameinast allt það besta og eftirsóknarverðsta sem ég tel að prýða megi eina manneskju. Hann var sá maður sem ég vildi helst líkjast og geta jafnað mig til. Það eru ekki margir svo lánsamir og ég, að finna meðal sam- ferðamanna sinna slíka fyrirmynd að þeir vildu líkjast henni sem allra mest. Mér er það mikil gæfa að hafa kynnst þessum frænda mínum og lært, eftir að ég fullorðnaðist, að meta góðmennsku hans og óvana- lega hæfileika á svo mörgum svið- um. Lært að skilja hversu mikil- vægt það er að vera lítillátur þótt maður búi yfir meiri hæfileikum en viðmælandinn eða sá er um er rætt og hafa jafnan í heiðri að ætið skal aðgát höfð í nærveru sálar. Þannig mann hafði þessi glæsilegi og góði frændi minn að geyma. Maður varð ætíð ríkari af samveru við hann og hann bætti líðan manns hvernig sem á stóð. Slíka nærveru hafa ein- ungis góðir menn. Ég er ekki að halda því fram að Sigurður hafi ver- ið gallalaus, Guði sé lof, svo var áreiðanlega ekki, þótt ég hafi ekki fundið þá í mínum kynnum af hon- um. Ég bara veit að enginn í ætt- inni okkar, þótt góð sé, er gallalaus og sumir hafa þá stóra, en gallana fann ég ekki hjá Sigga. Kannski er það vegna eigin galla, hver veit. Einmitt vegna þess hvern mann mér finnst Sigurður hafa haft að geyma, varð lát hans mér svo mikil sorgarfregn og mér finnst umhverfi mitt svo miklu fátæklegra eftir. Mest er þó sorgin hjá eftirlifandi eiginkonu, Valgerði, og börnunum þeirra og barnabörnum, sem ég færi mínar innilegustu samúðar- kveðjur á þessari sorgarstund. Ég og öll mín fjölskylda biðjum þess að hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar megi leiða þau í gegnum sorgina og veita þeim styrk og stuðning á erfiðum dögum. Þorbjörn Árnason. Sigurður Þorbjarnarson, bóndi og héraðshöfðingi, á Geitaskarði, er allur. Hann tók við föðurleifð sinni fyrir liðugri hálfri öld og hélt við reisn og glæsibrag þessarar þekktu jarðar allan sinn starfsaldur. En hann hugsaði ekki bara um jörðina og búskapinn. Hann tók virkan þátt í félagsstarfssemi í þjóðfélaginu. Hann var lengi í sveitarstjórn, var hreppstjóri og sýslunefndarmaður. Á vegum sýslunefndarinnar kynnt- ist eg best störfum hans. Hann var athugull og kynnti sér málin vel, framfarasinnaður án þess að vilja hrapa að hlutunum. Honum voru því falin mörg nefndarstörf á veg- um sýslunnar, sem hann skilaði með sæmd. Eitt mikilvægasta starfið var for- mennska í skólaráði Kvennaskóla Húnvetninga, sem við nefndum ávallt svo, en hét Húsmæðraskólinn á Blönduósi hjá opinberum aðilum. Þessi skóli hafði verið stofnaður af húnvetnskum bændum árið 1879 þegar mjög hart var í ári og hann rekinn óslitið í næstum eina öld, þegar hann var lagður niður að fyr- irskipun ,,að sunnan“. Þann tíma, sem Sigurður var formaður skóla- ráðsins var hann vakinn og sofinn í að gera veg skólans sem mestan og bestan. Hafi hann þakkir fyrir. Það verður ekki héraðsbrestur þótt gamall og þreyttur höfðingi falli frá, en mannlífið verður fátæk- legra. Hann átti fallega og glæsi- lega jörð, sem tekið var eftir og þar var fyrirmyndarheimili, en þar var hann ekki einn að verki. Á velmekt- arárum sínum fór hann vestur að Hofi í Vatnsdal og sótti sér þar kvonfang, elstu dótturina þar á bæ, Valgerði Ágústsdóttur. Þeim varð fimm efnilegra barna auðið, sem öll lifa föður sinn. Þegar umsvifin minnkuðu og rýma þurfti fyrir næstu kynslóð fluttu þau hjón til Blönduóss og hafa búið þar síðan. Þar fann hann ýmislegt til þess að starfa við. T.d. vann hann lengi við bókasafn Hér- aðshælis Austur-Húnvetninga. Það átti vel við hann því hann var bóka- maður mikill og fjöllesinn. Eg kveð þennan vin minn og samstarfsmann til margra ára með virðingu og þakka honum samstarf- ið og starf hans í þágu heimahérðs og Húnvetninga almennt. Eg og Þórhildur kona mín færum ekkju hans og niðjum og öðrum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Jón Ísberg. Höfuðbólið Geitaskarð blasti við mér þegar ég á mínum unglings- árum var að sækja hesta föður míns í girðingu í landi Kagaðarhóls sem lá þar beint á móti allt niður á eyr- arnar vestan Blöndu. Þá varð mér oft hugsað að svona ættu bændabýli að vera, með reisulegar, vel mál- aðar, snyrtilegar byggingar og stór fagurgræn tún. Nú er Sigurður Þorbjarnarson sem þá var bóndi þar og bjó fyr- irmyndarbúi um margra ára skeið, látinn. Hann sagði við mig í viðtali í Húnavöku fyrir 9 árum, eftir að hann var hættur búskap og fluttur til Blönduóss, „Geitaskarð varð mín veröld“. Einnig sagðist hann hafa haft afskaplega gaman af öllu sem gerðist úti í náttúrunni og rækt- unarstarf bóndans við að breyta móum og óræktarlandi í tún veitt sér mikla lífsfyllingu. Sigurður tók mikinn þátt í fé- lagsmálum í sýslunni og á þeim vettvangi kynntist ég honum fyrst. Þar setti hann sig vel inn í málin, flutti mál sitt skörulega, var til- lögugóður, fylginn sér en hlustaði vel á mál annarra og reiðubúinn að skoða fleiri hliðar til samkomulags. Sigurður var einn af þeim mönn- um sem var hvarvetna hlutgengur. Hann var í raun heimsborgari og bændahöfðingi í senn. Hann átti mikið og gott bókasafn þar sem mest bar á bókum um náttúrufræði bæði á íslensku og erlendum málum og ljóðabókum. Hann var vel lesinn, sagðist hafa lesið Íslendingasögurn- ar í þaula á sínum unglingsárum og á þeim væri safarík íslensk tunga. Sérstakar mætur hafði hann á ljóð- um og sagði að ljóð gömlu skáld- anna sem ort voru á hefðbundinn hátt væru sælgæti í sálinni. Þau flutti hann frábærlega vel opinber- lega með skýru rammíslensku tungutaki. Aftur á móti var hann lítt hrifinn af ljóðabókum sumra þessara ungu skálda sem frekar röðuðu orðum í setningar en að yrkja ljóð. Það var hressandi að heimsækja þau hjónin á Geitaskarði, Valgerði og Sigurð, og það hélst sami rausn- arskapurinn og alúðin í viðtökum eftir að þau fluttu til Blönduóss. Það er gott að eiga slíka vini. Við hjónin á Kagaðarhóli sendum Val- gerði og fjölskyldu einlægar sam- úðarkveðjur. Stefán Á. Jónsson. Sigurður Örn Þorbjarnarson frá Geitaskarði lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi 15. mars sl. Með Sigurði er fallinn frá góður drengur sem var vinur vina sinna og tryggur uppruna sínum. Sigurður og Valgerður tóku við búrekstri á Geitaskarði í Langadal af foreldrum Sigurðar og bjuggu þar allt til þess að Ágúst sonur þeirra ásamt Ásgerði eiginkonu hans tóku við búi á Geitaskarði árið 1975. En það ár fluttu þau hjónin til Blönduóss að Mýrarbraut 27 sem hefur verið heimili þeirra síðan. Það er mikil gæfa að eiga góða nágranna og var Sigurður dæmi um einstaklega traustan og góðan ná- granna sem var gott að leita til og vita af í næsta nágrenni. Það var alltaf ánægjulegt að koma til þeirra hjóna, þiggja kaffi og taka þátt í umræðu um landsins gagn og nauð- synjar, njóta þess að kryfja mál og njóta reynslu sér reyndari manna. Jafnvel taka smáumræðu um póli- tík, ekki til að vera sammála heldur til að skiptast á skoðunum en skoð- anir Sigurðar voru alltaf ákveðnar en jafnframt sanngjarnar og um fram allt heiðarlegar. Sigurði voru falin mörg trúnaðar- störf fyrir sveitunga sína í Engihlíð- arhreppi var meðal annars um ára- bil í hreppsnefnd og átti ég þess kost að vera með honum í hrepps- nefndinni þar sem ég naut reynslu hans af félagsmálum, trausts hans og vinsemdar. Hann var formaður skólanefndar hreppsins í lok far- skólakennslu í hreppnum en hann var mikill áhugamaður um skólamál enda kosinn fulltrúi hreppsins í skólanefnd Húnavallaskóla þegar hann hóf starfsemi sína. Málefni bænda voru Sigurði hug- stæð og var hann mjög virkur í fé- lagmálum þeirra, meðal annars í stjórn Búnaðarfélags Engihlíðar- hrepps, þar af formaður um tíma. Eftir að þau hjónin fluttu á möl- ina og ég hitti Sigurð var honum alltaf efst í huga hvað væri að frétta úr sveitinni og hvernig kjörum bænda væri fyrir komið, hann var sannur sveitamaður og náttúruunn- andi. Eftir að hann flutti til Blönduóss vann hann um tíma við skrifstofu- störf og er það tilfinning mín að honum hafi ekki líkað þau störf. Einnig starfaði hann við Héraðs- bókasafnið sem var honum sérstakt áhugamál og naut hans þess að vinna að málefnum safnsins. Með Sigurði á Geitaskarði er fall- inn frá sannur fulltrúi sveitamenn- ingarinnar sem var bóndi af lífi og sál og bar hag þess samfélags, sem hann var hluti af svo mjög fyrir brjósti. Vil ég þakka Sigurði ná- granna mínum fyrir alla vinsemd og góð kynni liðinna ára ásamt störfum hans í þágu sveitar okkar. Við fjölskyldan á Fremstagili flytjum fjölskyldu Sigurðar okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum gott nágrenni fyrr og síðar. Blessuð sé minning Sigurðar frá Geitaskarði. Valgarður Hilmarsson. Það er erfitt að byrja að skrifa minningar- grein um elsku Krist- ínu. Orðin bergmála endalaust, Kristín hans Gísla er dáin. Lífið getur verið svo ósanngjarnt, hvernig gat þetta gerst? Hvers vegna hún? Við fáum væntanlega aldrei svör við því. Eftir sitjum við sorgmædd og getum lítið gert nema grátið. KRISTÍN EINARSDÓTTIR ✝ Kristín Einars-dóttir fæddist í Reykjavík 3. apríl 1955. Hún lést 22. febrúar síðastliðinn. Útför Kristínar fór fram frá Dómkirkj- unni mánudaginn 4. mars sl. Við systur kynnt- umst Kristínu fyrst þegar hún ásamt fjöl- skyldu sinni flutti til Neskaupstaðar, í hús við hliðina á okkur. Þar var mætt sam- heldin fjölskylda, Gísli og Kristín með þrjú börn. Vinskapur mynd- aðist fljótlega milli for- eldra okkar. Einnig eru Ninja og Myrra á sitt- hvoru árinu við Hrafn- hildi og urðu þær mjög samrýmdar allar þrjár. Rólurnar í garðinum voru í miklu uppáhaldi og svo var hoppað á milli húsa, jafnvel á náttföt- unum. Þrátt fyrir fjarlægðina síð- ustu árin hefur vinskapurinn haldist. Kristín var og er í minningu okkar yndisleg kona, sem alltaf var bros- andi. Hún var hjálpsöm, glaðvær, hress, umhyggjusöm og góð kona. Sorgin er óbætanleg, söknuðurinn mikill. Á svona stundu er erfitt að trúa því að tímin lækni öll sár. Þetta sár mun aldrei gróa, en minningin um yndislega konu mun aldrei gleymast. Við kveðjum með söknuði stór- kostlega konu. Elsku Gísli, Gísli Þór, Ninja Ýr, Myrra Ösp og aðrir aðstandendur. Megi Guð styrkja ykkur á erfiðum tímum. Við verðum bara að trúa því að henni hafi verið ætlað æðra verk- efni á öðrum stað, því þeir sem Guð- irnir elska, deyja ungir. Og því var allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, Sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Guðlaug og Hrafnhildur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.