Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 11 HÉR fer á eftir yfirlýsing sem send var frá iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytinu í gær um Noral-verkefnið: „Noral-verkefnið um byggingu álvers á Austurlandi og tilheyrandi orkumannvirkja hefur gengið vel og í samræmi við markmið sem sett voru um að ljúka undirbúnings- vinnu fyrir endanlega ákvörðun eigi síðar en 1. september 2002. Und- irbúningsvinnan hefur rennt frekari stoðum undir trúverðugleika verk- efnisins og niðurstöður hagkvæmni- athugana eru uppörvandi. Engu að síður hefur Hydro til- kynnt samstarfsaðilum sínum að fyrirtækið sé ekki í aðstöðu til þess að taka endanlega ákvörðun varð- andi áframhald verkefnisins fyrir 1. september 2002 eins og gert er ráð fyrir í sameiginlegri tilkynningu sem tengdist „Yfirlýsingu um Nor- al-verkefnið“. Ástæða þessarar ákvörðunar Hydro er einvörðungu sú að fyrirtækið þarf lengri tíma til þess að meta fjárfestingarstefnu sína til næstu ára í kjölfar kaupa þess á þýska fyrirtækinu VAW. Þessi þörf fyrirtækisins fyrir stefnumarkandi endurmat tengist ekki á nokkurn hátt mati á arðsemi Noral-verkefnisins. Í ljósi þessa munu aðilar að yf- irlýsingunni halda áfram að starfa að verkefninu með það að markmiði að ákvarða endurnýjaða tímaáætl- un. Þátttakendur í Reyðaráli eru sammála um að það væri ákjósan- legt að fá nýjan aðila að Reyðaráli og þannig minnka eignarhlut ís- lenskra fjárfesta. Í þeirri vinnu sem er framundan verður því einnig skoðuð afkoma fleiri aðila. Sú vinna mun taka aukinn tíma, sem erfitt er að setja nákvæm tímamörk. Þetta millibilsástand dregur fram í dags- ljósið ólíka hagsmuni. Hagsmunir íslenskra yfirvalda og Landsvirkj- unar hvað varðar tímasetningar fara ekki saman við hagsmuni fjár- festa í sjálfu álverinu. Það er því skilningur þeirra sem standa að Noral-verkefninu að ríkisstjórn Ís- lands og Landsvirkjun hafi rétt til þess að leita nýrra samstarfsaðila að verkefninu þangað til núverandi aðilar hafa komið sér saman um nýja formlega yfirlýsingu. Þetta breytir hins vegar ekki þeim áform- um allra samstarfsaðila að ganga eins skjótt og verða má frá vinnu- áætlun til þess að ná endanlegri ákvörðun í Noral-verkefninu. Í samræmi við þetta verður fundur í júníbyrjun þar sem staða mála verður endurmetin.“ Ekki ákvörðun frá Norsk Hydro um Noral-verkefnið fyrir 1. september Leita má nýrra samstarfsaðila VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði á Alþingi í gær eftir að hún hafði lesið upp yf- irlýsingu um framtíð Noral-verkefnisins, sem tek- ur til byggingar álvers í Reyðarfirði og byggingar Kárahnjúkavirkjunar, að hún myndi beita sér fyr- ir því að halda opinn fund með Austfirðingum sem allra fyrst til að ræða þá stöðu sem nú væri komin upp varðandi byggingu álvers í Reyðarfirði. „Ég held það sé nauðsynlegt að fara yfir málið með þeim á opnum fundi og mun ég beita mér fyrir því að sá fundur fari fram sem allra fyrst,“ sagði hún. Sagði hún síðar að hún hefði orðið fyrir vonbrigð- um með Norsk Hydro. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar-græns framboðs, sagði þegar ráðherra hafði lesið upp fyrrgreinda yfirlýsingu að það væri deginum ljósara að verið væri að slá Nor- al-verkefnið af. Það væri því óþarfi að ræða frekar frumvarp iðnaðarráðherra um virkjun Jökulsár á Brú, Jökulsár í Fljótsdal og stækkun Kröfluvirkj- unar, en frumvarpinu er ætlað að afla lagaheimilda fyrir Kárahnjúkavirkjun og stækkun Kröfluvirkj- unar vegna byggingar álvers í Reyðarfirði. Önnur umræða um frumvarpið hófst í fyrradag og var fram haldið í gær, en um miðjan dag steig Valgerður Sverrisdóttir í pontu og las upp títt- nefnda yfirlýsingu. Eftir það sagði hún: „Ég vil nefna hér nokkur atriði sem mér finnst mikilvægt að komi fram. Í fyrsta lagi tek ég fram að samstarfið við Norsk Hydro heldur áfram. Í öðru lagi er verkefnið hag- kvæmt þannig að það stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi vinnu. Í þriðja lagi er Norsk Hydro ekki í aðstöðu til að taka endanlega ákvörðun fyrir 1. september 2002 og er ástæðan sú að fyrirtækið telur sig þurfa lengri tíma til að meta fjárfest- ingarstefnu sína til næstu ára. Í fjórða lagi hafa Norsk Hydro og Hæfi hf. í hyggju að ljúka þeirri vinnu sem framundan er við mat á söðu mála eins fljótt og auðið er. Í fimmta lagi, og það er mikilvægast, hafa stjórn- völd og Landsvirkjun áskilið sér rétt til að leita nýrra samstarfsaðila ann- arra en Norsk Hydro að verkefninu þar til núverandi aðilar hafa komið sér saman um nýja formlega yfirlýs- ingu. Í sjötta lagi munu allir aðilar engu að síður ganga frá vinnuáætlun um endanlega ákvörðun um Noral-verk- efnið eins skjótt og auðið er og í síð- asta lagi verður fundur í samræmi við það í júníbyrjun þar sem staða mála verður end- urmetin.“ Eftir yfirlýsingu iðnaðarráðherra kom Arn- björg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins á Austurlandi, í pontu og sagði það mikilvægt að nú væri hægt að snúa sér að því að leita nýrra samstarfsaðila til að styrkja Noral-verkefnið enn frekar. „Fyrir Austfirðinga skiptir það meginmáli að það er haldið áfram af fullum krafti að vinna þetta mál,“ sagði hún. Valgerður Sverrisdóttir kom aftur í pontu og tók undir með Arnbjörgu. „Ég tel það mjög mik- ilvægt að íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun geti nú farið í viðræður við önnur fyrirtæki vegna þess að okkur er kunnugt um að það er áhugi til staðar hjá virtum og stórum aðilum sem eru í þessari framleiðslu.“ Bætti Valgerður því við að það væri mjög mikilvægt að halda áfram að ræða frumvarp- ið um virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljóts- dal þannig að það gæti orðið að lögum sem allra fyrst. Óþarfi að eyða tíma í frumvarpið Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, tók næstur til máls og sagði, eins og áður var vikið að, það deginum ljósara að verið væri að slá Noral- verkefnið af. „Hér er ekki bara verið að fresta tímaáætlun. Það er engin tímaáætlun eftir ... Og samstarfi er í raun slitið í þeim skilningi að Norsk Hydro fellst á að ríkisstjórn Íslands megi leita að nýjum samstarfsaðilum. Næsti fundur verður í júní. Eftir tvo og hálfan mánuð. Það er óþarfi að eyða meiri tíma í að ræða hér frumvarp til laga um virkjun Jökulsár á Brú. Við getum snúið okkur að öðrum verkefnum.“ Steingrímur sagði því næst að það þyrfti að ræða þegar í stað þær mótvægisaðgerðir sem grípa þyrfti til á Austurlandi. „Nú þarf að gera áætlun um að hraða samgönguframkvæmdum og grípa til fleiri aðgerða til að tryggja að þessi fjórð- ungur verði ekki fyrir áfalli í ljósi þeirrar niður- stöðu sem nú er...“ Valgerður Sverrisdóttir svar- aði Steingrími og sagði hann of fljótan að gleðjast. Hjálmar Árnason, formaður iðnaðarnefndar þingsins, sagði að túlkun Steingríms J. á yfirlýs- ingu ráðherra væri óskhyggja þeirra sem væru á móti Noral-verkefninu. Sagði Hjálmar síðan að nú væri enn mikilvægara en áður að Alþingi lyki sinni heimavinnu og afgreiddi títtnefnt frumvarp. Fyrir vonbrigðum Valgerður Sverrisdóttir tók aftur til máls og kvað það ekkert launungarmál að hún hefði orðið fyrir vonbrigðum með Norsk Hydro og að þeir skyldu „hafa komið fram með þessum hætti nú á þessu stigi málsins,“ eins og hún orð- aði það. „Þetta kom okkur í opna skjöldu,“ sagði hún og tók undir með þingmanni í sal að Norðmenn gætu verið erfiðir. Hún tók þó fram að sá tími sem farið hefði í undirbúning verkefnisins hefði langt frá því farið til ónýtis, stjórnvöld og Landsvirkjun hefðu staðið sig vel. Einar Már Sigurðarson, þingmað- ur Samfylkingarinnar á Austurlandi, kom þvínæst í ræðustól og sagðist taka undir með iðnaðarráðherra að þetta væru mikil vonbrigði. Sagði hann að því þyrfti að ljúka frumvarp- inu um virkjun Jökulsár á Brú sem fyrst. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra boðar fund með Austfirðingum Vonbrigði með Norsk Hydro SMÁRI Geirsson, formaður Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi, segist óttast mest að sameiginleg yfirlýsing vegna Noral-verkefnisins verði oftúlkuð í þá veru að áformin séu úr sögunni en því sé öðru nær. „Yfirlýsingin sýnir og sannar að Norsk Hydro, langstærsti einstaki aðilinn sem að þessu kemur, lítur á verkefnið sem mjög girnilegt verk- efni og sumir hjá Norsk Hydro hafa reyndar tekið enn sterkara til orða í persónulegum samtölum.“ Smári Geirsson segir að það sé alltaf erfitt þegar upp komi hnökr- ar á áætlun, sem unnið hafi verið eftir, en þáttur Íslendinga eða það sem að þeim snúi varðandi Noral- verkefnið standist í öllum grund- vallaratriðum. Hins vegar hafi að- stæður Norsk Hydro breyst með þeim hætti að stjórnendur fyrir- tækisins treysti sér ekki til að standa við tímaþáttinn í áætluninni. Samt sé alveg ljóst, og það komi skýrt fram í sameiginlegu yfirlýs- ingunni, að Norsk-Hydro líti svo á að um mjög girnilegt verkefni sé að ræða og vilji ekki sleppa af því hendi. Því sé það hrikaleg oftúlkun að Norsk-Hydro sé að hverfa frá verkefninu, því það sé af og frá. Hann segir að í yfirlýsingunni komi fram að Norðmennirnir gefi það eftir að íslensk stjórnvöld megi taka upp viðræður við annan aðila, sem gæti hugsanlega orðið ráðandi eigandi í væntanlegu álveri, og það sé mjög mikilvægt vegna þess að það veiti Norðmönnunum ákveðið aðhald. „Helst vildi ég sjá það ger- ast þannig að slíkur aðili kæmi inn í verkefnið með Norðmönnunum, þannig að öll sú vinna, sem hefur verið lögð í málið hingað til, nýttist til fullnustu.“ Smári segir að vissulega sé kom- ið upp ákveðið vandamál en vanda- mál í þessu máli séu til þess að leysa þau. En það taki ákveðinn tíma og staðan trufli framvindu málsins, sem sé í sjálfu sér nei- kvætt. Hins vegar viti Austfirðing- ar enn betur en áður að um mjög góðan kost sé að ræða í virkjuninni og álverinu. „Enn og aftur staðfest- ist ég í þeirri vissu að af þessum framkvæmdum verður, en það eina sem veldur okkur óþægindum er að hafa ekki tímasetningar á hreinu.“ Í því sambandi segir hann að þessi óvissa geti haft alvarleg áhrif hvað varði upphaf framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun, en málið snúist fyrst og fremst um það hvort mögu- leiki sé að nota sumarið í sumar til framkvæmda uppi á fjöllum. Hins vegar verði menn að átta sig á því að aldrei hafi staðið til að hefja framkvæmdir við álverið sjálft fyrr en á árinu 2004. Smári Geirsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, óttast oftúlkun Yfirlýsingin stöðvar ekki framkvæmdirnar ÞORSTEINN Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkj- unar, segir mjög mikilvægt að frumvarpið um Kárahnjúka- virkjun nái fram að ganga á Al- þingi fyrir vorið, því miklu máli skipti að geta gefið þau skilaboð út í álheiminn að það sé á hreinu að þessi valkostur sé fyrir hendi. Þorsteinn Hilmarsson segir að Landsvirkjun muni endur- skipuleggja allar áætlanir sínar og halda öllum útgjöldum í lág- marki sem þýði að ekki verði farið í undirbúningsfram- kvæmdir í sumar eins og ákveðnar líkur hafi verið á. Stjórn Landsvirkjunar hefði þurft að taka afstöðu til þess í júní hvort farið hefði verið í und- irbúningsaðgerðir sem hefðu verið fólgnar í vegagerð og sköpun aðstæðna vegna fram- kvæmda í kjölfarið. Auk þess hefðu útboð á stærstu verkþátt- unum verið í undirbúningi og í framhaldi af því hefði farið fram fullnaðarhönnun á mannvirkj- um en ekki verði farið út í þá hönnun. Yfirstaðið væri forval þar sem fimm fyrirtæki hefðu verið valin í stíflugerð annars vegar og hins vegar í gangagerð, en útboðinu yrði frestað og þess farið á leit við þessi fyrirtæki að þau yrðu samt áfram inni í myndinni. Bitnar á verktökum Þorsteinn segir að Lands- virkjun hafi í mörg horn að líta og sé með margt í gangi en ákvörðun Norsk Hydro bitni fyrst og fremst á verktakavinnu. Landsvirkjun sé með heimild fyrir Búðarhálsvirkjun og þar ljúki undirbúningsframkvæmd- um í júní. Matsferli vegna um- hverfisáhrifa séu í gangi á nokkrum stöðum og þau haldi áfram. Gífurleg uppbygging hafi verið í orkumálunum á undan- förnum árum og aukin fram- leiðsla og fyrir vikið hafi þurft að hafa virkjunarkosti til reiðu. Að sögn Þorsteins var áætl- aður kostnaður vegna fyrirhug- aðra verkefna fyrir austan í sumar, þ.e. vegna vegagerðar, fjarskiptamála o.fl., um 600 milljónir króna og gert ráð fyrir um 30 til 40 ársverkum þess vegna. Þá hafi verið talið að fullnaðarhönnunin hefði kostað um 800 til 900 milljónir kr. og gert ráð fyrir um 100 ársverk- um, en ekki verði af þessum verkum að svo stöddu. Til sam- anburðar nefnir hann að gert sé ráð fyrir að um 3.400 ársverk fari í fyrri áfanga Kárahnjúka- virkjunar með tilheyrandi línum og svo framvegis, en um 1.150 ársverk í seinni áfangann. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar Mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga Morgunblaðið/Golli KATRÍN Ólafsdóttir, forstöðumað- ur þjóðhagsspár hjá Þjóðhags- stofnun, segir að yfirlýsingin hafi ekki áhrif á þjóðhagsspá því þar sem framkvæmdir hafi ekki verið ákveðnar hafi ekki verið gert ráð fyrir þeim í spánni. Að sögn Katrínar Ólafsdóttur er ekki gert ráð fyrir verkefnum í þjóð- hagsspá Þjóðhagsstofnunar fyrr en þau séu endanlega ákveðin. Hins vegar sé gert ráð fyrir fjárfestingum Landsvirkjunar og Landsvirkjun hafi verið í ákveðnum fjárfestingum vegna þessa verkefnis en þær breyti samt engu varðandi spána. Hefur ekki áhrif á þjóðhagsspá Katrín Ólafsdóttir, forstöðumaður þjóðhagsspár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.